Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 11 kreditkortareikning í banka í Lúx- emborg eru hins vegar mjög litlir. Eignarhaldsfélög í Lúxemborg starfa samkvæmt sérstökum lögum frá árinu 1929 og samkvæmt þeim eru þau undanþegin upplýsinga- skyldu. Einu upplýsingarnar sem skattayfírvöld á Islandi hafa um þetta eignarhaldsfélag er að hlutafé þess sé 2 milljónir. Sú upphæð breyt- ist ekkert þó að félagið kunni að hafa miklar fjármagnstekjur og að ýmis kostnaður falli á það. Sáu alþingismenn ekki afleiðingarnar fyrir? Það er mál allra sem Morgunblað- ið ræddi við að lagaákvæðið um frest- un skattlagningar söluhagnaðar af hlutabréfum hafi haft allt aðrar af- leiðingar en upphaflega var reiknað með. Alþingmenn hafi þess vegna ekki skoðað allar hliðar þess eða ekki séð fýrir afleiðingamar. Ef marka má þá tiltölulega litlu umræðu sem fram fór um þetta á Alþingi vorið 1996 var tilgangurinn sá að stuðla að spamaði og því að fjármagnið héldist áfram í íslensku atvinnulífi. Niður- staðan er hins vegar sú að vemlegur hluti þessa fjármagns leitar úr landi og er í raun aldrei skattlagður því ekkert er því til íyrirstöðu að ein- staklingar fresti skattlagningunni nánast endalaust. „Það var aldrei tilgangurinn með lagaákvæðinu að menn gætu frestað tekjufærslu söluhagnaðar með því að menn gætu fjárfest í eigin eignar- haldsfélögum, hvort sem þau væru á Islandi eða erlendis. Tilgangurinn var væntanlega sá að reyna að beina fjármagninu inn í fyrirtækin aftur,“ sagði endurskoðandi sem Morgun- blaðið ræddi við. „Þegar þú selur hlutabréf með talsverðum söluhagnaði og kaupir hlutabréf í þínu eigin eignarhaldsfé- lagi þá er skattskuldbindingin komin inn í það félag. Og þú ætlar aldrei að selja þau bréf. Þú ert búinn að losa þig undan skattskuldbindingunni. Hlutverk eignarhaldsfélagsins er þá bara að velta áfram þessum fjármun- um með svipuðum hætti eins og hver annar bankareikningur." Erfitt að fá upplýsingar um fjölda og eignir eignar- haldsfélaga Erfitt er að fá upplýsingar um hvað íslendingar hafa stofnað mörg eignarhaldsfélög erlendis og hvað miklir fjármunir hafa verið fluttir til þeirra úr landi. Seðlabankinn heldur saman upplýsingum um eignir ís- lendinga erlendis. Samkyæmt tölum bankans námu eignir Islendinga í hlutafélögum erlendis um mitt þetta ár 155 milljörðum króna. Seðlabank- inn treysti sér ekki til að svara því hvað íslendingar hafa stofnað mörg eignarhaldsfélög erlendis og hvað eignir þeirra eru miklar. Talsmenn bankans sögðu að ástæðan væri sú að upplýsingamar væru „misaðgengi- legar“ og erfitt væri að fá heildaryfir- lit yfir eignir félaganna. En þó upplýsingar um þennan þátt málsins séu ónákvæmar sýna opin- berar tölur Seðlabankans að gríðar- lega mikið fjármagn hefur verið að flytjast frá landinu á allra síðustu ár- um. Heildareignir Islendinga í hluta- félögum erlendis námu 155 milljörð- um um mitt þetta ár og höfðu þrefaldast á einu og hálfu ári. f árs- lok 1996 áttu íslendingar 12,2 millj- arða í hlutafélögum erlendis. Lífeyr- issjóðirnir eiga langstærsta hlutann af þessu, en eignir þeirra í erlendum hlutafélögum námu 121 milljarði um mitt þetta ár. Þetta þýðir að fyrir- tæki og einstaklingar eiga nú um 34 milljarða erlendis. Þessi upphæð kann að vera hærri ef það er rétt að Seðlabankinn hafi ekki í höndum full- nægjandi upplýsingar um eignir ís- lendinga