Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 10

Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Skýrslutaka barna sem sætt hafa kynferðisofbeldi Ráðherra mótfallinn breytingum til fyrra horfs Morgunblaðið/Kristinn Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra í herbergi í Barnahúsi sem ætlað er til skýrslutöku. Við hlið Páls er Birkir Jón Jónsson, aðstoðarmaður hans. Alþingi Fólk gjaldi ekki aldurs á vinnustad OGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu um að komið verði í veg fyrir uppsagnir eða mismunum í starfi vegna aldurs. Tillagan felur í sér að ríkis- stjórnin hefji undirbúning að lagasetningu með það að markmiði að fólk verði ekki látið gjalda aldurs á vinnustað, hvort heldur er með uppsögnum eða mismunun í starfi. Þingmenn úr öllum flokkum tóku vel í grundvallarhugsun tillögnnnar við umræðu um hana á Alþingi í gær. Kom fram gagnrýni á það sem kallað var æskudýrkun og sagt var að réði ríkjum hér á Islandi. Jóhanna Sigurðar- dóttir, Samfylkingu, velti hins vegar fyrir sér hvernig tryggja mætti að til- lagan, ef hún verður samþykkt, lendi ekki aðeins ofan í skúffu stjórnvalda. Brugðist við hættu á campylobacter SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um matvæli og er því ætlað að bregðast við hættunni á campylobacter-sýkingu, en sem kunnugt er komu upp alvarleg tilvik slíkra sýkinga á síðasta ári. Aðgerðimar sem í frumvarpinu felast miða einkum að því að draga úr tíðni campylobacter í afurðum alifugla. í frumvarpinu, sem var flutt á síðasta þingi en varð ekki útrætt, er lagt til að hægt verði að grípa til þess að setja reglur um að starfsfólk sem starfar við framleiðslu og dreifingu matvæla skuli hafa til að bera grundvallar- þekkingu á meðferð matvæla, ekki síst með hliðsjón af öryggi þeirra og innra eftirliti fyrirtækjanna. Enn fremur er lögð sú skylda á eftirlitsaðila að þeir reyni að fyrirbyggja að matvæli geti valdið heilsutjóni og grípi til við- eigandi ráðstafana ef vart verður við matarsjúkdóma eða smithættu. Loks verði sett inn í lögin ákvæði sem kveða á um skyldur eftirlitsaðila til að sinna forvörnum og rannsókn mála sem upp kunna að koma vegna mat- arsjúkdóma, sem og um tilkynningarskyldu þeirra aðila sem starfa við framleiðslu og dreifingu matvæla. Stjórn Landmælinga lögð niður SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um landmælingar og kortagerð en frumvarpið felur í sér að sfjórn Landmælinga íslands verði lögð niður og að forsfjóri stofnunarinnar fari með stjóm hennar og beri þær skyldur sem sfjórn stofn- unarinnar hefur haft skv. gildandi lögum. f frumvarpinu, sem ráðherrann flutti einnig á síðasta þingi, er gert ráð fyrir að forstjóri Landmælinga Is- lands beri eftir sem áður ábyrgð gagnvart ráðherra. Einnig felur fmmvarp- ið m.a. í sér að ákvæði um fjármögnun stofnunarinnar verða gerð skýrari. Kostnaður barna vegna sjónglerja Sömu reglur gildi I um öll börn undir sjálfræðisaldri SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra lýsti sig í gær mótfallna hugmyndum sem felast í frumvarpi sem þrír þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Alþingi og fela í sér að komið verði á sömu tilhögun og var áður um skýrslutöku bama sem sætt hafa kynferðisofbeldi. Kvaðst ráðherrann ósammála því að framtíð starfsemi Barnahúss væri háð þeim breytingum sem hér væru lagðar til og lagði jafnframt áherslu á að hún hefði aldrei sagt að hún teldi að leggja ætti Bamahús niður. I framsöguræðu Jóhönnu Sigurð- ardóttur, Samfylkingunni, í gær kom fram að mikil óvissa hefði ríkt um starfsemi Barnahúss frá því að ákvæði laga um meðferð opinberra mála tóku gildi 1. maí á síðasta ári en þar er kveðið á um að skýrslutaka barna, sem granur leikur á að hafi sætt kynferðisofbeldi, skuli vera á vegum dómara en ekki lögreglu eins og áður var. í kjölfar lagabreyting- arinnar hefði verið komið upp að- stöðu í Héraðsdómi Reykjavíkur til skýrslutöku og stærstur hluti skýrslutöku yfir börnum hefði síðan farið þar fram. Sagði Jóhanna þetta kippa fótun- um undan starfsemi Bamahúss, LMCÍill Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 18.30. Að afloknum atkvæða- greiðslum verður fyrirspurnatími og eru eftirfarandi fyrirspurnir á dagskrá fundarins: 1. Skipun hæstaréttardómara, fsp. til dómsmálaráðherra. 