Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 51

Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 51 MINNINGAR GUÐJON BOÐVAR JÓNSSON + Guðjón Böðvar Jónsson fæddist á Sólheimum í Grindavík 26. maí 1929. Hann lést á Landspítalanum 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 12. október. 12. október sl. var til moldar borinn ástkær vinur minn og bróðir Guðjón Böðvar Jóns- son tónmenntakennari. Guðjón fæddist kreppuárið mikla 1929 í Sólheimum í Grindavík. Hann var miðjubarn fimm systkina sem upp komust, en tvö eldri systkini létust í frum- bernsku. A barnsárum sínum kynntist Guðjón því þeirri fátækt sem ríkti í litlu sjávarplássi á Islandi á kreppuárunum, þótt fjölskylda hans væri e.t.v. með þeim betur stæðu, þar sem tvær fyrirvinnur voru á heimilinu, Jón Sigurðsson trésmiður og sjómaður og Guðríður Einarsdóttir ljósmóðir. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1943, þar sem Guðjón ól aldur sinn allt til dauða- dags. Sem 13 árum yngri litli bróðir man ég sem barn eftir Guðjóni bróð- ur, fyrir margra hluta sakir. Er þar fyrst að telja hversu vinmargur hann var og alltaf skemmtilegur og hávær í þeirra hópi. Einnig vinstri- sinnaðar stjórnmálaskoðanir hans, ásamt ákafa hans og rökfestu í þeim efnum, er þau mál voru til umræðu. Síðast en ekki síst minnist ég söngelsku, listaáhuga og bóhemlífs Guðjóns er hann var á sínum sokka- bandsárum. Guðjón gekk í barnaskóla í Grindavík, í gagnfræðaskóla í Reyk- holti og síðar í Ingimarsskólann í Reykjavík, þaðan sem hann tók gagnfræðapróf, sem var stúdents- próf þeirra tíma. Eftir það tók lífsstritið við, að þeirra tíma hætti. Guðjón þótti sér- staklega lagtækur og var eftirsóttur til starfa á hinum ýmsu sviðum, enda stundaði hann hin margvísleg- ustu störf á næstu tveimur áratugum, t.d. við hreingerningar, húsamálun, múrverk, rafiðnaðarstörf og raf- lagnateiknun svo eitt- hvað sé nefnt. Áhugasviðið var þó á öðrum nótum. Á ungl- ings- og manndómsár- unum snerist líf Guð- jóns einkum um tvo hluti, listir og stjórn- mál. Hann var ef segja má „meðlimur“ í s.k. listamanna- og menntamanna- klíku sem átti sér samastað í veit- ingahúsi á Laugavegi 11 um nokk- urra ára skeið um miðja öldina, sem frægt varð. Þarna mótuðust mjög viðhorf Guðjóns til lífsins og tilver- unnar, í samræðum og kappræðum við upprennandi listamenn og and- ans jöfra þeirrar kynslóðar. A þess- um vettvangi stofnaði Guðjón til kynna við fjölmörg skáld, leikara, tónlistarmenn og ekki síst tónskáld, sem margir hverjir urðu vinir hans til æviloka. í þessum hópi þróaðist áhugi hans á listum almennt, eink- um og sér í lagi á samtímabók- menntum Laxness og Þórbergs, sem Guðjón var sérfræðingur í, og á tónlist og sönglist, sem síðar varð hans ævistarf. Á vettvangi stjórnmála voru höf- uðstöðvarnar Týsgata 1, þar sem Sósíalistaflokkurinn og Æskulýðs- fylkingin voru þá til húsa. Guðjón var um árabil virkur þátttakandi í stjórnmála- og verkalýðsstarfi og eignaðist í þeim störfum fjölmarga vini og kunningja. Hann var alla tíð trúr sínum vinstrisinnuðu stjórnmálaskoðunum og sannur félagshyggjumaður til æviloka. Guðjón hóf nám í sönglist og píanóleik við Tónlistarskóla Reykja- víkur upp úr 1950 og stundaði það meðfram vinnu um nokkurra ára skeið. Eflaust hefur fjárskortur og AGUSTÞOR ÞÓRSSON + Ágúst Þér Þórs- son fæddist í Reykjavík 9. desem- ber 1972. Hann lést af slysförum 1. