Morgunblaðið - 01.10.2000, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 01.10.2000, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR ©@® ® © ★★★★☆ Ólafur Teitur Guðnason fjallar um Kid A, langþráða nýja breiðskífu Radiohead, og rifjar þar að auki upp fyrri verk sveitarinnar. Undan OK-inu VIÐVÖRUN: þeir sem væntu þess að Rad- iohead fylgdi meistara- verkinu OK Computer eftir með áþekkri plötu verða fyrir miklum vonbrigðum með Kid A. Það er eins og geimverum hafi ver- ið sleppt lausum i hljóðverinu og hlustanda dettur ósjálfrátt í hug að Sýnishorn af þjóðlagahefð fjar- lægrar plánetu hefði verið rétt- nefni á þetta furðuverk. Fátt hér minnir á Radiohead annað en rödd Thoms Yorkes. ‘ Trommur eru í aukahlutverki og rafmagnsgítarinn liggur nær óhreyfður á hillunni. Það sem ein- kennir plötuna er þung, rafræn hrynjandi, dimmur orgelhljómur og rækilega bjagaðir hljóðbútar; básúnum, trompetum og hörpum bregður líka reglulega fyrir. Þeim sem þekkja til raftónlistar skal bent á að Kid A hefur verið líkt við verk Aphex Twin, Brian Eno, DJ Shadow, Squarepusher og Boards of Canada. Thom Yorke hafði að -> eigin sögn fengið sig fullsaddan á laglínum (svo ekki sé minnst á grípandi viðlög) um það leyti sem upptökur hófust í janúar í fyrra og fylltist viðbjóði í hvert sinn sem hann tók fram gítar til að semja lag. Hann ætlaði raunar í upphafi ekki að syngja neitt á plötunni! Ed O’Brian gítarleikari vildi á hinn bóginn fylgja OK Computer eftir með eintómum þriggja mínútna slögurum. Það er skemmst frá því að segja að Yorke hafði sitt fram en oft þurfti að halda „krísufundi" um það hvert stefndi með plötuna. Platan „Everything In It’s Right Place“ hefst á dimmum orgelhljómum f sem ganga óvenjulegan 10/4 takt. Síðan rignir yfir hlustandann bjög- uðum bútum af rödd Yorkes, sem byrjar loks sjálfur að syngja (hálf- geðveikislega undir óbreyttum hljómaganginum) stef á borð við „Hvað ertu að reyna að segja?“ Næsta lag, „Kid A“, byrjar á ljúfri spiladósarvögguvísu, en rafrænn víbrafónn og vélrænir dynkir gefa henni þyngri blæ fyrr en varir. Furðuhljóð sem líkjast einna helst nýfæddum vélmennakrílum tísta eins og á tilraunastofu áður en full- orðna vélmennið tekur við og áður- nefnt stef úr fyrsta laginu öðlast nýja merkingu, því að engin leið er að greina orðaskil í letilegri ræðu vélmennisins. Orðið „börn“ virðist þó koma fyrir. Þegar hálf önnur mínúta er liðin af laginu brestur loksins á sundurskorinn trommu- taktur sem minnir á „Airbag" af OK Computer. Þegar hér er komið sögu virðist grunnurinn hafa verið lagður að einni bestu plötu allra tíma. „National Anthem" byrjar á drynjandi bassastefi. Þéttur ,Air- bag“-trommutaktur bætist við og leikur sér með bassanum drjúga stund áður en Yorke tekur undir með óvenjulegri, málmkenndri röddu. Skyndilega ryðjast brjálaðir básúnuleikarar inn í taktinn og byrja að blása hver í kapp við ann- an („Atom Heart Mother“ með Pink Floyd kemur upp í hugann). Lagið leysist upp í þessum tilvilj- anakennda blæstri. í „How To Dis- appear Completely", sem hefst þegar fimmtán mínútur eru liðnar af plötunni, heyrist í fyrsta sinn í gítar! Þetta er angurvær, falleg kassagítarballaða í