Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR1. OKTÓBER 2000 33^ ŒYKJAVÍKURBRÉF ugardagur 30. september Morgunblaðið/Rax Skarðatindur i Skaftafellsþjóðgarði. Sumir hafa talað um „hóflegt" auðlindagjald í hæðnistón og talið að þegar upp væri staðið mundu hin „ráðandi öfl“ þjóðfélagsins sjá til þess, að útgerðarmenn kæmust frá slíkri gjaldtöku með auðveldum hætti. Sverrir Hermannsson, formaður Fijálslynda flokksins, er jákvæðari í garð skýrslu Auðlinda- nefndar í samtali við Morgunblaðið í dag, laugar- dag, en gera mátti ráð fyrir miðað við málflutning talsmanna flokks hans á síðustu misserum og raunar má segja það sama að sumu leyti um um- mæli Guðjóns Arnar Kristjánssonar í samtölum við fjölmiðla síðasta sólarhringinn. En vantrú á að menn meini það sem þeir segja endurspeglast í ummælum Sverris Hermannssonar, þegar hann „spáir því, að ef núverandi ráðamenn færu að ein- hverju leyti eftir tillögum nefndarinnar yrði það aðeins eitthvert málamyndaauðlindagjald...“ Ein af forsendunum fyrir því að skapa víðtækan frið um sjávarútveginn er sú, að það takist að vinna bug á þessari vantrú. Davíð Oddsson for- sætisráðherra lagði sitt af mörkum til þess með ummælum sínum á blaðamannafundinum, þar sem skýrsla Auðlindanefndar var kynnt á fóstu- dagsmorgun. Þar sagði Davíð Oddsson m.a.: „Eg tel, að nefndin hafi með niðurstöðu sinni, þó að hún sé kannski ekki öll á þann veg, sem ég hefði kosið, ef ég hefði skrifað skýrsluna sjálfur, fært fram frambærilegasta efni, sem við höfum fengið til að moða úr til þess að ná sátt um sjávarútvegsmál. Og ef það mat er rétt, þá er hér um stóratburð að ræða í íslenzkri samtímasögu.“ Þegar Davíð Oddsson var spurður, hvort hann teldi líklegt að stjómarflokkamir gætu sameinast um niðurstöðu skýrslunnar, í Ijósi þess, að hún væri talsvert úr takt við stefnu þeirra í sjávar- útvegsmálum, svaraði hann: „Um leið og ríkis- stjómarflokkamir tóku þá ákvörðun að eiga burð- ugan þátt í því, að nefnd af þessu tagi yrði sett á laggimar, stigum við ákveðið skref í átt til þess að sætta okkur við að einhver slík leið yrði far- in... auðvitað er óþolandi, að til lengri tíma ríki mikil ósátt um mikilvægasta atvinnuveg þjóðar- innar sem ristir þjóðina ekki bara í tvennt heldur á alla kanta. Það getur ekki gengið og þess vegna vildu menn taka þátt í þessu og þess vegna hljót- um við að fylgja þessu eftir.“ Og hann bætti við:...það væri til lítils að setja svona vinnu af stað ef menn ætluðu ekki að taka mark á henni. Og ég fyrir mitt leyti tel, að hér sé komin tilraun til þess að skapa sátt um þessi mál, og ég held, að við ættum ekki að vannýta það tæki- færi, sem hér hefur gefizt.“ Þessar sterku yfirlýsingar Davíðs Oddssonar, sem vissulega komu mönnum á óvart, urðu til þess, að þegar Svanfríður Jónasdóttir, alþingis- maður Samfylkingarinnar og helzti talsmaður flokksins í sjávarútvegsmálum, var spurð, hvort hún væri bjartsýn á að tillögur Auðlindanefndar næðu fram að ganga, svaraði hún á þann veg, að eftir þau orð, sem forsætisráðherra hefði látið falla um skýrsluna, væri hún það. Reyndir stjómmálamenn á borð við Davíð Oddsson tala ekki á þennan veg nema vegna þess, að þeir meina það, sem þeir segja. Þeir vita, að þjóðin sér í gegnum málamyndatal. Þess vegna ættu afdráttarlausar yfirlýsingar bæði Davíðs Oddssonar og Halldórs Asgrímsson- ar svo og umsagnir forystumanna stjómarand- stöðuflokkanna, sem augljóslega eru settar fram af heilindum, að leggja gmnn að því trausti, sem er nauðsynleg forsenda þess, að endanlegt sam- komulag náist. Og menn skyldu gæta þess, að það getur beinlínis verið skaðsamlegt að halda því að almenningi, að menn séu hér að leika sér að fjör- eggi þjóðarinnar. ■■■■■■■^^■i Þótt sjávarútvegurinn sé Aðrar atvinnu- að vonum efst > huea • manna í umræðum um greinar auðlindamál ætti skýrsla Auðlindanefndar að verða tilefhi til þess að breikka umræðumar. í því sambandi fer ekki á milli mála, að umræður um meðferð rafsegul- bylgna em mjög aðkallandi. Um þetta efni segir í