í eignarhaldsfélögum er- lendis. Hafa ber í huga að þessar tölur endurspegla ekki raunverulegt fjár- streymi úr landi því að eignaaukning- in hefur að hluta til orðið vegna hækkunar á verðmæti hlutabréf- anna. Upplýsingar um eignir íslendinga í eignarhaldsfélögum erlendis liggja heldur ekki á lausu hjá skattayfir- völdum og raunar er ekki víst að nærri allar erlendar eignir séu gefn- ar upp til skatts. Sú spurning vaknar eðlilega hvaða fólk það er sem er að stofna eignar- haldsfélög í Lúxemborg. Upplýsing- ar um það liggja eðlilega ekki á lausu, en viðmælendur blaðsins sögðu að þetta væri fólk úr ýmsum áttum og ýmsum atvinnugreinum. „Þetta get- ur verið maður sem lagði bflverð í stofnun tölvufyrirtækis og selur það á 200 milljónir nokkrum árum síðar og þetta getur líka verið einstakling- ur sem selur hlut sinn í sjávarútvegs- fyrirtæki með góðum hagnaði,“ sagði eirin viðmælandi blaðsins. í þessu sambandi má minna á að þegar tölur voru birtar fyrir skömmu um skuldir sjávarútvegsins kom fram það sjónarmið að skuldaaukn- inguna mætti að hluta til rekja til þess að kvóti og fyrirtæki hefðu verið seld fyrir fé sem ekki hefði verið end- urfjárfest í atvinnugreininni. Skuldir sjávarútvegsins eru nú í kringum 175 milljarðar og hafa aukist um 70 millj- arða á fjórum árum. Meðal þeirra sem stofnað hafa eignarhaldsfélög erlendis eru einnig menn sem hafa hagnast á sölu hluta- bréfa á síðustu árum. Hagnaður þeirra myndast ekki síst við að selja bréfin á réttum tíma, en til að forðast að þurfa að greiða 45% skatt af sölu- hagnaðinum geta þeir fjárfest í eigin eignarhaldsfélögum erlendis. Avinn- ingur þeirra af því að fara með sölu- hagnaðinn í eignarhaldsfélög erlend- is er bæði sá að þannig uppfylla þeir ákvæði skattalaga um frestun skatt- lagningar og einnig geta þeir komist hjá því að greiða eignarskatt af hagn- aðinum. Aðferð þeirra er sú að skrá hlutaféð í eignarhaldsfélaginu á yfir- verði því aðeins er greiddur eignar- skattur af nafnvirði hlutabréfanna, en ekki verðmæti þeirra eins og áður segir. Lúxemborg er ekki ódýrasti markaðurinn Líklega eru flest eignarhaldsfélög í eigu íslendingar staðsett í Lúxem- borg. Astæðan er ekki síst sú að Kaupþing hefur rekið dótturfyrir- tæki í Lúxemborg og hefur haft vissa forystu í fjárvörslu fyrir íslendinga erlendis. Lúxemborg er hins vegar frekar dýr markaður í alþjóðlegum samanburði. Talsvert ódýrara er að stofna og reka eignarhaldsfélög á Ermasundseyjunum og eyjum í Karabíahafinu. A Bresku Jómfrúar- eyjum í Karabíahafi eru nú starfandi yfir 300 þúsund fyrirtæki og árlega eru stofnuð þar 30-40 þúsund fyrir- tæki. Kostnaður við að stofna eignar- haldsfélög þar er innan við 200 þús- und krónur og skattar eru sáralitlir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa íslendingar á stuttum tíma stofnað yfir 100 eignarhaldsfé- lög á Jómfrúareyjum. Öll eignarhaldsfyrirtæki í Lúxem- borg þurfa að skila endurskoðuðum reikningum, en ekki er gerð krafa um það á eyjunum í Karabíahafinu og Ermasundi. Raunar er ekki gerð krafa um að fyrirtæki á Islandi skili endurskoðuðum reikningum. íslensk lög gera einungis kröfu um að fyrir- tæki geri ársreikninga. Lög um eignarhaldsfélög í Lúxem- borg eru einnig tiltölulega ströng. Félögin mega t.d. ekki eiga fasteign. Sumir hafa þess vegna farið þá leið að stofna eignarhaldsfélag á Jóm- frúareyjum