Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓNINGI SVERRISSON + Guðjón Ingi Sverrisson prent- ari fæddist í Reykja- vík 14. október 1953. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. septem- ber siðastliðinn. Hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa Ingunni Guðmunds- dóttur, f. 8. septem- ber 1906, og Guðjóni E. Long, f. 21. febr- úar 1905. Foreldrar hans voru Jónína Guðjónsdóttir, f. 11. júní 1932, og Sverrir Erlendsson, f. 19. júní 1925 sem nú er látinn. Maki Jóninu er Benny Jensen, f. 16. janúar 1927. Systkini Guðjóns sammæðra eru 1) Albert Jensen, f. 10. nóvember 1956, maki Britte Jensen, f. 16. september 1966 og eiga þau þijú börn en Albert á einn son frá fyrra hjónabandi. 2) Erik Jensen, f. 11. september 1961, maki Ingibjörg Stella Bjarnadóttir, f. 7. janúar 1961, og eiga þau fjögur börn. 3) Rigmor Jensen, f. 8. aprfl 1965, maki Friðþór Harðarson, f. 15. febrúar 1964, og eiga þau þrjú börn. Systur samfeðra eru Anna Sverrisdóttir, f. 8. nóvember 1956, og Ásgerður Sverr- isdóttir, f. 1. mars 1962, maki Steinn Auðunn Jónsson og eiga þau einn son. Guðjón Ingi kvænt- ist 6. október 1976 Guðbjörgu Hauks- dóttur, f. 5. júní 1956, og eiga þau tvö börn, Ófeig Jóhann, f. 21. mars 1980, og Ing- unni Önnu, f. 11. október 1991. Guðbjörg og Guðjón slitu samvist- um. Guðjón Ingi hóf nám í prentiðn í Isafoidarprentsmiðju 1970 og lauk sveinsprófi 1974. Sfðustu ár- in vann hann hjá Erninum. _ Utfor Guðjóns Inga fer fram frá Árbæjarkirlyu mánudaginn 2. október og hefst athöfnin klukkan 15. Nú hafa leiðir okkar skilist hið hinsta sinn. í þetta sinn er það öðruvísi. Nú kveður þú mig ekki í Leifsstöð heldur að eilífu. Þú barð- ist hetjulega við veikindi þín í ann- að sinn. í þetta skipti náðu veikind- in yfirhöndinni. Kvöldin fyrir framan sjónvarpið voru að mestu eins. Þú til í að horfa á góða spennumynd, svo þegar sprengjumar fóru að springa og bófamir að skjóta þá heyrðust hrotur úr hominu. Gamli steinsofn- aður og farinn að hrjóta. Svo mmskar kallinn, vinstri fóturinn enn sofandi sökum blóðleysis af einhverjum óskiijanlegum ástæð- um; og haltrar inn í rúm. Á hverjum jólum fékk ég alltaf það dýrasta og besta. Þú sást til þess að mig skorti ekki gæði. Sér- staklega þegar kom að skíðadeild- inni. Svo þegar það bilaði þá varstu ekki lengi að kippa því í liðinn. Þannig að dótið mitt var alltaf sem nýtt, þrátt fyrir smáóhapp. Ingunn Anna kom í heiminn. Við feðgamir rúlluðum niður á Land- spítala að heimsækja mömmu og systur/dóttur okkar. Dýrmætasta afmælisgjöf þín var komin í heim- inn eftir langa bið. Eg gerði mér ekki fyllilega grein fyrir þvi þegar þú varst veikur í fyrra skiptið þegar ég var aðeins 12 ára gamall. Nú í seinna skiptið var það því mikið áfall þegar mér bár- ust tíðindin að þú værir veikur á ný. Ég var staddur á Spáni í æf- ingaferðalagi og fannst mér eins ég væri vanmáttugur og gæti enga björg þér veitt. Ég kom heim til Is- lands stuttu eftir að mér bámst fréttimar og áttum við þá margar góðar stundir saman. Svo hélt skól- inn áfram og þú lagðir áherslu á að ég einbeitti mér að skólanum, sem og ég gerði. Það versta við það var að þú sagðir mér aldrei frá því þeg- ar þér leið illa. En þannig varstu, þú kvartaðir aldrei þegar kom að þér. Þú komst til okkar síðastliðin jól og þótti mér, Ingunni Önnu og mömmu sérstaklega vænt um það. Þar upplifðum við jólin eins og þau höfðu alltaf verið heima á íslandi og munu það alltaf vera sérstak- lega minnisstæð jól í okkar huga. Þessi jól vom friðsæl og falleg og við fengum að njóta samvistar við hvert annað í síðasta skipti. Með þessum orðum kveðjum við og viljum við þakka þér íyrir þær góðu stundir sem við áttum saman, v/ PossvogskirUjMgaíA ■w Sími. 554 0500 > Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALBERT STEFÁNSSON skipstjóri, Miðgarði, Fáskrúðsfirði, andaðist á heimili sínu mánudaginn 25. sept- ember. Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 2. október kl. 15.00. Jarðsungið verður frá Fáskrúðsfjarðarkirkju fimmtudaginn 5. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Guðrún Einarsdóttir, Stefán Albertsson, Snjólaug Valdimarsdóttir, Þórhildur Albertsdóttir, Elías Ólafsson, Margrét Albertsdóttir, Guðmundur K. Erlingsson, Kristín Björg Albertsdóttir og afabörn. stundir sem munu fylgja okkur sem minningar um ókomin ár. Ófeigur Jóhann Guðjónsson, Ingunn Anna Guðjónsdóttir, Guðbjörg Hauksdóttir. Hetjulegri baráttu Guðjóns Inga frænda míns er lokið. Ingi var þó ekki bara frændi minn heldur var hann mér nánast sem bróðir. Við erum jafn gömul og ólumst upp saman í Kópavoginum í húsum hlið við hlið. Hann á Álfhólsvegi 52, hjá afa og ömmu sem reyndust honum sem bestu foreldrar. Það var gam- an að alast upp í Kópavoginum á þessum árum, Kópavogur var nán- ast sveit, margar barnmargar fjöl- skyldur bjuggu þar og var því mik- ið líf og fjör hjá okkur krökkunum. Flest kvöld var farið út í leiki eins og brennó, fallin spýta og fleiri. Líf okkar var svo lengi samtvinnað, á sumrin unnum við saman í frysti- húsinu í Kópavogi og Cudo gler. Ung að árum byrjuðum við að fara með föður mínum á skíði upp í Jós- efsdal og varð Ingi fljótt mjög góð- ur skíðamaður. Við eyddum öllum helgum í Jósefsdal í góðum félags- skap og síðar var farið í Bláfjöllin. Ingi æfði og keppti á skíðum í mörg ár með skíðadeild Armanns. Gagnfræðaprófi lauk hann frá Víg- hólaskóla, síðan fetaði hann í fót- spor afa og Georgs fósturbróður síns og fór í prentnám í ísa- foldarprentsmiðju og vann þar í mörg ár. Árið 1976 kvæntist hann Guð- björgu sem hann kynntist á skíðum í ísafirði og byrjuðu þau búskap sinn á loftinu hjá ömmu og afa á Álfhólsveginum. Ekki leið á löngu að fyrsta íbúðin var keypt í Engja- selinu. Þar fæddist Ófeigur, Ingi var orðinn stoltur faðir og lífið blasti við þeim. Nokkrum árum seinna var ráðist í að kaupa fokhelt hús í Mýrarási 6 og var unnið hörð- um höndum við að klára húsið. Ingi var hörkuduglegur og sérstaklega handlaginn og gat nánast unnið við allt sjálfur. Engu var til sparað, hann var vandvirkur og metnaðar- fullur um að eiga fallegt heimili. Ekki má gleyma snyrtimennskunni, það var sama hvort var húsið, garð- urinn eða bíllinn. Ég held ég hafi aldrei séð Inga á skítugum bíl sama hvernig veðrið var. Við köll- uðum hann alltaf snyrtipinnann. Svo kom ævintýraþráin, litla fjöl- skyldan ákvað að flytja til Noregs og bjuggu þau þar í nokkur ár. Eft- ir að heim var komið fæddist Ing- unn Anna og Ingi hóf störf hjá Dagblaðinu. Þar undi hann hag sín- um vel. Skyndilega dimmdi. Um tíma hafði Ingi fundið fyrir lasleika en hann hafði alltaf harkað af sér því ekki mátti missa dag úr vinnu. Það var svo 3. apríl ’92 að það upp- götvaðist að Ingi var með heilaæxli og fór hann í skurðaðgerð daginn eftir. Erfiðir tímar voru framund- an. Ingi varð ekki samur á eftir. Ekki gat hann unnið við iðn sína en með dugnaði