Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 40

Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 40
40 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, og amma, ÁSTA HANNESDÓTTIR kennari, Hjallabrekku 13, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspítalans þriðju- daginn 26. september verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 2. október kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er beint á Minningarsjóð líknardeildar Landspítaians. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Salvör Kristjana Gissurardóttir, Magnús Gíslason, Kristinn Dagur Gissurarson, Guðrún Stella Gissurardóttir, Jóhann Hannibalsson, Ásta Lilja, Ásta Björg, Kristín Helga, agnea Gná og Þorsteina Þöll. t Elsku faðir okkar, sonur og fóstursonur, GUÐJÓN INGI SVERRISSON prentari, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 24. september, verður jarðsung- inn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 2. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag sykursjúkra eða sundlaugarbyggingu við Kristnesspítala. Fyrir hönd vandamanna, Ófeigur Jóhann Guðjónsson, Ingunn Anna Guðjónsdóttir, Jónína Guðjónsdóttir, Benny Jensen, Ingunn S. Guðmundsdóttir, Guðjón E. Long. t Ástkær eiginmaður minn og fósturfaðir, JÓHANNES EIRÍKSSON, Víðilundi 20, fyrrv. starfsmaður á Kristneshæli, lést á hjúkrunarheimilinu Seli föstudaginn 29. september. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 6. október. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Kolbeinn Kristjánsson, Jóhannes Möller. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON, Lagarfelli 21, Fellabæ, andaðist á Sjúkahúsinu á Egilsstöðum mið- vikudaginn 27. september. Jarðaförin auglýst síðar, Börn og fjölskyldur hins látna. t Eiginmaður minn, KJARTAN GUÐJÓNSSON, Háeyrarvegi 1, Eyrarbakka, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 27. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þakka auðsýnda samúð og vináttu. Ingunn Sveinsdóttir. t Hugheilar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR BÖÐVARSDÓTTUR frá Minniborg. Kærar kveðjur og þakkir til starfsfólks hjúkrun- arheimilisins Skjóls. Ennfremur fá Grímsnes- og Grafningshrepþur, kvenfélag Grímsneshreþps og UMF Hvöt, alúðar- þakkir og kveðjur fyrir sérstakan heiður henni sýndan. Böm, tengdabörn, ömmu- og langömmubörn. BÖÐVAR EGGERTSSON + Böðvar Eggerts- son fæddist á Hvammstanga 15. nóvember 1912. Hann lést á Land- spi'tala - háskóla- sjúkrahúsi, Fossvogi hinn 19. september siðastliðinn. For- eldrar hans voru Eggert Þorbjörn Böðvarsson, f. 7.5. 1865, d. 17.7. 1938 og Guðfinnu Jóns- dóttir, f. 5.8. 1868, d. 14.10. 1948. Böðvar var yngstur 10 systk- ina, af þeim komust átta á legg. Alma systir hans, 95 ára gömul, er nú ein eftirlifandi af þessum stóra systkinahóp og dvelur hún á öldr- unardeild Sjúkrahúss Akraness. Böðvar bjó með foreldrum sín- um á Hvammstanga, á tveim stöð- um á Suðurnesjum og síðan í Hafn- arfirði fyrst á Vesturgötu 4 en fluttu síðan suður á Hamarinn og bjuggu að Hamarsbraut 1. Hann lauk prófi frá Verslunar- skóla Islands árið 1934. Á sínum yngri árum stundaði hann sjómennsku með Kristófer bróður sín- um en hann var skip- stjóri. Böðvar vaim á Skömmtunarskrif- stofu ríkisins á stríðs- árunum en eftir að þeim lauk hóf hann störf hjá Landssmiðj- unni og starfaði þar til ársins 1982. Eftir starfslok í Lands- smiðjunni vann liann við heildsölu sonar síns Guðjóns þar til fyrir þremur árum. Böðvar kvæntist Steinunni Guð- jónsdóttur, f. 5.8. 1915, d. 8.2. 1997. (dóttur hjónanna Guðjóns Benediktssonar vélstjóra og konu hans Elínborgar Jónsdóttir) 19. maí 1940. Þau eignuðust þijú börn: 1) Eggert Böðvarsson, f. 21.4.1941, d. 13.12.1964, hann var kvæntur Dröfn Sigurgeirsdóttur. Börn: a) Böðvar Ari Eggertsson, kvæntur Láru Sigrúnu Helga- dóttur og eiga þau tvo syni, Agnar Ara og Áron Má. Fyrir átti Lára Auðun Helga. Böðvar var áður í sambúð með Lindu Maríu Frið- riksdóttur og saman eiga þau Eggert Þorbjörn. b) Ingibjörg, gifl Magnúsi Sveinbjörnssyni og eiga þau þrjá syni: Helgi Mikael, Sveinbjöm Rúnar og Eggert Steinar. 