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 10. október. B Það kom eins og þruma úr heiðskn-u lofti þegar við bræð- umir fréttum að Gústi frændi hefði látist í um- ferðarslysi. Kvöldið áð- ur höfðum við átt ánægjulega stund með Gústa í fimm- tugsafmæli hjá pabba hans. Margar góðar minngar eigum við um Gústa frá því að við vorum litlir guttar. Oft hittum við Gústa og Bjössa hjá Ágústu ömmu þar sem við brölluðum ýmislegt saman. Samband okkar var mjög náið á þessum árum og má segja að við höfum verið eins og bræður. Enda alltaf mikið tilhlökk- unarefni að hitta Gústa og Bjössa. Eftir að við bræðurnir fluttum ut- anhittumst við frændurnir sjaldnar, en það voru alltaf miklir fagnaðar- fundir þegar við hittumst. Þrátt fyrir að einhver tími liði milli þess að við hittumst áttum við auðvelt með að ná saman á ný. Það síðasta sem við ræddum um við Gústa og Bjössa hina örlagaríku nótt var að hittast ásamt kærustunum okkar um næstu helgi. Það tekur okkur bræðurna sárt að missa okkar ástkæra frænda. Það var ávallt stutt í brosið og góða skap- ið hjá Gústa og hann átti auðvelt með að smita þá með gleði sína sem voru kringum hann. Það er mikill missir að gleðigjafa eins og Gústi var og mun minning hans lifa í hjarta okkar. Það var okkur mikil ánægja að sjá hversu mikil hamingja ríkti hjá Gústa og Erlu Rut og virtist framtíðin blasa við þeim. Kæra Erla Rut, Bjössi, Helga, Þór, systkini og ástvinir, guð veiti ykkur styrk til þess að takast á við þessa erfiðu tíma. Þínir frændur, Kjartan og Pétur. síðar annir við brauðstritsstörf átt þátt í að ekki varð meira úr þá, eins og algengt var í þá tíð. Guðjón var á þessum árum með- limur og mjög virkur þátttakandi í Pólýfónkórnum og Liljukómum, þar sem hann undi sér vel og hæfi- leikamir nutu sín. Hann lauk síðan prófi sem tónmenntakennari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 1967og starfaði upp frá því við tónmennta- kennslu, í ýmsum skólum í fyrstu, en síðan við Breiðholtsskóla frá stofnun hans um 1970 og samfellt til dauðadags, eða í 30 ár. Um 14 ára skeið var Guðjón stjómandi kórs Trésmiðafélags Reykjavíkur. Þetta var tímafrekt og krefjandi verkefni, sem veitti hon- um þó mikla lífsfyllingu og gleði. Á fjölskyldusviðinu var Guðjón afar giftusamur. Hann fór fremur seint af stað í þeim efum. Fmmburðinn Þór, sem nú er bif- vélavirki, eignaðist Guðjón með Kristínu Aðalsteinsdóttur ferða- málafrömuði 1958. Þau bjuggu ekki saman. Hann hóf sambúð með eiginkonu sinni, Birnu Elíasdóttur kennara, árið 1961 og eignuðust þau þrjú börn, Börk tölvufræðing 1962, Gná fulltrúa í alþjóðadeild Ríkislög- reglustjóra 1963 og Brján kerfis- fræðing 1969. Birna átti fyrir soninn Sigurjón, sem varð bifvélavirki og verkstjóri, fæddur 1961. Guðjón gekk honum í föðurstað. Fjölskyldan bjó frá upphafi í eigin húsnæði í Safamýri 35, þar sem Börkur og fjölskylda ráða nú hús- um. Guðjón og Bima vom einkar samhent við uppeldi barnanna og stýrðu þeim mildilega, en með ör- uggri hendi gegnum barnæsku- og unglingsárin. Það var og er mikil samheldni í þessari fjölskyldu. Birna lést langt fyrir aldur fram árið 1993 og var Guðjóni og allri fjöl- skyldunni mikill harmdauði. Sigur- jón sonur hennar lést síðan af slys- fömm 1994, þannig að mikið var á fjölskylduna