Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 61

Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 61 -----------------------------V Tryggingafélögin tapa á bifhjólatryggingum Lögbundnar vátryggingar vegna bifhjóla 1995-99 1/n Tjón—/ t l^tU 1on Tjón umfram iðgjöld / I c. U mn 3,7 m.kr. 15,8 43,8 17,6 / 91, 3 pn ou nn — DU V—40 | 20 n 1995 1996 1997 1998 1999 | Iðgjöld standa undir þriðj- ungi tjóna VÁTRYGGINGAFÉLÖGIN greiddu á síðasta ári liðlega 136 milljónir króna í bætur vegna vél- hjólaslysa en iðgjöld ársins námu aðeins þriðjungi þeirrar fjárhæðar, eða 45 milljónum kr. Tjón, sem greidd eru af bifhjólatryggingum, færast í aukana. Samband íslenskra tryggingafé- laga hefur tekið saman upplýsing- ar um iðgjöld og tjón í lögboðnum tryggingum bifhjóla á síðustu fimm árum. Er það gert vegna gagnrýni bifhjólamanna á að gjöld- in séu óeðlilega há miðað við tjónin sem biflijólamenn hafa valdið í um- ferðinni. Fram kemur að tjónakostnaður áranna 1995 til 1999 nam samtals 316 milljónum kr. en iðgjöldin 144 milljónum kr. Greiddu trygginga- félögin því um 172 milljónir króna í tjónabætur umfram iðgjöld sem innheimt voru. I upplýsingum tryggingafélag- anna kemur fram að þrátt fyrir að árleg iðgjöld hafi rúmlega tvö- faldast á þessu tímabili hefur af- koma trygginganna versnað til muna vegna þess að tjónakostnað- urinn hefur margfaldast. Þá er vakin athygli á því að eina erlenda vátryggingafélagið sem hér er með starfsemi á sviði öku- tækjatrygginga hafni því að tryggja bifhjól. Látin er í ljósi sú skoðun að ið- gjöld bifhjólamanna lækki vart nema úr tjónum þeirra dragi, nema þeir séu að biðja um að bif- reiðaeigendur taki á sig hækkun iðgjalda til að niðurgreiða iðgjöld vegna vélhjólanna. Fyrirlestur um „landa- fræði pers- ónuleikans“ PRÓFESSOR Jiiri Allik flytur opin- beran fyrirlestur í dag, miðvikudag- inn 18. október, kl. 18 á vegum fé- lagsvísindadeildar Háskóla Islands. asta á sviði þekkingarstjórnunar í heiminum í dag, segir í fréttatilkynn- ingu. Fjórir alþjóðlegir sérfræðingar á sviði þekkingarstjómunar eru fyrir- lesarar á ráðstefnunni. Dr. Leenamaija Otala, alþjóðlegur ráð- gjafi á sviði þekkingarstjórnunar og einn af aðalfyrirlesurum á Microsoft- ráðstefnunni um þekkingarstjórnun í Bandaríkjunum síðastliðið vor, mun m.a. fjalla um hvernig hægt er að skapa fyrirtækjamenningu og starfs- heilasvörun í talskynjun Finna og Eistlendinga þar sem sýnt hefur ver- ið fram á að móðurmálið hefur áhrif á svörunina. Að undanförnu hefur hann einnig beitt sér fyrir rannsókn- um í persónuleikasálfræði í Eistlandi og samstarfi þeirra sem vinna að þýðingum á NEO-persónuleikapróf- inu í mismunandi löndum. Niður- stöður rannsókna hans hafa birst í fjölmörgum greinum í alþjóðlegum tímaritum. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Ráðstefna um þekkingar- stjórnun RÁÐSTEFNAN Þekkingarstjórn- un. Markmið, leiðir og árangur á vegum IMG verður haldin á Hótel Sögu fimmtudaginn 19. október frá kl. 9-17. Á ráðstefnunni verður fjall- að um það nýjasta og athyglisverð- anda sem styður við nám, flæði þekk- ingar milli einstaklinga og nýsköpun. Dr. Otala hefur gefið út fjölda bóka og fræðigreina um þekkingar- stjórnun. Riitta Weiste, vinnusálfræðingur og yfirmaður starfsmannamála hjá Nokia, sem er af mörgum talið fremsta þekkingarfyrirtæki heims, flytur erindi um innleiðingu þekking- arstjórnunar hjá Nokia. Deborah Swallow, stjórnunarráð- gjafi á sviði þekkingarstjórnunar hjá mörgum fyrirtækjum, fjallar m.a. um þekkingarstjórnun í samkeppnis- umhverfi. Hún hefur hlotið opinbera viðurkenningu fyi-ir framúrskarandi fagmennsku og árangur sem ráðgjafi og er eftirsóttur fyrirlesari í Evrópu. Michael C. Feltham, sem er búinn að sérhæfa sig í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum, tekur m.a. fyrir stjórnun þekkingar í smærri fyrirtækjum. Á ráðstefnunni er eftir hádegi boð- ið upp á þrjú styttri erindi ásamt um- ræðum, sem fyrirlesarar á ráðstefn- unni munu stýra. Ertu á aldrinum 15-18 ára? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Erum að taka á móti umsóknum: • Um ársdvöl í Argentínu, Japan og Paragvæ og hálfsárs dvöl í Bandaríkjunum og Brasilíu með brottför í janúar—mars 2001. • Til fjölmargra landa með brottför júní—september 2001. AFS á fsiandi Ingólfsstræti 3 | 2. hæð | simi 552 5450 | www.afs.is Samfylkingin Kjördæmis- ráð í SV-kjör- dæmi stofnað STOFNFUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvestur- kjördæmi verður haldinn fimmtu- daginn 19. október kl. 20 í Stjörnu- heimilinu við Ásgarð í Garðabæ. Þar mun undirbúningsnefnd kynna tillögu að lögum um kjör- dæmisráð og hún borin fram til at- kvæða. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, ávarpar fundinn og Margrét Sigurðardótt- ir, söngkona úr Garðabæ, syngur nokkur lög. Stofnfundurinn er opinn öllu Samfylkingarfólki í kjördæminu. Að honum loknum er gert ráð fyrir að aðildarfélög kjósi fulltrúa í ráðið og það komi saman til síns fyrsta fundar að hálfum mánuði liðnum, þar sem kosning í stjórn og flokks- stjórn fer fram. í Suðvesturkjördæmi eru Mos- fellsbær, Kjósarhreppur, Seltjarn- arnes, Garðabær, Kópavogur, Hafnarfjörður og Bessastaða- hreppur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.