Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR , Morgunblaðið/Júlíus Göngum yfir brúna GÖNGUBRÝR eru víða komnar yfir stærstu götur eins og þessi sem auk þess að vera örugg höfn í borgarinnar og hafa stóraukið öryggi gangandi umferðarþunganum veitir skjól gegn veðri og vegfarenda. Fæstar brýrnar eru þó yfirbyggðar vindum. Viðbótarsparnaður hef- ur aukist jafnt og þétt Fólk hafi greinilega tekið við sér í kjölfar kjarasamninganna í vor. Fjöldi þeirra sem gert hefði samn- ing við sjóðinn um greiðslu sparn- aðarins hefði nær tvöfaldast frá því í vor. „Fólk er að taka við sér enda er þetta ein leið til launahækkun- ar,“ segir hann. Minnt á sparnaðinn með auglýsingum Einstaka sjóðir hafa farið þá leið að minna á viðbótarlífeyrissparnað- inn með auglýsingum, bréfasend- ingum eða símhringinum og segja forsvarsmenn þeirra sjóða að það hafi skilað sér með auknum fjölda þeirra sem nýta sér spamaðinn. Ásta Þórhallsdóttir, forstöðumaður íslenska lífeyrissjóðsins sem rek- inn er af Landsbréfum, segir að bréf hafi verið send til sjóðfélaga í vor þar sem minnt var á sparnaðinn og segir að þær áminningar séu enn að skila sér í beiðnum um að hækka sparnaðinn í 4%. Hún segir að svo virðist sem fólk sé að taka við sér eftir sumarfrín og kveður sjóðinn fá margar beiðnir á hverjum degi um hækkun sparnaðarins í 4%. í sama streng tekur Leó Hauks- son, hjá þjónustudeild lífeyrissjóða hjá Kaupþingi. Fjögurra prósenta viðbótarlífeyrissjóðsparnaðurinn hafi aukist jafnt og þétt frá því í vor og ennfremur hafi upplýsingar um sparnaðinn til sjóðsfélaga í haust skilað sér í frekari aukningu á síð- ustu mánuðum. Að sögn Brynju Kjærnested, ráðgjafa í lífeyrisdeild VIB, eru um 5.000 manns með viðbótarlífeyris- sparnað hjá VÍB en af þeim hafi 35% aukið sparnaðinn í 4% frá því í vor. Hún segir að enn streymi inn óskir um viðbótarlífeyrissparnað en telur þó að engin aukning hafi orðið á þeim óskum í haust frá því sem var í sumar. Hún segir að fólk á aldrinum 45 til 50 ára hafi verið hvað duglegast við að nýta sér við- bótarlífeyrissparnaðinn enda er sá aldurshópur, segir hún, farinn að huga mun meira að eftirlaunaárun- um en yngri aldurshópar. um viðbótarframlag vinnuveitenda í kjarasamningum. Litlar sem engar tölur liggja fyr- ir um það hve margir hafa nýtt sér þennan viðbótarlífeyrissparnað en samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu nýttu um 27% launamanna sér möguleikann á 2% viðbótarsparnaði á síðasta ári. Fleiri hafa bæst í þann hóp á þessu ári samkvæmt upplýsingum frá fjármálastofnunum og sjóðum sem Morgunblaðið ræddi við en í sam- tölum við þá kom einnig fram að allt að 35% þeirra sem hefðu nýtt sér 2% sparnaðinn hefðu á þessu ári aukið hann upp í 4% spamað. Þór Egilsson, deildarstjóri sér- eignardeildar Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga meðal sjóðfélaga um að nýta sér viðbótarlífeyrisspam- aðinn frá því kjarasamningar voru undirritaðir og samþykktir í vor. Hann kveðst ekki hafa neinar tölur en segir ljóst að æ fLeii’i nýta sér þann möguleika að leggja 4% af launum sínum í viðbótarlífeyris- sparnað. Aukningin hafi verið jöfn og þétt frá því í vor. „Það er eins og kjarasamningamir hafi ýtt við mönnum. Þeir sjá að ef þeir nýta sér möguleika spamaðarins fá þeir aukið mótframlag frá atvinnurek- endunum. Framlag sem þeir myndu annars ekki fá,“ segir hann. Bjarni Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðs Fram- sýnar, tekur í sama streng og Þór. SÍFELLT fleiri launamenn nýta sér þann möguleika að leggja 4% af launum sínum í viðbótarlífeyris- spamað að því er fram kom í sam- tölum Morgunblaðsins við forsvars- menn fjármálastofnana og líf- eyrissjóða í gær. Engin veruleg aukning hefur þó orðið á meðal þeirra launamanna sem nýtt hafa sér sparnaðinn í haust eins og gert var ráð fyrir í