Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 16
16 A SUNNUDAGUR1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ OQp Gleðskapur spill- ir einbeitingu ÁSTRALSKI maraþonhlauparinn Lee Troop ber sig aumlega þessa dagana og segist eiga afar erfitt með að einbeita sér og búa sig undir keppni í maraþonhlaupi á sunnudaginn. Ástæðan er sú að nú þegar flestallir keppendur hafa lokið þátttöku sinni á Ólympíuleik- unum hefur mikill gleðskapur tekið við hjá ýmsum þeirra. Segist Troop hafa orðið fyrir miklu ónæði undanfama daga sökum þess að félagar hans stunda samkvæmislifið heldur ótæplega. Að vísu er neysla áfengis bönnuð í ólympíuþorpinu en keppendur geta farið „í bæinn“ og skemmt sér. Em menn því oft að koma illa til reika til baka með tilheyrandi gauragangi síðla nætur eða snemma morg- uns og spilla því svefni fyrir öðmm sem enn þurfa að hlíta húsaga. Þá stunda einhverjir íþróttamenn kynlíf heldur ótæpilega, að mati Troops, og valda honum miklu ónæði af þeim sökum en sjáifur seg- ist hann hafa þurft að neita sér um það undanfarnar vikur og verði sennilega að taka heim með sér þá 35 smokka sem hann fékk frá íþróttayfirvöldum í Ástralíu við komu í þorpið. Þeir verði sér ekki að gagni þótt sumir félaga hans hafi notað skammtinn. „Eg er einfaldlega að einbeita mér að undirbúningi fyrir keppni í minni grein, en því miður þá nýt ég Iítils skilnings," segir Troop. ÚRSLIT FRJÁLS- ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA KONUR Urslit í 1500 metra hlaupi: Nouria Merah-Benida (Alsír).....4.05,10 Violeta Szekely (Rúmenía).......4.05,15 Gabriela Szabo (Rúmenía)........4.05,27 Kutre Dulecha (Eþíópía).........4.05,33 Lidia Chojecka (Pólland)........4.06,42 Anna Jakubczak (Pólland)........4.06,49 Kelly Holmes (Bretland).........4.08,02 Marla Runyan (Bandar.)..........4.08,30 Sabine Fischer (Sviss)..........4.08,84 Caria Sacramento (Portúgal).....4.11,15 Úrslit í 4 x 100 metra boðhlaupi: Bahama............................41,95 Jamaíka...........................42,13 Bandaríkin........................42,20 Frakkland.........................42,42 Rússland..........................43,02 Þýskaland.........................43,11 Nígería...........................44,05 Kina..............................44,87 Japan.............................38,66 Ítalía............................38,67 Pólland...........................38,96 Úrslit f 4 x 400 metra boðhlaupi: Bandaríkin......................3.22,62 Jamaíka.........................3.23,25 Rússland........................3.23,46 Nígería.........................3.23,80 Ástralía........................3.23,81 Bretland........................3.25,67 Tékkland........................3.29,17 Kúba............................3.29,47 Úrslit f 10.000 metra hlaupi: Darartu Tulu (Eþíópía).........30.17,49 Gete Wami (Eþíópía)............30.22,48 Femanda Ribeiro (Portúgal)....130.22,88 Paula Radcliffe (Bretland).....30.26,97 Tegla Loroupe (Kenýa)..........30.37,26 Sonja O’SuIIivan (íriand)......30.53,37 Hástökk, úrslit: Yelena Yelesnia (Rússland).........2.01 Hestrie Cloete (S-Afrfka)..........2.01 Kaisa Bergqvist (Sviþjóð)..........1.99 O.M. Pantelimon (Rúmenía)..........1.96 Svetlana Zalevskaya (Kasakst.).....1.96 Vita Palamar (Úkraína).............1.96 Spjótkast, úrslit: Trine Hattestad (Noregi)..........69,91 Mirella Maniani (Grikkland).......67,51 Osleidys Menendes (Kúba)..........66,18 Steffi Meríus (Þýskaland).........64,84 Sonia Bisset (Kúba)...............63,26 Xiomara Rivero (Kúba)62,92 Tatyana Shikolenko (Rússland).....62,91 Nikola Tomeckova (Tékkland).......62,10 KARLAR Úrslit í 4 x 100 metra boðhlaupi: Bandarildn........................37,61 Brasilía..........................37,90 Kúba..............................38,04 Jamaíka...........................38,20 Frakkland.........................38,49 Japan.............................38,66 Ítalía............................38,67 Pólland...........................38,96 Úrslit í 4 x 400 metra boðhlaupi: Bandaríkin......................2.56,35 Nígería.........................2.58,68 Jamaíka.........................2.58,78 Bahama........................ 