Morgunblaðið - 01.10.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.10.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 29 Úr bókinni: Jim Flegg’s Reld Guide to the Birds of Britain and Europe. London 1990. Úr bókinni: Nicolai/Singer/Wothe. Fugler. Án útgáfustaðar og ártals. Úrbókinni: Nicolai/Singer/Wothe. Fugler. Án útgáfustaðarogártals. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Ljósmynd/Sigurður Ægisson skammt frá sást beltaþyrill árið 1998, norður-amerísk tegund, afar fáséð á íslandi. Sást fyrst árið 1902 og svo tveir fuglar árið 1998, þessi hér og annar á Suðumesjunum.“ Áfram var haidið og nú í Skálafell. Þar sáust hettusöngvari (kvenfugl) og bókfinka (karlfugl), auk skógar- þrasta og þúfutittlinga. „Þetta hefur alltaf verið mjög öflugur staður, með geysimörgum tegundum í heildina," segja þeir félagar. „Fyrir nokkrum dögum var náttfari hérna. Og síðast- liðið haust sást síberískur gran- söngvari hér í trjánum, sá fyrsti á Islandi. Einnig hafa straumerlur verið hér, og blábrystingur sást hér fyrir tveimur árum, svo það mark- verðasta sé nefnt.“ Eftir að hafa rýnt í trén eins og hægt var og klappað, þótti ljóst að ekki væri meira að finna við Skálafell að þessu sinni. En svona getur þetta verið breytilegt frá einum degi til annars. Og það er einmitt hið spenn- andi við þetta, að vita aldrei fyrir- frarn hvað komi til með að sjást. Næstur á dagskrá var þá Kálfa- fellsstaður. Þar var bókfinka (karl- fugl) og hettusöngvari (kvenfugl) og 10 km Séðir fuqlar 1. Dynjandafjörur 2. Dæluhús 3. Hom 4. Kirkjuqarður við Laxá 5. Stekkhóll 6. Brunnhóll 7. Skálafell 8. Kálfafellsstaður 9. jaðar 10. Reynivellir 11. Hali 12. Borgarhöfn 13. Hestgerði 14. Smyríabjörg 15. Helíisholt 16. Borg 17. Nýpugarðar Bókfinka Fjallafinka Fjöruspói Garðsöngvari Glókollur Hettusöngvari Lappajaðrakan Laufsöngvari Netlusöngvari Svartþröstur Turnfalki Turtildúfa Vallskvetta Vepja tveir laufsöngvarar. „Það sem er merkilegast héðan er líklega seftittl- ingur; við sáum hann fyrir nokkrum árum,“ segir Bjöm. „Og líka mistil- þröstur." En þennan dag var annað ekki af hrakningsfuglum en finkan og söngvararnir. En við Jaðar, þar skammt frá, bættist ein tegund enn við lista dags- ins; það var fjallafinka sem sat á trjá- grein við íbúðarhúsið. En sjaldgæf- ustu fuglar sem við þann bæ höfðu áður sést, voru líklegast mistilþröst- ur og hnoðrasöngvari, sögðu þeir fé- lagar. Enn fjölgar á listanum Einn girnilegasti staður fyrir hrakningsfugla á Islandi er án efa Reynivellir, og þangað var nú stefnt. Þar er Björn fæddur og uppalinn. DALITIÐ UM FUGLA Oft hrekjast fuglar hingað til lands með djúpum lægðum, aðallega á vorin og haustin eða í vetrar- byrjun. Em þetta yfirleitt tegundir úr Norður- Evrópu á leið til vetrarheimkynna sunnar í álfunni eða í Afríku, eða frá þeim aftur. Sumir þessara fugla ná að lifa af veturinn, einkum hinir stærri, en aðrir deyja í fyrstu vetrarhörkum. Ræðst þetta mikið af því á hvemig fæðu þeir lifa. Minnstu fugl- amir, sem oftast em skordýraætur eingöngu og jafnframt litlir á búkinn, eiga hverfandi möguleika í landi þar sem fannalög hylja jörð og gróður mest- an hluta ársins. Öðmm gengur þetta betur. Af þeim 330-340 fuglategundum, sem á íslandi hafa sést, að því er menn telja, er mestur hlutinn svona flækingar eða hrakningsfuglar. Helstu flækinga- göngurnar em frá Skandinavíu og mest er um þær í september-nóvember ár hvert. Litlir, kvikir, mjónefjaðir fuglar, er nefnast söngvarar, em t.d. algengir flækingar. Vegna smæðarinnar em þessir fuglar hinum kröppu lægðum auðveld bráð ef svo má að orði komast. I þessum hópi em m.a. lauf- söngvari, garðsöngvari, gransöngvari og hettu- söngvari. Þá er glóbrystingur, sem er af þrasta- ætt, býsna tíður, að ekki sé minnst á gráþröst og svartþröst. Og vepja sést hér einnig alloft. Þá koma hingað líka hrakningsfuglar frá Norð- ur-Ameríku, ef veðurskilyrði em þess eðlis, jafnvel fuglar sem em minni en þúfutittlingur, og hafa þá lagt að baki 2.500-3.000 km leið yfír opið haf. Þar má t.d. nefna græningja. Um 100 tegundir