Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 24
24 MIÐVTKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Neyðarástand á ftalíu vegna flóða Nær 30 manns látnir og rúmlega 20 saknað Tórínó, Milanó, Piacenza, Gondó, Síon. AP, AFP, NEYÐARÁSTAN D ríkti í héruð- unum Piedmont og Liguríu og Aosta dalnum á NV-Italíu í gær vegna flóða og skriðufalla af völd- um mikilla rigninga undanfarið. Alls hafa nær 30 manns látið lífið í hamförunum, Italir og Svisslend- ingar. Enn er yfir tuttugu manns saknað. Mest manntjón varð um helgina en vegna flóðahættu í bæj- um við ána Pó og þverár hennar var um 20.000 manns gert að yfir- gefa heimili sín í gær. Þá höfðu alls um 40.000 ítalir yfirgefið heimili sin. Fjárhagslegt tjón af völdum flóð- anna er talið gífurlegt eða mörg hundruð milljónir Bandaríkjadala. Yfirborð Pó hefur ekki verið hærra í hálfa öld en unnið var sleitulaust að því að reyna að koma í veg fyrir að hún rynni yfir bakka sína í gær, það tókst þó ekki að öllu leyti. Áin rennur um helstu iðnað- ar- og landbúnaðarhéruð Italíu en fjölmörgum verksmiðjum hefur verið lokað í kjölfar flóðanna. Upp- skerutjón ítalskra bænda er einnig talið vera afar mikið en margir þeirra neituðu að yfirgefa heimili sin eins og farið var fram á í gær. í borginni Piacenza var yfirborð Pó 15 cm hærra en þegar hún olli gífurlegu tjóni á bænum árið 1951. Varnargarðar hafa hins vegar ver- ið bættir svo mjög nú að ekki var Reuters. búist við miklu tjóni. 2.000 íbúum í grennnd hennar var hins vegar gert að yfirgefa heimili sín. Vegir og brautar- spor lokuð Um 170 vegir á N-Ítalíu voru taldir lokaðir í gær. Þar á meðal var hraðbrautinni og brautarspor- um milli Mílanó og Tórínó lokað og raunar öllum hraðbrautum út frá Mílanó. Margir bæir og borgir voru auk þess án rafmagns og drykkjarvatns. Mjög gekk á matar- birgðir sums staðar í gær eftir að íbúar höfðu birgt sig upp af vistum. Alls hafa yfír 11.000 sjálfboðalið- ar hafa tekið þátt í björgunarað- gerðum á NV-Italíu. Margir ein- angruðust í húsum sínum í kjölfar flóðanna og hefur björgunarliðið unnið að því að bjarga þeim. Björgunaraðgerðum í bænum Gondo í Sviss var haldið áfram í gær. Aurskriða féll yfir hann á laugardag og jafnaði þriðjung bæj- arins við jörðu á innan við tíu sek- úndum. Fjögur lík hafa fundist og ellefu er saknað. Stytt upp í fyrsta sinni í hálfan mánuð Yfirborð Maggiore-vatnsins sem er á landamærum Sviss og Ítalíu mældist í gærmorgun það hæsta í 160 ár. Ibúar í þorpum næst vatn- Reuters Vatnselgurinn rennur í gegnum bæinn Ivrea sem stendur við rætur itölsku Alpanna. Reuters Hraðbrautin milli Tórínd og Mílanó fór í sundur eftir að áin Dora Baltea flæddi yfir bakka sína. inu var sagt að yfirgefa heimili sín. Þegar Morgunblaðið hafði í gær samband við Rögnu Völu Kjartans- dóttur, sem býr í þorpinu Bosko ásamt eiginmanni sínum, Antony Oldani, fyrir ofan Maggiorevatn, hafði í fyrsta skipti í hálfan mánuð stytt upp þar um slóðir. „Ég bý í 400 m hæð yfir vatninu þannig að við höfum ekki þurft að flytja okk- ur eins og íbúar næst því.“ Ragna Vala sagði ummerki rigninganna mikil og margir fjallvegir í ná- grenni Bosko lokaðir. „Það er reyndar mjög algengt að það rigni mikið hér á haustin en vegna þess hve hlýtt hefur verið undanfarið hefur snjórinn í Olpunum bæst við.“ Ragna Vala benti einnig á að tjón hafi sennilega verið minna en ella á hennar slóðum vegna þess hve mikið hafi verið unnið í gerð varnargarða í kjölfar flóða fyrir átta árum. Flóðin eru þau verstu á Ítalíu síðan 1994 en þá létust 68 manns. Kosovo verði lýðveldi í Júgóslavíu Podgorica. AP. BANDARÍKJASTJÓRN er áfram um að hin nýja stjórn Júgóslavíu veiti Kosovo-héraði réttindi lýð- veldis, sem ásamt Serbíu og Svart- fjallalandi myndaði sambandsríkið Júgóslavíu, að því er AP-fréttastof- an hefur eftir vestrænum stjórnar- erindrekum. Júgóslavía samanstendur nú af Serbíu, sem er stærra og valda- meira lýðveldið, og hinu litla Svart- fjallalandi. Kosovo er hérað í Serb- íu, en meirihluti íbúanna, sem er af albönsku bergi brotinn, er fylgj- andi því að það verði lýst sjálfstætt ríki. Ekkert ríki hefur lýst stuðn- ingi við sjálfstæði Kosovo, og þar sem bæði Serbar og Kosovo-Alban- ir virðast enn vera tilbúnir að berj- ast um örlög héraðsins, télja ýmsir að eina leiðin til að afstýra átökum sé að veita Kosovo réttindi sem lýðveldi innan Júgóslavíu. Ýmsar hindranir eru þó í vegin- um. Áður en þessi áform geta orðið að veruleika verða bæði Kosovo- Albanir og Svartfellingar að gefa upp drauminn um algjört sjálf- stæði, og Serbar verða að fallast á að láta eftir full yfirráð í Kosovo, en héraðið hefur mikla þýðingu í serbneskri sögu og þjóðarvitund. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðust samt sem áður í viðtali við AP binda vonir við að þetta gengi eftir, og sögðu Bandaríkjastjórn telja að þetta væri besta leiðin til að koma á stöðugleika á Balkan- skaga og koma í veg fyrir frekari ófrið. „Kosovo-búar vilja ekki vera hluti Serbíu áfram, það er ljóst. En Kosovo gæti orðið hluti af nýrri Júgóslavíu," hafði AP eftir ónafn- greindum diplómat. Veltur á Svart- fellingum Til að þetta gangi eftir verða Svartfellingar að skuldbinda sig til að lýsa ekki yfir sjálfstæði. James C. O’Brien, sendimaður Banda- ríkjastjórnar á Balkanskaga, lýsti því yfir í síðustu viku að Banda- ríkjamenn væru mótfallnir sjálf- stæði Svartfjallalands, og telja ýmsir yfirlýsinguna renna stoðum undir orð þeirra sem telja að Bandaríkjastjórn vilji að Kosovo verði gert að sambandslýðveldi. En íbúar Svartfjallalands hafa bæði lengi og eindregið látið í ljós vilja sinn til aðskilnaðar frá Serbíu og líkur eru á að ofangreind skila- boð Bandaríkjastjórnar mælist illa fyrir hjá stjórn lýðveldisins, sem og hjá almenningi. Forsetinn Milo Djukanovic hefur gefið til kynna að enn sé mögulegt að Svartfellingar lýsi yfir sjálfstæði, þrátt fyrir stjórnarskiptin í Júgóslavíu, og ef slitnar upp úr viðræðum hans við Vojislav Kostunica, hinn nýskipaða forseta sambandsríkisins, kann að fara svo að Djukanovic boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði. „Ef við finnum ekki leiðir til að starfa saman kemur vissulega til greina að spyrja þjóðina álits,“ sagði Filip Vujanovic, forsætisráð- herra Svartfjallalands, í viðtali við AP-fréttastofuna. Hugmyndin upphaflega komin frá Kosovo-AIbönum Að sama skapi á eftir að reynast þrautin þyngri að sannfæra Kos- ovo-Albani um ágæti þessarar hug- myndar. Eftir tilraunir Slobodans Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíu- forseta, til að útrýma albönskum íbúum Kosovo eða flæma þá úr landi eru þeir enn fullir tortryggni gagnvart Serbum og hafa miklar efasemdir um hvers konar sam- starf við þá. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Kosovo-Albanir sættist á þessa lausn, ekki síst í ljósi þess að þeir vöktu fyrstir máls á því fyrir margt löngu að héraðið yrði sjálfstætt sambandslýðveldi. Kommúnista- stjórnin í Belgrad hafnaði því, af ótta við að reita Serba til reiði. Handtökur vegna Om- agh-árásar ÍRSKA lögreglan kvaðst í gær hafa handtekið þrjá menn í tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðinu í Omagh á Norður-írlandi í ágúst 1998. Mennirnir eru allir á þrítugs- aldri og þeim er haldið í gæslu- varðhaldi í bænum Monaghan, nálægt landamærunum að Norður-írlandi. Tugir manna hafa verið handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknarinnar en að- eins einn maður hefur verið ákærður fyrir aðild að tilræð- inu sem kostaði 29 manns lífið. Er þetta mannskæðasta árás í sögu átakanna á Norður-ír- landi. Tobin skip- aður iðnað- arráðherra JEAN Chretien, forsætisráð- herra Kanada, skipaði í gær Brian Tobin, fyrrverandi for- sætisráðherra Nýfundnalands, iðnaðarráðherra kanadísku stjórnarinnar. Tobin tekur við embættinu af John Manley, sem verður utanríkisráðherra í stað Lloyds Axworthys, en hann hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir 27 ára stjórn- málaferil. Búist er við að boðað verði til þingkosninga í Kanada 27. nó- vember og talið er að markm- iðið með því að fá Tobin í stjórnina sé að bæta stöðu flokks Chretiens, Frjálslynda flokksins, í Atlantshafsstrand- héruðum landsins. Búa sig undir að kanna flak Kúrsk HÓPUR rússneskra og norskra kafara býr sig nú und- ir að hefja tilraunir til að ná upp líkamsleifum 118 sjóliða sem fórust þegar rússneski kjarnorkukafbáturinn Kúrsk sökk í Barentshafi í ágúst. Gert er ráð fyrir því að sér- stakur pallur, sem notaður verður við þessa vandasömu aðgerð, verði kominn á slys- staðinn á morgun eða föstudag. Talsmaður rússneska sjóhers- ins sagði í gær að kafararnir myndu fyrst kanna hvort hægt væri að komast inn í kafbátinn sem liggur á 105 m dýpi. Vopnabróðir „Sjakalans“ fyrir rétt HANS-Joachim Klein, 52 ára Þjóðverji, var í gær leiddur fyrir rétt vegna gíslatökunnar á fundi olíumálaráðherra sam- taka olíuútflutningsríkja, OPEC, í Vín fyrir tæpum 25 árum. Klein var ákærður fyrir morð á þremur mönnum og til- raun til að myrða þrjá til við- bótar þegar hann hélt 70 manns í gíslingu, þar af ellefu ráðherrum, ásamt fimm öðrum hermdarverkamönnum undir stjórn „Sjakalans Carlosar“. Klein var handtekinn fyrir tveimur árum í frönsku þorpi þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.