Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 11
FRÉTTIR
Góður árangur af verkefni við sáttaumleitanir sérfræðinga í umgengnismálum
Ráðherra telur mikilvægt að
halda áfram á sömu braut
TILRAUN sýslumannsins í Reykja-
vík um ráðgjöf fyrir foreldra, sem
eiga í ágreiningi um umgengni við
böm sín, hefur þótt takast það vel að
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
heri-a hefur ákveðið að leggja frum-
varp fyrir ríkisstjóm og Alþingi tO
breytinga á bamalögum sem felui-
m.a. í sér að lögfest verði skylda ríkis-
ins til þess að bjóða öllum foreldrum,
sem eiga í umgengnis- og forsjárdeil-
um, upp á slíka ráðgjöf sérfræðinga.
í minnisblaði dómsmálaráðherra,
sem kynnti málið í ríkisstjóm í gær,
kemur fram að ráðgjöfinni sé ekki að-
eins ætlað að vera til hagsbóta fyrir
foreldra og böm, heldur einnig að
leiða til fækkunar á stjómvaldsúr-
skurðum og dómum í þessum málum.
Forsaga málsins er sú að fyrir ári
ákvað dómsmálaráðherra að setja tO-
raunaverkefni í gang hjá embætti
sýslumannsins í Reylqavflt, tíl að
stuðla að því að sem flestum ágrein-
ingsmálum lyki með farsælum hætti í
stað stjómvaldsúrskm-ðar. Verkefnið
fólst í því að öllum foreldmm sem áttu
í ágreiningsmálum var boðið upp á
ráðgjöf, einskonar sáttaumleitan sem
hafði að markmiði að hjálpa foreldr-
unum að leysa ágreining með samn-
ingi, með hagsmuni barnsins að leið-
arljósi. Frá janúar tO júlí á þessu ári
komu 46 foreldrar tO sálfræðingana,
sem óskað höfðu eftir úrskurði sýslu-
manns. I yfir 90% þessara tilfella náð;
ist samningur múli foreldranna. í
80% tilfella hefur gengið vel eða
sæmilega að halda samninginn en í
20% tOvika hefur það gengið illa eða
alls ekki. I um 95% tOvika leið börn-
unum vel eða sæmOega vel með fram-
kvæmd samningsins.
Þekkt úrræði á Norðurlöndum
Sólveig Pétursdóttir sagði í samtali
við Morgunblaðið að niðurstöðurnar
væra jákvæðar og mikilvægt væri að
ná að hjálpa foreldrum að leysa
ágreiningsmál með samningi. Hún
sagði að vegna frumvarpsins væri
nánari útfærsla á lagabreytingunni tO
umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.
Of snemmt væri t.d. að segja til um
hversu margir sérfræðingar komi að
þessum rnálum í framtíðinni. I þessu
Yfirlýsing frá Gunnari Inga Gunnars-
syni vegna ágreinings við Sverri Her-
mannsson um Frjálslynda flokkinn
Hafnaði tillögu
um að skipta
þingmennsku
GUNNAR Ingi Gunnarsson hefur
sent Morgunblaðinu greinargerð
varðandi „höfuðatriði hins siðferði-
lega ágreinings milli hans og Sverr-
is Hermannssonar, formanns
Frjálslynda flokksins, og þar með
aðalforsendur afsagnar hins fyrr-
nefnda“ og birtist hún hér:
„1. Þann 21. maí, 1999, biður
Valdimar Jóhannesson undirritaðan
að hitta sig einan á Hótel Esju um
kvöldið sama dag. Á fundinum lýsir
Valdimar því yfir (þótt hann hafi
reyndar neitað því staðfastlega áð-
ur) að hann hafi sjálfur kostað
prentun á bæklingi nokkrum
(óhróðursbæklingi um framsóknar-
menn) - sem síðar kom til umfjöll-
unar í fjölmiðlum - og hafi prentun-
in kostað 300.000 kr. Valdimar
sagðist hafa gert þetta með vitund
og samþykki formannsins, Sverris
Hermannssonar, sem hafi auk þessa
lofað sér endurgreiðslu síðar.
2. Þann 22. júní, 1999, rétt fyrir
kvöldfund miðstjórnar Frjálslynda
flokksins, segir Valdimar Jóhannes-
son öðrum miðstjórnarmanni ná-
kvæmlega það sama og rakið er hér
að ofan, en bætir því við að á mið-
stjórnarfundinum stuttu síðar ætli
formaðurinn, Sverrir Hermanns-
son, að láta miðstjórnina afgreiða
áðurnefnda 300.000 kr. endur-
greiðslu til Valdimars undir því yfir-
skini að með slíkri samþykkt væru
menn að styrkja málarekstur Valdi-
mars fyrir Hæstarétti. Miðstjórnar-
maðurinn treysti sér ekki á fundinn.
