Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 57^ FRÉTTIR International-danskeppnin f Brentwood Karen og Adam unnu til brons- verðlauna ATVINNUDANSPARIÐ Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve vann til bronsverðlauna í sígildum samkvæmisdönsum í nýliðaflokki atvinnumanna í Int- ernational-danskeppninni í Brentwood miðvikudaginn 11. október sl. 109 pör hófu keppni. Daginn áður kepptu þau í suður-amerískum dönsum, í sama flokki, og komust í 12 para undanúrslit af 84 pörum. Einnig kepptu þau í flokki at- vinnumanna í sigildu dönsunum á miðvikudeginum og komust þar í 48 para úrslit sem gaf þeim réttindi til þess að keppa á fimmtudeginum í Royal Albert Hall í London. í Royal Albert Hall var síðan keppt til úrslita og höfðu þá bestu danspör heims bæst í hópinn. Karen og Adam komust áfram inn I 24 para úrslit sem er betri árangur en þau náðu í Blackpool í vor. Karen og Adam tóku þátt í heimsmeistaramótinu í sigildum dönsum í Graz í Austurríki laugardaginn 6. október fyrir Islands hönd. Þar náðu þau 18. sætinu af 55 pörum sem tóku þátt. Næstu mót þeirra verða í 10 dönsum 8. og 9. desember í Evrópumeistaramótið í suður- París og Evrópumeistaramótið í amerískum dönsum 28. október 10 dönsum 16. og 17. desember í í Englandi, Heimsmeistaramótið Köln í Þýskaiandi. Ráðstefna um personuvernd í viðskiptum og stjórnsýslu ÞAÐ er óvist að vinnuaðferðir og verklag við meðhöndlun persónu- legra upplýsinga sem hér hafa tíðkast - til dæmis víðtæk notkun kennitölunnar - eigi framtíð fyrir sér. íslensk fyrirtæki og stjórn- sýsla eru orðin hluti fjölþjóðlegs umhverfis sem af sögulegum ástæðum er tortryggið gagnvart skráningu slíkra upplýsinga. Til- skipun ESB og ný íslensk löggjöf um persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga gera nauðsynlegt að brugðist sé við nú þegar. Af því tilefni halda Staðlaráð Islands og Skýrslutæknifélag íslands ráð- stefnu á Hótel Loftleiðum 19. októ- ber. Meðal fyrirlesara er Nick Mans- field, aðalráðgjafi Shell Services International um öryggi upplýs- inga og rafræn viðskipti. Mansfield flytur erindi um persónuvernd og persónupplýsingar; meginkröfurn- ar í tilskipun ESB, áhrif hennar á fyrirtæki og stofnanir og alþjóða- viðskipti. Mansfíeld mun einnig ræða hugsanlegar kröfur um vott- un fyrirtækja og segja álit sitt á víðtækri notkun kennitölunnar í ís- lensku viðskiptalífi og stjórnsýslu með hliðsjón af tilskipuninni. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, og Páll Hreins- son, stjórnarformaður Persónu- verndar, flytja erindi um stefnu og hlutverk stofnunarinnar í ljósi nýrra laga og Hlynur Halldórsson héraðsdómslögmaður segir skoðun sína á þýðingu laganna fyrir starf- semi og rekstur íslenskra fyrir- tækja og stofnana. Þá fjallar Svana Helen Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Stika ehf., um notk- un væntanlegs íslensks staðals við að uppfylla kröfur um meðferð upplýsinga og fjölga sóknarfærum í viðskiptum. Ráðstefnunni lýkur með pall- borðsumræðum um hvort nýjar kröfur og ný löggjöf muni íþyngja fyrirtækjum og stofnunum eða bjóða upp á áður óþekkt tækifæri og aukið hagræði. Einnig hvort um réttarbót sé að ræða fyrir almenn- ing og hvort notkun kennitölunnar verði áfram möguleg í viðskiptum og stjórnsýslu. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra setur ráðstefnuna. Fund- arstjóri er Jóhann Gunnarsson, ritari ráðgjafarnefndar forsætis- og fjármálaráðuneyta um upplýs- inga- og tölvumál. Ráðstefnan verður fimmtudag- inn 19. október á Hótel Loftleiðum frá kl. 13-16.40. Ráðstefnugjald kr. 11. 800. Skráning með tölvupósti sky@sky.is Málþmg um þroskahjálp MÁLÞING Þroskaþjálfafélags ís- lands verður haldið 19.-20. októ- ber að Varmalandi í Borgarfirði. Yfirskrift málþingsins: Þjónusta við fólk með fötlun, stefnumótun á nýjum tímum. Þroskaþjálfafélag íslands stend- ur fyrir málþingi um framtíðarsýn og stefnumótun í þjónustu við fólk með fötlun. Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga er fyrirhugaður á næstu misserum, samkvæmt frumvarpi til laga um félagslega þjónustu sveitarfélaga sem tekið verður til umræðu á yf- irstandandi þingi. Þá hefur um- ræða um einkavæðingu á þjónustu við fólk með fötlun aukist. Á mál- þinginu verður tekið á þessum málum, auk þess sem unnið verður að gerð ályktana og mótun hug- myndafræði um búsetuþjónustu við fatlaða á nýjum tímum. Ýmsar leiðir hafa komið til tals hvað varð- ar útfærslu á þjónustu við fólk með fötlun í framtíðinni, segir í fréttatilkynningu. Á málþinginu verður leitast við að svara spurningum eins og: Hver er framtíðarsýn í þjónustu við fólk með fötlun? Hver er reynslan af yfirfærslu félagslegrar þjónustu frá ríki til sveitarfélaga? Eru þjónustusamningar í velferð- arþjónustu raunhæfur möguleiki? Er einkavæðing lausnin á vandá þjónustunnar? Meðal fyrirlesara á málþinginu eru m.a. einstaklingar sem hafa mikla reynslu af félagsþjónustu. Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkur, mun gera grein fyrir framtíðarsýn sinni á málefni fólks með fötlun, Bragi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Barnaverndarstofu, mun fjalla um þjónustusamninga og Þór Garðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Reykjaness, fjall- ar um einkavæðingu. Kynning í dag og á morgun Kynnum einnig ART OF SPA tvær nýjar líkamslínur, sem veita kraft frá toppi til táar eða fullkomna slökun, allt eftir þínum óskum. Við bjóðum þig velkomna í verslunina og minnum á glæsilega kaupauka. Hamraborg 6 6 6 e sími 564 2011 SNYRTIVERSLUNIN BYLGJAN 1. Verslunin hættir í Nóatúni 17 Troðfull búð af fatnaði og skóm á stórlækkuðu verði SPAR SP0RT TOPPMERKI A LAGMARKSVEROl Regngallar m/útöndun S-XXL áður kr. 14.900, nú kr. 7.900 Úlpur frá kr. 1.990 Innanhússkór 500-1.990 NÓATÚN 17 ▼ S. 511 4747 FILA pumn SPEEDO vá Jl casall oái^s jjjj^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.