Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 62
62 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
DAGBOK
MORGUNBLAÐIÐ
í dag er miðvikudagur 18. október,
_______292. dagur ársins 2000.______
Orð dagsins: Og ég segi yður:
Biðjið, og yður mun gefast, leitið,
og þér munuð fínna, knýið á, og fyrir
yður mun upp lokið verða.
(Lúkas 11,9.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Snorri Sturluson, Ás-
björn RE-050, Gjafar
VE-600, Koryo Maru
no.5, Chokyu Maru no.
1 li Selfoss, Maersk
Biscay og Kinsho Maru
no. 18 koma í dag.
Snorri Sturluson, Shin-
ei Maru no. 8 og Sel-
foss fara í dag.
Fréttir
Styrkur, samtök
krabbameinssj úklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað er í síma
Krabbameinsráðgj afar-
innar, 800-4040, frá kl.
15-17.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavi'kur, Sólvalla-
giútu 48. Flóamarkaður
og fataúthlutun. Opið
frá kl. 14-17.
Áheit. Kaldrana-
neskirkja á Ströndum á
150 ára afmæli á næsta
ári og þarfnast kirkjan
mikilla endurbóta. Þeir
sem vildu styrkja þetta
málefni geta lagt inn á
reikn. 1105-05-400744.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta, kl. 9-16.30
klippimyndir, útsaumur
o.fl., kl. 13 smíðastofan
opin og spilað í sal, kl. 9
hár- og fótsnyrtistofur
opnar. Máiverkasýning
Eiríks Árna Sigtryggs-
sonar og Júlíusar Sam-
úelssonar er opin alla
daga og einnig laugar-
daga kl. 14-16.
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og postulín,
kl. 12 hádegismatur, kl.
13 vinnustofa og postu-
iín, kl. 15 kaffi. Flensu-
sprauta í dag kl. 11-13.
Sjálfsbjörg, félags-
heimili Hátúni 12. í dag
kl. 19.30 verður félags-
vist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-
13 hárgreiðsia, kl. 8-
12.30 böðun, ki. 9-12
vefnaður, kl. 9-16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 10 banki, kl.13
spiladagur, kl. 13 vefn-
aður.
Félagsstarf aidraðra
Dalbraut 18-20. kl. 9
kaffi og dagblöð, böðun,
hárgreiðslustofan og
handavinnustofan opn-
9f, ki. 11.15 matur, kl.
13 opin handa-
vinnustofan, kl. 15
kaffi.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15-
16 og skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl.
16.30-18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting
og verslunin opin til kl.
13, kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 13.30
enska, byrjendur.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ, glerlist kl. 10
og 13, tréskurður kl. 13,
bútasaumur kl. 16.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Myndmennt kl. 13:00.
Piíukast og frjáls sgiia-
mennska kl. 13:30. í
fyrramálið er púttæfmg
í Bæjarútgerðinni kl.
10-12. Á morgun fellur
opið hús niður en verð-
ur næsta fimmtudag 26.
okt. í staðinn.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10:00-13:00. Matur í
hádeginu. Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10.00 í dag.
Söngfélag FEB kóræf-
ing kl. 17.00. Línudans-
kennsla Sigvalda fellur
niður i kvöld, hefst aft-
ur 25. október, Undan-
farin ár hefur Félag
eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni staðið
fyrir fræðslufundum
undir yfirskriftinni
„Heilsa og hamingja á
efri árum“ sem fjalla
um ýmsa sjúkdóma,
sem helst hrjá eldra
fólk. Fræðslufundimir
verða haldnir þrjá daga.
Dagskrá fyrsta dagsins
er sem hér segir: Laug-
ardaginn 21. október kl.
13.30. Gigtarsjúkdómar:
Fyrirlesarar eru Helgi
Jónsson og Arnór Vík-
ingsson. Fræðslu-
fundirnir verða haldnir í
Ásgarði Giæsibæ, fé-
lagsheimili Félags eldri
borgara. Ailir eru vel-
komnir.
Gerðuberg, félagsstarf,
kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10.30 gamlir
leikir og dansar hjá
Helgu Þórarinsdóttur,
kl. 11.20 böm úr Öldu-
selsskóla í heimsókn,
frá hádegi spilasalur op-
inn, kl. 13.30 Tónhornið,
veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs. Allar upp-
lýsingar um starfsemina
á staðnum og í síma
575-7720.
Starf aldraðra Bú-
staðakirkju. I dag kl.
13.30 verður spilað,
fondrað og boðið uppá
kaffi. Allir velkomnir.
