Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 10

Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 10
10 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hjónin greiða fullan skatt (45%) af hagnaðinum, samtals 42 milljónir, og 1,45% eignarskatt af því sem eftir stendur. Hrein eign er þá tæpar 55 milljónir? Hjónin stofna eignarhaldsfélag á íslandi. Hlutaféð er 2 milljónir og gengi hlutabréfanna skráð á 50 (yfirverð). Greiddur er 30% skattur af vaxtatekjum félagsins og 1,45% eignarskattur af yfirverði hlutafjár. Greiðir árlega 10% arð til eigendanna og af arði er greiddur 10% skattur. Hjónin stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg. ( ) Hlutaféð er 2 milljónir og gengi hlutabréfanna skráð á vfS/ 50 (yfirverð). Greiða 800 þús. kr. í stofnkostnað og árlega 300 þús. kr. í fjárvörslu. Við stofnun er greitt 1 % (980 þús. kr.) í skatt og síðan árlega 0,3% af nafnvirði hlutafjár. Greiðir árlega 10% arð til eigendanna á íslandi og af arði er greiddur 10% skattur. Eignir Islendinga erlendis hafa margfaldast á skömmum tíma Lögin stuðla að því að fjármagnið fari úr landi * A síðustu árum hafa margir nýtt sér heim- ild skattalaga til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum. Stór hluti af þessum söluhagnaði er ávaxtaður erlendis í eignarhaldsfélögum þar sem skattaum- hverfíð er hagstæðara en hér á landi. ✓ Akvæði skattalaga um söluhagnað erlendra aðila af sölu hlutabréfa í íslenskum fyrir- tækjum gerir það svo að verkum að óhag- stætt er fyrir þessi eignarhaldsfélög í eigu Islendinga að fjárfesta í íslensku atvinnulífí. Egill Ólafsson leitaði skýringa á því hvers vegna svo margir kjósa að fara með fjár- magn úr landi og hvort líklegt væri að það kæmi einhvern tímann til baka. MEÐ sífellt meiri alþjóða- væðingu í viðskiptum skiptir skattaumhverfið sem ríki búa fyrirtækj- um og einstaklingum æ meira máli. Þetta verður enn augljósara þegar búið er að koma á frjálsum fjár- magnsflutningum milli landa. Það er mál margra að íslensk stjórnvöld eigi mikið verk óunnið við að gera skatta- umhverfið á Islandi aðlaðandi þannig að íslendingar og útlendingar kjósi að ávaxta fjármuni sína í íslenskum fyrirtækjum. Raunar séu Islending- ar með í skattalögum ákvæði sem beinlínis séu til þess fallin að stuðla að því að íslendingar fari með fjár- magn úr landi og hvetji útlendinga til að fjárfesta ekki á f slandi. í þessari grein verður sjónum beint að fjármagnsflutningum úr landi og tveimur ákvæðum laganna um tekju- og eignarskatt sem sam- þykkt voru 1996 og 1998 og hvaða af- leiðingar þau hafa haft. Einstaklingnm gert kleift að fresta skattlagningn söluhagnaðar Ákvæðið um frestun skattlagning- ar söluhagnaðar af hlutabréfum var samþykkt á Alþingi undir þinglok Eriendar eignir Ma.kr. í hlutabréfum 160 1996-2000 Milljarðar króna þar af íslenskir lífeyrissjóðir — □ 1 140 120 100 80 60 40 20 0 1996 1997 1998 1999 2000 (júni) vorið 1996. Þá var til umræðu í þing- inu frumvarp sem að meginefni til fól í sér upptöku fjármagnstekjuskatts. Þó sæmileg samstaða hafi verið um að taka upp fjármagnstekjuskatt var umdeilt hvernig ætti að leggja hann á og hvað hann ætti að vera hár. Um- ræðan í þinginu stóð fyrst og fremst um þetta. Þegar frumvarpið fór til umfjöllunar í efnahags- og viðskipta- nefnd ákvað meirihluti nefndarinnar að leggja fram breytingartillögu um að menn mættu fresta söluhagnaði af hlutabréfum um tvenn áramót frá söludegi. Akvæðið er þannig að ein- staklingar verða að greiða 10% skatt af fyrstu 3,2 milljónunum sem þeir hagnast af sölu hlutabréfa (6,4 millj- ónir fyrir hjón). Af hagnaði sem er umfram þetta mark greiðist 38% skattur. Þar sem búast má við að í flestum tilvikum sé um að ræða fólk með miklar tekjur þarf það að greiða hátekjuskatt af upphæðinni sem þýð- ir að greiddur er 45% skattur en ekki 38%. í gi’einargerð með tillögunni segir að þessi breytingi komi tii með að „stuðla að auknum viðskiptum með hlutabréf og skapa svigrúm til að sveigja skattlagningu að einstakl- ingsbundnum aðstæðum." I umræð- um á Alþingi kom einnig fram það sjónarmið að þessi breyting væri fall- in til þess að hvetja fjárfesta til sparnaðar og áframhaldandi fjárfest- inga í atvinnulífinu. Lagaákvæðið nær líka til erlendra hlutafélaga Ekki var tekið sérstaklega fram í þessu nýja lagaákvæði hvort fjárfest- ingin yrði að vera í íslensku hlutafé- lagi. Ríkisskattstjóri fékk strax á ár- inu 1996 fyrirspurn um hvort ákvæðið ætti jafnt við íslensk og er- lend hlutafélög. I svari skattstjóra kemur skýrt fram að ekki skipti máli í hvaða landi hlutafélagið er staðsett. Raunar hefði Alþingi ekki getað látið lögin eingöngu