Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ r. Vi Gj á milli manna Takist hins vegar ab lœgja öldurnar eftir blóðbað undanfarinna vikna og koma friðarferlinu afstað á ný má fara að velta fyrir sér hvort þar sé komið að því verði ekki snúið við. Þegar tilkynnt var um samkomulag Ehuds Baraks, for- sætisráðherra ísraels, og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, á þriðju- dag um vopnahlé veltu menn því fyrir sér hvort best væri að mæla endingu þess í mínútum, klukku- stundum eða dögum. Sama dag féllu tveir Palestínumenn og Bar- ak lét þegar í það skína að tækist ekki að binda enda á ofbeldið yrði gripið tiþ hervalds. Bæði Israelar og Banda- ríkjamenn þrýstu á Arafat um að binda enda á róstur á götum úti á Vesturbakkanum og Gaza eins og um væri að ræða krana, sem hægt væri að skrúfa fyrir og frá. VIÐHORF • SÚ tilh.neig" vivnunr mgermjog sterkáVest- urlöndum að skella skuld- Eftir Karl Biöndal inni á Arafat og Palestínumenn. Þannig eru það ávallt Palestínu- mennimir, sem pru að fremja hryðjuverk, og ísraelar aðeins að svara fyrir sig. Gildir þá einu að ísraelar hafa tekið lögmál Hamm- úrabís um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og breytt í augu fyrir auga og tennur fyrir tönn. Fyrir hvern Islraela, sem fellur, þurfa nokkrir Palestínumenn að láta líf- ið. Palestínumenn eru hins vegar aldrei að svara fyrir sig heldur eiga ávallt upptökin. Svo fullir eru ísraelskir ráðamenn af réttlætis- kennd að þeir líta ófrávíkjanlega svo á að með þeirra aðgerð hafi verið settur punktur í kafla þar sem þeir eigi skilyrðislaust að eiga síðasta orðið. Það er reyndar ekki nýtt að menn réttlæti gerðir sínar hverj- ar, sem þær kunni að vera, og geri því skóna að athafnir and- stæðinganna séu verk djöfulsins. Þegar krossfaramir stráfelldu íbúa Jerúsalems árið 1099 höfðu þeir hreina samvisku. Þeir voru aðeins að eyða þjónum antíkrists. Mannfræðingar hafa haldið því fram að það sé einfaldlega spum- ing um hugarástand heildarinnar hvort ákveðinn hópur manna lítur svo á að það sé glæpur eða gagn- legt að drepa mann. Harðlínumenn í Israel segja að heimsókn stjómmálamannsins Ariels Sharons á Musterishæð í Jerúsalem haíi verið tækifærið, sem Arafat beið eftir til að hleypa öllu í bál og brand. Þegar umheim- urinn fordæmir ísraelska her- menn fyrir að skjóta palestínsk börn er svarið að Palestínumenn noti þau sem skjöld þegar þeir sæki fram. Eins og palestínskar mæður og feður sláist um að fórna afkvæmum sínum og senda þau í opinn dauðann fyrir Arafat. Það em áhöld um það hversu mikla stjóm Arafat hafi á ástand- inu. Bandaríkjamenn voru um tíma sannfærðir um að hann gæti hamið landa sína, ekki síst vegna þess að yfirmenn öryggismála á Vesturbakkanum annars vegar og Gaza hins vegar hafa náð góðu sambandi við bandarísku leyni- þjónustuna, CIA, sem hefur verið milliliður milli Palestínumanna og ísraela í öryggismálum. Einnig kann að skipta máli að Banda- ríkjamenn hafi viljað trúa á vald Arafats. Af óeirðunum undan- famar vikur má hins vegar ráða að svo sé ekki og innan Hamas og meðal almennings séu öíl og ein- staklingar, sem séu alls ekki sáttir við gang mála. En það má vitaskuld einnig velta því fyrir sér af hverju aðeins Arafat er spurður hvers vegna hann geti ekki hamið sína menn, en ekki Barak. Þegar drápin hóf- ust höfðu ísraelskar öryggissveith- þó sviðið út af fyrir sig. I Nasaret gekk ísraelskur almenningur ber- serksgang. Enginn vændi Barak um að hafa ekki stjórn á sínu fólki. Það er ekkert nýtt að gjá mynd- ist milli ráðamanna og al- mennings. Vísbendingar um þenn- an mun eru samskiptin milli þeirra, sem hafa farið með samn- inga milli ísraela og Palestínu- manna. Þegar fundinum, sem haldinn var fyiir milligöngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Camp David í sumar, lauk féllust samningamennirnir í faðma og hörmuðu fulltrúar hvorra tveggju hið glataða tækifæri. Slíka sam- kennd er ekki að finna meðal