tiltölulega hefð- bundnum stíl, þar sem Yorke syng- ur sorgmæddur og ringlaður aftur og aftur „Ég er ekki hér, þetta er ekki að gerast". Um „Treefingers" þarf ekki að hafa nema fimm orð: Drungalegur klukknahljómur, þrjár og fjörutíu. Þegar hér er komið sögu virðist platan vera að fjara smám saman út og vonbrigði farin að gera vart við sig. „Optimistic" kemur skemmtilega á óvart eftir þessi býsn, enda við- lag í þvi og rafmagnsgítar. Það MorgunblaðiðATom Sheenhan rennur saman við „In Limbo“, djassaðan, síendurtekinn og hálf- ruglingslegan hljómagang þar sem Yorke raular undir eins og hann sé aðeins við skál: „Ég er skipreika, villtur, ekki trufla mig. Þú lifir í blekkingu.“ „Idioteque" er eitt furðulegasta lag plötunnar; eina undirspilið er rafhljóð eins og úr gamalli geimferðamynd og hraður tölvutaktur sem minnir á Kraft- werk eða fyrstu skref Depeche Mode. Yorke syngur taugaveiklað- ur: „Konur og börn fyrst. Þetta er í raun og veru að gerast. Isöldin nálgast. Takið peningana og forðið ykkur!“ Hressilegur, óvenjulegur trommutaktur í 5/4, orgel og dá- samleg, léttleikandi bassalína eru undirstaðan í „Morning Bell“, þriðja og síðasta laginu sem getur talist nokkurn veginn hefðbundið. „Ég er með hár úr barninu," full- vissar Yorke okkur um. Plötunni lýkur með „Motion Picture Sound- track", þunglamalegri ballöðu sem er leikin á fótstigið orgel. Hörpur og himnakór taka undir þegar Yorke syngur „Ég held að þú sért galinn - hittumst í næsta lífi“. Eft- ir nákvæmlega einnar mínútu þögn (tilviljun?) brestur á snörp hljóma- súpa sem minnir einna helst á THX-stefið fræga. Sekúndurnar á teljaranum halda áfram að tifa eft- ir að stefið hljóðnar og vekja von um aukalag, en biðin reynist til- gangslaus; plötunni lýkur á um það bil tveggja mínútna þögn. Niðurstaða Radiohead hefur sloppið furðu- vel, talsvert brengluð en þó heil, undan því oki að fylgja OK Com- puter eftir. Kid A batnar talsvert við hlustun en samt er mjög freist- andi að fella þann dóm yfir henni, að hún sé dæmigerð afurð átta- villtra og þunglyndra poppara sem hafi heyrt það einu sinni of oft hvað þeir séu nú miklir snillingar. Daður þeirra við raftónlist sé í besta falli annars flokks fikt sem myndi ekki vekja nokkra athygli nema vegna þess að það ber hinn virta Radiohead-stimpil. Þeir séu jafnvel að hæðast að okkur hlust- endum, rugla okkur í ríminu, vit- andi það að enginn dirfist að efast um snilld þeirra. Sú sögusögn, að Thom Yorke hafi upphaflega ætlað að nefna plötuna ENC, sem stæði fyrir Emperor’s New Clothes (Nýju fötin keisarans), styður þessa kenningu. A hinn bóginn mætti allt eins fullyrða að Kid A sé slíkt tíma- mótaverk að þess séu fá dæmi. Snilldarverkið OK Computer hafi gefið okkur smjörþefinn af fyrir- heitnu landi rokktónlistarinnar en Kid A sé framtíðin sjálf, abstrakt listaverk, framsæknasta plata allra tíma og líklega sú besta. Þarna hafi í fyrsta sinn tekist að rífa nú- tímatónlistina úr höndum heila- dauðra plötusnúða og gæða hana ljóðrænni dýpt og merkingu og niðurstaðan algjört nýmæli, tær snilld. Það leynast sannleikskorn í þessu öllu saman og hvorug ræðan segir alla söguna. Þarna eru nokk- ur frábær, nýstárleg lög í bland við