Morgunblaðið - 01.10.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 01.10.2000, Síða 64
VIÐSKIPTAHUGBÚN AÐUR A HEiMSMÆLíKVARÐA SAP r NÝHERJI S: 569 7700 ÉMÍlÍLpásTuR,N Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.is J UORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RI1STJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. > Æ algengara að menn losni við skatta með stofnun eignarhaldsfélaga erlendis Lagasetningin hvetur til fjármagnsflutninga úr landi BREYTINGAR sem Alþingi gerði á tekjuskatts- lögunum 1996 og 1998 hafa stuðlað að því að fjár- magn hefur flust úr landi. Fyrir áhrif lagabreyt- ingar frá 1996, um frestun skattlagningar á söluhagnað af hlutabréfum, hafa verið stofnuð fjölmörg eignarhaldsfélög erlendis. Lagabreyting frá árinu 1998, um skattlagningu söluhagnaðar erlendra aðila af hlutabréfum í íslenskum félög- um, felur síðan í sér hvatningu til að þessi eignar- haldsfélög fjárfesti ekki í íslensku atvinnulífi. Arið 1996 samþykkti Alþingi að heimila ein- staklingum að fresta skattlagningu á söluhagnað i hlutabréfum. í stað þess að greiða fullan tekju- skatt af hagnaðinum geta einstaklingar frestað skattlagningunni með því að fjárfesta í hlutafé- lögum. Tilgangur löggjafans var fyrst og fremst sá að peningamir yrðu áfram í íslensku atvinnu- lífi, en í raun hafa margir farið þá leið að fjárfesta fyrir söluhagnaðinn í eigin eignarhaldsfélögum erlendis þar sem skattaumhverfið er hagstæðara. Þetta þýðir að maður með 98 milljóna króna söluhagnað greiðir ekki 42 milljónir í skatt eins og hann gerði ef hann greiddi skattinn strax heldur greiðir hann innan við 2 milljónir í skatta og kostnað í Lúxemborg þegar hann stofnar þar eignarhaldsfélag. Einu skattarnir sem hann greiðir til íslands eru eignarskattur, sem greidd- ur er af nafnvirði hlutafjár, og 10% fjármagns- skattur ef hann greiðir sjálfum sér arð. Viðmælendur Morgunblaðsins eru á einu máli um að þetta lagaákvæði hafi haft allt aðrar afleið- ingar en stefnt hafi verið að. „Það var aldrei til- gangurinn með lagaákvæðinu að menn gætu frestað tekjufærslu söluhagnaðar með því að fjár- festa í eigin eignarhaldsfélögum, hvort sem þau væru á Islandi eða erlendis. Tilgangurinn var væntanlega sá að reyna að beina fjármagninu inn í fyrirtækin aftur,“ sagði endurskoðandi í samtali við blaðið. Nýtt lagaákvæði stuðlar að því að fjár- magnið leitar ekki aftur heim Til viðbótar við þetta var gerð breyting á tekjuskattslögunum árið 1998 og stuðlar hún beinlínis að því að eignarhaldsfélög í eigu Islend- inga erlendis fjárfesta ekki í fyrirtækjum á Is- landi. Um er að ræða ákvæði um að erlendir aðil- ar greiði 20% skatt af söluhagnaði þeirra í íslenskum hlutafélögum. Ákvæðið er óvíða að finna í löggjöf nágrannalanda okkar og er því fallið til að stuðla að því að fjármagn í eignar- haldsfélögunum leiti ekki heim. Erfitt er að fram- fylgja þessu lagaákvæði og eftirlit með fram- kvæmd þess hefur ekkert verið af hálfu skattayfirvalda enn sem komið er enda mun það ekki hafa skilað ríkissjóði neinu. Samkvæmt lögum eru íslensku verðbréfafyrir- tækin ábyrg fyrir því að halda eftir staðgreiðslu af söluhagnaði hlutabréfa erlendra aðila. Það hafa þau ekki gert fram til þessa samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ein af ástæðunum fyrir því að allir bankar og stærri verðbréfafyrir- tæki á íslandi hafa að undanförnu stofnað dóttur- fyrirtæki erlendis er sú að þar með geta þau ver- ið örugg um að þurfa ekki að gefa skatta- yftrvöldum á Islandi upplýsingar um söluhagnað erlendra aðila í íslenskum hlutafélögum. ■ Lögin stuðla/10-11 Sveinbjörn Björnsson Breytingar með frelsi í orkumálum SVEINBJÖRN Bjömsson, jarð- eðlisfræðingur og verkefnisstjóri rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma, segir að hvorki al- menningur né þingmenn virðist hafa gert sér nægilega vel grein fyrir því að með nýjum raforkulögum verði orkuframleiðsla væntanlega gefin fijáls innan tveggja ára. Sveinbjörn telur að sú leið verði farin að ríkið eða sterkt fyrirtæki fyrirtæki á vegum ríkisins taki að sér rekstur dreifmets um landið fyrir raforkuna: „Hver sem er getur síðan framleitt rafmagn og samið við fyrir- tækið um flutning á Netinu. Eftir að breytingin hefur tekið gildi verða það ekki stjómmálamenn heldur sjálfstæð orkufyrirtæki sem taka ákvörðun um hvaða virkjanir verða byggðar og hvenær." Hann segir spennandi að sjá hvort raforkubændur spretti nú upp og orkubúskapur verði aukabúgrein. ■ Leið úr/22-23 * Madeleine Albright um varnarsamstarf Bandarfkj anna og Islands Telur ósætti um kostnað auðleyst MADELEINE K. Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, seg- ist ekki búast við því að neinar meiriháttar breytingar verði á ^arnarsamstarfi ríkjanna þótt samningar um endurskoðun þess séu framundan. Á blaðamannafundi eftir viðræð- ur Albright við hinn íslenzka starfs- bróður sinn, Halldór Ásgrímsson, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu í gær, sagðist hún sannfærð um að þau fáu ágreiningsmál sem uppi á borðinu væm í tengslum við framkvæmd varnarsamningsins - og snera að því er sér skildist aðal- lega að kostnaðaratriðum - yrði auðvelt að leysa. Ráðherrarnir sögðust hafa komið víða við í viðræðum sínum og tæpt bæði á alþjóðlegum og tVíhliða mál- efnum. Albright átti einnig viðræð- ur við Davíð Oddsson forsætisráð- rierra, heimsótti Þingvelli og varn- arstöðina á Keflavíkurflugvelli og hitti aðstandendur alþjóðlegrar ráðstefnu um konur og lýðræði. Hvað tvíhliða samskipti landanna varðar ber nú hæst að á næsta ári verða 50 ár liðin frá því að varnar- samningur ríkjanna var gerður og endurskoðun gildandi samþykkta um varnarsamstarfið er framund- an. Núgildandi bókun um fram- kvæmd varnarsamningsins, sem gerð var 1996, rennur úr gildi í apríl á næsta ári. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar munu samninga- nefndir háttsettra embættismanna ríkjanna hefja viðræður um endur- skoðun varnarsamstarfsins nú strax eftir helgina. „Fimmtíu ára afmæli varnar- samningsins er gott tækifæri til að treysta gagnkvæmar skuldbinding- ar okkar um að standa vörð um friðinn og óbifanlegt gildi tengsl- anna yfir Atlantshafið,“ sagði Al- bright. Aðspurð hvort endurskoðun gild- andi samþykkta um varnar- samstarfið mundi hafa breytingar á starfsemi varnarliðsins í för með sér, sagði Albright aðeins að þau Halldór hefðu rætt hvernig form- legum samningum þar að lútandi yrði háttað. Þau væra sammála um mikilvægi þess að varnarsamstarfið Bestu ár lífsþíns... www.namsmannalinan.is Geisladiskataska j Skipulagsmappa j Penni Námsmannalínudebetkort j Biiprófsstyrkir Námsmannalinureikningur j Netklúbbur Framfærslulán j Lægri yfirdráttarvextir Námsstyrkir / Námslokalán j Tölvukaupalán ISIC afsláttarkort j Heimitisbankinn @ BONAÐARBANMNN námsÆilnalfnan yrði áfram á traustum granni. „Mér skilst að það séu einhverjar spum- ingar óleystar varðandi kostnaðar- hliðina en ég tel að lausn finnist á þeim öllum og þær muni ekki verða til þess að draga úr mikilvægi varn- arsamvinnu þjóðanna á neinn hátt,“ sagði Albright. Samstiga í NATO-málum Um þær deilur sem staðið hafa um samninga um sjóflutninga fyrir varnarliðið og afskipti bandaríska öldungadeildarþingmannsins Ro- berts Torricellis af því máli sagðist Albright aðspurð að sá árangur hefði að minnsta kosti náðst að nú væri búið að koma upp fyrirkomu- lagi fyrir sættir í málum á borð við þetta. Halldór Ásgrímsson tók fram að þetta mál hefði ekki verið rætt á fundi þeirra en yrði tekið fyrir í við- ræðum embættismannanefndanna. Ráðherrarnir sögðust einnig hafa rætt stöðuna í Júgóslavíu og Kos- ovo, stækkunarhorfur Atlantshafs- bandalagsins og fleiri alþjóðleg málefni. Albright lýsti ánægju sinni yfir hinni virku þátttöku íslendinga í friðargæzlu- og uppbyggingar- verkefnum í Bosníu og Kosovo. Sagðist hún oft hafa rætt stækk- un NATO við íslenzka utanríkis- ráðherrann og svo hefði einnig ver- ið að þessu sinni. Þau væra mjög samstiga hvað þetta mál varðaði. „Ekkert ríki á að geta haft neitun- arvald um fjölgun aðildarríkja NATO,“ sagði hún er hún var sér- staklega spurð um horfur Eystra- saltsríkjanna á að fá inngöngu í NATO. Stefna hinna „opnu dyra“ stæði óhögguð. „Það er mikilvægt fyrir þau ríki sem sækjast eftir inn- göngu, þar á meðal Eystrasaltsrík- in, að skilja að aðild að NATO er mikil skuldbinding en engin gjöf. Fyrir þessi ríki hafa verið samdar Morgunblaðið/Kristínn Utanríkisráðherrarnir Madeleine K. Albright og Halldór Ásgrúnsson á blaðamannafundinum í Ráðherrabústaðnum í gær. Morgunblaðið/Ómar Davíð Oddsson forsætisráðherra tók á móti Albright í stjómarráðinu. aðlögunaráætlanir sem eiga að hjálpa þeim að verða ábyrg aðildar- ríki bandalagsins í framtíðinni," sagði Albright. Gladdist yfir árangri Völu Flosadóttur Þá óskaði Albright íslendingum öllum sérstaklega til hamingju með árangur Völu Flosadóttur stangar- stökkskonu á Ólympíuleikunum sem hún sagði hafa sýnt aðdáunar- verðan baráttustyrk. „Mér er það ávallt mikil ánægja að sjá konur ná miklum hæðum,“ sagði Albright sem sjálf er sú kona sem gegnt hef- ur hæsta embættinu í bandarískri stjórnmálasögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.