Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐÍÐ LISTIR BÓKAÚTGÁFA Máls og menn- ingar sendir frá sér mikinn fjölda bóka á þessu ári, 106 titla í frum- útgáfu og 61 endurútgáfu eldri verka. Hér er getið þess helsta af útgáfu ársins. Islenskar skáldsögur Myndin af heiminum er skáld- saga eftir Pétur Gunnarsson. Um leið og sögumaður brýtur til mergjar miklar spurningar um hinstu rök þarf hann að kljást við þær í eigin lífi - svo úr verður spennandi og gefandi saga. Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Fót- spor á himnum. á fyrri hluta 20. aldar. Strengir eftir Rögnu Sigurðar- dóttur er saga Boga og Maríu Myrká. Þau eru ung, allt er leyfi- legt, allar dyr standa þeim opnar og framtíðin er óskrifað blað. Ósýnilega konan, SG tríóið syngur og leikur er skáldsaga eftir Sigurð Guðmundsson. Kynin þrjú takast á í einum manni, horfa á líf hans og list og fæða af sér frjóar myndir af tilvist okkar. Galdur er söguleg skáldsaga eftir Vilborgu Davíðsdóttur. Hér er tekist á um völd og virðingu, ást og trú af blindum metnaði og óbilgirni. Byltingarbörn eftir Björn Th. Björnsson sækir efnivið sinn til 16. aldar. Ungir kennimenn und- irbúa siðaskipti með leynd í Skál- holti. Klór eftir Þorstein Guðmunds- son geymir samtengdar sögur úr Reykjavík nútímans. Annað líf eftir Auði Jónsdóttir segir frá verkamanni sem veitir taílenskri fegurðardís húsaskjól meðan hún kemur undir sig fót- unum í nýjum heimi. Hvíta kanínan eftir Árna Þór- arinsson er sjálfstætt framhald bókarinnar Nóttin hefur þúsund augu. Morðið í sjónvarpinu er ný sakamálasaga eftir Stellu Blómkvist og gerist í Reykjavík. Rauðamyrkur eftir Hannes Pétursson er nú endurútgefin með nýjum formála höfundar. Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi, kemur nú út í þriðja sinn í vandaðri kiljuútgáfu. Ljóð og leikrit Hægan, Elektra eftir Hrafn- hildi Hagalin Guðmundsdóttur. Leikritið var sýnt í Þjóðleikhús- inu sl. vetur. Ljóðasafn Stefáns Harðar Grímssonar geymir öll ljóð Stef- áns Harðar Grimssonar sem eru prentuð í útgefnum ljóðabókum hans, sex að tölu. Launkofi er önnur Ijóðabók Gerðar Kristnýj- ar. Öll fallegu orðin er fjórða ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur, heildstæður ljóðabálkur um ást, söknuð og sársauka. Græna skyggnishúfan eftir Sigurlaug El- íasson er sjöunda Ijóðabók hans og geymir heildstæðan ferðaljóða- bálk. Að snúa aftur er safn ljóða- þýðinga eftir allmarga samtíma- höfunda sem Gyrðir Elíasson hefur valið og þýtt. Söngfugl að sunnan er safn ljóðaþýðinga frá hendi Þorsteins Gylfasonar, ljóð eftir Shakespeare, Goethe og Púshkín, Píet Hein og Tove Ditl- evsen. Síðari hluti bókarinnar er helgaður Bertolt Brecht. Sonnett- ur eftir John Keats í þýðingu Sölva B. Sigurðarsonar sætir tíð- indum í útgáfu á íslandi. Sérstak- ur dagur eftir Kristínu Ómars- dóttur og Nönnu Bisp-Búchert. Ljóðskáldið og ljósmyndarinn leggja saman í bók. Vorflauta eft- ir Ágústínu Jónsdóttur. Þetta er fimmta ljóðabók hennar. Fjögur ljóðskáld kemur út í endurútgáfu, úrval ljóða eftir fjögur skáld ný- rómantíkurinnar: Jóhann Gunnar Sigurðsson, Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti, Jóhann Sigurjónsson og Jónas Guðlaugsson. Hannes Pétursson skáld valdi ljóðin og ritaði inngang að safninu og hefur hann sérstaklega endurskoðað innganginn fyrir þessa útgáfu. Þýdd skáldverk Djöflarnir eftir Fjodor Dostoj- Fjölbreyttur útgáfulisti Máls og menningar Eitt hundrað og sex nýjar bækur á þessu hausti Árni Ragna Þórarinsson Sigurðardóttir Hrafnhiidur Stefán Hörður Hagalín Guð- Grímsson mundsdóttir evskí í þýðingu Ingibjargar Hara- ldsdóttur er eitt af sígildum meistaraverkum 19. aldar. Æsku- mynd listamannsins er persónu- legasta verk James Joyce og hafa sumir nefnt hana mögnuðustu æskulýsingu heimsbókmenn- tanna. Sigurður A. Magnússon þýddi. Dóttir gæfunnar eftir Isa- bel Allende hefur að baksviði gullæðið í Ameríku. