Morgunblaðið - 01.10.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.10.2000, Qupperneq 34
i 34 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ER LAUSNIN FUNDIN? NÚ Á haustdögum, þegar skólam- ar hefja starfsemi sína, hefur ekki far- ið fram hjá landsmönnum að sem fyrr skortir fólk með tilskilin réttindi og menntun til kennslu. Ástandið á grunnskólastiginu er ískyggilegt og alls óvíst hvemig vandi hundraða skólabama verður leystur. Rótgróin er hjá mörgum lands- mönnum vantrú á sérþekkingu. Á stundum er þó sérþekkingin nokkurs metin eða vildu menn í raun og vera gangast undir skurðaðgerð á spítala hjá manni „með góða reynslu í kjöt- vinnslu" eða leita lögfræðiaðstoðar í erfiðleikum hjá manni „sem var tvö ár í lagadeildinni í Háskólanum og fór svo á sjóinn" nú eða þiggja far til Dan- merkur með „manni sem ferðast hef- ur til útlanda allt að níu sinnum á ári“. Ætli rynnu ekki tvær grímur á við- komandi í slíkri stöðu? Því hlýtur það að teljast nokkuð sérstakt að í þjóðfélagi, sem telur sjálfsagt að sérþekkingin á sumum sviðum sé rándýr, skuli menn láta sig iitlu skipta hveijir hafa með höndum uppfræðslu yngri þegnanna, fjör- eggsins sjálfs, og telja kennslu eiga lítið skylt við sérþekkingu. Meðan grannskólunum blæðir út hægt og rólega hafa menn ákveðið að „f'ara nýjar leiðir“ eins og oft er sagt eftir að allt er komið í óefni. Lausnar- orðið í grannskólunum er tölvur og ljósleiðaratenging og hefur sú um- ræða ekki farið fram hjá landsmönn- um að undanfömu. Ungur borgar- fulltrúi lýsti því fjálglega yfir í blöðunum um daginn að skólar borg- arinnar væra fljótt „komnir í fremstu röð“ og einhver tölvugúrúinn lét sér Við sem við kennslu fá- umst, segir Árni Her- mannsson í ábendingu til menntamálaráð- herra, bíðum spennt eft- ir því, að ráðamenn þjóðarinnar átti sig á því að slík óveðursský hrannist nú upp yfír menntakerfí þjóðarinn- ar að fárviðri er í nánd. jafnvel detta í hug hvort ekki mætti leysa vandræðin í mannaráðningum með „fjarkennslu“ á grannskóla- stiginu. Það verður dýrlegt að sjá sjö ára börnin ein heima við tölvuna og í beinu sambandi við kennarann! Tölvur og hvers konar tæknibúnað- ur era lausnarorð dagsins, tæki sem vissulega auðvelda mönnum vinnuna en era auðvitað ekki vinnan sjálf. Það er því á tímum hinna ódýra lausna gott að vera minningur orða Oscars Wilde þegar hann var inntur álits á hinni miklu tækninýjung aldamót- anna, símanum. Wilde yppti öxlum en sagði að gildi símans væri ekki fólgið í öðra en því hvað í hann væri sagt. Framhaldsskólastigið í landinu er jafnt sem grannskólastigið undir sömu sök selt, að skortur á fólki með formlega menntun er hægt og bítandi að valda stórskaða. Kennaraskorturinn í framhaldsskólunum er rækilega falinn þegar skólameistarar, sannar- lega út úr neyð, „redda málunum" með með því að ráða fólk í hlutastöð- ur, oft gamla nemendui’ sína sem ekki hafa formlega menntun en hafa sem betur fer taugar til sinna gömlu skóla og þykir þeim sumum hverjum að það verði notadrjúg reynsla að hafa fengist við kennslu. Óskandi væri Árni Hermannsson að sumir þeirra ílentust í starfinu en reynslan er nú því miður önnur. Kennsla er starf sem ungt, háskóla- menntað fólk hugsar síst til þegar hugað er að framtíðinni. Athygli hefur vakið að nokkrir skólar, sem telja má á framhalds- skólastigi, þurfa lítt eða nær aldrei að auglýsa eftir kennuram. Þessir skólar eiga það sameiginlegt að enginn þeirra heyrir undir ráðuneyti menntamála. Hvaða skólar era þetta? Jú, Flugskólinn, Bænda(há)skólarnir og Garðyrkjuskóli ríkisins. Hvernig skyldi nú standa á þessu? Flugnám komst í fréttirnar ein- hvem tíma um miðjan síðasta áratug þegar svo horfði að námið legðist nið- ur og ein orsökin var sú að ekki feng- ust kennarar til starfa. Námið fór fram innan Fjölbrautaskóla Suður- nesja og heyrði þar með undir menntamálaráðuneytið. Undirritað- an minnir að hafa heyrt þess getið að m.a. flugstjórar hafi