ná til íslenskra félaga því það hefði falið í sér brot á samn- ingnum um Evrópskt efnahags- svæði. I umræðum um breytingartillög- una á Alþingi vorið 1996 kom m.a. fram það sjónarmið að reyna myndi lítið á þetta lagaákvæði vegna þess að fátítt væri að fólk væri að fá meira en 6 milljónir í söluhagnað af hluta- bréfum. Af samtölum við endurskoð- endur og fulltrúa fjármálafyrirtækja má draga þá ályktun að þama hafi al- þingismenn vanmetið aðstæður eða ekki séð þróunina fyrir. Allstór hóp- ur manna hafi haft miklar tekjur af söluhagnaði hlutabréfa og hann nýti sér í flestum tilfellum ákvæði tekju- skattslaga um frestun söluhagnaðar. „Það eru gríðarlega miklir fjármunir í umferð og fólk leitar eðlilega hag- stæðustu leiða til að ávaxta þá og nýt- ir sér ákvæði skattalaga til að lág- marka skattgreiðslur,“ sagði einn viðmælandi blaðsins. Þeir sem hafa hagnast vel af sölu hlutabréfa er flestum umhugað um að greiða eins lágan skatt og lög leyfa og því hafa margir verið fljóttr að komast að þeirri niðurstöðu að hag- stæðast sé að ávaxta þá í hlutafélög- um sem staðsett eru annars staðar en á Islandi. Ástæðan er sú að sum lönd reyna að draga til sín fjármagn með afar hagstæðu skattaumhverfi. Þetta tvennt, hvati íslenskra fjár- festa til að fresta skattgreiðslu með því að fjárfesta áfram í hlutafélögum og hagstætt skattaumhverfi erlendis hefur gert það að verkum að margir hafa kosið að stofna eignarhaldsfélög erlendis og ávaxta fjármunina þar. Þó margir hafi farið þessa leið ber að hafa í huga að til að þetta sé hag- kvæmt þurfa menn að hafa nokkra tugi milljóna í höndunum. Flestir nefndu tölur á bilinu 30-50 milljónir sem lágmark. Margir stofna eignarhalds- félög í Lúxemborg Til að sjá hvemig þetta gerist er einfaldast að taka dæmi af manni sem fyrir einhverjum árum eða ára- tugum lagði 2 milljónir í hlutafélag og selur nú hlut sinn á 100 milljónir. Maðurinn er því með 98 milljóna króna söluhagnað í höndunum. Sam- kvæmt ákvæðum skattalaga verður hann og eiginkona hans að borga 10% skatt af 6,4 milljónum (3,2 millj- ónir ef um einstakling er að ræða) og 45% skatt af því sem er umfram þetta mark ef hann frestar ekki skattlagn- ingunni. Hann gæti því þurft að greiða 42 milljónir í skatt. Áuk þess verður hann að greiða 1,45% eignar- skatt af eignum sínum. Þetta er sú leið sem skattakóngur íslands, Guðni Helgason heitinn, fór á síðasta ári. Maðurinn, sem hagnaðist um 98 milljónir af hlutabréfasölu, getur hins vegar farið aðra leið. Hann get- ur tekið þá ákvörðun að stofna eign- arhaldsfélag í Lúxemborg og notfært sér ákvæði tekjuskattslaga um frest- un á söluhagnaði. Hagstæðast er fyr- ir hann að stofna félagið með tiltölu- lega litlu hlutafé t.d. 2 milljónum. Gengi hlutafjár væri þá 50 sem þýðir að verðmæti félagsins er 100 milljón- ir. Ástæðan fyrir því að hlutaféð er haft þetta lágt er sú að eignarskattur á Islandi er greiddur af nafnvirði og augljóst er að hagstæðara er að greiða eignarskatt af 2 milljónum en 100 milljónum. Kostnaður við að stofna eignai'- haldsfélag í Lúxemborg er um 800 þúsund. Við stofnun félagsins verður það ennfremur að greiða 1% af heild- areign þess í skatt til Lúxemborgar. Eftir það greiðfr félagið 0,2% árlegan skatt af nafnvirði hlutafjár, í þessu tilfelli af 2 milljónum. Auk þess þarf maðurinn að gi'eiða að lágmarki 300 þúsund á ári til fjár- vörsluaðila, þ.e. þess aðila sem sér um umsjón með fjárfestingum fé- lagsins. Inni í þeirri upphæð er m.a. þóknun til stjórnarmanna í félaginu. Nauðsynlegt er að stjómarmenn hafi erlent ríkisfang því að ef stjómar- menn era íslenskir líta íslensk skattayfii'völd svo á að félaginu sé stjórnað frá íslandi og félagið er því skattlagt eftir íslenskum skattaregl- um. Erfítt fyrir skattayfirvöld að fylgjast með Ef maðurinn vill nota þá peninga sem hann hefur fjárfest í eignar- haldsfélaginu í Lúxemborg getur hann t.d. gert það með því að greiða sér árlega 10% arð. Á þennan arð er lagður 10% fjármagnstekjuskattur sem rennur til íslenska ríkisins. Ohagstætt er íyrir manninn að láta eignarhaldsfélagið gi'eiða út meira en 10% arð vegna þess að greiða þarf 2% skatt til ríkisins í Lúxemborg af ai'ði sem er umfram 10%. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi fyrir manninn að opna bankareikn- ing á íslandi eða í Lúxemborg í nafni eignarhaldsfélagsins. Hann getur síðan fengið sér kreditkort og tekið út af reikningnum. Samkvæmt skattalögum verður að líta á alla notkun á kreditkortinu sem arð- greiðslur og ber að skattleggja þær sem slíkar. Möguleikar íslenskra skattayfirvalda til að hafa eftirlit með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.