í Karabíahafi og það fé- lag kaupir síðan sumarhús. Hag- kvæmt er að láta þetta félag eiga húsið því enginn erfðafjárskattur er innheimtur á Jómfrúareyjum, en hann er 45% á Spáni svo dæmi sé tek- ið þar sem margir íslendingar eiga sumarhús. Danir og Bretar hafa einnig gert breytingar á skattaumhverfi sínu í þeim tilgangi að laða að fyrirtæki og fjármagn. Danir hafa á skömmum tíma náð talsverðum árangri á þessu sviði en á síðustu tveimur árum hafa um 1.500 eignarhaldsfélög verið stofnuð í Danmörku og mörg þeirra eru mjög stór. Kemur fjármagnið aftur inn í íslenskt atvinnulíf? Sl. vor var fjallað um frestun á skattgreiðslum af hlutafélögum í Morgunblaðinu og þá benti fjármála- ráðherra á að þessi eignarhaldsfélög í eigu Islendinga stunduðu fjárfest- ingar í íslenskum og erlendum félög- um. Fjármagnið leitaði því inn í ís- lenskt atvinnulíf á ný ef skatta- umhverfið á íslandi væri aðlaðandi. Aðalatriðið væri að gera það aðlað- andi. Viðmælendur blaðsins sögðu að ýmislegt í skattaumhverfi á Islandi væri hins vegar fallið til að draga úr líkum á að þetta fjármagn leitaði aft- ur til Islands. Raunar fullyrtu sumir að stærstur hluti af fjármagninu kæmi aldrei aftur til íslands. Það væri einfaldlega of dýrt að flytja það aftur heim. Eignarhaldsfélag á ís- landi þarf t.d. að greiða 30% tekju- skatt af hagnaði, en enginn tekju- skattur er lagður á í þeim löndum sem nefnd voru hér að framan. Eign- arhaldsfélag á Islandi þarf einnig að borga árlega 1,45% eignarskatt af yf- irverði hlutabréfa. Maðurinn sem tekið var dæmi af hér að framan get- ur því ekki komið sér undan því að greiða eignarskatt af 100 milljónun- um með því að stofna eignarhaldsfé- lag á Islandi, jafnvel þó að skráð hlutafé í félaginu sé aðeins 2 milljón- ir. Eignarskattur er deyjandi fyrir- bæri í flestum löndum. Hann var af- numinn í Noregi í fyrra og Island er núna eitt ríkja á Norðurlöndum með eignarskatt. Það er hins vegar annað ákvæði skattalaga sem viðmælendur blaðs- ins töldu að virkaði hamlandi á fjár- festingar erlendra eignarhaldsfélaga í eigu Islendinga og útlendinga al- mennt í fyrirtækjum á íslandi. Það er ákvæði sem kom inn í skattalögin ár- ið 1998 og er um að aðilar sem hafa takmarkaða skattskyldu hér á landi skuli greiða 20% skatt í rfldssjóð. Málið var afgreitt með dálítíð svip- uðum hætti á Alþingi og lagabreyt- ingin 1996. Þetta ákvæði var hluti af frumvarpi sem fjallaði um rýmkaðar heimildir einstaklinga til skattafrá- dráttar vegna lifeyrisiðgjalda. Sú breyting var hluti af pólitísku sam- komulagi um breytingar í lífeyris- málum. Talsverðar umræður urðu á Alþingi um þann þátt málsins, en engar umræður urðu hins vegar um skattlagningu erlendra aðila á sölu- hagnaði þeirra í íslenskum hlutafé- lögum. Til að átta sig á hvernig þetta lagaákvæði virkar er best að taka dæmi. Eignarhaldsfélagið sem ís- lendingurinn stofnaði og nefnt var í upphafi þessarar greinar ákveður að fjárfesta í íslensku atvinnulífi og kaupir hlutabréf í tölvufyrirtækinu Opnum kerfum. Gengi hlutabréfanna hækkar hratt og fjárfestingin skilar góðum hagnaði. Félagið selur því hlutabréfin og hagnast þannig um 20 milljónir. Samkvæmt lagaákvæðinu ber félaginu að borga 20% skatt til ís- lenska ríkisins af þessum milljónum. fslensku verðbréfa- fyrirtækin í vanda Lagaákvæðið gerir ráð fyrir að sá sem kaupir hlutabréfin