2.59,23 Frakkland..................... 3.01,02 Bretland........................3.01,22 Pólland.........................3.03,91 ÁstraUa.........................3.03,91 Úrslit f 5000 metra hlaupi: MiUion Wolde (Eþiópía).........13.35,49 AU Saidi - Sief (Alsír)........13.36,20 Brahim Lahlafi (Marakkó).......13.36,47 Fita Bayissa (Eþíópía).........13.37,03 David Chelule (Kenýa)..........13.37,13 Dagne Alemu (Eþíópia)..........13.37,17 Sergiy Lebid (Úkraína).........13.37,80 KARLAR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Kamerún - Spánn................5:3(2:2) ■ Jafnt eftir venjulegan leiktíma. Kamerún sigrar eftir vitaspymukeppni. HAND- KNATTLEIKUR KARLAR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Rússland - Svíþjóð...............28:26 Leikur um bronsverðlaun: Spánn - Júgóslavía...............26:22 Leikur um 5. sæti: Þýskaland - Frakkland............25:22 KÖRFU- KNATTLEIKUR KONUR ÚrsUtaleikur um gullverðlaun: Bandaríkin - Ástralía...........76:54 Leikur um bronsverðlaun: Brasilía - Suður-Kórea..........84:73 KARLAR Leikur um 5. sæti: Ítalía - Júgóslavía.............69:59 Leikur 7. sæti: Kanada - Rússland...............86:83 KONUR Úrslitaleikur um gullverðlaun: Kúba - Rússland....................3:2 Leikur um bronsverðlaun: Brasilía - Bandaríkin..............3:0 Maraþon var ekki nóg TEGLA Loroupe, hlaup- ari frá Kenýa, lét sér ekki nægja að keppa í mara- þonhlaupi kvenna, eins og mörgum hefði þótt nóg, heldur tók hún einnig þátt í 10.000 metra hlaupi. Loroupe náði sér ekki á strik í maraþon- hlaupinu og kom í mark þrettánda. Varð hún 5. sæti í 10 km hlaupinu á 30.37,26 mínútum sem er hennar besti tími á árinu, um 20 sekúndum á eftir ólympíumeistaranum Derartu Tutlu frá Eþíóp- íu, sem bætti ólympíumet- ið um 44 sekúndur. n! k , ilUih \\ Æ íj // % J : I wfak | Reuters Stúlkurnar frá Bahamaeyjum unnu óvæntan sigur í 4x100 m boðhlaupi á Ólympíuleikunum. Svíar náðu ekki gullinu RÚSSAR vörðu ólympíumeistaratitil sinn í handknattleik karla þegar þeir lögðu Svía í úrslitaleik, 28:26. Svíar höfðu eins marks forystu í leikhléi, 14:13, en Rússar voru sterkari í síðari hálfleikn- um, náðu mest fjögurra marka forskoti sem Svíum tókst ekki að vinna upp. náði að skjótast fram úr fimm kepp- endum á síðustu 30 metrunum. Tvöfalt hjá Eþíópíu I 10.000 metra hlaupinu varð tvöfaldur eþíópískur sigur. Derartu Tulu stakk keppinauta sína af á lokahringnum og kom fyrst í mark á nýju ólympíumeti, 30:17,49 mín- útu. Þetta voru önnur gullverðlaun Tulo í þessari grein á Olympíuleik- unum en hún sigraði í Barcelona ár- ið 1992. Heimsmeistarinn Gete Wami varð önnur og Fernanda Rib- eiro þriðja. Fyrsta tap Siefs á árinu 21 árs gamall Eþíópíumaður, Millon Wolde, kom fyrstur í mark í 5.000 metra hlaupi karla. Wolde og Ali Saidi-Sief frá Alsír háðu mikið einvígi um gullverðlaunin en Wolde var sterkari á endasprettinum og sigraði á tímanum 13:35,49 mínút- um. Sief, sem var að tapa sínu fyrsta hlaupi á árinu, varð annar og þriðji Afríkumaðurinn Brahim Lahlafi nældi sér í bronsverðlaunin. Jeiesina vann hástökkið Jelena Jelesina frá Rússlandi sigraði í hástökki kvenna. Hún og Hestrie Cloete fóru báðar yfir 2,01 metrana en Jelesina notaði færri tilraunir og þar með var sigurinn hennar. Hin stórefnilega Kasja Berqvist og Oana Manuela frá Rúmenía fengu báðar bronsverð- laun en þær stukku 1,99 metra. Sigur hjá Hattestad í fimmtu tilraun Trina Hattestad frá Noregi kast- aði spjótinu 68,91 metra í fyrstu umferðinni og það kast tryggði henni langþráðan ólympíumeistara- titil. Hin 34 ára gamla Hattestad, sem varð heimsmeistari í greininni árin 1993 og 1997, hefur alltaf átt í erfiðleikum á ólympíuleikum. Hún vann bronsið á leikunum í Atlanta fyrir fjórum árum en í leikunum þrennum þar á undan komst hún ekki á pall. Silfrið fór til Mirellu Tzlili frá Grikklandi sem kastaði 67,51 metra og í þriðja sæti