Morgunblaðið - 01.10.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 01.10.2000, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Kirkjan á morgni og kvöldi 20. aldar íslendingar eru kirkjuræknir, sagði Daníel Bruun á morgni 20. ald- arinnar. Stefán Friðbjarnarson veltir fyrir sér hvað hann myndi segja um íslenzka kirkju á kvöldi aldarinnar. ÞJÓÐKENND og þjóðernis- vakning setur ríkulegan svip á Islands sögu á seinni hluta 19. aldar. Ahugi á sagnfræði og rannsóknum á menningarminj- um fór þá mjög vaxandi hér á landi sem annars staðar í Evrópu. Meðal brautryðjenda í slíkum rannsóknum hér á iandi vóru tveir Danir, dr. Kristian Kaalund og Daníel Bruun höfð- uðsmaður. Sá fyrrnefndi horfði I einkum tii landnáms- og þjóð- veidisaldar og sögustaða þeirr- ar tíðar. Rannsóknir Bruun höf- uðsmanns vóru mun víðtækari. Þær hófust árið 1896 og stóðu í 14 sumur. Meðal kunnra rita hans um íslenzk efni er bókin „íslenzkt þjóðlíf í þúsund ár“, sem gefin var út í Danmörku árið 1928. Bókin kom út á ís- lenzku í vandaðri þýðingu Steindórs skólameistara Stein- dórssonar árið 1987.1 henni má sjá mikinn fjölda mynda og teikninga, þjóðlífsmynda, sem segja einar og sér heilmikið um Island 19. aldarinnar. I for- málsorðum segir Þór Magnús- son, sérfræðingur í fornleifa- og þjóðháttafræðum: „Með rann- sóknum sínum og könnunum hefur Daníel Bruun bjargað ómældum fróðleik og þekkingu um íslenzka menningarsögu, allt frá minjum frá landnámi og fyrstu byggð og til híbýlahátta fólks á 19. og 20. öld...“ Hér verður aðeins staldrað við frá- sagnir Daníels Bruun af síðustu torfkirkjunum íslenzku og gömlum kirkjusiðum, eins og þeir komu honum fyrir sjónir á fyrstu árum 20. aldarinnar. Bruun segir (1927): „Torf- kirkjurnar gömlu eru sýnishorn húsagerðar, sem rekja má allt aftur á söguöld, og er að mínu mati á marga lund miklu fal- legri og meira samræmi í þeim og hátíðleiki en í timburkirkjum nútímans, sem oftast skortir all- an svip byggingarlistar... Kirkjurnar eru þiljaðar að inn- an. Þeim er skipt í kór og for- kirkju með milligerð, eins og í færeyskum kirkjum. Hins vegar eru aldrei forkirkjur á Islandi. Þakið er sperruþak með bitum og skammbitum, og er opið upp í súðina eins og gömlu færeysku kirkjurnar. Aitarið með grátun- um er við austurgaflinn, og predikunarstóllinn að sunnan- verðu í framkirkjunni. Oftast er gluggi á þekjunni yllr predikun- arstólnum..." Enn segir Bruun: „Kirkjusókn er góð á Islandi, er það hvort tveggja að íslending- ar eru kirkjuræknir, og það þykir góð tilbreyting að ríða til kirkju á sunnudögum. Þar koma menn saman og ræða og semja um marga veraldlega hluti eftir messu.“ Á 19. öldinni og fram á þá 20. vóru kirkjurn- ar nánast einu samkomustaðir fólks. Samkeppnin um tóm- stundir fólks var því nánast Templarasund - dómkirkjan í baksýn: teikning Sigfúsar tónskálds Halldórssonar, gerð árið 1979. engin. Prestarnir á morgni 19. aldarinnar fá þessa umsögn: „Islenzkir prestar búa yfírleitt við léleg kjör, og hefur það ver- ið öldum saman. Ef þeir eiga að komast vel af, hljóta þeir að verja miklum tíma og orku við búskapinn samhliða prestsverk- unum. En það verður sagt þeim til hróss að þeir hafa með fáum undantekningum ætið verið for- ystumenn sinnar sveitar. Þeir hafa í senn verið gildir bændur og góðir sálusorgarar í byggð- unum...