af eignar- haldsfélaginu í Lúxemborg skili skattinum. Til þess að hann geti gert það þarf hann að hafa upplýsingar um upphaflegt kaupverð hlutabréf- anna. Það er undir hælinn lagt hvort seljandi bréfanna vill gefa þessar upplýsingar. Hvorki kaupandi bréf- anna né íslensk skattayfírvöld geta gert neina kröfu um upplýsingar frá félaginu í Lúxemborg um uppruna- legt kaupverð. Þegar hins vegar íslensk verð- bréfafyrirtæki hafa milligöngu um sölu á hlutabréfum í íslenskum hluta- félögum í eigu eignarhaldsfélaga er- lendis ber þeim að halda eftir 20% af söluverði og skila því til ríkisins. Samkvæmt lögum eru verðbréfafyr- irtækin raunar gerð ábyrg fyrir því að skila þessum skatti. Um þetta segir í 114. grein tekju- skattslaganna. „Þeir sem hafa í þjón- ustu sinni erlenda ríkisborgara eða rfldsfangslausa menn, er fengið hafa landvistar- eða dvalarleyfi hér á landi um tiltekinn tíma, bera ábyrgð á skattgreiðslum þeirra. Þeir sem greiða aðilum, sem ekki eru heimilis- fastir hér á landi, gjald fyrir leigu eða afnot af lausafé, einkaleyfi, fram- leiðslurétti, útgáfurétti eða sérþekk- ingu, arð af hlutafé eða endurgjald fyrir starfsemi eða þjónustu eða aðr- ar greiðslur, sem um er rætt í 3. gr., bera ábyrgð á sköttum viðtakenda vegna þessara greiðslna.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa verðbréfafyrirtækin ekki haldið eftir þessari staðgreiðslu og raunar mun þetta ákvæði skatta- laganna aldrei hafa skilað rfldssjóði neinum fjármunum enn sem komið er. Ólafur Kristinsson, lögfræðingur og verkefnisstjóri á alþjóðasviði rík- isskattstjóra, staðfesti að þessi skatt- ur hefði í mjög litlum mæli inn- heimst. Ástæðan væri sú að erfiðleikar væru á að innheimta hann og eftirlit af hálfu skattayfirvalda hefði verið lítið til þessa. Hann sagði að það kæmi hins vegar að því að skattayfirvöld tækju þetta mál til skoðunar. Þetta væri eitt þeirra verkefna skattaeftirlitsins sem biðu úrlausnar. Verðbréfafyririækin ættu lögum samkvæmt að halda eftir stað- greiðslu af söluhagnaði og ábyrgð þeirra í þessu sambandi væri rík. Hann sagði að rfldsskattstjóri gæti gert kröfu um upplýsingar frá ís- lensku fyrirtækjunum, en hins vegar væri engin samningur milli Islands og Lúxemborgar um upplýsingagjöf og samkvæmt lögum í Lúxemborg um eignarhaldsfélög frá árinu 1929 væru félögin undanþegin upplýs- ingaskyldu. Möguleikar íslenskra skattayfirvalda til að fá upplýsingar frá Lúxemborg væru því mjög tak- markaðar. Ekki fer á milli mála að verðbréfa- fyrirtækin hafa verulegar áhyggjur af þessari stöðu. Þau gera sér grein fyrir að til þess getur komið að skattayfirvöld fari að sinna eftirliti með þessu ákvæði skattalaga og þau geti bæði haft af því umtalsverð óþægindi og fjárútlát. Talsmenn fyr- irtækjanna voru því varfæmir í um- mælum um þessi mál og vildu síður tjá sig undir nafni. Þeir sögðu að mjög erfitt væri að framkvæma þetta lagaákvæði og í reynd vonlaust. Skattayfirvöld hefðu þó hugsanlega einhver tæki til að krefjast upplýs- inga. Það er mál viðmælenda blaðsins að til þess að losna undan þeirri óvissu sem fylgir þessu lagaákvæði sé eðli- legast fyrir íslensku verðbréfafyrir- tækin að setja upp dótturfyrirtæki erlendis. Með þvi sé öruggt að skattayfirvöld á íslandi geti ekki krafist neinna upplýsinga um sölu- hagnað erlendra aðila af sölu hluta- fjár í íslenskum fyrirtækjum. Kaupþing