2) Guðjón Böðvarsson, f. 28.10. 1943, kvæntur Guðríði Sveinsdóttur. Börn: a) Sveinn, kvæntur Sigur- björgu Ágústsdóttur og eiga þau einn son Ágúst. b) Böðvar Eggert, var í sambúð með Hendrikku Waage og eiga þau saman soninn Guðjón Kjartan. c) Jóhann Pétur f sambúð með Þórönnu Sigurðar- dóttur. d) Birgir, kvæntur Heide Anette ye og eiga þau einn son Kristian. 3) Sigrún Guðfinna Böðvarsdóttir, f. 3.6. 1950, gift Lúðvík Bjarna Bjarnsyni. Börn: a) Steinunn í sambúð með Haraldi Daða Ragnarssyni og eiga þau eina dóttir Hrafnhildi Sigrúnu. b) Bjarni c) Laufey Ingibjörg. Böðvar starfaði í Oddfell- owreglunni í tæp 40 ár. Böðvar var einn af stofnendum og frum- herjum Fimleikafélags Hafnar- fjarðar, FH, og sat í fyrstu stjórn þess félags og æfði fimleika með félaginu á árum áður. Utför Böðvars fer fram frá Ás- kirkju mánudaginn 2. október og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi, minningarnar streyma fram nú á þessum tíma- mótum þegar þið mamma eruð bæði farin frá okkur. Símtalið var sárt hinn 5. september þegar mér var til- kynnt slysið. Þegar ég var um það bil tveggja til þriggja ára er mín fyrsta minning um að fara á slysa- varðstofuna sem þá var í Austur- bæjarskóla með pabba og mömmu mér við hlið, farið var í gömlu Stínu (bflnum hans Óla á Laugateig). Pabbi að synda með mig í sjónum fjögurra til fímm ára í Arnarvogi (nú Garðabæ) og mamma að baða mig í bala úti á palli við sumarbú- staðinn sem við dvöldum í á sumrin þá. Af Laugateigi fluttum við í Sel- vogsgrunn 1956, ég sex ára. Pabbi að fara niður að tjörn með mig, Gunna og Sigga og jafnvel fleiri krakka úr götunni. Pabbi alltaf að keyra og sækja mig bæði í skóla og vinnu. Pabbi sem sjaldan eða aldrei sagði nei. Pabbi að ganga á höndum úti í garði fyrir barnabörnin. Pabbi og mamma sem voru alltaf til staðar er barnabörnin þurftu á pössun að halda, sækja þau í skóla, leyfa þeim að gista. Börnin muna eftir að ekki mátti hafa mjög hátt í kringum afa en amma var eldhúsinu og dansaði þar við þau Óla skans. Pabbi að gefa okkur kakó á morgnana áður en við fórum í skól- ann eða vinnu. Pabbi að fara með kaffibolla upp til mömmu áður en hann fór í vinnu. Pabbi í garðinum sínum í Sel- vogsgrunni. En síðast en ekki síst maður sem hlúði að konu sinni í hennar löngu veikindum. Sat hjá henni á hverjum degi á meðan hún dvaldi á Skjóli og hélt í hönd hennar. Við fórum í síð- asta bfltúrinn saman laugardaginn 1. september og keyrðum eins og hann vildi oftast út í kirkjugarð að vitja leiðis mömmu, síðan keyrðum við sem leið lá upp í Heiðmörk úr Hafnarfirði og rifjuðum upp þegar farið var þangað með teppi og nesti á sumrin til að njóta útiveru þar. Einnig er minning um faðmlag systkinanna Ölmu og hans, í ágúst þegar við heimsóttum hana upp á Akranes. Baráttan stóð í 14 daga og var allri fjölskyldunni erfið. Þakkir mínar og okkar sendi ég til alls þess starfsfólks sem hugsaði um hann og hlúði að honum á þess- um 14 dögum, bæði á deild A5 og gjörgæsludeild Landspítala - há- skólasjúkrahúss Fossvogi. Hjúkr- unarfólki og læknum á gjörgæslu- deild vil ég þakka sérstaklega alla þá umhyggju sem þau sýndu mér og allri fjölskyldunni á þessum erfiða tfma. Að öðrum ólöstuðum vil ég hér þakka sérstaklega Aroni lækni fyrir þá einstöku ræktarsemi sem hann sýndi mér allan þennan tíma. Einn- ig vil ég hér þakka Sigfinni frænda mínum fyrir að vera alltaf til staðar og einstaka umhyggju hans fyrir okkur öllum. Eg kveð pabba og mömmu með þakklæti í huga fyrir allt og allt. Sigrún. Elsku tengdapabbi, minningarn- ar hrannast upp á stundu sem þess- ari og streyma gegnum hugann á leifturhraða. Lífið er hverfult og