3. Á miðstjórnarfundinum um
kvöldið bar Svemr Hermannsson
svo fram áðurnefnda tillögu um fjár-
hagsstuðning uppá 300.000, alveg
eins og Valdimar hafði áður lýst sem
væntanlegri leikfléttu formannsins.
Undimtaður taldi sig skynja þessa
leikfléttu Sverris og mótmælti
kröftuglega, enda vildi undirritaður
hvorki tengja ílokkinn við siðleysi
þeirra Valdimars og Sverris for-
manns, né heldur hitt, að grunlausir
miðstjórnarmenn yrðu látnir sam-
þykkja yfir sig prentunarkostnað
hins illræmda bæklings. Á þessu
stigi íhugaði undirritaður alvarlega
afsögn og ræddi um hana við Sverri
Hermannsson. Formaðurinn hætti
við að láta flokkinn borga brúsann
og kvaðst útvega peninga eftir öðr-
um leiðum.
4. Samkvæmt upplýsingum frá
framkvæmdastjóra eru árlegar op-
inberar greiðslur til Frjálslynda
flokksins um kr. 6.000.000. Heildar-
launagreiðslur til framkvæmda-
stjórans eru um 330.000 á mánuði
og munu þingmenn flokksins hafa
samið við hann um þessi starfskjör.
Á ársgrundvelli mundu því launa-
greiðslur til framkvæmdastjóra
spanna um 66% af opinberum stuðn-
ingi við flokkinn. Undirritaður hefur
hvorki séð þennan samning né kom-
ið að honum með nokkrum hætti.
5. Miklum tíma hefur verið varið í
að afla flokknum tekna, en lítil um-
ræða hefur verið um föst útgjöld,
eins og nauðsynlegt umfang starfs
framkvæmdastjóra og eðlileg
starfskjör hans. Þess í stað hefur
allt verið gert til þess að flokkurinn
geti til dæmis staðið undir launum
hans, eins og um fjölskyldufyrirtæki
væri að ræða.
6. En þann 10. september síðast-
liðinn tók loks steininn úr í sam-
skiptum undirritaðs og Sverris Her-
mannssonar formanns þegar hann
leggur fyrir undirritaðan eftirfar-
andi tillögu sína til að bæta stöðu
flokksins og framkvæmdastjórans:
• Að hann segi af sér þing-
mennsku
• Að undirritaður og fram-
kvæmdastjórinn skipti með sér
þingsetu til jafns
• Að undirritaður greiði Frjáls-
lynda flokknum nettólaun sín alla þá
mánuði sem Alþingi situr ekki
• Að formaður verði áfram for-
maður og starfsmaður flokksins
með aðsetur á skrifstofu og greidd-
an síma.
Þar með gafst undirritaður end-
anlega upp á öllu samstarfi við
Sverri Hermannsson og sagði af sér
varaformennsku og vék úr mið-
stjórn."
sambandi benti Sólveig á að fjöldi
sérfræðinga, s.s. sálfræðingar, lækn-
ar og félagsráðgjafar, væru víða
starfandi í þjóðfélaginu og þeir hefðu
lagt sitt af mörkum í þessum málum.
Sólveig sagðist, aðspurð, ekki geta
svarað því af hveiju úrræði sem þessi
hefðu ekki áður staðið til boða hjá emb-
ættum sýslumanna. Hún sagði þetta
úrræði vera þekkt hjá ýmsum ná-
grannaþjóðum, m.a. á Norðurlöndum.
Á síðasta ári hefði verið haldinn fundur
sérfræðinga hér á landi, með þátttöku
annarra þjóða, um sáttaumleitanir í
forræðisdeilum og sá fundur hefði
verið kveikjan að fjrniefndri tilraun.
Sólveig benti á að fram kæmi í nið-
urstöðunum að flestir foreldrar
treystu sýslumannsembættinu vel.
Einnig skipti máli að foreldramir
hefðu verið vel undirbúnir af hálfu
embættisins fyrir viðtöl með sérfræð-
ingunum. Þá sagði Sólveig að aðstöðu
hefði verið komið upp í húsnæði sýslu-
manns í Skógarhlíð, hlýlegu herbergi
sem hefði gefið góða raun.