góð en þó síðri lög í hefðbundnari stíl. Slík plata er í sjálfu sér ekkert söguleg; 13, plata Blur frá því í fyrra, er að mínu mati sambærileg, álíka framsækin og álíka góð plata. Kannski hefði verið vænlegra að sleppa „krísufundunum“ og leyfa Yorke að gera heilsteypta fram- úrstefnuplötu, en líklega hefði það þýtt endalok hljómsveitarinnar. Mér finnst það varpa nýju ljósi á Kid A að hugleiða niðurröðun lag- anna. Fyrstu tvö lögin, þau bestu að mínu mati, eru afar óvenjuleg og fyrir vikið virðist platan dular- fyllri og framsæknari en hún er í raun. Ef fyrstu fimm lögin hefðu verið lögin númer 6, 7, 9, 4 og 3 hefði samanburður við fyrri plötur Radiohead legið beint við - og hann er afskaplega ójafn: „Optim- istic“ jafnast engan veginn á við „Airbag“, „How To Disappear Completely" er ekki í sömu deild og „Fake Plastic Trees“ og „High And Dry“ og þannig mætti áfram telja. Með því að byrja plötuna á jafnundarlegum nótum og hér hef- ur verið gert er hins vegar tryggt að hlustendur klóra sér ráðvilltir í kollinum og samanburður við fyrri verk virðist ekki koma til greina. Þrátt fyrir að Kid A sé mjög góð plata finnst mér ekki hægt að gefa henni ágætiseinkunn. Astæðan er einfaldlega að sá sem hlustar á lög á borð við „Subterranean Home- sick Alien“, „Paranoid Android", „Lucky“ og „The Tourist" fær gæsahúð og kökk í hálsinn á víxl af hrifningu og einskærri gleði yfir því að slík tónlist skuli hafa verið samin. Ekkert á Kid A hefur þessi áhrif. Hún vekur aðdáun en hrífur ekki. Pablo Honey (1993) jney (lt ☆☆☆ ★★ Þessi plata er sjaldgæft dæmi um að það sé ekki hægt að vera vitur eftirá. Hversu oft sem hlustað er á Pablo Honey er þar engar vísbend- ingar af finna um stórvirk- in sem Rad- iohead hefur unnið síðan. Þetta er hrá, frumstæð og fremur ófrumleg rokkplata undir margvíslegum áhrifum. Grunge-bylgjan sem náði hámarki með Nirvana er áberandi; „How Do You?“ er tilbrigði við „You Really Got Me“ með Kinks; „Thinking About You“ er kassagítarrokk í anda U2; í „Prove Yourself* er lag- lína Everly Brothers-slagarans „Crying In The Rain“ fengin að láni og færð í rokkbúning o.s.frv. Nokk- ur lög eru mjög góð: „You“ er feikn- arlega öflugt rokklag sem kemur aftan að manni með fjölbreyttum kaflaskiptum, frumlegum trommu- takti og myrkum texta, „Anyone Can Play Guitar“ minnir næstum því á The Bends með þéttri, fönk- aðri bassalínu og hrollvekjandi gít- arvæli (því miður er viðlagið ömur- legt). Svo má auðvitað ekki gleyma „Creep“ sem átti vinsældirnar fylli- lega skilið. The Bends (1995) ★★★★★ Hér safna Radiohead liði og ráð- ast á hlustandann úr öllum áttum með oddi og egg. Angistin drýpur af hverjum einasta tóni og nístir inn að beini, hvort sem það er sker- andi væl söngvarans í „Planet Tel- ex“ eða ær- andi öskur gítaranna í „My Iron Lung“. Undurljúfar ballöður á borð við „Fake Plastic Trees“ rjúfa öðru hverju þessa stórskotahríð, en þá tekur textinn við hálfu beittari. Það er hreint og beint óþægilegt að sökkva sér ofan í þessa plötu, slíkt er þunglyndið og eymdin. I „Planet Telex" segir: „Þú getur neytt það en það kemur ekki. Þú getur smakkað það en það tekur ekki á sig lögun. Þú getur fylgt því heim úr skólanum. Þú getur kysst það og brotið allar reglur. Hvers vegna geturðu ekki gleymt?" í „Sulk“ seg- ir: „Þú ert svo fallegur á hnjánum, svo sótthreinsaður og auðsveipur ... Ég reyni að hlýðnast en það étur mig innan frá svo að ég tek mér frí, sofna og líð burt.