Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Dagur í lífi
kennarans
í skólastofunni er
orkumikill hópur 9 ára
barna, 20 alls. Þykir
ekki stór bekkur, en
vel stór þegar allir
skyldu vera að verki
snurðulaust. Vænst er
þess að skólatíminn
nýtist sem best. Börn-
in eru í vinnunni og
æfi sig í samviskusemi
við verkefnin - með
því móti fari þeim
iram og verði nýtir
þegnar í framtíðinni.
Ailir ætlast til þess af
þeim, bæði kennarinn,
foreldrarnir og þjóðfé-
lagið. Sjálf eru þau ánægðust og
áhugasömust þegar verkefnin
ganga vel undan, er þau sjá að þau
ráða við þau með góðri einbeitingu.
Nokkur metnaður í mörgum.
Vinnuandi góður - þótt stundum sé
truflun fyrirferðarmikilla einstakl-
inga. Börnin eru ánægð með skól-
ann sinn, þar ríkir góður andi og
gott skipulag. Kennarar vinna eftir
námskrá eins og til er ætlast.
Skóladagurinn hefst á lestri -
allir lesa upphátt. Börnin eru að
fínpússa lestrarkunnáttuna, auka
hraðann og æfa sig í skýrri fram-
sögn. Reyna að leiklesa. Síðan
merkja þau heimalestur, ákveðinn
blaðsíðufjölda, í verkefnabók sína
og skrá heimaverkefni af öðru tagi.
Stinga svo í tösku bókum fyrir
heimaverkefnin.
Þessa dagana er 4. bekkur að
æfa sig á gömlum samræmdum
prófum. Við ætlum að læra eitthvað
af þeim - rifja upp þekkt sannindi
og átta okkur á einhverju óþekktu,
enda fáir dagar þar til bekkurinn
þarf að leysa samræmd próf sem
enginn hefur séð. Tekið til við ís-
lenskupróf, kennarinn flýgur milli
borða og töflunnar - útskýrir, svar-
ar spurningum og leiðbeinir við úr-
lausnir. Undirbýr börnin undir að
vinna slíkt próf upp á eigin spýtur.
Þrjú þeirra skila lausnum sínum
fyrst. Kennarinn fær hjálp þeirra
til að sækja kassa með verkefna-
bókurn og ritþjálfa: ritvélum sem
við erum að læra á. Óvænt eru
þessi gögn læst inni og kennarinn
þeysist eftir lyklum. Þegar allt er
komið í skólastofuna sækja börnin
sér áhöld og bækur og koma sér
fyrir. Mörg börn þurfa hjálp við að
byrja að vinna og sumir ritþjálfarn-
ir eru stríðnir. Unnið er af kappi,
kennarinn vakii' yfir og útfyllir
eyðublað fyrir þau sem ljúka æf-
ingum. Nú þarf að safna mjólkur-
miðum, senda tvö börn til að sækja
drykki og skyr. Svo á að raða öllum
gögnum aftur í kassana (sum börn
kvarta: vilja vinna lengur), senda 4
nemendur með dótið á sinn stað og
snæða nestið. Mjög lítill tími til að
lesa úr framhaldssögunni á meðan,
því að kennarinn þarf að minna
börnin á að drífa sig eftir íþróttir,
hangsa ekki í sturtunum, þurrka
sér í hvelli og koma strax aftur. I
frímínútunum fara þau í íþrótta-
húsið. Tímann notar kennarinn til
að skoða heimavinnu bekkjarins
síðan í gær og ljósrita verkefni.
Börnin koma flest hlaupandi úr
íþróttum, móð og þyrst. Verða
mörg að fá sér vatn að drekka þó
að ekki sé matartími. Eitt þeirra
biður um að mega hlaupa aftur út í
íþróttahús því að húfan varð þar
eftir, annað þarf að sækja íþrótta-
dótið sitt sem gleymdist. Já, vel á
minnst, koma þarf út þremur óm-
erktum íþróttatöskum, sem hafa
hangið á ganginum í vikutíma.
Hverjir eiga þetta? Eftir nokkurt
japl og jaml og skoðun innihalds
ganga töskurnar út. Fjórar úlpur
og ein peysa eru líka í vanhirðu en
verða að bíða eigenda um sinn.