2. Umferðaröryggisáætlun og umferðaröryggismál, fsp. til dómsmálaráðherra. 3. Hlutverk ríkislögreglusljóra, fsp. til dómsmálaráðherra. 4. Fangelsismái, fsp. til dóms- málaráðherra. 5. Fjárveitingar til mennta- og þróunarstofnana landbúnaðar- ins, fsp. til landbúnaðarráð- herra. 6. Skattlagning söluhagnaðar af hlutabréfum, fsp. til fjármála- ráðherra. 7. Atvinnumöguleikar kvenna í fiskvinnslu, fsp. til sjávar- útvegsráðherra. 8. Hrefnuveiðar, fsp. til sjávar- útvegsráðherra. 9. Stofnun þjóðgarðs á Snæfells- nesi, fsp. til umhverfisráð- herra. starfsemi sem væri afar mikilvæg auk þess sem vitað væri að skýrslu- taka fyrir dómi væri mun ógeðfelld- ari brotaþolanum. Fór hún þess á leit við ráðherra að hún beitti sér fyrir sáttum í deilum um Barnahúsið með því að taka mark á skilaboðum helstu sérfræðinga og hagsmunaað- ila um mikilvægi þess að skýrslutök- ur yfir börnum, í það minnsta þeim sem væm yngri en 14 ára, fari fram í Barnahúsi. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði markmið lagabreyt- ingar í fyrra hafa verið að styrkja réttarstöðu bama og koma í veg fyr- ir að tvisvar þyrfti að taka af þeim skýrslu sem gæti valdið andlegum og líkamlegum þjáningum. Fram hjá þessu væri alveg litið í fmmvarpi Samfylkingarinnar. Sagði Sólveig það alrangt að verk- lagsreglur um skýrslutökur af börn- um, sem dómstólaráð gaf nýlega út, fælu í sér skipbrot tilrauna til að skapa Barnahúsi starfsgmndvöll. Þvert á móti hefði dómstólaráð treyst starfsgrundvöll Barnahúss með því að gera beinlínis ráð fyrir því í verklagsreglum að málum yngri barna verði vísað til meðferðar þar. „Það hefur aldrei verið nefnt af minni hálfu,“ sagði Sólveig, „að til stæði að leggja niður starfsemi Barnahússins. Þvert á móti hef ég fagnað því að fjölgað sé þeim úrræð- um sem bömum standa til boða í okkar þjóðfélagi.“ Flutt fyrir fasteign en ekki lifandi fólk? Hjálmar Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi fmm- varp Samfylkingar. Taldi hann að af- leiðing þess yrði að tekin yrði upp tvöföld skýrslutaka yfir börnum sem væri neikvæð þróun. „Fmmvarp þetta er frekar flutt fyrir fasteign heldur en lifandi fólk, frekar fyrir Barnahúsið heldur en börnin," sagði Hjálmar. Hann sagði þetta sjálfsagt ekki vera ætlun flutn- ingsmanna en niðurstaðan væri engu að síður sú. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, sagði þetta mál ekki snúast um það að vera með eða á móti Barnahúsi heldur um það hvernig best mætti tryggja að börn fengju góða umönnun í afar ljótum málum. Hún sagði aðstöðuna í dóms- húsi Reykjavíkur ekki sambærilega við aðstöðuna í Barnahúsi þó að þar væri ágætt fundarherbergi. Hún benti á að dómarar gætu haldið dóm- þing þar sem þeir kysu, þ. á m. í Barnahúsi, og kvaðst hún ekki trúa því að málið snerist fyrst og fremst um hreyfanleika þeirra að þessu leyti. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði, tók í sama streng og flutningsmenn og sagði hann dapurlegt ef Barnahúsið dagaði uppi í sviptingum um laga- bókstaf. Hann ætti ekki að ráða ferð- inni heldur hagsmunir bama. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA verð- ur falið að beita sér fyrir endurskoð- un reglna um endurgreiðslu sjón- glerja og linsa fyrir börn þannig að öll böm undir sjálfræðisaldri fái endur- greiddan hluta kostnaðar sjónglerja og linsa samþykki Alþingi þingsálykt- unartillögu sem Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokks- ins, hefur lagt fram. ALÞINGI í greinargerð tUlögunnar er bent á að 16-17 ára böm njóta ekki endur- greiðslu á hluta kostnaðar vegna j sjónglerja og linsa þrátt fyrir hækkun | sjálfræðisaldurs í 18 ár. Það sé rök- stutt með því að sjón sé aðeins í mót- un tU 12 ára aldurs en skv. núgildandi reglum er þessi styrkur veittur í lækningaskyni en ekki sem fjárhags- aðstoð. Enn fremur kemur fram í greinargerðinni að nærsýn böm fái enga styrki. „Það er réttlætismál að bömum sé ekki mismunað þannig að sum þeirra njóti stuðnings við kaup á j sjónhjálpartækjum en önnur ekki,“ j segir í greinargerðinni. „Með hliðsjón af þátttöku rUdsins í tannlækningum bama og stuðningi þess við kaup á heyrnartækjum byggist sú hugmynd á sanngimi að aðstoð við kaup a sjónglerjum og linsum fyrir börn verði aukin og að öll börn njóti hennai' án tillits til eðlis sjóngalla." Þátttaka í stjórnum sparisjóða Ákvæði um 40% hlut sveitarfélaga verði afnumið ÞÁTTTAKA sveitarfélaga í stjórn- um sparisjóða að því leyti sem þátt- takan á ekki rætur að rekja til stofn- fjár verður afnumin ef Alþingi samþykkir framvarp til laga um breytingar á lögum um viðskipta- banka og sparisjóði sem þrír þing- menn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokks og for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga, er fyrsti flutningsmaður framvarpsins. I greinargerð þess er rakið að gildandi lög geri ráð fyrir að sveitarfélög eigi a.m.k. tvo stjómar- menn af fimm í öllum sparisjóðum landsins, algerlega óháð því hvort viðkomandi sveitarfélög eigi nokkra aðild að stofnun sparisjóðsins eða leggi fram fjármuni þar að lútandi. „Margt hefur breyst á undanföm- um árum hvað varðar rekstur sparis- jóðanna og bankanna almennt," seg- ir í greinargerðinni. „Sparisjóðirnir hafa vaxið hratt að undanfömu og era í mikilli samkeppni við aðrar bankastofnanir. I slíku umhverfi og nútímarekstraramhverfi er afar mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu fulltrúar þeirra sem mestra hagsmuna eiga að gæta, þ.e. stofn- fjáreigenda í þessu tilviki. Því skýtur skökku við að í stjóm sparisjóða skulisitja fulltrúar aðila sem oft eiga engra hagsmuna að gæta við rekstur þeirra. Tengsl sveitarfélaga við sparisjóði era mjög mismunandi og tilviljanakennd og réttlæta á engan hátt 40% stjórnarsetu. Skipan stjóma sparisjóðanna samkvæmt gildandi lögum er óeðlileg og óholl bæði fyrir sveitarfélögin og sparis- jóðina," segir þar enn fremur. Þingsályktunartillaga um samkeppnishæfa menntun og nýja stefnu í kjaramálum kennara Náð verði þjóðarsátt um eflingu menntakerfisins SAMFYLKINGIN hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samkeppnishæfa menntun og nýja stefnu í kjaramálum kennara. Það er Ágúst Einarsson sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en í henni er lagt til að Alþingi kjósi nefnd til að vinna að tillögum um menntamál og efla þannig menntun og skólastarf hérlendis til að stand- ast alþjóðlegan samanburð. Flutningsmenn vilja að sjö atriði verði höfð að leiðarljósi í vinnu nefndarinnar. í fyrsta lagi að auka fjármagn til menntamála til sam- ræmis við nágrannalöndin; að fjölga þeim sem ljúka framhalds- skólaprófi; að lækka útskriftar- aldur úr framhaldsskólum um eitt til tvö ár; að gera fjölþjóðlegan samanburð á kjörum og vinnutíma kennara; að bæta kjör kennara samhliða bættu skólakerfi á alþjóð- legum mælikvarða; að verja álíka fjármagni til háskólastigsins og nágrannalöndin og að tengja öll heimili og skólastofur Netinu og efla rafræn bókasöfn. í greinargerð tillögunnar kemur fram að flutningsmenn telja það eitt brýnasta verkefni samtímans 1 íslenskum þjóðmálum að hefja stór- | sókn í menntamálum. Tillagan er byggð á stefnumótun Samfylkingar frá stofnfundi hennar síðastliðið vor og segir í greinargerðinni að menntamál séu hið nýja almanna- tryggingakerfi jafnaðarmanna. Er lagt til að fyrrnefnda nefnd skipi fulltrúar stjórnmálaflokka og frá samtökum og stofnunum sem þekki vel til menntamála. Þannig verði leitað eftir þjóðarátaki á þessu sviði . enda þurfi að ná þjóðarsátt um það j að efla menntakerfið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.