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Bara sögur eftir Ingo Schulze í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur gerist í Austur-Þýskalandi um og upp úr 1990. Aska Angelu eftir Frank McCourt segir sögu drengs á ír- landi sem elst upp við fáfræði, trúarofstæki og hungur. Árni Óskarsson þýddi. Fáfræðin er nýjasta skáldsaga Milans Kund- era. Friðrik Rafnsson þýddi. Sjö bræður eftir Aleksis Kivi í þýð- ingu Aðalsteins Davíðssonar er sí- gilt verk finnskra bókmennta. Skreytt myndum Akseli Gallen- Kallela, __ eins mesta listamanns Finna. Öreindimar eftir Michel Houllebecq í þýðingu Friðriks Rafnssonar er berorð og djörf saga sem vakið hefur deilur og umtal víða um heim. Frjálsar hendur er sakamálasaga eftir einn fremsta höfund ítala á því sviði, Carlo Lucarelli. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Sá er úlfinn óttast eftir Karin Fossum er þriðja sagan sem kemur út á ís- lensku um lögregluforingjann Konrad Sejer. Erna Árnadóttir þýddi. Síðasta mál Morse eftir Colin Dexter er í flokki sagnanna um Morse lögreglufulltrúa. Sverr- ir Hólmarsson þýddi. Glataðir snillingar eftir William Heinesen er nú endurútgefin í tilefni af ald- arafmæli hins færeyska meistara. Þorgeir Þorgeirson þýddi. Atburðir við vatn eftir Kerstin Ekman hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1994 og var gefinn út á íslensku 1995. Sverrir Hólmarsson þýddi. Homo Faber eftir Max Frisch.. Eysteinn Þor- valdsson og Ástráður Eysteinsson þýddu söguna sem kom fyrst út á íslensku 1987. Fræðirit og kennslubækur Hálendið í náttúru íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson er fræðirit handa almenningi, tilraun til að opna sýn á náttúru hálendisins í allri sinni dýrð. Bókina prýðir mikið safn stórbrotinna ljós- mynda. Upplýsingaröldin, úrval úr bókmenntum 18. aldar geymir úrval íslenskra texta frá einum mesta umbrotatíma íslenskrar menningarsögu. Ritstjórar eru Víkingur Kristjánsson og Þor- finnur Skúlason. Reykjavík mála- ranna geymir Ijósmyndir af 40 myndverkum eftir 34 listamenn. Hrafnhildur Schram valdi mynd- irnar og ritar texta bókarinnar sem einnig er á ensku og þýsku. Bókin er gefin út í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu 2000. Arkitektúr á ís- landi eftir Birgit Abrecht er handhægt leiðsögurit í máli og myndum á íslensku, ensku og þýsku. Situations er listaverka- bók með verkum Sigurðar Guð- mundssonar. Guðbergur Bergs- son og Michaela Unterdörfer rita formálsorð. Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi eftir Krist- ján Eldjárn. í þessa nýju útgáfu, sem Adolf Friðriksson fornleifa- fræðingur ritstýrir, er aukið vitn- eskju um þau kuml sem fundist hafa frá því að bókin kom fyrst út. 400 myndir eru í bókinni. Wagner og Völsungar eftir Árna Björnsson er samanburðarrann- sókn þar sem höfundur leiðir í ljós að langstærstur hluti aðfeng- inna hugmynda í Niflungahring- num er sóttur í íslenskar bók- menntir. Islandssaga í stuttu máli eftir Gunnar Karlsson prófessor er heildstætt og handhægt yfirlit íslandssögunnar. Bókin kemur