Kvenfélagið Aldan. Að-
alfundur verður haldinn
í kvöld miðvikudag 18.
okt. í Borgartúni 18, 3.
hæð, kl. 20.30. Ath.
Breyttur fundarstaður.
Konur fjölmennið.
ITC-deildin Korpa,
Mosfellsbæ, heldur
kynningarfund í kvöld
miðvikudag kl. 20 í
Safnaðarheimili Lága-
fellssóknar, Þverholti 3,
Mos. Allir velkomnir,
upplýsingar gefur Aðal-
heiður s. 5666552
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10-17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 16 hringdansar, kl.
17 bobb og tréskurður.
Fyrirhuguð er jóla- og
tækifæriskortagerð.
Kortin er hægt að búa
til úr t.d. laufum, kvist-
um, steinum, þangi,
blómum o.fl. á pappírs-
renninga. Þátttöku-
skráning fer fram í Gjá-
bakka í s: 554-3400.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Mat-
arþjónusta er á þriðju-
og fóstud. Panta þarf
fyrir kl. 10 sömu daga.
Fótaaðgerðastofan opin
frá kl. 10. Leikfimi kl. 9
og 10, vefnaður kl. 9,
keramikmálun kl. 13,
enska kl. 13.30.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 bútasaumur, 9-12
útskurður, kl. 9-17 hár-
greiðsla, kl. 11 banki,
kl. 13 brids.
Hæðargarður 31. Kl. 9
opin vinnustofa, og fóta-
aðgerð, kl. 13 böðun.
Hvassaleiti 58-60. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir,
hárgreiðsla, keramik,
tau- og silkimálun og
jóga, kl.ll sund í
Grensáslaug, kl. 15
teiknun og málun.
Norðurbrún 1. Kl. 9-16
fótaaðgerðarstofan opin,
kl. 9-12.30 útskurður,
kl. 9-16.45 hand-
avinnustofurnar opnar,
kl. 10.10 sögustund, kl.
13 bankinn og félags-
vist.
Vesturgata 7. kl. 8.30
sund, kl. 9 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
aðstoð við böðun,
myndlistarkennsla og
postulínsmálun, kl.
13-16 myndlistar-
kennsla og postulíns-
málun, kl. 13-14 spurt
og spjallað.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 bankaþjónusta,
kl. 10 morgunstund,
bókband og bútasaum-
ur, kl. 13 handmennt og
kóræfing, kl. 13.30 bók-
band, kl. 14.10 verslun-
arferð.
ITC-deildin Fífa heldur
fund í kvöld á Digra-
nesvegi 12, Kópavogi kl.
20.15. Gestir velkomnir.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530-3600.
Mínningarkort
Heilavernd. Minningar-
kort fást á eftirtöldum
stöðum: í síma 588-
9220 (gíró) Holtsapó-
teki, Vesturbæjar-
apóteki, Hafnarfjarð-
arapóteki, Keflavíkur-
apóteki og hjá Gunn-
hildi Elíasdóttur,
ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Parkin-
sonsamtakanna á Is-
landi eru afgreidd í
sjma 552-4440 og hjá
Áslaugu í síma 552-7417
og hjá Nínu í síma 564-
5304.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9-13, s.
562-5605, bréfsími 562-
5715.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
RlTSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hvað ungur
nemur
ÉG sá það í Mogganum
30.9. að 7 af hverjum 10
hefðu viljað hækka aldur
þeirra sem taka bílpróf. Það
þýðir að ef lögum væri
breytt nú á haustþingi gæti
sá sem væri 17 ára á gaml-
ársdag fengið bílpróf en sá
sem yrði 17 ára á nýársdag
ekki og yrði þvi að bíða í eitt
ár. Svona hundakúnstir
löggjafans finnst mér vart
við hæfi, en hvort það hafi
verið rétt að lækka aldurinn
á sínum tíma, það er svo
annað mái. Bflaflotinn er
orðinn svo mikill að göturn-
ar bera ekki umferðina og
allir að flýta sér, þannig að
þó maður sé á hámarks-
hraða sigla þeir framhjá
manni eins og skeri. Stór-
lega vantar beygjuljós eins
og á Miklubraut þar sem
allir eru að troða sér inn á
hana og lögregla svo fáliðuð
að hún sést lítið. Það sýndi
sig á þeim eina degi sem
hún sást að þá urðu aðeins
þrír árekstrar í bænum. Á
Breiðholtsbraut þar sem