“ Þetta eru marktæk hrósyrði, því glöggt er gests augað. Já, nú er öldin önnur. Kirkjurnar eru ekki lengur einu samkomustaðir landsmanna. Þær eiga þvert á móti mýmarga keppinauta um athygli og tómstundir fólks. Ásókn margs konar markaðssetningar er nánast yfirþyrmandi. Kröfurnar til kirkjulegs starfs eru samt sem áður mun fleiri og marg- þættari en fyrr á tíð. Kirkjur í þéttbýli hýsa fjölbreytt starf flesta ef ekki alla daga vikunn- ar. Þær eru að auki vettvangur margs konar lista og menning- ar. Þær eru í raun og sann hluti af sérhverju okkar frá vöggu til grafar: skírn, ferming, hjóna- band, musteri lofgerðar og til- beiðslu á lífsleiðinni, vé á kveðjustundu við ævilok. Hjálp- arstofnun kirkjunnar er síðan nýr og veigamikill kapítuli í starfínu. Síðast en ekki hvað sízt eru kirkjurnar, hver og ein, kærkomin vin í áreiti, hraða og streitu samtímans. Nú, þegar 21. öldin fer senn í hönd, er kirkjan sem fyrr á tíð hluti af menningarsögu okkar. Hvað skyldi Daníel Bruun segja um íslenzka kirkju annó 2000, mætti hann leggja Ieið sína á fornar slóðir? Það er skoðun pistilshöfundar að einkunnin yrði sízt lakari en sú sem fyrr var til vitnað. Þjóðkirkjan ís- lenzka er um margt til fyrir- myndar, þótt alltaf megi betur gera - á hennar vettvangi sem annars staðar í samfélaginu. Hún þarf t.d. að aðlaga sig bet- ur að samskiptaleiðum nýrrar tækni til að ná betur augum og eyrum landsmanna. En vel menntaðir og víðsýnir klerkar samtímans eru, e.t.v. „með fá- um undantekningum", svo not- að sé orðalag Bruun, gegnir og góðir sálusorgarar. Því má hins vegar aldrei gleyma að styrkur kirkjunnar felst ekki hvað sízt í starfi og stuðningi sóknarbam- anna. Þau eru sverð hennar og skjöldur í samtíð sinni. Kirkjan þarf á þeim að halda. Og þau á henni. VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við myndirnar? SAMGÖNGUR milli ís- lands og annarra landa tóku lengri tíma á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, þegar skip voru eini far- kosturinn. Fólk hafði tíma til að kynnast og stytta sér sameiginlega stundir. Með- fylgjandi myndir voru teknar af Bruno Schwei- tzer, þýskum þjóðfræðingi um borð í Goðafossi á leið til Islands árið 1936 og lýsa vel lífínu um borð í milli- landasiglingunum. Maður- inn í miðið á einni myndinni er að spila á harmoniku. Bókaútgáfan Öm og Ör- lygur óskar eftir upplýsing- um hverjir séu á meðfylgj- andi myndum. Sími bóka- útgáfunnar er 588-2013 og heimasími Örlygs Hálfdán- arsonar er 562-6658, heim- ilisfangið er Hjarðarhagi 54,107 Reykjavík. Tafarlausra útbóta þörf ALDRAÐIR og aðrir ör- yrkjar og láglaunahópar ætla á mánudag 2. október að mæta á Austurvöll kl. 3 við þingsetningu og skegg- ræða við alþingismenn. Ekki er nú búist við öðru en sátt og samlyndi og áreið- anlega engum loforðum, sem ekki verður staðið við. En ég var að lesa i Morg- unblaðinu í dag, 27. sept- ember einhvern furðulegan vælutón í lögfræðingum fyrir vestan. Þessi pistill ber heitið: „Voma þar vitni“ og er á blaðsíðu 48; Þjón- usta/Staksteinar. Þeir eru hissa á