Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 31

Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 31 Konur eru þó í meiri- hluta þeirra sem kaupa eftir Keys- listanum. Jafnt konur og karlar kaupa hins vegar úr Argos-listan- um. sem skrifaði metsölubókina Líkami fyrir lífið. A síðustu árum hefur E AS veitt gífurlega fjármuni til háskóla- rannsókna við virtar stofnanir á borð við Ithaca-háskólann og Iowa- háskóla. Þessar rannsóknir gera ekki aðeins EAS kleift að þróa ný og góð næringar- og fæðubótarefni. Þær stuðla einnig að því að vísinda- menn geti lært meira og aflað frek- ari þekkingar um tengslin milli nær- ingar, þjálfunar og betri heilsu," segu- Bjarni Vestmar. „I sífellt annasamari heimi finnst flestum erfitt að neyta hollrar og næringarríkrar fæðu sem líkami okkar þarfnast til að viðhalda ork- unni. Við erum sífellt í tímaþröng og sleppum þá gjarnan úr máltíð. Eg held að lífsstfll okkar eigi eftir að verða til þess að fólk neyti í meira mæli ýmissa fæðubótarefna.“ Komin í nýtt húsnæði „Fæðubótarefnin sem við seljum eru annaðhvort í duftformi eða eru næringarstangir sem líkjast sæl- gæti. Hér er um fitusnauða vöru að ræða sem er mjög próteinrík og inniheldur einnig vítamín og stein- efni. Eru efnin einkum ætluð fólki sem stundar íþróttir eða líkamsrækt reglulega. Jafnframt sölu á þessum efnum veitum við ráðleggingar um fæðubótarefnin," segir Bjarni Vest- mar. Nýlega réðst B. Magnússon í það að kaupa 900 fm húsnæði í Austur- hrauni 3, á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. „Húsnæðið okkar í Hólshrauni var orðið svo þröngt að við urðum stundum að taka vörurn- ar upp undir berum himni,“ segir Aðalbjörg. „Við erum mjög ánægð á nýja staðnum og skiljum ekki hvem- ig við fórum að áður. Nú hefur hver deild sitt rými og aðstaða er góð fyr- ir innkaupastjóra sem koma í heim- sókn og geta valið úr úrvali gjafa- og snyrtivara. Við erum komin með stærðarinn- ar verslun hér þar sem má fá flest nema matvörur. Eg fer reglulega í innkaupaferðir fyrir verslunina og legg áherslu á að vera með ódýrar en góðar vörur. Ódýrari en sam- bærilegar vörur erlendis.“ Þau segj- ast alltaf hafa haft á að skipa góðum kjarna af starfsfólki. „Við eigum líka góða samhenta stórfjölskyldu og hluti hennar hefur unnið hér eða tengst fyrirtækinu á einn eða annan hátt. “ Hvernig gengur hjónunum annars að vinna saman? „Það geng- ur bara vel og verkaskiptingin milli okkar er góð. Björn sér um fjármál- in en ég sé um að eyða peningun- um,“ segir Aðalbjörg kímin. Þau segjast hafa gaman af því sem þau eru að gera og líta björtum augum til framtíðarinnar í nýjum húsa- kynnum. Lífið er ekki § Paratabs ÞRAUTREVNT VERKJALYF Notkunarsvið: Paratabs innibeldur parasetamól og er verkjastillandi sem og hitaleekkandi lyf. Það er notaó við höfuðverk, tannpinu, tiðaverkjum o.fl. Einníg við sótthita af völdum inflúensu og annarra umgangspesta eins og kvefs. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnaemi fyrir parasetamóli eða er með lifrarsjúkdóma má ekki nota lyfið. Nýrna- og lifrarsjúklingum er bent á að ráðfæra sig við lækni áður en þeir taka lyfið. Of stór skammtur getur valdið lifrarbólgu. Aukaverkanir: Parasetamól veldur sjaldan aukaverkunum og þolist yfirleitt vel i maga. langvarandi notkun lyfsins geturvaldið nýrnaskemmdum. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er með. Lesið vandlega leiðbeiningarsem fylgja lyfinu. DELTtf LYFJAÞRÓUN • HUGVIT • GÆÐI www.delta.is # NÝSKÖPUNARSJÓÐUR ATViNNULÍFSINS ímpra PJÓNUSTUMIÐSTÖÐ (rumkv&AU og fyrirtatkja Keidnahoiti, 112Roykjavík Ertu með hugmynd að nýrri vöru eða nýrri tegund þjónustu? Verkefninu Vöruþróun er œtlað aS veita fyrirtœkjum í öllum atvinnugreinum aðstoð við að þróa samkeppnishœfa vöru fyrir innanlandsmarkað eða til útflutnings. Tilgangur verkefnisins er: * Að aðstoða fyrirtœki við stjórnun vöruþróunarverkefnis. * Að vinna að faglegum úrlausnum við þróun vöru. * Að koma vöru ó markað innan eins órs. Fyrirtœki sem verða fyrir valinu eiga möguleika ó óhœttuldni frd Nýsköpunarsjóði. UmsókiiárfresttiP er tll 20. október 2000 Nanari upplýsingar um verkefnið er að finna á netslóð þess: wwwJmpra.is/voruthroun eða í síma 5707267 hjá Ólöfu Söebech, upplýsingafulltrúa Impru VÖRUÞRÓUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.