“ Sjálf lögin eru rokk af allra besta tagi, vandaðar, fallegar og frumleg- ar lagasmíðar, framreiddar af hefð- bundnum hljóðfærum nokkurn veg- inn óstuddum. Tvær massívar stoðir lyfta þeim hærra en gengur og ger- ist með rokklög: Ótrúleg rödd Thom Yorke, blíð og grimm á víxl, og byltingarkenndur gítarleikur Jonny Greenwood, sem fer bókstaf- lega hamförum og pínir svo æðis- gengin væl út úr hljóðfæri sínu - og af svo hamslausri árásargimi - að undirritaður hefur ekki heyrt annað eins. Eitt af fjölmörgum dæmum er að finna í My Iron Lung“, 4:00 - 4:35. Ekki er úr vegi að minnast líka á værðina í „Nice Dream“; lyk- illinn að draumkenndum blæ þessa lags er takturinn %, sem kemur nokkuð við sögu á næstu plötu. The Bends má lýsa í einni setn- ingu með því að segja að þar fari feiknarlega sterkt safn frábærra laga, þar sem gengið er eins langt í frumleika og hefðbundin rokklög frekast leyfa. OK Computer (1997) ★★★★★ Það er óhugsandi annað en að gefa The Bends hæstu einkunn; það er að sama skapi grátlegt að geta ekki gefið OK Computer aðra hærri. En hvers vegna? Er það sund- urtættur trommutakt- urinn í „Air- bag“? Hökt- andi en þó óbifanlegur bassinn sem dettur fyrirvaralaust inn og út? Þaulskipulagða kaosið í „Paranoid Android" sem springur inn á við úr braki og brestum í dýrðlegan sálm og út aftur? Sam- fellda stjörnuhrapið í „Subterran- ean Homesick Alien“? Kannski er það sú staðreynd að af öllum Rad- iohead plötunum sem ég hef haft í eyrunum við þessi skrif er þetta sú eina sem verður hvorki fyrir barð- inu á „Stop“, „Skip“ né „Pause“. Það sem kemur á óvart við The Bends er hvað lögin eru góð. Það sem kemur á óvart við OK Comput- er er hvernig lögin eru: stútfull af furðulegum hljóðum, ískri, væli og smellum sem bergmála fram og aftur, tölvukórum og talandi vél- mennum, hljóðgervlum, óvenjulegri hljóðblöndun og fleiri brellum. Það er að mínu viti engin sérstök dyggð að feta ótroðnar slóðir; það er fremur happdrætti þar sem von er á risastórum vinningi. OK Com- puter er með þeim allra stærstu til þessa. Og til marks um styrk þess- arar plötu eru þau lög fráleitt síðri sem hljóta minni skammt af ný- breytni. „The Tourist", með sitt endalausa vænghaf, svífur þannig hátt yfir hinu draumkennda „Nice Drearn" sem áður var minnst á. Lögin eru af sama sauðahúsi, takt- urinn % og hljóðfæraskipan svipuð; munurinn felst í einhveni óskil- greinanlegri snilld. Textamir eru ekki lengur ramm- persónulegir eins og á The Bends og þar af leiðandi ekki eins óþægi- legir. Ymsar persónur segja frá, jafnvel vélmenni og geimverur. Og orð eins og „geimur", „dýrðlegur", „Guð“, „friður", og „þögn“ ljá plöt- unni friðsælan og ævintýralegan blæ með því að hefja sig upp fyrir samhengi hins myrka texta. Óg ein- hvem veginn svífur þessi plata hátt yfir öllu og hefur hlustandann með sér svo að hann fær fiðring í mag- ann af hrifningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.