tal- ið heilsu sína í hættu að kenna við skólann, ekki vegna slæms aðbúnaður heldur vegna hættu á kviðsliti af hlátm-sköst- um þegar þeir vora leiddir í allan sannleika um hvaða laun þeir ættu að þiggja fyrir að kenna. Úr varð að flugnámið var tekið undan stjóm menntamálaráðuneytis- ins og fært undir sam- gönguráðuneytið. Hall- dór Blöndal samgöngu- ráðherra sá að leysa varð þennan vanda og íslenskir kynningardagar í Japan 2001 fslensk stjómvöld efna til íslenskra kynningardaga í Tókíó í Japan, 15. til 19. maí 2001. Kynningin er haldin í samstarfí við þarlend stjómvöld og fyrirtæki. Markmiðið er að stuðla að auknum viðskiptum landanna og efla ímynd íslands í Japan, sérstaklega í tengslum við opnun sendiráðs í Tókíó. Skipulagningu og umsjón kynningarátaksins annast VUR, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samráði við Útflutningsráð, Ferðamálaráð, Kvikmyndasjóð og Fjárfestingarstofu. Inntak kynningardaganna verður þríþætt: íslenskir viðskiptadagar - áhersla á sameiginlega viðskiptahagsmuni og viðskiptatœkifœri íslenskirferðadagar - áhersla á kynningu á íslandi semferðamannalandi er höfðar sérstaklega til Japana íslenskir menningardagar - kynning á íslenskri menningu og menningarviðburðum. Fyrirtækjum og stofnunum, sem varðar um þennan markað, er boðið til kynningarfundar í utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, fimmtudaginn 5. október nk. kl. 14. Þar verða áform um íslandsdagana reifuð nánar. Vœntanlegir þátttakendur á kynningarfundinum eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku til Auðbjargar eða Svanhvítar hjá VUR, í síma 560 9930 eða með netpósti: vur@utn.stjr.is VUR • Rauðarárstíg 25 • 150 Reykjavfk • Sfmi 560 9930 • Bréfsfmi 562 4878 • vur@utn.stjr.is • www.utn.stjr.is/vur flugnámið var sett undir annan skóla og fljótlega vora leystir úr allri kvið- slitshættu þeir sem við flugkennslu fengust. Samgönguráðuneytið mun- aði nú ekki um að bæta hraustlega við það framlag sem menntamála- ráðuneyti var ætlað samkvæmt fjár- lögum. Frá menntamálaráðherra heyrðist ekki svo mikið sem mjálm þegar kollegi hans hjó á hnútinn. Landbúnaðarskólarnir vora á sinni tíð dubbaðir upp í að verða landbún- aðarháskólar og era sem fyrr undir ráðuneyti landbúnaðar. Sé gluggað í ríkisreikninginn fyrir árið 1999 kemur í ljós að miðað við nemendafjölda og starfsmannafjölda er um að ræða ein- hveija dýrastu skóla landsins og mun dýrari en Háskóli íslands eins og stúdentar þar hafa nýverið bent á. Skýringin á þessu er afar einföld. At- vinnugreinin, sem bænda(há)skólai- þjóna, er að nokkrum hluta á fram- færi skattborgaranna og landbúnað- arráðherrann, sem sjálfvirkt ráðstaf- ar góðum hluta ríkistekna, alveg án tillits til stefnu manna á þingi eða í fjármálaráðuneyti, munar auðvitað lítið um að reka tvo skóla. Hvað mun- ar um einn kepp í endalausri slátur- tíðinni í landbúnaðarmálum? Ekki skal efast um að merkt starf fer fram á vegum þessara skóla og ýmsar rannsóknir hafa þar verið stundaðar sem sannarlega mega teljast merki- legar. Undirritaður gleðst í einlægni fyrir hönd starfsmanna þessara skóla að þeir skuli ekki lúta láglaunaráðu- neytinu við Sölvhólsgötu. Þeir geta þó lifað sómasamlega af sínum fasta- launum en það er nú aldeilis ekki raunin hjá öðram sem við kennslu fást. Aftur á móti kunna sumir lands- menn að spyrja sig hvort það skjóti ekki skökku við að í þeirri atvinnu- grein, sem að óbreyttu er borin von um að standi nokkum tíma á eigin fót- um, skuli skólahald vera með því dýr- asta í landinu. Sem dæmi um styrkleika landbún- aðarráðuneytis og ráðherra þess horfðu menn hugfangnir á það hvern- ig ráðherranum tókst að drífa upp miðstöð og nám í hestaræktun og hestamennsku eins og ekkert væri. Að standa fyrir djarfri nýjung er svo sem hið besta mál en heldur lakara þegar einn ráðherra getur hlaupið af stað og smellt á annað hundrað millj- ónum í sín hugðarefni þegar aðrir skólar í landinu hanga