stofnaði fyrir nokkrum árum dótturfyrirtækið Kaupthing Bank í Lúxemborg. Það hefur vaxið hratt á síðustu árum. Hjá því starfa rúmlega 30 manns og um síðustu ára- mót var það með 35 milljarða ís- lenskra króna í íjárvörslu. Magnús Guðmundsson, bankastjóri Kaup- thing Bank, vildi ekki veita upplýsing- ar um hve stór hluti þessa fjármagns kæmi frá Islandi né hve mörg eignar- haldsfélög í eigu Islendinga hefðu falið bankanum fjárvörslu. Hann sagði þó að einkabankaþjónusta væri stærsti þáttur í starfsemi bankans og meðan bankinn var í uppbyggingu hefði hann eðlilega leitað mest eftir að selja íslendingum þjónustu sína. Aðrar fjármálastofnanir hafa einn- ig stofnað dótturfyrirtæki erlendis. Landsbankinn er með starfsemi á eyjunni Guemsey á Ermasundi og í London. Islandsbanki er einnig með starfsemi í London. Búnaðarbankinn er að undirbúa stofnun dótturfyrir- tækis í Lúxemborg. Það er mikil einföldun að segja að verðbréfafyrirtækin séu að stofna dótturfyrirtæki erlendis vegna ákvæðis skattalaga um skattgreiðslu útlendinga af söluhagnaði í íslensk- um hlutafélögum, en það á hins vegar sinn þátt í því. Akvæðið gerir verð- bréfafyrirtækjunum erfitt fyrir í til- raunum þeirra til að fá útlendinga til að fela þeim fjármuni til fjárvörslu. Astæðan er sú að þetta umrædda lagaákvæði er nánast hvergi að ftnna í löggjöf'nágrannalanda okkar. ítalir eru þó með sambærilegt ákvæði í lög- um. „Þetta ákvæði er fallið til að draga úr því að íslendingar, sem stofnað hafa eignarhaldsfélög erlendis, fjár- festi í fyririækjum á íslandi. Ein- hverjir horfa framhjá þessu vitandi að þessum skatti hefur ekki verið skilað og að það hefur ekkert eftirlit verið með þessu, en sumir eru hræddir við þetta og óttast að skatt- kerfið fari að skoða þetta aftur í tím- ann. Það er a.m.k. Ijóst að þessi laga- ákvæði gera það að verkum að það er erfiðara fyrir íslensku verðbréfafyr- irtækin að taka þessi eignarhaldsfé- lög, hvort sem þau eru í eigu erlendra aðila eða íslenskra aðila í fjárvörslu," sagði einn viðmælandi blaðsins. vö / Heilsugæslan í Reykjavík Bólusetning við Influensu Skipulögð influensubólusetning neðangreindra heilsugæslustöðva hefst fyrstu vikuna í október og stendur næstu tvo mánuði. Fyrirkomulag bólusetninganna er nánar auglýst á hverri stöð fyrir sig: Heilsugæslustöðin Árbæ, s: 585-7800 Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, s: 567- 0200 Heilsugæslustöðin Efstaleiti, s: 585-1800 Heilsugæslustöðin Grafarvogi, s: 585-7600 Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis, s: 585- 2300 Heilsugæslustöð Miðbæjar, s: 585- 2600 Heilsugæslustöðin í Mjódd, s: 567- 0440 Heilsugæslan Lágmúla 4, s:568- 8550 Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi, s: 561- 2070 Heilsugæslustöð Mosfellsumdæmis, s: 510- 0700 Heilsugæslustöðin Borgir, Kópavogi. s: 554- 0400 Heilsugæslustöðin Hvammur, Kópavogi s: 554- 0400 Reykjavík, 1. október 2000 Heilsugæslan í Reykjavík Barónsstíg 47, 101 Reykjavík Sími 585-1300 Fax 585-1313 www.hr.is „Það var aldrei tilgangurinn með lagaákvæð- inu að menn gætu f restað tekjuf ærslu sölu- hagnaðar með því að menn gætu fjárfest i eig- in eignarhaldsfélögum, hvort sem þau væru á íslandi eða erlendis. Tilgangurinn var væntan- lega sá að reyna að beina fjármagninu inn í fyr- irtækin aftur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.