hve efndir eru litlar hjá dómsvaldinu. Ja, óh'kt höfumst við að, þó þetta sé auðvitað sami grautur í sömu skál. Þeim vestfírsku fínnst húsnæðið alls ekki hæfa skikkju- klæddum embættismönn- um og lögfræðingum. Og sama er uppi á teningnum hér. Að vísu er sá ótölulegi skikkjuklæddi fjöldi hér á höfuðborgarsvæðinu víst nær allur í náttserk vegna krankleika og vosbúðai-, bíðandi eftir spítalavist. Hér er auðvitað tafar- lausra úrbóta þörf. En auð- vitað vita allir að ofurálag er á þingmönnum þá sjald- an þeir eru heima, því legg ég til að þeir fái nú í það minnsta alveg frían ferða- fatnað - á kostnað þeirra sem bara húka alltaf heima. Og svo verða að fylgja tösk- ur fyrir nammið o.fl. sem komið er með heim, þetta verður að vera þeim að kostnaðariausu, því eins og við vitum hafa þeir aldrei budduna sína með sér. Og fyrst þeir skikkjuklæddu lögfræðingar fyrir vestan eru að barma sér yfír stiga- pöllunum, má nú bráðum fara að huga að úrbótum hér fyrir sunnan. Héraðs- dómshúsið orðið margra ára - og alltaf von á gest- um. Er ekki dómsmálaráð- herrann í einhverri opin- berri heimsókn núna? En næst þegar byggt verður hér yfir lög og rétt finnst mér best að byggð verði bara geimstöð, ráðamenn okkar eiga það skilið. Og þá verður lika einhver manns- bragur á ferðalögunum. Margrét Hansen, AHA-hópnum. Tapað/fundið Blá myndavélataska fannst BLÁ myndavélataska með tveimur myndavélum, fannst á bílaplani við Funa- fold 4 í Grafarvogi, senni- lega i byrjun ágúst. Með- iylgjandi mynd var á fílmu úr annarri vélinni. Ef ein- hver kannast við myndina, vinsamlegast hafið sam- band í síma 892-7509. Dýrahald Stormur er týndur STORMUR er svartur með hvíta bringu, hvíta rönd á nefínu og hvítar loppur. Hann týndist frá Hafnar- firði iyrir um það bil fjórum vikum, en gæti verið hvar sem er. Hans er sárt sakn- að af ungum eiganda sín- um. Upplýsingar í síma 691-0520. Fundarlaun. Víkveiji skrifar... JÓÐINNI hefur orðið tíðrætt um þau afrek sem íslenskt íþrótta- fólk hefur unnið á Ólympíuleikunum í Sydney. Það er enda hverri þjóð nauðsynlegt að eiga afreksfólk, hvort sem er í menningu, íþróttum, vísind- um eða einhverju öðru. í umhverfi nútímans er hins vegar ekki hlaupið að því að ná árangri, til þess þarf að leggja mikið á sig, góðan aðbúnað og ekki síst nægilegt fjármagn. Því er Víkverji að brydda upp á þessu nú, að hann telur að afreksstefna stjórn- valda, einkanlega þó íþróttamála- og menntamálaráðherrans Bjöms Bjamasonar, hafi unnið mikinn sigur hinum megin á hnettinum í Sydney á síðustu vikum og sýni svo ekki verður um villst, að í íþróttum eins og svo mörgu öðru uppskera menn eins og til er sáð. xxx FIMMTUDAGINN 28. maí 1998 skýrði Morgunblaðið frá því í íþróttakálfi sínum að menntamála- ráðuneytið og íþrótta- og Ólympíu- samband íslands hafi daginn áður skrifað undir samning um fjármögn- im Afreksmannasjóðs ISI. I samn- ingnum væri gert ráð fyrir að ríkis- sjóður fslands leggi árlega 10 millj- ónir kr. í sjóðinn næstu fimm árin, eða samtals 50 milljónir króna til ársins 2003. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra og Geir H. Haarde fjármála- ráðherra, undirrituðu samninginn fyrir hönd ríkisstjómarinnar og Ell- ert B. Schram, forseti ÍSÍ, fyrir hönd íþrótta- og Ólympíusambandsins. Auk framlagsins úr ríkissjóði var tilkynnt að ÍSI myndi veita 12 milij- ónir á ári af hagnaði sínum af lottói í Afreksmannasjóðinn og hann hefði því úr 110 milljónum kr. að spila á ár- unum 1998-2003. XXX SAMKOMULAG stjómvalda og foiystu ÍSÍ vora mikil tíðindi, enda gerðist ríkissjóður nú í fyrsta sinn beinn aðili að fjánnögnun ís- lenskra aíreksíþrótta. Með sam- komulaginu voru Afreksmannsjóðn- um tryggðir meiri fjármunir eða áður, eða 22 milljónir á ári í stað 12 milljóna áður, og það þýddi að hægt var að skipuleggja starf sjóðsins nánast upp á nýtt, byggja upp markvissa stefhu hans og styðja raunveralega við bakið á þeim sem sannanlega teldust af- reksmenn á hverjum tíma. Á fundi með blaðamönnum, þar sem samningurinn var kynntur, sagði forseti ÍSÍ að með honum væri brotið blað í sögu afreksíþrótta hér á landi. „íslensk íþróttahreyfing og samtök hennar hafa ávallt reynt að stuðla að betri árangri. Það er inntak keppn- innar. Því verður hinsvegar ekki neit- að að þar er oft erfitt um vik. Fjár- hagur og aðstæður hafa ekki gert okkur kleift að hlúa að afreksfólkinu sem skyldi. Þó er ljóst að án skipu- legrar aðstoðar og fjárhagslegra styrkja eiga íslenskir íþróttamenn og konur litla möguleika í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta hefur meðal annars verið okkar akkilesarhæll," sagði Ellert og þakkaði menntamála- ráðherra skilning og velvild í garð íþróttahreyfingarinnar. Við sama tilefni sagði menntamála- ráðherra að samkomulagið væri nið- urstaða vinnu sem ráðuneytið hefði lagt í við mótun stefnu um eflingu íþrótta. „Með þessu leggur ríkissjóð- ur sitt af mörkum til að styrkja ímynd og stöðu íþróttanna og efla afreksfólk okkar. Það er Ijóst, að góðar fyrir- myndir skipta æ meira máli og því h't ég jafnframt á að með þessu sam- komulagi séum við að stuðla almennt að bættum hag íslenskrar æsku.“ XXX EIR íþróttamenn sem hlotið hafa hæstu styrkina úr Afreks- mannasjóðnum, 160.000 kr. á mánuði, era Jón Amar Magnússon, Vala Flosadóttir, Guðrún Arnardóttir, Kristinn Bjömsson og Öm Amarson. Allt er þetta mikið afreksfólk og hefur náð eftirtektarverðum árangri, hvert á sínu sviði. Þau Vala, Guðrún og Öm sýndu heldur betur styrk sinn í Sydn- ey á dögunum og sönnuðu um leið gildi þess að vera með markvissa af- reksstefnu og styrkja heldur færri og gera það ríflega, heldur en fleiri af vanefnum. Áfram verður vitaskuld mikið bil á milli fremstu afreksmanna þessarar þjóðar og skærastu íþrótta- stjama stórþjóðanna hvað aðbúnað og viðurgjöming áhrærir, en að mati Víkverja er engin tilviljun hversu vel árar nú í íþróttalífi landsmanna. Þar er einfaldlega verið að uppskera eins og til hefur verið sáð. Þar gegna Bjöm Bjamason, ráðherra íþrótta- og menntamála, og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, lykilhlutverkum. Að mati Víkverja hefur ráðherra menntamála, öðram fremur ástæðu til að gleðjast og tjá sig fyrir hönd stjómvalda um hinn góða árangur. Þar fer einfald- lega sá ráðamaður sem mest hefur gert fyrir íþróttalífið í landinu um langa hríð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.