orpið hér eða reynt varp Margir fuglanna (50-60 tegundir) era sárasjald- gæfir, og er bara til eitt staðfest dæmi um þá hér á landi. En sumar hinna algengari - og kannski þó frekar sterkari - tegunda hafa reynt varp og jafn- vel komið ungum á legg, en geta varla, enn sem komið er, talist í hópi eiginlegra, íslenskra varp- fugla. Til þess vantar meiri stöðugleika. Þeir em oft nefndir ðreglulegir eða stopulir varpfuglar. Ef þeir em taldir með hafa um 100 villtar fuglateg- undir einu sinni eða oftar gert hreiður sitt á ís- landi, svo menn viti. Auk þeirra, sem að framan em nefndar, eru hér nokkrar fuglategundir, sem hafa viðkomu á ís- landi vor og haust, á leið til og frá varpstöðvum sínum. Þetta era t.d. rauðbrystingur, sanderla, tildra, blesgæs, helsingi og margæs. Þessir fuglar era kallaðir fargestir eða umferðarfuglar og er þá oft að sjá í hundraða- og jafnvel þúsundatali. Þá gista hér á landi nokkrar tegundir yfir vetr- armánuðina, koma á haustin og fara á vorin. Eru þeir fuglar kallaðir vetrargestir. Mætti nefna bjartmáf, sem dvelur hér oft í stómm hópum og er meira að segja á ensku kenndur við landið og nefndur „Iceland gull“ þótt ekki sé hann íslenskur varpfugl. Einnig em gráhegri, hvinönd, ísmáfur og æðarkóngur algengir fuglar hér á vetmm. Að lokum koma hingað fuglar af suðurhveli jarð- ar á meðan þar ríkir vetur. Þeir em nefndir sum- argestir. Dæmi um þá era gráskrofa og hettu- skrofa. Við rannsókn fundust tveir svart- þrestir, líklega heimafuglar, því hreiður fannst þar í sumar, og einnig sáust núna tveir hettusöngvarar (kvenfuglar), glókollur og turnfálki. Þar hefur margt sjaldgæfra fugla verið að sjá í gegnum tíðina. Fræg- astan er vafalaust að telja skop- söngvara, hinn fyrsta og eina á Is- landi. En aðrir er lítið ómerkilegri, s.s. græningi, sem er norður-amer- ísk tegund, foldþröstur úr Síberíu og laufglói. Eins mætti nefna straum- erlu, gul-erlu, gauktítu, músvák, fjallvák, býþjó, gunnfálka, förafálka og gjóður. I raun er þessi listi næst- um ótæmandi, slíkir em yfirburðir staðarins hvað flækingsfugla varðar. En nóg um það. Halabæirnir vom syðsti áfanga- staður okkar þennan dag. Af flæk- ingum sáust þar netlusöngvari, þrír hettusöngvarar og vepja. Og að öll- um líkindum vallskvetta, að félag- amir töldu. „Sá fugl sem stendur upp úr á Hala er elrisöngvarinn, sem við sáum árið 1997,“ segir Björn. „Hann er fyrsti fugl og sá eini þeirr- ar tegundar á Islandi," bætir Brynj- úlfur við. „Það sem var óvenjulegast í því dæmi, var að þetta var seint í nóvember, en fram að því hafði fugl- inn aldrei sést í Vestur-Evrópu svo seint, einungis fram í október.“ Aðrir merkilegir flækingsfuglar sem þeir félagar höfðu séð þarna á Breiða- bólstaðartorfunni vom austræna blesgæs, straumerla og dvergtittl- ingur, auk fjölda hinna algéngari. Austur á ný Eftir að búið var að gera Halabæj- unum skil, var ekið í austur á ný og yfir í Borgarhöfn. En þar var ekkeri að finna nema skógarþresti og þúfu- tittlinga. Merkilegasti fugl þess stað ar er grænsöngvari, að sögn þeirra félaga. I Hestgerði var allt á sömu lund. En á Smyrlabjörgum vom bók- finka (karlfugl) og hettusöngvari (kvenfugl). I skógargirðingunni í Hellisholti sást einn laufsöngvari á trjágrein, og á jörðu niðri fannst dauður hettu- söngvari (kvenfugl). „Það er í raun og vem ekkert sem stendur upp úr, þegar maður hugsar til sjaldgæfra fugla á þessum stað,“ segir Björn. „Glókollur hefur að vísu sést héma, en helst er að rekast á hina algengari söngvara, þ.e.a.s. laufsöngvara, gransöngvara, hettusöngvara og garðsöngvara, en þegar kemur fram í október em hér einkum svartþrest- ir og gráþrestir, og einstaka söng- þröstur." Á Borg á Mýram sást ekki margt fugla, og raunar ekkert flækinga- kyns. En merkustu fuglar þar munu vera engirella og sefhæna. Þessari fuglaskoðunarferð lauk í Nýpugörðum, án þess að bættist við þann lista, sem þegar var kominn, og hafði að geyma 14 tegundir sjald- gæfra fugla. Og þetta var bara miðl- ungsdagur, sögðu þeir félagar!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.