á horriminni. Þessum ágæta ráðherra mætti benda á að meðalárangur nemenda í kjör- dæmi hans á samræmdum prófum nú í vor var falleinkunn, þ.e. undir 5 í flestum greinum. Það eina, sem skyggði á þessa miklu hestagleði, var eitthvert röfl og dónaskapur í þýskum skattayfirvöld- um sem á sama tíma höfðu komist að því að nánast hver hestur, sem fluttur hefði verið út úr landinu, var skráður á hreint ævintýralega lágu verði. Þetta var nú hálfgert óþverrabragð hjá þýskum enda íslenski hesturinn heimsfrægur eins og ráðherrann gat um og í framtíðinni verður erlendum gestum heilsað með heilu hestaliði. Undirritaður bíður spenntur eftir því að ráðherranum takist að setja heið- ursvörðinn, hesta og menn, á föst fjárlög. Kannski myndast þá nýir póstar fyrir framsóknarmenn í fram- tíðinni. Annar skóli heyrir undir sama ráðuneyti, Garðyrkjuskóli ííkisins. Þar er sama uppi á teningnum. Útgjöld til þess skóla era hlutfalls- lega þau hæstu á framhaldsskóla- stiginu í landinu og enn skulu ítrek- aðar hamingjuóskir til starfsmanna skólans að vera ekki undir valdi menntamálaráðherra. Mörg orra- hríðin heíur verið háð í þessu landi um verð á innlendu grænmeti sem vemdað er með ofurtollum á innflutn- ingi sem verður til þess að grænmeti - sjálf hollustufæðan - er það dýrasta í heiminum í okkar landi. Er þá aftur spurt hvort ekki sé eitthvað bogið við það að skólahald í þessari atvinnu- grein sé langtum dýrara en annað nám á framhaldsskólastigi í landinu. I ljósi þess að ýmsir skólar blómstra án atbeina menntamála- ráðuneytisins er nú lausnin e.t.v. fundin og skal henni hér með komið á framfæri við menntamálaráðherra. Ráðherrann má byrja á því að skera niður mannahald í sínum ranni um 2/3. Þar með sparast ekki litlar upphæðir enda rekstur menntamála- ráðuneytis sá fjárfrekasti meðal ráðu- neyta (að ekki sé nú minnst á utan- landsferðimar þar sem ráðuneytið setti ár eftir ár landsmet í ríkisreikn- ingnum). Menntamálaráðuneytið yrði þá nokkurs konar eftirlitsaðili með framhaldsskólunum í landinu (og reyndar einnig með grannskólunum sem nú þegar hefur verið smellt á sveitarfélögin svo og með háskólun- um sem jafnframt fengju sjálfstæðan fjárhag eins og menn þar á bæ era reyndar alltaf að biðja um). Fram- haldsskólamir yrðu, hver og einn eft- ir umfangi sínu og eðli, færðir undir þau ráðuneyti sem næst þeim standa og gerðfr fjárhagslega sjálfstæðir. Þá gætu lögmál markaðarins loksins far- ið að virka í þessum málaflokki og hæfist nú samkeppni milli ráðuneyt- anna og ekki þarf að efa að sjálfir tals- menn aukinnar samkeppni muni nú sýna kjósendum dugnað og metnað í verki. Undir forsætisráðuneytið gætu t.a.m. farið menntaskólamir enda passlegt því þeir era meiðar af gömlu menntaskólunum sem einkum var ætlað að útskrifa embættismenn. Ekki skal efast um að forsætisráð- herrann hefði snör handtök um að koma skikk á launamál þessara nýju undirsáta sinna eins og honum er nú einum lagið. Iðnskólamir færa auð- vitað undir iðnaðarráðherrann og Verzlunarskólinn undir viðskiptaráð- herrann og færi nú aldeilis vel á því því ráðherrann, sem er reyndar sá sami yfir báðum málaflokkum, lýsti því yfir í sumar að hátæknistörf væra það eina sem bjarga mætti lands- byggðinni en slík menntun er ansi dýr. Fjölbrautaskólunum mætti koma undir önnur ráðuneyti en und- irritaður mælir með því við mennta- málaráðherrann að slíkfr skólar á landsbyggðinni færa undir ráðherra úr sömu kjördæmum. Væri þeim þá borgið fjárhagslega því ótækt er að við finu hraðbrautimar, sem þing- menn stóðu saman um að ausa fé í síð- astliðið vor, standi hnípnir, kennara- lausir nemendur og fái ekki tilskilda menntun. Meðan nefnd verður sett í málið bíðum við, sem við kennslu fáumst, spennt eftir því að ráðamenn þjóðar- innar átti sig á því að slík óveðursský hrannast nú upp yfir menntakerfi þjóðarinnar að fárviðri er í nánd. Höfundur kennir við VÍ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.