Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 21

Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 21 LISTIR Hið góða gegn hinu illa KVIKMYNDIR Regnboginn MONOKEE PRINSESSA ★ ★Vfe Lcikstjóri: Hayao Miyazaki. Hand- rit: Neil Gaiman og Jack Fletcher. Raddir á ensku: Billly Crudup, Minnie Driver, Claire Danes, Billy Bob Thornton, Jada Pinkett og Gillian Anderson. ÓHÆTT er að segja að jap- anska teiknimyndin Monokee prinsessa, sem sýnd er á Kvik- myndahátíð, eigi ekki mikið sam- eiginlegt með hinum áferðarfal- legu Disney-teiknimyndum sem við þekkjum svo vel. Hér fjúka hausar af mönnum, útlimir af- höggvast, dýr skógarins eru blóð- ug um skoltana í trylltum árásar- hug. Ekki kannski beint fyrir ungviðið á myndræna planinu en boðskapurinn getur þó varla verið þeim vænni. Hann tengist um- gengni okkar við náttúruna eins og mjög er í tísku í dag og er þarfur mjög settur inn í umbúðir ævintýr- isins þar sem andar dýra og skóga ráða ríkjum en maðurinn er hinn raunverulegi óvinur. Ævintýrið gerist í Japan á miðöldum og fjallar um ungan dreng, Ashitaka, úr fjarlægu þorpi, sem heldur á vit ævintýr- anna eftir bardaga við hið illa í formi villisvíns. Eitthvað af hinu illa hefur farið í drenginn og til þess að bjarga lífi sínu verður hann að finna uppruna þess og takast á við það. A leið sinni hittir hann fyrir járngerðarmenn sem eyðilagt hafa skóglendi mikið en andi skógarins, álfar, dýr og sjálf Monokee prinsessa berjast von- lausri baráttu gegn eyðilegging- unni. Sagan um Monokee prinsessu er kannski í lengsta lagi en segir spennandi ævintýri um hetjudáðir og drengskap með áhugaverðum hætti. Teikningarnar eru hinar ágætustu og tekst að góma hið æv- intýralega í umhverfi og landslagi og ekki síst hinu dulúðuga og at- burðarásin er hrífandi og fjörug. Myndin lýsir á endanum klass- ískri baráttu góðs og ills þar sem tekist er á um sjálfa náttúruna en boðskapurinn er umhverfisvænn. Við eigum ekki að drepa skógana og eyðileggja náttúruna heldur lifa með henni sem órjúfanlegur part- ur af henni og verndarar hennar. Átakalítill aðskilnaður BRÚIN „UN PONT ENTRE DEUX RIVES“ ★★% Leikstjóri: Gérard Depardieu og Frederic Auburtin. Handrit: Jacqueline Granier Deferre. Aðalhlutverk: Gérard Depardieu, Carole Bouquet, Charles Berling. kona með syni sínum og eiginmanni, sem er óbreyttur verkamaður. Einn daginn fer hún með drengnum, sem er á unglings- aldri, í bíó og kynnist þar myndar- legum verkfræðingi. Hann býður henni í glas og dansar við hana og úr verður ástarævintýri og fram- hjáhald, sem sonurinn verður vitni að. Eiginmaðurinn dvelur fjarri heimilinu nema um helgar og á meðan hann er í burtu blómstrar ástarsambandið. Frakkar geta endalaust fjallað um ástina í bíómyndum sínum og KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK hér er enn eitt tilbrigðið við gam- alkunnugt stef. Eiginkonan upp- götvar leyndar ástríður, sonurinn er miður sín að þurfa að taka þátt í pukrinu, m.a. að ljúga að föður sínum, og eiginmaðurinn veit ekk- ert í sinn haus til þess að byrja með en tekur brátt að gruna konu sína um græsku. Þeir sem eiga von á hádrama- tísku upphlaupi og rifrildi og spennu eftir uppbyggingu af þessu tagi, ganga bónleiðir