sumar. Aukning sparnaðarins hefur fremur átt sér stað jafnt og þétt frá því í vor eða frá því Alþingi jók heimildir einstaklinga til skatt- frestunar á séreignarlífeyrissparn- aði úr 2% í 4% og frá því samið var Þriðja tófan í rjúpnaferðum haustsins SKOTVEIÐIMAÐURINN Guðni Þór Bjarnason fór líkt og svo margir aðrir í fyrstu rjúpnaferð ársins í vikunni, nokkuð sem væri ekki í frásögur færandi nema hvað fengurinn var harla óvenjulegur fyrir slíka ferð - tvær tófur og ein rjúpa. Veiðiferðin varði aðeins í hálfa klukkustund þar sem farið var í Ijósaskiptunum, rétt áður en myrkrið féll á. Eins og sönnum skotveiðiáhugamanni sæmir fór Guðni árla næsta dags í aðra ferð og þá féll þriðja lágfótan fyrir skoti veiðimannsins. Rjúpnagöngur Guðna virðast samkvæmt þessu ætla að eiga meira skylt við grenjaveiðar en nokkuð annað þet ta haustið eða eins og skyttan sagði sjálf: „Mér líst ekkert á blikuna ef veiðihlutfallið verður svona í vetur - það er ansi hætt við að jólasteikin verði þá í bragðstcrk- ari kantinum." Guðni Þór með fenginn úr „rjúpnaferðunum“. Unnið að endur- skoðun byggíng- arstaðla SIV Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra segir að verið sé að vinna að því í ráðuneytinu með hvaða hætti eigi að end- urskoða núverandi þolhönn- unarstaðla í byggingarreglu- gerð. í niðurstöðum Rannsókna- miðstöðvar Háskóla Islands í jarðskjálftafræðum um jarð- skjálftana á Suðurlandi í júní sl. kemur m.a. fram að brýn ástæða sé til að þróa mismun- andi jarðskjálftastaðla fyrir byggingar og önnur mann- virki eftir landsvæðum og jarðskjálftahættu. Var greint frá því í Morgunblaðinu á þriðjudag að byggingarstaðla- ráð hefði ítrekað sent erindi til stjórnvalda um að unnið verði að því að endurskoða núverandi þolhönnunarstaðla í byggingarareglugerð. Ráðuneyti byggingarmála er umhverfisráðuneytið og segir Siv Friðleifsdóttir að fulltrúum byggingarstaðla- ráðs ætti að vera kunnugt um að verið sé að vinna að um- ræddri endurskoðun í ráðu- neytinu. „Við erum með málið í vinnslu og erum að móta með hvaða hætti eigi að end- urskoða byggingarstaðlana og fjármagna þá vinnu,“ segir ráðherra. Bætir hún því við að ljóst sé að endurskoða þurfi staðl- ana með tilliti til séríslenskra aðstæðna en í Morgunblaðinu í gær kom m.a. fram að þol- hönnunarstaðlamir sem nú er unnið eftir eru að hluta til byggðir á dönskum stöðlum frá upphafi níunda áratugar- ins. Aðspurð kveðst ráðherra ekki vita á þessu stigi hvenær vinnu við endurskoðun staðl- anna muni ljúka. Sektaður fyrir vörslu fíkniefna HÉRAÐSDÓMUR Reykja- ness dæmdi í gær Hafnfirð- ing á fertugsaldri til að borga 80.000 króna sekt í ríkissjóð ellegar sæta fangelsi í 18 daga fyrir fíkniefnabrot. I apríl í fyrra hafði lög- reglan afskipti af manninum og gerði í framhaldi af því húsleit. Við leitina fundust 12,84 grömm af hassi, 0,27 grömm af tóbaksblönduðu hassi, 2,46 grömm af maríh- úana, 13 kannabisfræ og 8 kannabisplöntur. Maðurinn játaði brot sitt og því sekur fundinn. Hann á að baki alllangan sakaferil og á síðastliðnum fjórum árum hefur hann fjórum sinnum brotið gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Þau höfðu þó ekki ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar í þessu máli þar sem einungis var ákært fyrir vörslu efna. Auk sektargreiðslu var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Bestuárlífsþíns... www.namsmannalinan.is Geisladiskataska / Skipulagsmappa / Penni Námsmannalínudebetkort / Bilprófsstyrkir Námsmannaiínureikningur / Netklúbbur Framfærslulán / Lægri yfirdráttarvextir Námsstyrkir / Námslokalán / Tölvukaupalán ISICafsláttarkort / Heimilisbankinn ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki < ■ F.I VflAftl 1 Á.' 1.» U. -... .1./. ‘ .-L. I tkrlr,," 1 m námsmannalínan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.