skýrslu Auðlindanefndar: „Rafsegulbylgjur til fjarskipta em ekki taldar meðal þjóðareigna í venjulegum skilningi þess orðs, þótt reglur séu í gildi um úthlutun á bylgju- lengdum til ákveðinna nota... Gildistími núverandi rekstrarleyfa á fjarskiptaþjónustu á íslandi er tíu ár frá útgáfudegi. Framsal er óheimilt og einnig má afturkalla leyfi ef mikilvægar forsendur breyt- ast, þetta á til dæmis við alþjóðlegar samþykktir, sem Island er aðili að. Erlendis er allur gangur á því, hvort tímamörk séu á núverandi leyfum tO fjarskipta og hvort framsal þeirra sé leyft, en al- mennt má segja, að þau leyfi, sem nú er verið að veita tU fjarskipta með þriðju kynslóð farsíma, séu takmörkuð við fimmtán til tuttugu ár og eftir það renni þau aftur til ríkisins. Ríkið áskOur sér síðan rétt tU endurúthlutunar ef þurfa þykir, en hugsan- legt er að tækniframfarir geri slíkt óþarft.“ Þótt ljóst sé samkvæmt þessu, að rafsegulbylgj- ur geti ekki á þessari stundu talizt tO þjóðareignar, fer ekki á mOh mála, að þama er um að ræða rétt- indi, sem verða til vegna samninga, sem íslenzka rfldð gerir við önnur ríki. Þessi réttindi eru verð- mæt og t.d. ljóst að kaupverð útvarpsstöðva, sem hafa verið seldar, byggist að hluta til á þeim leyf- um, sem þær hafa fengið tfl útvarpsrekstrar á ákveðnum bylgjulengdum. Um þetta álitaeíhi segir í skýrslu Auðlinda- nefndar: „Nefndin leggur til að greiðsla komi fyrir aðgang að rafsegulbylgjum tU fjarskipta rétt eins og öðrum þeim auðlindum, sem svipað háttar um... Nefndin telur heppOegasta kostinn við úthlutun leyfa til fjarskipta á þriðju kynslóð farsíma vera annaðhvort hreina uppboðsleið eða aðrar hlutlæg- ar aðferðir." Augljóst er að þessi ráðgjöf hlýtur að vega þungt í meðferð samgönguráðuneytis og Alþingis á þessu máli þegar á næstu mánuðum. íslendingar hafa alltaf litið á orku fallvatnanna sem eina helztu auðlind sína en hins vegar hafa litl- ar umræður orðið um greiðslur fyrir réttinn til þess að nýta vatnið, sennilega vegna þess, að orku- fyrirtækin hafa jafnan verið í opinberri eigu. Um þetta segir m.a. í skýrslu Auðlindanefndar: „Orka fallvatna er ein helzta auðlind þjóðarinn- ar en samkvæmt íslenzkri löggjöf fylgir réttur til nýtingar hennar eignarhaldi á landi. MikO óvissa ríkir hins vegar um það, hve stór hlutur nýtanlegs vatnsafls er í eigu ríkis og annarra opinberra aðOa. Engin skipuleg heildarúttekt hefur verið gerð á þessu, auk þess, sem enn hefur ekki verið skorið úr um mörk þjóðlendna, en mfldnn hluta ónýtts vatnsafls er að finna í óbyggðum. Lfldndi benda þó tfl þess að allt að tveimur þriðju hlutum vatns- aflsins sé í eigu rfldsins, sveitarfélaga og opinberra orkufyrirtækja." Síðan segir: „... telur nefndin að innheimta eigi auðlindaarð af vatnsafli í þjóðlendum sem enn hef- ur ekki verið selt eða framselt svo skuldbindandi sé og yrði því að þjóðareign með því að selja lang- tíma réttindi á uppboði ef nægfleg samkeppni er fyrir hendi. Að öðrum kosti skal semja um greiðslu auðlindagjalds á grundvelli þess umframarðs, sem gera má ráð fyrir að fafli tíl á samningstímanum.“ Augljóst er að hér er mikið verk að vinna til þess að ráða fram úr þeim álitamálum, sem enn eru óleyst í sambandi við vatnsréttindin. En jafnframt að það er brýnt að ganga tO þess verks af tveimur ástæðum. Annars vegar má gera ráð fyrir, að und- irbúningur hefjist að einkavæðingu orkufyrir- tækja. Hins vegar er nauðsynlegt að skýrar línur verði komnar í auðlindagjaldsgreiðslur annarra atvinnugreina um leið og samið er við sjávarútveg- inn. „Ef skýrslur Auð- lindanefndar, álits- gerðin sjálf og öll fylgiskjöl ásamt áfangaskýrslu, sem út kom í í ársbyrjun 1999, eru lesin vel verður Ijóst, að skil- greindan kostnað má reikna allt frá einum og hálfum milljarði og upp í fímm milljarða króna á ári. Þetta er bæði dæmi um að lesa má út úr skil- yrðum LIU mismun- andi tölur og jafn- framt að samtökin sjálf eru ekki að bjóða upp á viðræð- ur um einhveijar málamyndagreiðsl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.