einnig út á ensku. Kristnitakan á Þingvöllum eftir sr. Gunnar Kristjánsson er saga þessa merka atburðar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda. Fluguveiðisögur eftir Stefán Jón Hafstein. Þroskasaga fluguveiðimanns. Landafræði - Maðurinn, auðlindirnar og um- hverfið eftir Peter Östman fjallar m.a. um kortagerð, lýðfræði, berggrunn jarðar, vatnsbúskap o.m.fl. Jónas Helgason þýddi. Fjölmiðlafræði eftir Lars Peters- son og Áke Petterson fjallar um fjölmiðla almennt, eðli þeirra og uppruna, áhrif og vald. Ádolf Pet- ersen þýddi og jók við íslensku efni. Hvað ungur nemur eftir Dorothy Einon er leiðarvísir fyrir foreldra sem vilja fylgjast með þroska barnanna sinna. Kolbrún Sveinsdóttir þýddi. Stjörnufræði fyrir byrjendur eftir Jacqueline og Simon Mitton útskýrir flóknar staðreyndir alheimsins á skýran og einfaldan hátt. Guðjón A. Kristinsson þýddi. The Wineland Millennium, Saga and Evidence eftir Pál Bergþórsson er ensk út- gáfa bókarinnar Vínlandsgátan sem kom út árið 1997. Anna Yates þýddi. Minningar - ævisögur Einn á ísnum er saga Haralds Arnar Ólafssonar af göngu hans á norðurpólinn sl. vor. Prýdd rúm- lega 200 Ijósmyndum af nyrstu slóðum heims. Launhelgar lyg- anna er sjálfsævisaga konu sem kallar sig Baugalín. Hún átti átakanlega æsku og segir frá reynslu sinni af einlægni og hisp- ursleysi. Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar eru þriðja bindi minn- inga hans sem vakið hafa mikla athygli á liðnum árum. Undir dagstjörnu nefnast minningar Sigurðar A. Magnússonar frá ár- unum á Morgunblaðinuog storma- sömum samskiptum hans við for- ráðamenn blaðsins. Róska er bók um sérstæða og hæfileikaríka listakonu sem lést um aldur fram fyrir nokkrum árum. Bókin er gefin út í samvinu við Nýlista- safnið. Ritstjóri er Hjálmar Sveinsson. í leiftri daganna er annað bindi minninga Agnars Þórðarsonar. Þar segir hann frá kynnum sínum af bókum og bóka- mönnum. Jesús Kristur eftir J.R. Porter fjallar í senn um Jesú sög- unnar og Krist trúarinnar. Ing- unn Ásdísardóttir þýddi. Orðabækur, landakort, hand- bækur Islensk orðabók í tölvuútgáfu sætir tíðindum í íslenskri menn- ingarsögu. Þetta er þriðja útgáfa íslenskrar orðabókar en verulega endurbætt. Ritstjóri er Mörður Árnason. Frönsk-íslensk tölvu- orðabók er byggð á Fransk-ís- lenskri orðabók sem kom út 1995. Learning Icelandic er byrjenda- bók í íslensku fyrir útlendinga. Kortabók íslands geymir landshlutakort sem prentuð eru í náttúrulegum litum og geyma nýjustu upplýsingar um vegi landsins og ferðaþjónustu. Bókin hlaut alþjóðlegu verðlaunin Besta kortabók heims 2000. Kortasett af íslandi er ferðakort í mæli- kvarða 1:600 000 og fjögur fjórð- ungskort í mælikvarða 1:300 000. Þessi íslandskort hlutu alþjóðlegu verðlaunin Besti kortaflokkur heims 1999. Bókin um London eftir Dag Gunnarsson er leiðsögu- bók um heimsborgina, prýdd fjölda ljósmynda. Krydd eftir Þráin Lárusson matreiðslumann í Oaxaca í Mexíkó. Fitusnautt og freistandi eftir Sue Kreitzman. Helga Guðmundsdóttir þýddi. íslenskar barna- og unglinga- bækur Af fjölbreyttu úrvali frumsam- inna íslenskra verka fyrir börn er fyrst að nefna söguna um Hnoðra litla eftir Önnu V. Gunnarsdóttur sem líka gerir myndirnar af ung- anum við Reykjavíkurtjörn. Brian Pilkington segir söguna af Hlunki og skreytir hana óviðjafnanlegum myndum. Bókin kemur bæði út á ensku og íslensku. Þá kemur út ný Stafabók fyrir krakka sem eru að byrja að sýna bókstöfunum áhuga, myndskreytt af Ragnheiði