Morgunblaðið - 01.10.2000, Side 41

Morgunblaðið - 01.10.2000, Side 41
MUKUUNBLAJJit) MINNINGAR SUNNUUAUUKi. UKTUKLK 2UU0 411 GUÐNI HELGASON + Guðni Helgason rafverktaki fæddist á Bergi á Eyrarbakka hinn 27. janúar 1920. Hann lést í Seattle í Banda- ríkjunum hinn 17. september síðastlið- inn. Foreldrar Guðna voru hjónin Helgi 01- afsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 18. júní 1889 í Sandprýði á Eyrarbakka, d. 17. febrúar 1976 og Sig- urlína Filippusdóttir, f. 16. jiílí 1893 í Sum- arliðabæ í Holtum, d. 9. júní 1928. Guðni missti móður sína ungur að aldri og ólst því upp hjá fósturfor- eldrum, Sigríði Vilhjálmsdóttir og Kristni Gíslasyni, afasystkinum sínum Guðni kvæntist Ingibjörgu Stef- ánsdóttur 27. mars 1948. Hún fæddist 20. ágúst 1923 í Hafnar- firði, en lést hinn 10. maí 1998. For- eldrar Ingibjargar voru hjónin Kristín Sigurðardóttir, f. 28. ágúst í Miðhúsum í Hvol- hreppi í Amessýslu, d. 21. mars 1962 og Stef- án Jóhann Jóhannsson bifreiðasali, f. 22. júní 1896 á Gunnsteins- stöðum í Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu, dáimi 27. júlí 1963. Guðni og Ingibjörg eignuðast fimm börn. Þau eru : 1) Sigurlína, f. 19. júlí 1948. Börn hennar eru Guðni Gu- illermo og Ingibjörg María Kristrn, f. 23. mars 1979. Faðir þeirra er Jose Guillermo Gorozpe sem nú er lát- inn. 2) Ástmundur Kristinn, f. 23. september 1951, kvæntur Maríu Friðjónsdóttur. Þeirra böm em Sigríður, f. 22. ágúst 1982 og Frið- jón, f. 30. aprfl 1985. 3) Helgi, f. 11. október 1953, kvæntur Laurie Jean Guðnason. Þeirra böm era Guðni, f. 19. desember 1984 og Mollie Kristín, f. 3. september 1986. 4) Stefán Kristinn, f. 16. nóvember ILátinn er ágætur vinur og sam- starfsmaður í mörg ár, Guðni Helgason rafvirkjameistari. Kynni okkar Guðna hófust í Iðn- skólanum í Reykjavík hjá Helga Hermanni Eiríkssyni sem skóla- stjóra. Guðni var vel af guði gerð- ur, í hærra lagi, fallegt kúpt enni, augun spurul, hökuskarð allmikið, axlabreiður og karlmannlegur og hélt sér mittisgrönnum til þess síð- asta. IVið Guðni lukum prófi í Iðnskól- anum 1947 og fengum sveinsbréf, hann sem rafvirki og undirritaður sem rafvélavirki. Þá skilja leiðir, ég fór utan til frekara náms og var erlendis í fjögur ár. Eftir heim- komu mína ’51 er kunningskapur- inn endurnýjaður, er við báðir ger- umst starfsmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur, staðsettir við Elliðaár og undir handleiðslu Ingólfs Ágústssonar rafmagnsverkfræð- ings. Hönd í bagga hafði Ágúst gamli vélstjóri, faðir Ingólfs. Merkilegt og gott fólk sem gaman var að kynnast. Ágúst gamli hafði fyrir sið að vakna snemma og heils- aði þá öllum glaðlegur á svip, lék á als oddi. En ef ungir menn sváfu yfir sig var lítt um kveðjur þann daginn. Verkefnið þá var írafoss- virkjun, móttaka orkunnar og dreifing til Reykjavíkur og víðar. Þarna höfðum við Guðni ágæta daga og ár. Marga kynlega kvisti tókum við í flokk okkar sem hjálp- armenn. Þar voru meðal annarra skáldið Jónas Árnason, verkfræði- nemar og Gísli Jónsson, síðar pró- fessor við Háskóla íslands. Oft var rökrætt skemmtilega í kaffitímum. Öllum verkum lýkur um síðir, svo var með þessa virkjun og var mikil athöfn þegar ýtt var á hnapp og samfasað eins og það heitir á fagmálinu. Eftir að starfi lauk hjá Rafveit- unni gerist Guðni löggildur raf- virkjameistari hér í Reykjavík. Hafði þá einnig landslöggildingu og háspennuréttindi, enda þurftu öll próf og löggildingar að vera í lagi á þeim tíma. Ég stofnaði upp úr þessu lítið fyrirtæki sem ég nefndi Neon-Raf- ljósagerð og gerðist Guðni brátt sá aðili sem aðstoðaði mig mest við uppsetningar og raflagnir að slíku og þá einnig annarri vinnu, því ég teiknaði töluvert raflagnir í hús og verksmiðjur á þessum tíma. Samvinna okkar var hin besta árum saman. Ég mat Guðna mikils. Hann var