Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 22

Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Einkavæðing á fjármála- og fjarskiptamarkaði rædd á hádefflsfundi Verslunarráðs Islands Sala á Lands- og Búnaðar- banka dragist ekki lengnr Morgunblaðið/Kristján Jón Björnsson, sparisjóðssjóri Sparisjóðs Norðlendinga, og Sveinn Torfi Pálsson hlýða á framsögur á fundi Verslunarráðs. VERSLUNARRÁÐ íslands telur að sala á Lands- og Búnaðarbanka megi ekki dragast lengur. Verði bankamir sameinaðir áður en til sölu kemur er mikilvægt að söluferl- inu verði flýtt en um leið þurfl að tryggja að ákvörðun verði tekin um lok einkavæðingar. Þá telur ráðið farsælla að markaðnum sjálfum verði falið að hagræða á fjármála- markaði og að mikilvægt sé að er- lendar fjármálastofnanir komi að ferlinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Verslunarráðs íslands um einka- væðingu á fjármála- og fjarskipta- markaði en Sigríður Ásthildur Ánd- ersen lögfræðingur ráðsins kynnti hana á hádegisfundi ráðsins á Ákur- eyri í gær. Skýrslan er afrakstur vinnu vinnuhóps Verslunarráðs um einkavæðingu. í skýrslunni er fjallað um fjar- skiptamarkaðinn og sjónum einkum beint að Landssímanum. Fram kemur að afar brýnt sé orðið að rekstur Landssímans verði losaður frá ríkisrekstrinum og fyrirtækinu komið í hendur markaðarins. Sigríð- ur sagði ýmis rök fyrir því að selja Landssímann og það núna strax, ekki á morgun eins og hún orðaði það. Fyrirtækið hefði lengi verið eitt á markaðnum og hefði ákveðið forskot á önnur félög á þessu sviði og því væri mikilvægt að drífa söl- una af svo þetta forskot myndi ekki vinda enn meira upp á sig. Verslun- arráðið leggur til að fyrirtækið verði allt selt og geldur varhug við því að skilja ljósleiðarakerfið frá einka- væðingu þess, ríkisfyrirtæki um ljósleiðarakerfið myndi fyrr eða síð- ar lenda í samkeppni við einkafyrir- tæki um rekstur slíks grunnnets. Niðurstaða vinnuhópsins er því sú að Landssímann eigi að selja strax, einkavæða eigi alla starfsemi hans og einnig þurfi að einkavæða önnur op- inber fjarskiptaíyrirtæki. Niður- staða hópsins varðandi ríkisbankana er sú sama en Verslunarráð hvetur stjómvöld til að selja hluti í Búnaðar- banka og Landsbanka og láta mark- aðinn velja hagkvæmustu leiðina til hagræðingar. Bent er á að mikilvægt sé að erlendir aðilar taki þátt til að fá inn í landið fjármagn og þekkingu en slíkt gerist síður ef litlir hlutir verða boðnir til sölu. Eigi þeir að verða að eftirsóknarverðum fjárfestingar- kosti fyrir erlenda aðila þurfi að tryggja að nokkuð stórir hlutir verði í boði þannig að Verslunarráðið geld- ur varhug við því að bankamir verði seldir í smáskömmtum. Ekki eðlilegt að bankarnir séu á Verðbrófaþingi Sævar Helgason, framkvæmda- stjóri íslenskra verðbréfa á Akur- eyri, sagði í sinni framsögu á fundin- um að hagkvæmast yrði að selja hlut ríkisins í bönkunum og láta markaðinn velja hagkvæmustu leið- ina til hagræðingar en ljóst væri af framvindu mála síðustu daga að sú leið yrði ekki farin. Sævar sagði mjög mikilvægt að fyrir lægi skýr stefna um það með hvaða hætti stað- ið verður að sölu á hlut ríkisins í sameinuðum banka og yfirleitt hvort um sölu yrði að ræða á næsta ári. „Þangað til skýr stefna er komin um það og Samkeppnisstofnun búin að skila áliti sínu verður verðmynd- un á sameinuðum banka aldrei raunhæf og í raun ekki eðlilegt að Verðbréfaþing íslands heimili það að bréfin séu höfð á skrá, sagði Sævar og benti á nauðsyn þess að strax og búið væri að sameina bank- ana yrði farið í að selja hlut ríkisins í þeim. Sævar sagði það sína skoðun að ríkið auki ekki verðmæti sameinaðs banka með því að stuðla að hagræð- ingu sem ekki væri víst að einka- aðilar myndu standa að með sama hætti, alls ekki væri víst að ríki og einkaaðilar hefðu sömu sýn á það með hvaða hætti ætti að hagræða og væri því um óþarfa vinnu og um- stang að ræða af hálfu ríkisins, sér- staklega ef ætti að selja bankann strax eftir hagræðingu. Þannig gæti ríkið hugsanlega verið að skemma fyrir sér og öðrum hluthöfum og lækka verðmæti bankans með því að fara út í óþarfa aðgerðir. Sævar lýsti eftir raunverulegri stefnu ríkisins í málinu svo auka mætti tiltrú fjár- festa og annarra á þeim aðgerðum sem hafnar væru. Skýr stefna myndi auka áhuga fleiri og ríkið myndi fá betra verð fyrir sinn hlut. Sævar taldi fullvíst að kaupendur væru fyrir hendi bæði á bönkunum og Landssímanum en þeir þyrftu tíma og ráðrúm til að fara yfir málið. Sævar óttast að sala Landssímans gleymist í umræðu næstu mánaða um sameiningu bankanna. Hátt í 70 starfsmenn bank- anna á Akureyri Varðandi sameiningu bankanna nefndi Sævar að um væri að ræða nokkuð áhyggjuefni varðandi Akur- eyri því bankarnir starfræktu tvö stór útibú í bænum og því til viðbót- ar tvær afgreiðslur. Líklega væru hátt í 70 störf á svæðinu tengd þess- um tveimur bönkum. „Fljótt á litið mætti áætla að a.m.k. þriðjungur þeirra starfa verði ekki til eftir sam- einingu komi ekki til tilfærsla á ein- hvers konar mið- og bakvinnslu hingað norður sem viðskiptaráð- herra hefur reyndar gefið í skyn að muni gerast, sagði Sævar. Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norð- urlands, sagði að frá sjónarmiði fjárfestis væri nauðsynlegt að vita strax í upphafi hver áform ríkisins væru varðandi einkavæðingu. Það gæti skipt sköpum varðandi verð- gildi þeirra. Fyrir fjárfesta væri mörgum spurningum ósvarað í mál- inu. Mikilvægt að hraða einkavsðingu Hann sagði að ekki þyrfti að hafa mörg orð um mikilvægi þess að hraða einkavæðingu bæði bankanna og Landssímans því engu fyrirtæki væri til til góðs að dragast inn í um- ræðu sem oft hefði á sér hefðbundið þrasform stjórnar og stjórnarand- stöðu þar sem markmiðið væri að koma höggi á pólitískan andstæðing frekar en komast að rökstuddri nið- urstöðu um besta fyrirkomulag. Fram kom í máli Kára Arnórs að einkavæðing Fjárfestingabanka at- vinnulífsins hefði einkennst af mis- tökum, þ.e. ekki einkavæðingin sjálf heldur út frá sjónarmiðum hag- stjómar, þjóðin hefði í kjölfarið lent á fjárfestingafylleríi. Einkavæðing bankans hefði þannig komið upp á óheppilegum tíma í hagsveiflunni og ekki væri búið að bíta úr nálinni hvað það varðar. Kári Arnór sagði ríkisvaldið ekki eiga að standa í samkeppnisrekstri, hvorki á sviði fjármála né fjarskipta, hlutverk þess væri að skapa ramm- ann og fara með eftirlit, gæta þess að farið væri að leikreglum. INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA í ÞRÓUNARFÉLAGI ÍSLANDS HF Mánudaginn 8. janúar árið 2001 verða hlutabréf í Þróunarfélagi íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu fslands hf í samræmi við ákvörðun stjórnar Þróunarfélagi íslands hf þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í íyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréfa í Þróunarfélagi íslands hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru í tveimur flokkum, auðkennd með J1-J433 og 1-2710 og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Þróunarfélags íslands hf að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Þróunarfélags íslands hf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík eða í síma 568-8266. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefiir aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn Þróunarfélags íslands hf. •> Þróunarfélag MSáSÍÆ Búnaðarbankinn álitlegur fjárfest- ingarkostur að mati Kaupþings Gæti átt mögu- leika á fulltrúa í bankaráði KAUPÞING hf. á hugsanlega möguleika á að koma manni í bankaráð Búnaðarbanka íslands hf. Fyrirtækið hefur um nokkurt skeið verið að auka hlut sinn í bankanum og á nú 7,19%. Stefán Pálsson, aðalbankastjóri Búnaðarbankans, segir að Kaup- þing þyrfti samning við annan eða aðra hluthafa ef fyrirtækið hefði hug á að koma manni í bankaráðið. Hann segir að Kaupþing sé þó komið með sterka stöðu og sé orð- ið næst stærsti hluthafi bankans, næst á eftir ríkissjóði. Eftirlauna- sjóður starfsmanna bankans eigi í sameiningu með starfsmönnum svipað hlutfall hlutafjár og Kaup- þing nú, eða kringum 7%, og það hlutfall dugi þeim til að eiga í sam- einingu nú einn mann í bankaráð- inu. Heildarhiutafé bankans 4.350 milljónír króna Aðspurður um hve stóran eign- arhluta þurfi til að tryggja hlut- höfum fulltrúa í bankaráði Búnað- arbankans segir Stefán ekki hægt að segja til um það. Það fari eftir drefingu hluthafa en fjöldi þeirra síðastliðinn föstudag var 28.568. Hann segir að til þessa hafi ekki farið framhlutfallskosning við kjör manna í bankaráðið heldur hafi verið gert samkomulag þar um. Fjórir bankaráðsmenn séu full- trúar ríkisins en einn sé fulltrúi annarra hluthafar. Eftirlaunasjóð- ur starfsmanna bankans ásamt starfsmönnum hafi til þessa farið í sameiningu fyrir stærsta hlutanum fyrir utan hlut ríkisins. Að sögn Stefáns fara hugsanleg- ir möguleikar Kaupþings á að fá mann í bankaráðið jafnframt eftir því hvernig það 250 milljóna króna hlutafé að nafnvirði, sem hluthafa- fundur bankans samþykkti í fyrra- dag að auka hlutafé bankans um, muni skiptast. Eftir þá aukningu verður heildarhlutafé bankans 4,35 milljarðar króna að nafnvirði. Fjárfesting á fjárhags- legum forsendum Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir að kaup Kaup- þings á hlutafé í Búnaðarbankan- um eigi sér fyrst og fremst fjár- hagslegar forsendur. Það sé mat Kaupþings að hvernig sem þróunin verði á fjármálamarkaði hér á landi muni Búnaðarbankinn spila lykilhlutverk í þeirri þróun. Hann segir að með þeirri hag- ræðingu sem geti orðið á íslensk- um bankamarkaði sé Búnaðar- bankinn álitlegur fjárfestingar- kostur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.