Greni úr
Heiðmörk
í gólf
STARFSMENN Skógræktarfélags
Reykjavíkur og Viðarmiðlunar
Skógræktar ríkisins hafa sagað
niður greni úr Heiðmörk og er
ætlunin að þurrka viðinn og
vinna í gólfborð. Gólf nýrrar
Fræðslustofu Skógræktarfélags
Reykjavíkur við Elliðavatn verð-
ur lagt með þessu efni en það
verður þurrkað og heflað í Húsa-
smiðjunni. Efni sem fellur til í
grisjun í Heiðmörk hefur lítillega
verið notað í útivistargögn og
girðingarstaura en þetta er í
fyrsta sinn sem það er tekið og
unnið í svo miklum mæli.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ræða Halldórs Blöndal umfjöllunarefni hjá sagnfræðingum
Ekki algengt að stjórn-
málamenn ræði um hlut-
verk fornbókmennta
ÁRNI Daníel Júlfusson sagnfræð-
ingur gerir ræðu Halldórs Blöndal,
forseta Alþingis, á Hólahátíð í ágúst
sl. að umtalsefni í nýlegu Fréttabréfi
Sagnfræðingafélags íslands. Segir
Ámi það vera athyglisvert hvernig
Halldór ræðir um hlutverk fom-
bókmennta í nútímanum og hvemig
hann noti þá umfjöllun til að veija
Sigurbjörn Einarsson biskup fyrir
þeim „árásum“ sem hann hafi orðið
fyrir í fjölmiðlum í tengslum við
kristnihátíð.
„Halldór er forseti Alþingis, fróð-
ur maður og skemmtilegur og ber
ræðan því glöggt vitni,“ segir Ámi
m.a. um ræðu Halldórs sem hann
hélt á Hólum f Hjaltadal hinn 13.
ágúst sl. „Mesta athygli í fjölmiðlum
vakti umfjöllun hans um kristnihá-
tíðina á Þingvöllum, einkum þó þau
ummæli að það hafi ekki verið
vegna andúðar á kirkjunni að ekki
fleiri sóttu hátíðina. Halldóri er
mjög umhugað um að veija Sigur-
bjöm Einarsson biskup fyrir þeim
„árásum" sem hann hefur orðið fyr-
ir í fjölmiðlum í tengslum við kristni-
hátfð og í því sambandi ræðir hann
um sannleiksgildi íslendingabókar
og Landnámu."
Árni vitnar því næst í ræðu Hall-
dórs þar sem segir m.a.: „Það hefur
... komið mér í opna skjöldu að ís-
lendingabók skuli nú sett á hillu með
riddarasögum eða Fornaldarsögum,
efnisatriði véfengd eða látið eins og
hún sé ekki til, að því er virðist til að
koma höggi á Sigurbjörn Einarsson
biskup og kirkju hans. Samkvæmt
söguskilningi hans voru fyrstu
landnemamir kristnir þótt engar
minjar finnist hér um þá, stendur
skrifað í einu dagblaðanna fyrir
tveimur dögur og látið í það skfna í
þrætubókarstíl að dvöl papa á ís-
landi sé ný uppfinning í staðinn fyrir
að birtast ljóslifandi á blöðum ís-
lendingabókar...Trúverðugleiki fs-
lendingasagna og Landnámu er orð-
inn að sérstakri fræðigrein og þótt
skrýtið sé hefur mér stundum fund-
ist sem fslenskir fræðimenn beri
kinnroða fyrir þær. Því hefur m.a.
verið haldið fram að Egill Skalla-
grímsson hafi ekki ort Sonartorrek
heldur ókunnur maður löngu sfðar.
Það er auðvitað merkileg hugmynd
... sem vissara er að taka ekki of al-
varlega."
Fræðiraenn þekkja efasemdir
Árni segir að Halldór lýsi þarna
þeim efasemdum sem fyrir nokkuð
löngu sfðan fór að bera á meðal
fræðimanna í íslenskum fræðum um
sannleiksgildi íslendingasagna.
„Sagnfræðingar þekkja vel þessar
efasemdir,“ segir Árni. „f sögutúlk-
un Jónasar frá Hriflu voru hetjur Is-
lendingasagna ljóslifandi persónur
og enginn efi komst að um að þessar
persónur hefðu raunverulega verið
til. Enginn vafi var heldur á því að
hér höfðu verið papar og flúið und-
an villtum víkingum þegar þeir
komu. Annað hljóð kom f strokkinn
síðar á öldinni og þegar undirritað-
ur hóf nám í sagnfræði við Háskól-
ann var búið að útrýma íslendinga-
sögum úr námsefninu, eingöngu var
gert ráð fyrir að Sturlungasaga og
aðrar samtíðarsögur væru mai'k-
tækar sem sögulegar heimildir. Síð-
an hafa bókmenntafræðingar bent á
að óvarlegt sé að taka Sturlungu
eins bókstaflega og menn hafa gert,
ýmislegt bendir nefnilega til þess að
hún sé jafnsjálfstæð gagnvart
„raunveruleikanum“ eins og Islend-
ingasögur.
Það er hins vegar mjög athyglis-
vert hvemig Halldór tekur á málinu.
Það er ekki algengt að stjórnmála-
mcnn ræði þannig um hlutverk fom-
bókmennta í nútímanum, hér em Is-
lendingabók og Landnáma komnar f
brennidepil dægurmálaumræðunn-
ar. Og gagnrýnendur kristnihátíðar
nota efasemdir um tilvist papa á 9.
öld til að koma höggi á forystumenn
þjóðkirkjunnar við árþúsundamót.“