til búðar. Myndin lýsir með iunmii einkar hófstilltum og lágstemmdum hætti því sem gerist þegar konan fer frá eiginmanni sínum og syni til þess að hefja nýtt líf. Tilfinningar kon- unnar, sem Carole Bouquet leikur, eru mjög tempraðar eða bældar og sömuleiðis á eiginmaðurinn, sem Depardieu leikur af óvenjulegri hógværð, í miklum vandræðum með að reiðast eða sýna aðrar til- finningar. Þannig verður sagan um aðskilnaðinn óvenjulega og skemmtilega hversdagsleg jafnvel daufleg og kannski um leið raun- sæ. Hægt er að ímynda sér að úr þessu yrði meira fjaðrafok en hér er lýst en allir eru á einhvern hátt fullir skilnings. Eins og myndin vilji segja að það sé eðlilegur hlut- ur af lífinu að slík breyting á lifn- aðarháttum fólks eigi sér stað. Myndin gerist árið 1962 og leik- stjórunum, Gérard Depardieu og Frederic Auburtin, tekst ágætlega að fanga þann tíma í umhverfí og klæðaburði og ekki síst rokkinu í útvarpinu. Kannski eru þetta laus- ungartímar. Kannski sá hún vænna líf með nýjum manni. „Við vorum á skíðum í Ölpunum," segir konan við verkamanninn sinn fyrr- verandi þegar allt er afstaðið og maður spyr sig, þurfti ekki meira til? Arnaldur Indriðason I FRIÐSÆLUM smábæ í frönsku sveitinni á öndverðum sjöunda áratugnum býr falleg Nýjar bækur • Klór er eftir Þorstein Guðmunds- son. Klór er safn smásagna sem fléttað er haganlega saman. Lýst er einum degi í lífi fólks sem allt tengist á ein- hvern hátt. Klór er fyrsta bók Þor- steins Guðmundssonar, en hann hef- ur áður skrifað nokkur leikrit, bæði fyrir leiksvið og útvarp. Hann er kunnur fyrir leik sinn í sjónvarps- þáttunum Fóstbræður og er einn af höfundum þeirra þátta. Klór er 149 bls. Kápuna gerði Harri. Verð: 1.599 kr. Uglan - íslenski kiljuklúbburinn gefur bókina út. Hótel Loftleiða Matseöill FORRÉTTIR VlLLIBRÁÐARSEYÐI • RjÚPUSÚPA • SjÁVARRÉTTAPATÉ Hreindýrapaté • Andaliframús Reyksoðinn Lundi Grafinn Lax • Reyktur Lax • Reykt og Grafin Gæsabringa Reyksoðinn Lax eða Silungur • Waldorfsalat Gráðostasalat AÐALRÉTTIR Eldsteiktar Hreindýrasteikur • Rjúpur GæSABRINGUR *VlLLIKRYDDAÐ FjALLALAMB • SvARTFUGL SÚLA • Skarfur • ÖND ÁSAMT ÝMSUM SÓSUM OG GRÆNMETI SEM VIÐ EIGA EFTIRRÉTTAVAGIM BlÁBERJAOSTATERTA • OSTABAKKI MEÐ ÍSLENSKUM OsTUM Heit Eplabaka með Rjóma • Bláberjabaka ís og Ferskir Ávextir • Kaffi eða Tl og Konfekt SÉRSTAKUR VÍNSEÐILL SEM VALINN ER MEÐ TILLITI TIL VILLIBRÁÐAR VERÐUR Á BOÐSTÓLUM OG MUNUM VIÐ AÐSTOÐA GESTI VIÐ VAL Á VÍNUM Verð kr. 5.550,- Borðhald hefst kl. 20.00 Maggi Kjartans og Heiga Möller skemmta gestum Villibráðin verður eftirtalin kvold: • Föstudaginn 13. okt. • Laugardaginn 14. okt. • Föstudaginn 20. okt. • Laugardaginn 21. okt. • Föstudaginn 27. okt. • Laugardaginn 28. okt. • Föstudaginn 3. nóv. • Laugardaginn 4. núv. • FOstudaginn 10. nóv. • Laugardaginn 11. nóv. • Sunnudaginn 12. nóv. - fjolskyldudagur* -Verðkr. 4.900 - Borðhald hefstkl. 19.00 OSTA-OG SMJÖRSALAN SF. ICELANDAIR HOTELS NÓI SÍRÍUS FLUGLEIBIR, Dregnir verða út glœsilegir vinningar í boði styrktaraðila á hverju kvöldi HCttel loftleiðir IC C L A N DA I H HOTtiS Jt JT VEITINGAR HðTEL LOFTLEiÐUM Símar: 5050 925 & 5G2 7575 • Bréfasími: 5G2 7573

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.