sérlega reglusamur og það sem hann lofaði stóð eins og stafur á bók. Natinn var hann og laginn við nemendur sína, og hélt gjarnan lengi í þá bestu. Síðar, þá er strákarnir hans stækkuðu, urðu þeir honum stoð og stytta. Guðni átti fyrir konu Ingibjörgu Stefánsdóttur Reykjavíkurmær. Traust og góð kona, bráðdugleg. Hún sá um heimilið, átti börnin fimm, og var símamær fyrir kallinn sinn, lokaði dyrunum og slökkti ljósin síðust á kvöldin. Umhyggjan og ástin á heimilinu vom henni allt. Ingibjörg og Guðni voru sam- hent hjón, sköpuðu sér í gegnum árin fallegt og glæsilegt heimili. Bæði voru þau listræn og höfðu gaman af að fara á málverkasýn- ingar og annað menningarlegt. Uppáhaldslistamaður þeirra var löngum ljúílingurinn Atli Már Árnason og eiga þau gott safn eftir hann. Sigurjón Ólafsson, listamaður og Eyrbekkingur, og Guðni voru kunningjar og áttu þau hjónin fal- legt verðlaunaverk eftir hann. Guðni mundi vel æsku sína á Eyr- arbakka. Ekki alltaf drakkið úr postulínsbolla og etið með silfur- skeið. En aldrei var hann svangur í æsku, átti góða og dugmikla for- eldra. Oft var etið tros og viðbit, var þá lýsi vel verkað. Það þótti honum sem ungum manni ágætt, og veit ég að hann hafði lýsisflösku í ísskápnum sínum og fékk sér á soðninguna, þótt Inga og börnin fengju sér brætt smjör. Já, Eyrarbakki átti alltaf mikil ítök í honum, sjórinn, landið og fólkið. Þar, þá ekkjumaður, kynntist hann vinkonu sinni (á málverkasýn- ingu), Auðbjörgu Guðmundsdóttur, ættaðri frá Reykjavík, Ég er kunn- ugur ætt hennar og upprana en þar eru konur brosfallegar og hjúkr- andi hendur aðalsmerki. Ekki þurfti Guðni að kaupa lausamannsbréf þá er hann yfirgaf æskuslóðir, tímarnir voru að breyt- ast. Guðni launaði svo Reykjavík búsetuna með því að vera hæsti skattgreiðandi þetta ár, og er ég viss um að hann borgaði á gjald- daga. Frú Ingibjörg borgarstjóri var ánægð með nærsveitung sinn frá fornu fari og gaf honum góða bók. Henni sé lof og prís. Ég held að bæði hafi haft nokkuð gaman af. Far vel, gamli vinur og megi sá er sólina skóp samfasa þig eilífðinni. Karl Jóh. Karlsson. Látinn er góður félagi í samtök- um okkar rafverktaka, Guðni Helgason. Guðni var umsvifamikill verktaki í mörg ár og lærimeistari fjölmargra rafvirkja. Hann var á margan hátt mjög sérstæður mað- ur sem fór eigin leiðir í rekstri síns fyrirtækis. Hann markaði sér sér- stöðu í þjónustu og uppsetningu neonskilta um allt land og þurfti þá oft að sýna mikla fyrirhyggju og gott skipulag við erfiðar aðstæður. Guðni var mjög félagslyndur og lét sig sjaldan vanta á fundi eða skemmtanir á vegum samtaka okk- ar. Hann var einn úr litlum hópi eldri rafverktaka, sem gjarnan 1957, kvæntur Sólveigu Indriða- dóttur. Þeirra böm eru Indriði Ingi f. 22. desember 1977, Heiður, f. 17. mars 1981 og Arnþór, f. 8. október 1983. 5.) Kristín, f. 2. febrúar 1963, gift Garðari Hilmarssyni. Þeirra börn era Ingi Guðni, f. 27. janúar 1990 og Hjalti Geir, f. 28. maí 1993. Eftir lát Ingibjargar eignaðist Guðni góða vinkonu, Auðbjörgu Guðmundsdóttur, sem studdi hann vel í veikindum hans. Guðni stundaði nám í Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1935 til 1937. Hann lauk einnig meiraprófi bifreiðastjóra og ökukennaraprófi 1941. Guðni nam rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1947. Hann fékk meist- arabréf og landslöggildingu 1950 og lauk prófi frá rafmagnssdeild Vélskólans í Reykjavík 1951. Há- spennuréttindi hlaut hann 1954. Guðni starfaði hjá Sigurði Bjarna- syni í átta ár og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í tvö ár. Eftir það starfaði hann sem rafverktaki í Reykjavík og var umsvifamikill á því sviði. Guðni var heiðursfélagi í Félagi löggiltra rafverktaka í Reykjavík. Utfór Guðna var gerð frá Foss- vogskirkju hinn 28. september síð- astliðinn og fór