al- mennings, hvorki í röðum ísraela né Paiestínumanna, sem um þess- ar mundir sjást ekki fallast í faðma á götum úti. Það var reyndar niðurstaða þess fundar, sem leiddi til þess að spjótin fóru að beinast að Arafat. Barak hafði seilst eins langt og hann þorði, meðal annars með því að gefa talsvert eftir í Jerúsalem en Arafat var ekki ánægður og fékk ekki þann stuðning sem hann þurfti. Eftir fundinn gagnrýndi Clinton Arafat harðlega fyrir að gefa ekki eftir. Líkt og þegar óeirðimar hófust eftir heimsókn Sharons á Musterishæðina beind- ust spjótin þá að Arafat. Hann skal ávallt gefa eftir og gildir þá einu þótt Israelar séu að brjóta gerða samninga eins og þegar þeir halda áfram svokölluðu landnámi á svæðum, sem Óslóarsamkomu- lagið kveður á um að því skuli hætt. Hér er ekki ætlunin að bera blak af Arafat. Stjórn hans er spdlt og grimm og byggð á klíku- skap og að hygla vandamönnum. Það verður hins vegar skiljanlegt að Palestínumenn sannfærist um að Bandaríkjamenn og Israelar standi saman gegn þeim þegar þeir láta eins og Arafat eigi að standa og sitja eftir þeirra höfði. Þetta veikir ekki aðeins Arafat, heldur grefur undan friðarferlinu. Niðurstaðan í Camp David varð reyndar ekki til að hjálpa Barak heldur. Hann var gagnrýndur heima fyrir. I síðustu viku talaði Barak um að mynda þyrfti þjóð- stjóm og biðlaði til Likud- bandalagsins, sem er í stjórnar- andstöðu. Undirtektir vom engar og sagði einn þingmaður Likud að það þyrfti að skipta Barak út, ekki bjarga honum. Ef ekki tækist að leysa úr málum yrði einfaldlega að • boða til nýrra kosninga. Hrökklist Barak frá er víst að friðarferlið verður lagt á ís líkt og í valdatíð Benjamins Netanyahus. Takist hins vegar að lægja öldum- ar eftir blóðbað undanfarinna vikna og koma friðarferlinu af stað á ný má fara að velta fyrir sér hvort þar sé komið að því verði ekki snúið við. Meiri mann- úð og mildi Tekjutengingar bóta hafa verið við lýði ára- tugum saman. í tíð þessarar ríkisstjórnar er verið að minnka þær tengingar. Við þurfum hins vegar að gera bet- ur. Tvær nefndir vinna að undirbúningi þess, nefnd heilbrigðisráð- herra, með Guðmund G. Þórarinsson sem formann, og hin nefnd- in er skipuð á gmnd- velli stjórnarsáttmál- ans og þar er formaður Ólafur Davíðsson ráð- uneytisstjóri. í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir m.a. svo um Aldraðir í hverju þjóðfélagi, segir Hjálmar Jónsson, eru alltaf einhverjir sem ekkert kerfí getur hjálpað. markmið ríkisstjórnarinnar á kjör- tímabilinu: „Að endurskoða almannatrygg- ingakerfið svo og samspil þess við skattkerfið og lífeyrissjóðakerfið með það að markmiði að umfang og kostnaður við stjórnsýslu verði sem minnstur og framkvæmd verði ein- földuð og samræmd til hagsbóta fyr- Hjálmar Jónsson ir bótaþega. Áhersla verði lögð á að tryggja sérstaklega hag þeirra öryrkja, fatlaðra og aldraðra sem lægstar tekjur hafa.“ Nefndirnar hafa safnað upplýsingum og niðurstaðna og tillagna er að vænta á næst- m unni. _ V Lífeyrissjóðakerfið jr tekur sífellt betur við af almannatrygginga- ÆKM kerfinu þótt seint muni það gera hið síðar- nefnda með öllu óþarft. Heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu er vissu- lega tímabær. Fullur vilji er til þess að koma til móts við þá hópa fólks í þjóðfélaginu sem eru í raunverulegri þörf fyrir aukinn stuðning. í umræðum undanfarið hefur Pét- ur H. Blöndal nefnt dæmi um fólk sem telur sig hjálpar þurfi þrátt fyr- ir háar tekjur. Fólk sem nær ekki endum saman vegna óráðsíu og of- neyslu af ýmsu tagi. Hann er til- búinn með mörg dæmi um þetta. Gott og vel. Fyrst hann getur hand- plokkað vandræðamennina út úr er líka hægt að finna þá sem raunveru- lega eru vanhaldnir og þurfa aukna aðstoð, t.d. foreldra, hjón eða ein- stæða foreldra sem finna sig van- megna vegna fötlunar eða sjúkdóma og þjást enn þá meira vegna þess að börnin þeirra fara á mis við margt það sem flest börn geta valið. Sú þjáning brýst