Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 4

Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Draumur um heimili að heiman verður veruleiki Með opnun Norræna hússins á Manhattan rætist draumur norrænu samtakanna, Amerícan Scandinav- ian Foundation, um heimili að heiman. Hiilda Stef- ánsdóttir segir frá hátíðlegri vígslu hússins í gær sem fram fór að viðstöddum tignum norrænum gestum. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Þjóðhöfðingjar og aðrir fulltrúar Norðurlandanna saman komnir við vígsluna í gær. Richard Holbrook, sendiherra Bandaríkjanna hjá Framhlið Norræna hússins í Sameinuðu þjóðunum, ræðir við mæðgurnar Silvíu New York. Húsið er hannað af drottningu og Viktoríu, krónprinsessu Svía. James Stewart Polshek. NORRÆNA húsið í New York var formlega tekið í notkun í gær að viðstöddum forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, sænsku kon- ungshjónunum Karli Gústafi og Sylvíu, dóttur þeirra, krónprinsessunni Viktoríu, Noregs- prinsessu Mörtu Lovísu, Benediktu prinsessu af Danmörku, finnska utanríkisviðskiptaráð- herranum, H.E. Kimmo Sasi, og fulltrúa bandarískra stjórnvalda, Richard Holbroke, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Það er Norræna stofnunin í Bandaríkjunum sem stendur að byggingu hússins en ríkisstjórn Islands átti frumkvæði að því að norrænu ríkin styrktu framtakið. Starfsemi Norræna hússins verður leiðandi í kynningu á menningu, tækni og viðskiptum Norðurlanda vestan hafs. Tilkoma hússins kraftaverki lfkast „Tilkoma Norræna hússins í New York er kraftaverki líkast,“ sagði Kristján Tómas Ragnarsson, læknir og formaður stjórnar Norrænu stofnunarinnar, í ræðu sinni við vígslu hússins. „Með þessu er ótrúlegur draumur að rætast um heimili að heiman til handa Norðurlöndunum." Þakkaði hann fjárstuðning og ötula vinnu fjölda einstaklinga og fyrirtækja síðastliðinna 10 ára auk þess að færa fulltrúum Norður- landanna við athöfnina sérstakar þakkir fyrir stuðning norrænu ríkisstjórnanna. Um leið og Kristján Tómas lýsti yfir vígslu hússins tók hann fram að vinnu samtakanna væri ekki nándar nærri lokið og mikilvægt væri að efla áfram samskipti Norðurlandanna og Banda- ríkjanna á sviðið menntunar og menningar nú þegar þessum stóra áfanga í yfir 90 ára sögu þeirra væri náð. Lúðrasveit bandaríska herskólans lék þjóð- söngva Norðurlandanna fimm og Bandarikj- anna við upphaf athafnarinnar. Þá flutti Karl Gústaf Svíakonungur stutta tölu og Richard Holbroke, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, færði fram hamingju- óskir og kveðjur Bandaríkjaforseta. Norðurlandabúar voru áberandi í hópi gesta við vígsluathöfnina fyrir framan Nor- ræna húsið, sem stendur á Park Avenue milli 37. og 38. strætis, og veifuðu margir fánum þjóða sinna. Hús nýrrar kynslóðar „Ég held að það sé mikilvægt að ungt fólk á Norðurlöndunum, hvort sem er á sviði lista, vísinda eða viðskipta, átti sig á þeim möguleik- um sem hér eru að skapast. Þetta er fyrst og fremst hús nýrrar kynslóðar og nýrra tíma,“ sagði forseti íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, í stuttu spjalli eftir að hafa farið skoðun- arferð um húsið ásamt öðrum tignum gestum. Sagðist hann telja Norræna húsið í New York grundvöll fyrir því aðkynna norræna menningu, hefðir og venjur í Bandaríkjunum. Arkitektúr hússins, sem hannað er af James Stewart Polshek, bæri með sér svipmót Norð- urlanda og væri einstaklega glæsilegur. „Hingað geta hvers kyns listamenn leitað með verk sín til kynningar auk þess sem Norræna húsið getur orðið vettvangur stefnumóta nor- rænna vísinda-, fræði- og viðskiptamanna við hérlenda samstarfsaðila," sagði Ólafur Ragn- ar. „Það er greinilegt að staða norrænar menningar í Bandaríkjunum er að verða mun sterkari en áður. Það hefur alltaf verið vanda- mál hér að Norðurlöndin hafa ekki átt nein heimkynni en með því að þau hafa nú eignast þetta heimili skapast í fyrsta sinn grundvöllur fyrir þvi að vinna norrænum hefðum og venj- um sess í hugum Bandaríkjamanna." Islenskir viðburðir fyrsta mánuðinn Húsið telur rúma 3.000 fermetra á 8 hæð- um. Þar er m.a. að finna bókasafn sem kennt er við Halldór Laxness og tónleika-og ráð- stefnusal kenndan við danska píanóleikarann og skemmtikraftinn Victor Borge auk sýning- arsala, fræðslumiðstöðvar fyrir börn, verslun- ar og veitingasals. Þá er hluti hússins nýttur undir skrifstofur Norrænu stofnunarinnar. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn sem fullorðna verður jafnan í boði í húsinu en riðið verður á vaðið með röð íslenskra viðburða fyrsta mán- uðinn. Hallveig Thorlacius verður með brúðu- leikhús fyrir börn um næstu helgi og Helga Amalds flytur leikþátt sinn um Leif heppna. Þann 29. október verður Caput-hópurinn með tónleika og í nóvembermánuði verður haldin íslensk kvikmyndahátíð. Þá verður einnig opnuð sýning á verkum ungra norrænna hönnuða. Þann 16. nóvember munu síðan ís- lensk-ameríska verslunarráðið og amerísk-ís- lenska verslunarráðið í samstarfi við Kaup- þing í New York gangast fyrir málþingi þar sem kynntir verða áhugaverðir fjárfestinga- kostir á íslandi. Vígsla Norræna hússins markar upphaf norrænna daga í New York en Víkingasýning Smithsonian-safnsins, sem opnuð var í Wash- ington í apríl sl., hefur nú flust um set til New York þar sem hún verður opnuð nk. laugardag í bandaríska náttúrusögusafninu, American Museum of Natural History. í kvöld halda Norrænu samtökin enn frekar upp á opnun Norræna hússins með árlegum fjáröflunarkvöldverði á Grand Hyatt-hótelinu á Manhattan að viðstöddum hinum tignu nor- rænum gestum. Þar verður Ólafur Ragnar Grímsson aðalræðumaður kvöldsins. I Framgangskerfi f heilsugæslu Kostnaður nam um 20 milljónum KOSTNADUR Heilsugæslunnar í Reykjavík við framgangskerfi sem samið var um við hjúkrunarfræð- inga er um 20 milljónir króna vegna þessa árs og síðasta. Guð- mundur Einarsson, forstjóri, sagði að óskað hefði verið eftir að ríkið tæki tillit til þessa kostnaðar í fjár- veitingum líkt og á sjúkrahúsunum. Hjúki-unarfræðingar á sjúkra- gj húsunum gerðu á árinu 1998 sam- Jf komulag við stjórnendur þeirra um aðlögunarsamninga. Þeir gerðu ráð fyrir að tekið væri upp svokallað framgangskei-fi. Guðmundur sagði að í kjölfarið hefði Heilsugæslan í Reykjavík samið við hjúkrunar- fræðinga og ljósmæður á heilsu- gæslustöðvum. I heilsugæslustöðvum í Reykja- L vík, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ starfa um 175 hjúkrun- fi arfræðingar og ljósmæður í um 130 p stöðugildum. Heimsókn forsætis- ráðherra til Kanada hefst í dag OPINBER heimsókn Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og Astríðar Thorarsensen, eiginkonu hans, til Kanada hefst í dag, en í gær var hann viðstaddur hátíðarhöld vegna landafundaafmælisins í Minneapol- is í Bandaríkjunum. Forsætisráðherra sótti m.a. heim stórverslunina Byerly’s Lund, þar sem verslunarmaðurinn Tres Lund hefur á boðstólum margs konar matvöru frá Islandi, m.a. lax, kav- íar og lambakjöt sem verið hefur til sérstakrar kynningar undanfamar vikur. Með Davíð í Byerly’s Lund var Jón Asbergsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs. Síðdegis í gær sóttu forsætis- ráðherrahjónin hátíðarkvöldverð kvennaklúbbsins Heklu í Minn- Reuters/Andy King Davíð Oddsson forsætisráðherra bragðar á íslensku lambakjöti í Byerly’s-versiuninni í Minneapolis í gær en ís- lenskar afurðir hafa síðustu vikur verið kynntar í versluninni. eapolis, en klúbburinn fagnar 75 ára afmæli sínu á þessu ári. Örn Arnar, aðalræðismaður íslands í Minneapolis, tók þar á móti þeim ásamt eiginkonu sinni, Margréti Arnar. Frá Minneapolis hélt forsætis- ráðherra í morgunsárið ásamt föruneyti sínu til Winnipeg þar sem hann verður m.a. viðstaddur opnun íslenska bókasafnsins í há- skólanum í Winnipeg en hann mun einnig taka við heiðursdoktors- nafnbót við skólann. Þá mun for- sætisráðherra taka þátt í hátíðar- höldum í Gimli til að minnast fyrstu íslensku landnemanna sem þangað komu fyrir 125 árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.