Þetta tekur annars of langan tíma.
Börnin smátínast inn og kennarinn
gefur nokkrum sinnum fyrirmæli
um vinnu, sömu fyiúrmælin. Full-
Rúna Gísladóttir
löng að þessu sinni til
að skrá þau á töflu.
I stofuna okkar er
komin ágæt tölva og
prentari. í dag á að
heíja notkun hennar
og nemendum ætlað
að vinna sjálfstætt eft-
ir lýsingu á blaði, enda
fengin nokkur tölvu-
reynsla í fyrravetur.
Eitt barnanna sest og
eftir nokkrar útskýr-
ingar kennara hefst
það handa. Strandar
strax og kennarinn
þarf að sinna því leng-
ur. Lái því svo enginn
þótt það skilji ekki tölvumálið: File,
Word, Symbol, Arial Narrow,
Bookman Oldstyle, Albertus
Medium. Þessi orð birtast ásamt
mörgum öðrum áþekkum. Hin
börnin nítján í kennslustofunni eru
Kennsla
Hvar stöndum við, spyr
Rúna Gísladóttir, þegar
álag á kennarann verð-
ur of mikið?
ýmist að ljúka við íslenskuna frá
síðustu kennslustund eða byrjuð á
stærðfræði sem er næsta verkefni
enda misfljót að vinna. Nokkur
raða sér fyrir aftan kennarann,
engin þolinmæði til að bíða í sætun-
um eftir hjálp. Tvö þurfa að fara á
klósett - stuttu síðar nokkur fleiri.
Kennarinn skipar biðröðinni í sæti,
brunar milli barna við borðin,
hendist aftur að tölvunni, sér að
mörg bíða, þeytist aftur af stað til
að hjálpa og safnar samtímis ís-
lenskuprófunum, sem allir hafa nú
lokið við. „Krakkar mínir, við eig-
um 7 mínútur í síðari nestistímann
okkar, en því miður - enginn tími í
framhaldssögu vegna tölvutrufl-
ana!“ Blaðið festist í prentaranum.
Næsta blað: Hluti textans kemur
brenglaður - forritið skilar ekki öll-
um leturgerðum sem voru reyndar.
Kennarinn reynir með hraði að
koma þessu í lag og prenta út nýtt
blað, en - prentarinn er óvirkur.
Best að kljást við hann í frímínút-
unum (stytta matartímann). Börnin
fara út. Eftir 5 mínútur áttar
kennarinn sig: Tölvan hefur ruglað
hann í ríminu. Utivarsla á skóla-
velli er hálftími á viku: Hádegis-
frímínúturnar í dag! Kennarinn
brunar fram, - hlaup bönnuð á
göngunum - skellir sér í útifatnað
og út! Á leiðinni út hugsar hann:
Er þetta hægt? Ómanneskjulegar
kröfur!
Eftir útigæslu er kennarinn
heppinn. Hittir tölvufræðing skól-
ans á göngunum, losnar því við að
leita hans til að fá hjálp við tölvuna.
Enda enginn tími til þess, ekki
heldur til að matast.
Enskutími eftir frímínútur -
unnið af kappi - lærð ný orð og þau
skráð.
Loks komið að síðustu kennslu-
stund: Lífsleikni. Oft spinnast góð-
ar umræður í þessum tímum. í dag
ætlum við að setja upp leikþátt úr
efni síðasta kristinfræðitíma. Við
rifjum upp hluta sögunnai' um
Móse og Áron, sem leiddu ísrael úr
Egyptalandi. Leikarar í aðalhlut-
verk valdir - færri fengu en vildu.
Öllum hinum fengið hlutverk. Far-
aó er túlkaður mynduglega, svo og
Móse og Aron. Israelsþjóð þrælar
(leikhópur). En hirðmenn Faraós
(annar hópur) hálfmóðgaðir að
leikslokum: Hlutverk þeirra var
svo lítið. Kennarinn þarf að minn-
ast þess þegar næst á að leika eða
túlka. Álla kennslustundina er
tölvufræðingurinn að koma lagi á
tölvumálin.