Gestsdóttur. Einnig er bók henn- ar Klappa saman lófunum, með nýjum og gömlum kvæðum, end- urútgefin. Þulur Theodóru Thor- oddsen eru sígildar perlur ís- lenskra bókmennta, endurút- gefnar með gamalkunnum myndskreytingum eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, og Sigurð Thoroddsen. Sigrún Eldjárn sendir frá sér nýja sögu um Hörpu og Hróa og nefnist hún Drekastappan. Höfundurinn myndskreytir sögur sínar að vanda. Saga Sigrúnar, Langafi drullumallar, kemur aftur á markað eftir að hafa verið ófáan- leg í rúman áratug. Dýrin í Tóna- dal nefnist saga Olgu Bergmann sem hún myndskreytir sjálf _ og Eldþursar í álögum er eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson, beint fram- hald sögunnar um Benedikt búálf, en Ólafur gerir sjálfur myndir við sögur sínar. Fyrir eldri börn segir Kristín Helga Gunnarsdóttii' söguna af Móa hrekkjusvíni sem er stór- hættulegur kúreki, rafmagnssnill- ingur og sitthvað fleira. Margrét E. Laxness myndskreytir söguna. Valgeir Skagfjörð sendir frá sér sína fyrstu bók, Saklausir sólar- dagar, um Lúkas sem er 10 ára og frábrugðinn öðrum krökkum í útliti, með hrafnsvart hár, brún augu og dökkur á hörund. Guðjón Ketilsson gerði myndirnar. Barnapiubófinn, Búkolla og bók- arránið nefnist saga Yrsu Sigurð- ardóttur um Freyju_ og systkini hennar. Arngunnur Yr Gylfadótt- ir myndskreytti. Brúin yfir Dimmu er ævintýrasaga eftir Að- alstein Ásberg Sigurðsson, en Halldór Baldursson myndskreytir bókina. Af íslenskum verkum er loks að nefna söguna Fingurkoss- ar frá Iðunni eftir Hallfríði Ingi- mundardóttur, saga um ljósar og döxkar hliðar mannlífsins eins og það horfir við fimmtán ára stelpu. Þýddar barna- og unglinga- bækur Fyrir yngri börn er fyrst að nefna Vængjað myrkur eftir William Heinesen í þýðingu Hannesar Sigfússonar, eina af perlum norrænna barnasagna. Edward Fuglo myndskreytti. Eft- ir Astrid Lindgren koma út Lína heldur afmælisveislu og Barna- dagur í Ólátagarði í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Ilmandi bækur eiga sína fulltrúa í bókun- um Ilmurinn úr garðinum og Ilm- urinn af matnum í þýðingu Hild- ar Hermóðsdóttur, bækur sem aðeins þarf að klóra til að finna ilminn. Kisur og Hvolpar í þýð- ingu Sigríðar Þóru Jafetsdóttur eru sögur af Bröndu og Pésa og Káti og Kollu. Og Frans, besti vinur íslenskra lestrarhesta, er söguhetjan í bók Christine Nöstl- inger Sjónvarpssögur af Frans í þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur. Stúart litli eftir E.B. White í þýð- ingu Önnu Snorradóttur kemur út í endurátgáfu en nýlega var gerð kvikmynd eftir þessari sögu. Und- ir berum himni er annað ævintýri nálfanna eftir Terry Pratchett sem kemur út á íslensku. Þor- gerður Jörundsdóttir þýddi. Illa byijar það eftir Lemony Snicket, í þýðingu Snorra Hergils Krist- jánssonar, er sorgleg saga og hentar ekki þeim sem hneigjast að skemmtisögum. Af öðrum toga er Bókin um risaeðlur eftir risa- eðlufræðinginn David Lambert í þýðingu Árna Óskarssonar. Af bókum fyrir stálpaðri börn og unglinga er fyrsta að nefna söguna Markús og stelpurnar eft- ir Klaus Hagerup um hinn 14 ára og ástsjúka Markús. Anna Sæ- mundsdóttir þýddi. Glötuð eftir Mats Wahl í þýðingu Hilmars Hilmarssonar er hluti af þríleik Mats Wahl um sænska blökku- drenginn John-John. Og að lokum Gyllti áttavitinn eftir Philip Pullman sem er fyrsta bókin í margverðlaunuðum bókaflokki um átök góðs og ills. Anna Heiða Pálsdóttir þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.