mikið er af ljósum með
beygjum á alla vegu hef ég
aldrei séð árekstur og fer ég
þó oft þar um og allt er það
ljósunum að þakka. Það
besta sem hægt er að gera
til að laga umferðar-
menninguna er að stórauka
fræðsiu í skólum og það
strax í leikskólum, hvernig
á að ganga yfir götu og hin-
um eldri hvernig á að hjóla
og aka og leggja í stæði, því
það er algengt að sjá bíla
taka tvö stæði. Að sýndar
væru myndir úr umferðinni
og leiknar myndir. Ég held
að það myndi skila árangri
þegar til lengri tíma væri
litið. Ekki fyndist mér það
nema eðlilegt að trygginga-
félögin legðu sitt af mörkum
við gerð umferðarkvik-
myndar í skólum. Það gæti
sparað þeim útgjöld í fram-
tíðinni og þá gætu olíufélög-
in sem hafa tekjur sínar af
umferðinni líka lagt eitt-
hvað af mörkum. Við eigum
ekki að ijúka til og hækka
bílprófsaldurinn heldur
auka fræðslu og gera þá
ungu að góðum bílstjórum
og vonandi þeim bestu þeg-
ar fram líða stundir. Það
kom líka fram í könnun nú á
dögunum að það eru ekki
yngstu bílstjórarnir á sínu
fyrsta ári sem flestum slys-
um valda í umferðinni held-
ur þeir sem hafa náð 18 ára
aldri. Á þá að hækka aldur-
inn ennjiá meir og hversu
hátt á þá að fara? Höfum
það í huga að hvað ungur
nemur, gamall temur. Það
er málsháttur sem enn á við.
Guðmundur Bergsson,
Sogavegi 178.
Við mótmælum
ÉG horfði í síðustu viku á
hann Pétur Blöndai á Stöð 2
reyna að gera umræðuna
um fátækt óti-úverðuga.
Hann talaði um að óreglu og
óreiðu væri um að kenna
þar sem erfitt er. Þetta var
sem blaut tuska í andlit
margra sem hér líða skort
vegna fátæktar. Margir
urðu sárir og reiðir út í
þingmanninn og finnst mér
ekki furða. Forsætisráð-
herra sagði síðan í samtali
við Stöð 2 að fréttamaður
hefði lagt honum orð í munn
og gripið fram í fyrir hon-
um. Þetta er engin afsökun.
Það er sorglegt að svona
lagað skuh gerast, að fólki
skuli vera sýnd svona óvirð-
ing. Síðan að Samtök gegn
fátækt voru stofnuð hefur
mikil] fjöidi haft samband,
sem hefur það mjög erfitt
vegna lágra launa og bóta
og sífellds niðurskurðar rík-
isstjórnar. Hver lifir af
50.000-60.000 krónum á
mánuði? Samtök gegn fá-
tækt viija harðlega mót-
mæla þessum ummælum
Péturs Blöndal.
Sigrún Á. Reynisdóttir,
formaður Samtaka
gegn fátækt.
Kínverskt nudd
og nálarstunga
ÉG hef verið afar slæm af
vöðvabólgu í baki og niður í
hendur. Ég var farin að fá
doða í hendurnar. Þá sá ég
auglýsingu frá stofu í
Hamraborg í Kópavogi sem
heitir Kínverskt nudd og
nálarstungur. Ég ákvað að
prófa og nú er ég búin að
fara í nokkur skipti og er að
verða góð. Ég vil endilega
benda fólki á að prufa þetta.
Þetta hefur reynst mér
ákaflegavel.
Esther Magnúsdóttir.
Ljdst seðlaveski
hvarf frá Jómfrúnni
LJÓST seðlaveski hvarf frá
Smurbrauðstofunni Jóm-
frúin í Lækjargötu 4, laug-
ardaginn 14. október sl., á
milli klukkan 16.30-17.
Veskið er varpað með
brúnu og merkt með stöfun-
um S.E.
I veskinu eru öll skilríki
og pappírar, sem eru eig-
andanum afar kærir. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að skila veskinu á
Smurbrauðstofuna Jóm-
frúin Lækjargötu 4.
Dýrahald
Kanúiur
vantar heimili
TVÆR kanínur, ársgamlar,
vantar gott heimili sem
fyrst. Búr og allir iylgihlutir
fylgja. Upplýsingar í síma
567 4840 eða 564 5133.
Krossgáta
LÁRÉTT:
1 erfiðleikarnir, 8 verður
fljótt mótt, 9 enda, 10
fugl, 11 snaga, 13 stal, 15
heilbrigð, 18 spilið, 21
ótta, 22 sorp, 23 hindra,
24 skjail.
LÓÐRÉTT:
2 rík, 3 ávöxtur, 4 álítur,
5 ástundun, 6 hneisa, 7
opi, 12 lofttegund, 14
kyn, 15 vatnsfall, 16
Evrópubúa, 17 þekktu, 18
óskunda, 19 nafnbót, 20
askar.
LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kusan, 4 kolla, 7 kyrrt, 8 regns, 9 afl, 11 röng,
13 iðin, 14 ræðið, 15 strá, 17 nagg, 20 orm, 22 rætur, 23
eisan, 24 tunna, 25 nærir.
Lóðrétt: 1 kækur, 2 sýran, 3 nota, 4 karl, 5 logið, 6 aus-
an, 10 fæðir, 12 grá, 13 iðn, 15 strút, 16 rætin, 18 ansar,
19 ganar, 20 orga, 21 mein.
Víkveiji skrifar...
FARSÍMAR gætu hugsanlega
fyllt í það skarð í þroskaferli
unglinga sem reykingar hafa stund-
um gert, var haft nýlega eftir bresk-
um læknaprófessor í bandaríska
tímaiitinu Newsweek. Ræddi hann
málið á læknaþingi einhvers staðar í
útlandinu og var á því að farsímarnir
gerðu það sama fyrir unglingana
(sérstaklega stúlkur) og talið er að
sígarettur hafi löngum gert, að gefa
þeim þá tilflnningu að þeir væru full-
orðnir.
Víkverja fínnst þessi tilgáta allrar
athygli verð. Sé það rétt að ungling-
ar byrji að reykja bara til að sýnast
fullorðnir þá er farsímaleiðin náttúr-
lega miklu skárri. Þar er þó í það
minnsta ekki verið að anda að sér
skaðlegum efnum eða spúa þeim yfir
aðra. Sumir halda því reyndar fram
að farsímabylgjur séu ekki hollar en
þær eru áreiðanlega ekki jafn áhrifa-
mikill skaðvaldur og tóbakið nema
notkunin taki út yfír allan þjófabálk
og menn séu kannski með símann við
eyrað allan sólarhringinn. Farsíma-
notkunin er þó sama marki brennd
og tóbakið að hún kostar talsverða
fjármuni. Hafi menn farsíma við
höndina er oft alltof þægilegt að
grípa í hann og hringja út og suður,
innanlands sem utan, og er reikning-
urinn þá reyndar fljótur að rjúka
upp. En einhvern veginn finnst Vík-
verja símaánauðin vera skárri en
tóbaksfíknin.
xxx
FYRIR nokkru greindi Víkverji
frá óförum sínum á Norður-
landi, nánar tiltekið í umdæmi lög-
reglunnar á Blönduósi, þegar hann
var gripinn glóðvolgur við að fara yf-
ir velsæmismörk og leyfileg í hraða.
Gerði hann enga tilraun til að út-
skýra eða afsaka framferði sitt, vissi
að hann hafði sprett um of úr spori á
viljugum bílnum. Niðurstaðan varð
krafa um sektargreiðslu sem Vík-
verji samþykkti orðalaust. Eða eins
og það heitir á máli yfirvalda „er yð-
ur hér með gefinn kostur á að ljúka
máli þessu án dómsmeðferðar með
greiðslu sektar". Huggun harmi
gegn.
Vikurnar liðu ein af annarri og
ekki kom gíróseðill. Var hinn brot-
legi farinn að leyfa sér að trúa því að
eitthvað hefði dottið uppfyrir í bók-
haldinu hjá þeim fyrir norðan. Nærri
fjórar vikur og aldrei kom neitt. En
loksins. Það hlaut að vera og gat ekki
verið að menn sýndu neina linkind.
Gíróseðill, innheimta gegnum Seðla-
bankann, fyrir sýslumanninn á
Blönduósi: Krónur 10 þúsund en af-
sláttur ef greitt er fyrir 10. nóvem-
ber. Það er bót í máli. Hægt að fara í
bíó fyrir afsláttinn og kannski líka
kaupa nammi í hléi. Önnur bót í máli
er að hinn brotlegi verður ekki
skráður á sakaskrá og er það til-
greint á seðlinum góða frá Seðla-
bankanum: „Afgreiðsla málsins með
þessum hætti færist ekki í sakaskrá
en brotið varðar 1 punkti sbr. reglu-
gerð um ökuferilsskrá og punkta-
kerfi vegna umferðarlagabrota nr.
431/1998.“ Víkverji verður því að
sætta sig við punktinn. Sá fyrsti - og
vonandi eini - því ekki ætlar hann að
láta þetta henda sig aftur. Spurning
er hins vegar hvort ekki er líka hægt
að fá afslátt af punktunum. Af því
hann er sá fyrsti. Væri það svo frá-
leitt?