I dag fóru með millibilum þrjú
börn úr bekknum í sértíma og tvö í
tónlistarskóla. Kennarinn þurfti að
sjá til þess að tímasetningu allra
væri haldið. Ótalið er ýmislegt sem
segja þurfti og leysa daginn þenn-
an. Hverja mínútu er keppst við og
ábyrgðin er kennarans. Kröfurnar
aukast alltaf fremur en hitt. í
bekknum sem hér er sagt frá eru
þrjú börn sem hafa verið í dönsk-
um, norskum og bandarískum
skóla. Öll þurftu töluverð auka-
verkefni fyrstu vikur í bekknum,
ekkert þeirra var komið jafnlangt
og hann, hvorki í stærðfræði né
öðru.
Hvert stefnum við hraðbyri?
Dagurinn sem hér er lýst er líkur
öðrum dögum kennarans. Fundur
og kennsluundirbúningur ótalinn.
Kostir við kennarastarfið: Líflegt
og skemmtilegt, heldur heilafrum-
unum virkum. En hve lengi endist
kennarinn? Heyi'st hefur af sveit-
arfélagi í Noregi þar sem tveir
kennarar starfa saman í 14-16
barna bekkjum. Óskaaðstæður það.
Erum við á réttri leið eða gerum
við ómanneskjulegar kröfur? Ham-
ingja nýrrar kynslóðar er í veði.
Áhyggjur kennarans eru viðbót-
arálag: Duglegu börnin - og sjálf-
stæðu - bjarga sér, en fá ekki
næga athygli. Ekki heldur börnin
með meðalgetuna. Seinfær börn fá
oft töluverða aukahjálp - þó tæpast
eins og skyldi. Börn með hegðunar-
vanda fá ómælda athygli á kostnað
hinna. Hve mörg börn verða útund-
an þegar annir kennarans hlaðast
upp? Og ... hvar stöndum við þegar
álag á kennarann verður of mikið?
Höfimdur er gruimskólakennari.
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 43
Þetta varðar Samsung örbylgjuofna af geröinni
G2613C keypta milli 30.4. og 10.9.
Við úrtaksprófun fundu eftirlitsmenn okkar framleiðslugalla, sem
gæti komið fyrir í ofnum er keyptir voru á fyrrgreindum tima.
Ekki má tengja ofninn við rafmagnsinnstungu sem ekki er
jarðtengd, eins og fram kemur (leiðbeiningunum sem fylgja
honum. Sé ofninn settur í samband í ójarðtengda innstungu, gæti
straumur komist í ytri hlífina á eintökum sem hafa framleiðslugall-
ann og þau yrðu þannig hættuleg að snerta. Ef þú átt örbylgjuofn
af gerðinni G2613C skaltu hafa samband án tafar við Samsung
viðgerðarverkstæði og láta það athuga ofninn þinn.
Viljirðu frekari upplýsingar
má hafa samband við okkur
í síma +46 20 46 46 46.
pi cr
ELECTRONiCS
Opinn fundur heilbrigðisnefndar
Sjáifstæðisflokksins
Hugmyndir um einkarekstur
i heilbrigðisþjonustunni.
Mánudaginn 23. október kl. 17-19 í Valhöll
Frummælendur:
Guðjón Magnússon
læknir, rektor Norræna
Heilbrigðisháskólans í Gautaborg.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
prófessor, við Háskóla íslands.
Sigurbjörn Sveinsson
læknir, á Heilsugæslustöðinni í
Mjódd.
Fundarstjóri:
■ngibjörg Hauksdóttir
hjúkrunarfræðingur.
Síðan verða almennar umræður.
Allir áhugamenn um heilbrigðismál
eru velkomnir.
Fundarstaður:
Valhöll, Háaleitisbraut 1.
www.xd.is
sími 5151700
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
TILBOÐ
á ölíum vörum í 3 daga
20% afsláttur
fimmtudag, föstudag og iaugardag
Opíð til kl. 16
Íaugardag
C O L O N A L I
andi - Komdu
ó u a r t
Kynning
í dag í Lyfju, Setbergi og á morgun
í Lyfju, Hamraborg frá kl. 13-18
20%
,afsláttur+
kaupaukar
LYFJA
Lyfja fyrir útlitið
Setbergi Sími 555 2306
Hamraborg Sími 554 0102