Morgunblaðið - 01.10.2000, Side 27

Morgunblaðið - 01.10.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 27 FRETTIR Stj órnmálahugmy nd- ir og sagnaritun JÓN Ólafsson heldur fyrirlestur þriðjudaginn 3. október í hádegis- fundaröð Sagnfræðingafélags ís- lands sem hann nefnir „Hvernig stýra ríkjandi stjómmálahugmyndir sagnaritun?“ Fundurinn hefst ki. 12.05 í stóra sal Norræna hússins og lýkur stundvíslega kl. 13. Hann er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Eftir að Sovétríkin liðu undir lok og valdakerfi kommúnistaríkja leystist upp hefur gætt ákveðinnar togstreitu um hvaða afstöðu eigi að Dagur hjúkrun- arfræði- deildar HÍ DAGUR hjúkrunarfræðideild- ar Háskóla Islands verður haldinn mánudaginn 2. októ- ber í hátíðarsal Háskóla Is- lands, aðalbyggingu, 2. hæð, kl. 17-19 en þar verður hald- inn hátíðarfundur í tilefni stofnunar hjúkrunarfræði- deildar. Dagskráin hefst með þvi að Vilborg Ingólfsdóttir, formað- ur Hollvinafélags hjúkrunar- fræðideildar Háskóla íslands, setur fundinn. Að því loknu ræðir Marga Thome, forseti hjúkrunarfræðideildar, um: Hjúkmnarfræðideild Háskóla Islands í byrjun nýrrar aldar. Veitt verður viðurkenning vegna framlags til rannsókna og hefur úthlutunarnefnd ákveðið að veita Helgu Jóns- dóttur dósent viðurkenningu Hollvinafélags hjúkmnar- fræðideildar að þessu sinni. Að því loknu ræðir Helga um klín- ískar hjúkmnarrannsóknir. Að loknu hléi verða pall- borðsumræður um málefnið, hvernig geti starfandi hjúkr- unarfræðingar tekið þátt í og stutt við þróun nýrrar hjúkr- unarfræðideildar. Umræðun- um stýrir Erla Kolbrún Svav- arsdóttir, starfandi deild- arforseti. Eftirfarandi hjúkr- unarfræðingar munu halda stutta framsögu um efnið: Linda Kristmundsdóttir, hjúkmnarfræðingur á Barna- og unglingageðdeild LSP, Rannveig Pöll Pórsdóttir, hjúkmnarfræðingur á deild A2 á LSP í Fossvogi, Sigrún Barkardóttir, skólahjúkmnar- fræðingur á Heilsuvemdar- stöðinni, Nanna Friðriksdótt- ir, sérfræðingur í krabba- meinshjúkrun, LSP við Hring- braut, og Kristín Svansdóttir, hjúkmnarfræðingur á 14 G LSP við Hringbraut. Fundar- stjóri verður Kristín Björns- dóttir. Fundurinn er öllum opinn. Sérstaklega skal tekið fram að nemendur í hjúkmnarfræði- deild em boðnir velkomnir. taka til samtímasögu þeirra ríkja sem lutu stjóm kommúnistaflokka. Annars vegar em þeir sem telja að kommúnisminn hafi fyrst og fremst „fryst“ samfélögin, komið í veg fyrir eðlilega þróun og smám saman brot- ið niður öll merki þegnlegs samfé- lags. Hins vegar em þeir sem líta svo á að tímabil kommúnistastjóma megi og eigi að setja í samhengi við sögulega framvindu fyrir og eftir. Þó að stjóm kommúnista hafi verið ákveðin tegund valdstjórnar þá sé gerð hennar ekki eðlisólík annarri skipan mála. I þessum sjónarmiðum endur- speglast afstaða til Sovétríkjanna og kommúnisma sem var snar þáttur í stjórnmálaátökum kaldastríðsár- anna. Annars vegar var spurt hvern- ig bregðast ætti við vélum kommún- ismans, hins vegar var spurt hvernig skilja ætti þjóðfélagsþróun í Sovét- ríkjunum og öðram kommúnistaríkj- um. Þetta sýnir ágætlega að sögulegt uppgjör er oft pólitískt uppgjör. En hvað segir það manni um samtíma- sögu? Getur samtímasaga, hvort sem um er að ræða félags- eða stjórnmálasögu, greint sig frá þjóð- félagsumræðunni? Er æskilegt að hún geti það eða er samtímasaga kannski fyrst og fremst framlag til þjóðfélagsumræðu? Og sé hún það, er þá trúverðugleiki slíkra fræða meiri eða minni fyrir vikið? Jón Ólafsson er framkvæmdastjóri Hug- vísindastofnunar Háskóla Islands. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá Columbia-háskóla (NY) árið 1999. Doktorsritgerð hans ber heitið „Method and conflict: An Essay on Dewey“ og fjallar um rannsóknar- kenningu bandaríska heimspekings- ins Johns Dewey (1859-1952). Árið 1999 gaf Mál og menning út bók Jóns „Kæra Félagar“ sem fjallar um sam- skipti íslenskra sósíaíista við skoð- anabræður í Sovétríkjunum á árun- um 1920-1960. í bókinni sýnir Jón fram á að austurtengslin höfðu mót- andi áhrif á hreyfingu sósíalista og pólitískt stöðumat forastumanna þeirra, ekki aðeins á fyrstu áram hreyfingarinnar heldur allt til 1960. Athygli skal vakin á að nú eins og á síðasta starfsári má lesa fyrirlestra í fundaröðinni í Kistunni, vefriti um hugvísindi, á slóðinni: www.hi.is/ —mattsam/Kistan. Þar er einnig að finna skoðanaskipti fyrirlesara og fundarmanna. Vetrarvörurnar Verðdæmi: Jakkar frá kr. 4.900 Stuttir jakkar frá kr. Pils Buxur Bolir Stuttbuxur Kvartbuxur Pils - Kjólar frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. frá kr. 5.900 2.900 1.690 1.500 2.500 1.900 Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Grjóthólsi 1 Sími 575 1230/00 Tækniskóli fslands DEILD Rekstrardeild Tækniskóla íslands býður tveggja anna nám í vörustjórnun og alþjóðamarkaðsfræði til B.Sc. gráðu að loknu námi í iðnrekstrarfræði eða sambærilegu. Námið hefst á vorönn 2001 og er frestur til að skila inn umsóknum til 16. október nk. Áhersla er lögð á almannatengsl, vörumerkjastjórnun og sértæka markaðfræðiáfanga þar sem athygli er sérstaklega beint að áætlunum og rannsóknum. Þá er almennur markaðs- og stefnumótunargrunnur styrktur. Öll kennsla fer fram á ensku. Vörustjórnun Vörustjórnun byggir á stjórnun flutningakeðju, bæði vöru og þjónustu, allt frá birgjum til viðskiptavinar. Námið tekur til framleiðslu-, þjónustu- og markaðsmála með áherslu á flutningatækni og dreifileiðir. C Umsóknarfrestur er til 16. október 2000 tækniskóli íslands fyrir alla fjölskylduna á sunnudögum frá kl. 18:00 kr.2290 pr.mann, frítt fyrir börn yngri en 6 ára og 50% afsl. fyrir börn 6-12 ára STEIKARHLAÐBORÐ Fjölbreyttur matseðill alla daga! SIBKHUSI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.