vann hann við hin ýmsu störf, síðustu árin hjá reið- hjólaversluninni Eminum við út- keyrslu. Þar líkaði honum vel og reyndust vinnuveitendur hans hon- um mjög vel. Hjónabandið stóðst ekki þessa erfiðleika og fluttist Guðbjörg aftur með börnunum til Noregs sem reyndist honum mjög erfitt. Ingi var sérstaklega geðgóður og glað- vær sem reyndist honum vel í veik- indunum. Hjúkrunarfólkið hafði orð á því hvað hann var þægilegur sjúklingur, alltaf svo þakklátur. Aldrei kvartaði hann, sagði bara: „svona er nú lífið“. Þegar ég horfi til baka á liðnar samverustundir koma margar ánægjulegar stundir í hugann. Við gátum setið mörg kvöldin og rifjað upp gömlu skíðaárin en Ingi var einstaklega minnugur á eldri tíma. Hann naut þess að vera með okkur Ama í sumarbústaðnum í Kiðja- bergi og spila golf þegar heilsan leyfði. Við höfum farið í nokkrar skíða- ferðir saman til útlanda, sú síðast var til Ítalíu á síðastliðnu ári og var yndislegt að sjá hvað hann naut sín þar. Seint gleymi ég þvi þegar við stóðum uppi á toppi í ítölsku Ölp- unum og hann tók utan um mig og sagði: „elskan, er lífið ekki yndis- legt?“ Það var einmitt í lok þessarar ferðar sem læddist að honum sá gmnur að meinið væri að taka sig upp aftur. Það var svo núna í mars að önnur aðgerð var gerð á honum og var hann rúmfastur eftir það. Ingi minn, það hafa verið erfiðir tímar hjá ömmu og afa, sem em á tíræðisaldri, að fylgjast með veik- indum þínum en þú reyndist þeim svo vel. Elsku Ingi, þú ert hetjan mín, þvílíkt æðmleysi sem þú sýnd- ir. Við Ámi kveðjum þig með þín- um orðum „svona er nú lífið“. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. V. Briem Áslaug. Ég veit, minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á, hann ræður öllu yfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft líf víst bjó. (Hallgr. Pét.) Andlát Guðjóns Inga kom ekki á óvart. Hinn illvígi sjúkdómur, krabbamein, hafði þjakað hann í nær áratug. Við fráfall Guðjóns er mér efst í huga hans flekklausa ljúfmennska og hlýhugur til alls og allra. Við Guðjón og maðurinn minn Kristinn Eggertsson, sem er látinn eins og Guðjón, langt fyrir aldur fram af sama sjúkdómi, vor- um um tveggja áratuga skeið ná- grannar í Mýrarási. Með okkur tókst strax mikill og einlægur vinskapur. Kristinn og Guðjón áttu mörg sameiginleg áhugamál. Þeir voru samstiga við byggingu húsa sinna í Mýrarási. Kom þar vel að gagni, lagni og ósérhlífni Guðjóns, því alltaf var hann fús til að leysa hvers manns vanda. Guðjón eyddi miklum tíma í að gera hús sitt sem best úr garði og voru handarverk hans einstök fyrirmynd. Er því vinátta og sam- starf þeirra Guðjóns og Kristins, mér ánægjuleg minning. Um þriggja ára skeið bjó Guðjón með fjölskyldu sinni í Noregi. Við hjónin heimsóttum þau þar tvisvar og fórum með þeim í ferðalög. Var það okkur til mikillar og ógleyman- legrar gleði. Þær voru reyndar svo margar ánægjustundir sem við átt- um með Guðjóni og vil ég þakka fyrir þær. Eftir að sjúkdómur Guðjóns tók sig upp aftur eftir nokkurt hlé, sýndi Guðjón sinn innri styrk og æðruleysi. Ég heimsótti hann oft í sjúkdómslegu hans og aldrei heyrði ég hann kvarta eða harma örlög sín. Guðjón var alinn upp af ömmu sinni og afa, sem nú lifa hann í hárri elli. Er sorg þeirra við fráfall Blómaskreytingar vió öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. barnabarns síns mikil. Átti Guðjón hlýjar endurminningar um uppvöxt sinn hjá þeim. Guðjón var bömum sínum þeim Ófeigi og Ingunni góður faðir og bar hag þeirra mjög íyrir brjósti. Ingunn sem enn er á barnsaldri dvaldi hjá mér í fyrrasumar sumar. Var hún mér sannur sólargeisli og lífgaði upp á tilveru mína. Það er von mín að vinátta okkar endist um ókomin ár. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að auðnast að þekkja og umgangast þann mann sem Guðjón var. Vinátta hans, hjartahlýja og ljúfmennska, veittu mér og Kristni sanna ánægju um langt árabil. Að lokum vil ég senda elsku litlu Ingunni og Ófeigi, sem og öðrum vandamönnum mínar innlegustu samúðarkveðjur. Vertu kært kvaddur, elsku vinur, og Guði falinn. Iljördís Bergstað. Með haustlaufinu sem nú fellur og endar sitt líf kveður ungur mað- ur sitt tímaskeið löngu fyrr en við sættum okkur við og fyrr en hann lagði grunn að sinni jarðvist. Hugur minn leitar til þess tíma er þessi vaski drengur kom í okkar heim, þá voru haustlaufin fölnuð og fallin og stutt í veturinn. Skömmu fyrr hafði dóttir mín Áslaug fæðst, þau voru fyrstu bamabörn foreldra minna. Sveinninn var skírður í höf- uðið á afanum og ömmunni og í örmum þeirra fékk hann sitt upp- eldi á Álfhólsvegi ásamt yngri bróður mínum Georg. Þar sem við bjuggum í næsta húsi við foreldra mína var uppeldi og samvist þess- ara þriggja frændsystkina mjög ná- ið, sérstaklega með Inga og Ás- laugu. Saman í skóla og daglegum leik, saman á sklðum frá ungum aldri í Jósepsdal við æfingar og síð- an keppni í áraraðir. Þannig liðu æskuárin, þau voru nánast eins og tvíburar og Ingi daglegur heima- gangur á okkar heimili. Alvara lífsins tók við, þar sann- aði Ingi kraft sinn því ungur byggði hann yfir fjölskyldu sína myndarlegt heimili og vann lang- an vinnudag. Allt lék í höndum hans þar til fyrsta áfallið bankaði á dyr. Alvarlegur sjúkdómur greindist og aðgerð var fram- kvæmd með þeim afleiðingum að starfsgetan hnignaði og stuttu síð- ar reyndist starf hans við sína iðngrein honum ofviða. Annað starf varð fyrir valinu hjá frábær- um atvinnurekendum sem reynd- ust honum vel og sannaði Ingi sig þar sem traustur og samvisku- samur starfsmaður til síðustu stundar meðan kraftar leyfðu. Annað og kannski mesta áfallið varð honum er fjölskyldan skildist að og fluttist til Noregs, viðskilnað- ur varð við börnin tvö og nánast allt brauðstritið glatað. Einn og yf- irgefinn með hálfa heilsu segir sitt. í kjölfarið kom þriðja og síðasta áfallið, sjúkdómurinn tók sig upp, önnur aðgerð, spítalavist og þrautagangur er nú hefur tekið enda. Eftir stendur minning um vaskan ungan mann, geðgóðan og ávallt þakklátan og umhyggjusam- an við afa og ömmu í hárri elli sem nú standa augliti til auglitis sorgina °g syrgja drenginn sinn. Sigurður R. Guðjúnsson. Ágæti félagi. Við söknum þín hérna í Skeif- unni. Við söknum þess að heyra ekki sögurnar þínar því af þeim áttirðu nóg. Það sem þú hafðir ekki reynt var fátt og ef þú hafðir ekki reynt það sjálfur þá vissurðu samt allt um það, hvað sem það var. Við vinnufélagarnir höfum í gegnum árin nokkrum sinnum skemmt okkur saman og m.a. farið tvívegis í helgarferðir til útlanda. Það voru ferðir sem við höfðum mjög gaman af þótt fáir hafi ljómað jafn bjart og þú. Þú naust þess að ramba um garða og stræti, krár og torg og spjalla um heima og geima. Þú sagðir okkur sögur af öðrum ferðalögum þínum og sérstaklega varst þú stoltur af skíðaferðum sem þú fórst víða um heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.