virðist stutt, þegar litið er til baka, en þannig skynjum við tilveruna. Við erum aldrei tilbúin, þegar kallið kemur, þótt aldurinn sé orðinn hár og dauðinn, endalok jarðvistar, eigi fyrir okkur öllum mannanna börn- um að liggja. Okkar vegir lágu saman fyrir 34 árum, þegar Guðjón kynnti mig fyr- ir ykkur Steinunni tengdamömmu. Þið tókuð á móti mér opnum örmum og með okkur tókst einlæg vinátta, velvild og gagnkvæm virðing, sem hélst alla ævi. Eg á eingöngu góðar minningar um ykkur tengdaforeldra mína, sem ég geymi í hjarta mínu. Þegar ágreiningur varð á milli okkar Guðjóns tókuð þið iðulega minn málstað. Það þótti mér alveg sérstakt. Mikill og góður samgangur var alltaf á milli minnar fjölskyldu og tengdafjölskyldu og héldum við veí saman jafnt í sorg sem í gleði, eins og ein stór fjölskylda. Það var gaman að bjóða þér í mat, alltaf hrósaðir þú matnum hjá mér og staðhæfðir meðal annars að ég eldaði bestu lauksúpu í heimi og ég gæti boðið hvaða þjóðhöfðinga sem væri í mat. Þannig sýndir þú mér væntumþykju þína. Þið Steinunn voruð mikið fyrir barnabörnin og öll voru þau vel- komin í Selvogsgrunn. Tíminn leið, barnabörnin uxu úr grasi og við tóku erfið ár eftir að Steinunn veiktist. Þú stóðst eins og klettur við hliðina á henni og hlúðir að henni heima af mikilli umhyggju, þar til hún fór á hjúkrunarheimilið Skjól. Daglega heimsóttir þú konuna þína og dvaldir hjá henni tímunum saman. Þetta var erfiður tími, en heim- sóknirnar höfðu algjöran forgang hjá þér. Þegar Steinunn kvaddi tók við tómarúm og lífsleiði, en þú varst duglegur og gerðir allt til þess að sporna við því að lenda inni á stofn- un. Þú byrjaðir daginn á að fara í laugarnar, síðan í æfingar í tækja- sal, hádegismat á Dalbraut, göngu- ferðir og ökuferðir. Ég spurði þig einhvern tíma, hvort það væri ekki einmanalegt að búa einn í húsinu, hvort þú vildir ef til vill flytja í minna húsnæði, í sama hverfi. Svarið var skýrt og skorinort. „Guðríður mín, ég er ekki einn. Ég finn alltaf fyrir nærveru Steinu minnar. Hún er hjá mér.“ Elsku Böðvar, nú ertu kominn til elsku- legrar eiginkonu þinnar og sonar, Eggerts, sem andaðist langt um aldur fram, aðeins tuttugu og þriggja ára. Við ástvinirnir þökkum fyrir að þú fékkst að lifa eins og þú vildir, sjálfstæður í húsinu þínu og það var ekkert tekið frá þér. Þú hélst reisn þinni og stolti og enginn ráðskaðist með þig. Þannig mun ég minnast þín um ókommna tíð. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Að lokum kveð ég þig með hluta úr ljóðinu „Haustmyndir“ eftir Snorra Hjartarson. Hauströkkrið yfír mér kviktafvængjum yfír auðu hreiðri í störinni við fljótið. Milli trjánna veður tunglið í dimmu laufí hausttungl haustnæturgestur á fórum. einsogvið og allt eins og laufið sem hrynur. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Guðríður. Elsku afi minn, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér í gegnum ævina. Þú varst ein- stakur maður sem sýndir lítilli stelpu óþrjótandi þolinmæði og ást þegar hún þurfti á því að halda. Þakka þér fyrir allar sögurnar sem þú sagðir mér, þeim mun ég aldrei gleyma. Þú lést mér alltaf líða eins og ég væri ómissandi partur af lífi ykkar ömmu. Þú varst hjartahlýj- asti maður sem ég hef nokkurn tíma þekkt, vildir allt fyrir alla gera og vissir ávallt hvað gera skyldi ef eitt- hvað bjátaði á. Þakka þér fyrir allai- minningarnar sem við eigum sam- an. Ég veit að þú ert kominn á betri stað og loksins búinn að hitta ömmu aftur, því þú saknaðir hennar meira en nokkur orð fá lýst. Mér líður vel að vita af ykkur saman á ný, horf- andi á okkur frá himnum, ég veit að þið passið vel upp á okkur öll. Elsku afi minn ég á eftir að sakna þín og vil kveðja þig með laginu sem þú söngst alltaf fyrir mig. Ó, Jesús bróðir bezti ogbarnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Steinunn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.