Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Umferðarátak o g gervilögreglumenn Lögreglustjóraemb- ættin í Kópavogi, Hafnaríirði, Keflavík og á Keflavíkurflug- velli hafa um langt skeið átt gott samstarf um löggæslumál. Nýverið stóðu emb- ættin fyrir sameigin- j£gu átaki um bætta umferð á Reykjanes- braut. Reykjanes- brautin liggur sem rauður þráður í gegn- um lögsagnarumdæmi embættanna en um brautina fara þúsundir Guðmundur bifreiða daglega. Því Sophusson miður hafa umferðar- óhöpp og slys verið þar tíð á undan- förnum árum. Markmiðið með átak- inu var fyrst og fremst að stuðla að fækkun slysa með því að auka eftir- lit með ökuhraða, kanna ástand ökutækja og að upplýsa ökumenn um það hvernig nota skuli nýgerðar vegaxiir. A nokkrum stöðum við Reykjanesbrautina voru sett upp Handboltinn á Netinu ALLTy\/= mbl l.is e/TTH\SA£> /Výn skilti með mynd af lög- reglumanni. I hverjum mánuði eru tugir ökumanna kærðrn fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- brautinni. Hraðakstur- inn er aðalorsök hinna alvarlegu slysa sem þar hafa orðið. Meðan á átakinu stóð urðu hins vegar fá umferð- aróhöpp og engin slys. Sýnileg löggæsla var mikil og ljóst er að hún hafði þau áhrif að reglur um ökuhraða voru að mestu virtar. Lögreglan ræddi einn- ig við ökumenn sem óku hægt og benti þeim á að nota vegaxlirnar til að hleypa fram úr. Vegaxlirnar eiga að tryggja hindrunarlausa umferð og þar með auka öryggi vegfarenda. Margir bílar voru stöðvaðir og ástand þeirra kannað. Eins var bíl- beltanotkun ökumanna og farþega könnuð. I flestum tilvikum reyndust málin vera í lagi. Um niðurstöður átaksins verður fjallað nánar síðai’. Átakið gekk vonum framar og tóku vegfarendur afskiptum og ábend- ingum lögreglunnar vel. Þótt hinu formlega átaki sé lokið munu lög- regluembættin starfa áfram sam- eiginlega að auknu eftirliti á Reykjanesbrautinni og stefna að því markmiði að fækka umferðarslys- um. Við undirbúning átaksins var far- ið yfir það hverning best mætti ná athygli almennings. Fljótlega kom Umferðin Það er trú okkar, segir Guðmundur Sophusson, að gervilögreglurnar hafí átt drjúgan þátt í vel heppnuðu umferðarátaki. upp hugmyndin um gendlögreglu- menn. Ákveðið var að búa til nokkur skilti með mynd af lögreglumanni í fullri stærð og setja þau upp á áber- andi stöðum á Reykjanesbrautinni. Tilgangurinn var ekki aðeins að minna menn á átakið heldur einnig að minna ökumenn á að virða um- ferðarreglurnar og vekja þá til vit- undar um hættur umferðarinnar. Gei’vilögi’eglurnar sem alfarið eru á ábyrgð og framfæri framangreindra lögregluembætta fengu sannarlega mikla umfjöllun. Sambærilegar hugmyndir eru notaðar við umferð- aráróður í öðrum löndum og hafa þær geflst vel. Margir hafa lýst ánægju með þetta framtak og það er trú okkar að gervilögreglurnar hafi átt drjúgan þátt í vel heppnuðu umferðarátaki. Þeim hefur nú verið gefið frí um sinn en ætlunin er að setja þær upp síðar, m.a. við skóla til þess að minna ökumenn á unga vegfarendur. Höfundur er sýslumaður í Hafnarfirði. Fj öregg til sölu SÁ SEM á pennan- um heldur, hefír marg- lýst því hvernig hið nýja auðvald hefir náð öllum undirtökum í Sjálfstæðisflokknum og þar með á lands- stjórninni, því að Framsókn hefir löng- um verið lipur í rill þegar flotinu er ausið. Núverandi ríkisstjórn hefir valið þann kostinn að mylja lungann úr þjóðarauði íslendinga undir örfáa útvalda lénsherra, sem einskis svífast í taumlausri Kvótinn íslenzkir kjósendur hafa horft á það aðgerð- arlitlir, segir Sverrir Hermannsson, að fjör- egg þjóðarinnar, sjáv- arauðlindin, hefir verið gefíð örfáum útvöldum, en byggðarlög landsins skilin bjargþrota eftir. gróðafíkn sinni. Jafnhliða hefir rík- isvaldið laumað í gegnum Alþingi lögum, sem gerir þessum gróðafíkl- um kleift að flytja hið illa fengna Sverrir Hermannsson INNKÖLLUN HLUTABREFAI HLUTABREFASJOÐNUM AUÐLIND HF. VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR Stjóm Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. hefurtekið ákvörðun um að hlutabréf í félaginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. Rafræn skráning tekur gildi þann 29. janúar kl. 9.00. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu htutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga um rafræna eignarskráningu verðbréfa og skráningu réttinda yfir þeim hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Hluta- bréfasjóðnum Auðlind hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki. gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa í Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf„ sem telja nokkum vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hluthafaskrá Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf.. að staðreyna skráninguna með fyrirspum til hluthafaskrár Auðlindar hf.. Ármúta 13a. 108 Reykjavík, eða í síma 515-1500. Komi í tjós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu sem fyrst og eigi síðar en 26. janúar nk. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til hlutabréfa í Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf., s.s. veðréttindi. að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka. verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf.. eigi síðar en 26. janúar nk. Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert hefuraðildarsamning við Verðbréfaskráningu íslands hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Verður hluthöfum nánar tilkynnt um þetta bréfleiðis. HLUTABRÉFASJÓÐURINN AUÐLINDHF. Ármúla 13a. 108 Reykjavík. Sími 515-1500 fjármagn úr landi - skattfrjálst. Hefir höf-. uð sjaldan verið bitið svo rækilega af skömminni. Morgunblaðið upp- lýsti málið á dögunum. I lok þings 1996 læddi formaður efnahags- og viðskiptanefndar fram tillögu um lagaákvæði, án greinargerðar, sem gerir þetta fært. Eng- ar umræður fóru fram, enda voru refarnir til þess skornir. Fæstir munu hafa gert sér neina grein fyrir mál- inu, nema auðvitað hinir nýríku vildarmenn ííkisstjórn- arinnar, sem síðan hafa iðkað þá list að skjóta gripdeildarfé sínu undan skatti og skáka því til útlanda, millj- arða fjárhæðum, skattfrjálsum. Það er til merkis um stöðu þing- ræðis á Islandi nú um stundir, að framkvæmdastjóri einna illmúruð- ustu hagsmunasamtaka í landinu, Verzlunarráðs íslands, stundar það í hjáverkum að gegna formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd á löggjafarsamkundunni. Þau eru að vísu drjúg hjáverkin, sem lýsa sér í fyrrgreindu lagaákvæði um skot nýríku peningafurstanna á fjármun- um sínum undan skatti. Á sama tíma eru þyngdir skattar á láglaunafólki, öldruðum og öryrkjum, og er þar rétt lýst hinum nýja kapítalisma, sem riðið hefii- yfir þessa þjóð. En mikill vill meira. Það hefir aldrei verið álitamál frá örófi að fískimiðin við landið eru hið eina og sanna fjöregg þjóðarinnar. Nú er Qöreggið til sölu Formaður Framsóknarflokksins hefir tilkynnt um þá nýju skoðun sína að hleypa beri útlendu útgerð- arauðvaldi inn í íslenzka fiskveiði- landhelgi. Undh’tektir auðjöfra láta ekki á sér standa, enda sjá þeir nýja möguleika að selja Unilever & Co. veiðiheimildir á Islandsmiðum íýrir áður óþekktar fjárhæðir - og skatt- frjálsar samkvæmt lögum vildarvin- anna. Og súsararnir fagna heilshug- ar. Að vísu er meira en líklegt að sala á veiðiheimildum til útlendinga þýði endalok efnalegs sjálfstæðis Islend- inga. Og hvað með það? Ber ekki mest að meta hagsmuni auðvalds- ins? Hvað eru menn að tala um frelsi og sjálfstæði á gömlum úrelt- um nótum, þegar þeim býðst að ganga á hönd hinum alfrjálsa mark- aði, þar sem peningamir einir ráða ríkjum og þjóna bezt þeim, sem með kunna að fara - hinum nýju bjarg- vættum, sem almúganum ber að falla til fóta og tilbiðja? Enda er svo komið, sem betur fer, að furstarnir eru byrjaðir að kjósa til Alþingis með peningunum sínum, þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru af þeim gerðir út. Islenzkir kjósendur hafa horft á það aðgerðarlitlir að fjöregg þjóðar- innar, sjávarauðlindin, hefir verið gefíð örfáum útvöldum, en byggðar- lög landsins skilin bjargþrota eftir. Á að trúa því að kjósendur bregðist við með sama sinnuleysinu, þegar landsstjórnarmenn leyfa hinum út- völdu að selja það sama fjöregg út- lendu útgerðarauðvaldi? Færð hafa verið fram þau falsrök, að af því sem íslendingum leyfist að fjárfesta í erlendum sjávarútvegi hljóti þeir að bjóða hinum erlendu upp á það sama hjá sér. Hér er engu saman að jafna. Sjáv- arútvegur í öðrum nálægum löndum er brotabrot af hagkerfi þeirra þjóða. Á Islandi er hann sjálf undir- staða búsetu þjóðarinnar í landinu. I þetta sinn er ekki verið að bera víurnar í Grímsey eina eins og forðum daga. Island allt er lagt und- ir. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.