lenti Osleidys Menedez frá Kúbu með kast upp á 66,18 metra. Osigurinn varð Svíum mikil von- brigði enda er ólympíu- meistaratitillinn sá eini sem þeir eiga eftir að vinna en Svíar eru bæði heims- og Evrópumeistarar. Alex- ander Tutckhin og Vassili Kudinov voru í miklum ham og réðu sænsku markverðirnir lítið við þá. Þá var Andrei Lavrov góður í markinu en hann varði 18 skot. Svíar áttu í vandræðum með vöm sína og söknuðu þeir greinlega Staff- an Olssons sem gat ekki leikið vegna meiðsla. Hinn smái en knái Ljubom- ir Vranjes var atkvæðamestur í liði Svía og skoraði 8 mörk en Magnus Wislander sem skoraði 9 mörk í und- anúrslitaleiknum gegn Spánverjum náði sér ekki á strik og munaði þar um minna fyrir Svía. Mörk Rússa: Alexnder Tutchkin 7, Vassili Kudinov 6, Dmitri Torgavan- ov 5, Eduouard Kokcharov 5, Lev Voronin 4, Oleg Khodkov 1. Mörk Svía: Ljubomir Vranjes 8, Andreas Larsson 5, Pierre Thorsson 3, Stefan Lövgren 3, Ola Lindgren 3, Martin Frandsjö 3, Magnus Wis- lander 1. Spánverjar hrepptu bronsverð- launin en þeir unnu Júgóslava í leik um þriðja sætið, 26:22, eftir að hafa leitt í hálfleik, 12:9. Antonio Ortega skoraði 7 mörk fyrir Spánverja og Rafael Guijosa 6 en línumaðurinn sterki, Dragan Skribic skoraði 6 mörk fyrir Júgóslava. Tveir Svíar í úrvalsliðinu Tveir Svíar og tveir Spánverjar eru í úrvalsliði Ólympiuleikanna í handknattleik karla, en liðið var til- kynnt í gær áður en úrlslitaleikur Svía og Rússa fór fram. Markvörður liðsins er Peter Gentzel frá Svíþjóð, en aðrir leikmenn eru Rafael Guijosa og Talant Dujshebaev frá Spáni, Sví- inn Stefan Lövgren, sem lék frábær- lega í keppni. Dragan Skribic, línu- maður Júgóslavíu, er í liðinu svo og Lev Voronin frá Rússlandi og Won- Chul Pael, S-Kóreu. 35. verðlaun Otteys MERLENE Ottey vann í gær sín 35. verðlaun á stórmóti í frjáls- íþróttum þegar hún var í silfursveit Jamaíku í 4x100 m boð- hlaupi. Ottey, sem varð fertug í vor, er nú að taka þátt í sínum sjöttu Ólympíuleikum og líklega þeim síðustu. Eftir að hafa ver- ið í 20 ár í fremstu röð spretthlaupara var ósennilegt um tíma að hún tæki þátt í leikunum eftir að hún féll á lyfjaprófi í fyrra. Hún var hins vegar sýknuð í sumar og tók þátt í leikunum. Fyrstu gull Kamerúna Kamerúnar unnu sín fyrstu gull- verðlaun á Ólympíuleikunum frá upphafi þegar karialið þeirra í knattspyrnu sigraði Spánverja í úr- slitaleik. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan jöfn, 2:2, en Afríkumeistararnir höfðu betur í vítaspymukeppni, 5:3. Spánverjar fengu óskabyijun í leiknum því strax á 2. mínútu skoraði Xavi. Þremur mínútum síðar fengu Spánverjar kjörið tækifæri til að bæta öðru marki við þegar þeir fengu dæmda vítaspymu en hinn 16 ára gamli markvörður Kamerúna, gerði sér lítið fyrir og varði spymu Angulo. Á lokamínútu fyrri hálfleik skoraði Gabri annað fyrir Spánverja og staðan því orðin vænleg fyrir þá. Kamerúnar komu ákveðnir til síð- ari hálfleiks og tókst að jafna metin með tveimur mörkum á 5 mínútna kafla.Vamarmaður Spánverja, Ama- ya, varð fyrir því óláni að skora í eig- ið mark á 53. mínútu og Samuel Eto jafnaði metin á 58. mínútu. Tveir leikmenn Spánveija vom sendir í bað á lokakafla leiksins. Gabri var vikið af velli á 70. mínútu og Jose Mari fór sömu leið á lokamínútunni. í framlengingunni réðu Kamerún- ar ferðinni en tókst ekki að finna glufur á vamarmúr Spánverja. Kamerúnar sýndu mikið öryggi af vítapunktinum og nýttu allar fimm spyrnur en Spánverjum brást boga- listin úr einni vítaspyrnu. „Þetta er alveg frábært. Mínir menn sýndu frábæran anda. Þeir neituðu að játa sig sigraða þrátt fyrir að lenda 2:0 undir og þeir áttu svo sannarlega skilið að vinna þennan titil,“ sagði Jean-Paul Akono, þjálfari Spánverja, eftir leikinn. Áhorfendur á úrslitaleiknum vom 98.000 og alls fylgdust 1.069.250 manns með knattspymukeppni karla á leikunum. Markahæsti leikmaður keppninnar var Ivan Zamorano frá Chile með 6 mörk en hann leikur sem kunnugt er með Inter Milan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.