útförin fram í kyrr- þey að ósk hins látna. sátu saman á fundum og höfðu ým- islegt til málanna að leggja. Hans verður nú saknað úr okkar hópi, en minningin um sérstæðan og skemmtilegan félaga lifir áfram. Ég vil fyrir hönd Samtaka atvinnu- rekenda í raf- og tölvuiðnaði votta fjölskyldu hans samúð á þessari kveðjustund. Ómar Hannesson, formaður. Elsku Guðni minn, með þessum örfáu orðum langar mig að kveðja þig og þakka þér alla þá vinsemd og hlýju sem þú sýndir mér frá okkar fyrstu kynnum til hinsta dags. Ég var rétt að skríða inn á unglingsárin þegar ég kom í fyrsta skipti inn á heimili ykkar Ingu með Stínu dóttur ykkar sem varð mín besta vinkona á þessum tíma. Mér var strax tekið opnum örmum og fann ég mig strax eins og heima. Margt var skeggrætt í eldhúsinu í Hlyngerðinu og vildir þú alltaf fylgjast vel með hvað við Stína vor- um að bralla. Ég fór fljótt að kalla ykkur Ingu fósturforeldra mína og stóðuð þið fyllilega undir því nafni. Fram til síðasta dags vildir þú ætíð vita hvað ég væri að gera og hvar ég væri stödd i heiminum og af mikilli umhyggju sýndir þú mér og mínum málum áhuga rétt eins og ég væri þín eigin dóttir. Guðni minn, nú ertu kominn á síðasta áfangastað og þar tekur Inga þín á móti þér opnum örmum og nú fáið þið að njóta samvista á ný. Hvíl þú í friði. Elsku besta Stína mín, fjölskylda og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi algóður guð styrkja ykkur í sorg- inni. Ykkar missir er mikill. Einnig vil ég senda Auðbjörgu innilegar samúðarkveðjur en Guðni var svo heppinn að eignast hana síðasta æviárið sem góðan og tryggan vin sem stóð sem klettur við hlið hans fram á hinstu stundu. Berglind Baldursdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. t Ástkær faðir minn, sonur, stjúpsonur, unnusti, barnabarn, mágur og bróðir, VILHJÁLMUR BOGI HARÐARSON, Vindási 3, Reykjavík, sem lést mánudaginn 25. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. október kl. 13.30. Gabríel Sveinn Vilhjálmsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Örn Guðmarsson, Hörður Þorvaldsson, Ingibjörg Þ. Hallgrímsson Svanhildur Valdimarsdóttir, Ásgerður Á. Pétursdóttir, Hrönn Harðardóttir, Magnús R. Guðmundsson, Höskuldur Örn, Gunnar Ingi, Hörn og Þorgeir Orri, t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON fyrrv. yfirhafnsögumaður, Fjölnisvegi 18, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 3. október kl. 15.00. Ulla Sigurðardóttir, Kristín Berta Harðardóttir, Trausti Víglundsson, Sigríður Harðardóttir, Magnús Harðarson, Kristín Salóme Guðmundsdóttir, Halla Harðardóttir, Gunnar Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Kjarnalundi, Akureyri, sem andaðist þriðjudaginn 26. september verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 3. október kl. 13.30. Svava Ásta Jónsdóttir, Guðmundur Örn Árnason, Haukur Árnason, Þórunn Árnadóttir, Svava Árnadóttir, Guðjón Steinþórsson, Sólveig Runólfsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Tómas Agnar Tómasson, Jón Guðnason. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför okkar hjartkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BERGS TÓMASSONAR fyrrv. borgarendurskoðanda, Álfheimum 70. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann í veikindum hans. Biðjum Guð að blessa ykkur öll. I I Margrét Stefánsdóttir, Stefán Bergsson, Jenný Magnúsdóttir, Tómas Bergsson, Nína Magnúsdóttir, Bergljót Bergsdóttir, Steinn Öfjörð, Bima Bergsdóttir, Ólafur Njáll Sigurðsson og afabörn. I i \ I t Ástkær móðir okkar, MARGRÉT S. PÁLSDÓTTIR frá Túni í Vestmannaeyjum, síðast til heimilis í Foldahrauni 40, lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum föstu- daginn 29. september. Bjami Árnason, Sigurlín Árnadóttir, Helga M. Ketilsdóttir. í I i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.