lagt á stuttum tíma. Kæri bróðir og vinur. Þar sem þú varst svo heilsuhraustur og ætíð hress og kátur var það okkur ást- vinum þínum mikið áfall, að frétta af skyndilegu brotthvarfi þínu úr okk- ar tilvist hinn 2. október sl. Það er þó huggun harmi gegn að maður með þína skaphöfn sleppi við langveikindi og að vera upp á aðra kominn. Ég þakka þér samfylgdina og minnist uppfræðslu þinnar um hin ýmsu málefni, auk fjölmargra gleði- stunda sem við áttum saman í leik og starfi. Ég mun sakna þess að geta ekki borðað með þér þjóðlega rétti svo sem saltfisk, eða saltkjöt og baunir og eiga við þig skemmtilegar við- ræður. Mest sakna ég þó hinnar háværu barítónraddar og hins dillandi hlát- urs, sem hvort tveggja mun ævin- lega hljóma með mér, í minningunni um þig. Gunnar Þór Jónsson. Blómabwði n ,om v/ Possvo0sl<i»*kjiÁgapð SUWu 554 0500 ÚTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen 'útfararstjðri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, sonur minn, bróðir okkar og mágur, PÉTUR J. KJERÚLF lögfræðingur, Faxatúni 28, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn 20. október kl. 13.30. Hafdfs Ágústsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn, Guðlaug P. Kjerúlf, systur hins látna og fjölskyldur. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er auðsýndu samúð og vinarhug vð andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS G. GUÐLAUGSSONAR frá Búðum í Hlöðuvfk, Álakvfsl 1. Kristjana M. Finnbogadóttir, Finnbogi Þórsson, Unnur R. Jóhannesdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Tom Granerud, Grfmur Th. Einarsson, Anna R. Jóhannesdóttir, Guðlaugur Einarsson, Jakobfna H. Einarsdóttir, Margrét B. Einarsdóttir, Stefán Ingólfsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför VILHJÁLMS BOGA HARÐARSONAR, Vindási 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær sr. Þór Hauksson, prestur í Árbæjarsókn. Gabríel Sveinn Vilhjálmsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Örn Guðmarsson, Hörður Þorvaldsson, Ingibjörg Þ. Hallgrimsson Svanhildur Valdimarsdóttir, Ásgerður Á. Pétursdóttir, Hrönn Harðardóttir, Magnús R. Guðmundsson, Höskuldur Örn, Gunnar Ingi, Hörn og Þorgeir Orri, t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs sambýlismanns, föður, fósturföður, tengdaföður, fóstursonar, afa og frænda, HALLDÓRS A. HALLDÓRSSONAR, Múlavegi 6, Seyðisfirði. Guð blessi ykkur öll. Jónborg Valgeirsdóttir, Björn Björgvin Halldórsson, Harpa R. Jakobsdóttir, Erla Dögg Ragnarsdóttir, Arnaldur Haraldsson, Rósa Skarphéðinsdóttir Jón Sigurðsson, Kristinn Halldór Einarsson, Guðrún K. Einarsdóttir, Sigrfður S. Einarsdóttir, Sólveig Einasdóttir, Þórey Björg Einarsdóttir, Einar B. Jónsson, Danfel J. Björnsson, Urður Eir og Elmar Freyr Arnaldsbörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS ÓLAFS SVEINSSONAR húsasmfðameistara, Sævangi 41. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum A-5 og gjörgæslu Landspítalans Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Rebekka Helga Aðalsteinsdóttir, Ólöf Brynja Sveinsdóttir, Bjarni Ragnar Guðmundsson, Aðalsteinn Sveinsson, Stefanfa Skarphéðinsdóttir, Gunnar Örn Sveinsson, Jónfna Björk Sveinsdóttir, Sveinn Vilhjálmsson, Þorbjörg Sandra Sveinsdóttir, Heiðar Bergur Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.