eðlilega oft út í reiði og_það má ekki villa mönnum sýn. I upplýstu þekkingarþjóðfélagi er vissulega hægt að ná til þessa hóps. Þurfi að sérsmíða reglur er það líka hægt, taka tillit til fjölskyldustærð- ar o.s.frv. Sama gildir um þann tiltölulega litla hóp aldraðra sem lifir á bótun- um einum saman. Mikill meirihluti aldraðra býr við allgóðan hag. Þar má líka taka dæmi af fólki sem hefur ýmsar aukatekjur sem það telur ekki upp í viðtölum en koma á dag- inn þegar betur er að gáð. Að sjálfsögðu á að fara í öll dæm- in, ekki afsaka seinlæti og tregðu með því að einhverjir væru tilbúnir til að misnota aukinn stuðning. Það má fyrirbyggja. Pétur H. Blöndal hefur minnst á þann bölvald margra heimila sem áfengið er. Ekkert barn kýs sér það hlutskipti að alast upp við alkóhól- isma foreldranna, annars eða beggja. Drykkjuskapur sem kemur niður á saklausum börnum er ekki afsökun fyrir því að halda að sér höndum heldur hvatning, áskorun og krafa um að bregðast við með öll- um tiltækum ráðum og minnka eftir föngum skaðann sem af óreglunni hlýst. Það er skref í vitlausa átt að minnka hömlur í aðgengi að áfengi. Allir eru ábyrgir. Þegar þú veist af einhveijum í samfélaginu sem líður skort eða neyð er það einfaldlega skylda þín, hver sem þú ert, að bregðast við. Það er ódýr afsökun, lausn eða friðþæging að kenna stjórnvöldum um allt sem miður fer. Almennar reglur og öryggisnetið, sem við viljum þétta og styrkja, los- ar engan mann undan þeirri ábyrgð að sinna þörfum náunga síns -sé hann hjálparþurfi. I hverju þjóðfé- lagi eru alltaf einhverjir sem ekkert kerfi getur hjálpað. Þess vegna verður alltaf þörf á náungakærleika, meðvitund um það hvernig öðrum líður og vilja til þess að leggja lið. Höfundur er þmgmuður. Nýjungar og rann- sóknir í verkfræði RANNSÓKNIR og þróun eru undirstaða aukinnar velmegunar á Islandi eins og í öðrum löndum. Þetta kemur fram í stefnuskrá allra stjórnmálaflokka en misjafnt er hversu vel yftrlýst stefna hefur skilað sér í fjárveiting- um til þessa mála- flokks. Rannsóknir og þróun eru einnig hug- tök sem flestir eiga erf- itt með að gera sér grein fyrir hvað þýða í raun. Vegna mikilvæg- is þessarar starfsemi og vegna þess hve lítið er um hana fjallað á opinberum vettvangi gengst Vérkfræðingafélag Islands fyrir ráðstefnu þriðjudaginn 24. október nk. þar sem kynnt verða mörg helstu rannsóknar- og þróun- arverkefni í verkfræði sem unnið er að í dag. Með kynningunni hyggst félagið gera þessa starfsemi að- gengilegri fyrir jafnt leika sem lærða, auka skilning manna á henni og sýna hversu umfangsmikil og fjölbreytt hún er. Verkfræðirannsóknir lítt sýnilegar í daglegri umfjöllun er verkfræð- in ekki ýkja sýnileg. Gott dæmi um það er nýja brúin yfir Fnjóská sem opnuð var í seinustu viku. I fréttum var greint frá þessari miklu sam- göngubót og sýnt þegar klippt var á borða en hvergi var getið um það verkfræðilega afrek að hanna þessa brú sem þó er lengsta bogabrú landsins. Þarna hefði mátt draga fram verkfræðiþáttinn sem er undir- staðan fyrir þetta einstæða mann- virki. Þannig má nefna ótal dæmi um nýjungar sem hafa mikil áhrif á daglegt líf og byggjast alfarið á rannsóknum og verk- fræði þar sem verk- fræðiþátturinn gleym- ist þegar nýjungin er komin á markað. Þess vegna m.a. er þörf á kynningu sem hér um ræðir. Hverjir stunda verkfræðirann- sóknir? Rannsóknir eru einkum stundaðar hjá þremur aðilum: Verk- fræðistofnun H.I., rannsóknastofnunum atvinnuveganna og stærri fyrirtækjum. Rannsókna- frelsi og rannsóknaskylda einkennir þetta starf innan háskóla. Fjár- mögnun rannsóknaverkefna er þó sá drifkraftur sem nauðsynlegur er til þess að árangur náist og er leiðir til náinnar samvinnu Háskóla og fyrir- tækja/stofnana. Rannsóknastofnan- ir verða einnig að fjármagna rann- sóknir sínar að mestu með fjármagni frá fyrirtækjum sem hyggjast nýta sér væntanlegar niðurstöður svo og rannsóknasjóðum innlendum og er- lendum. Þannig er yfir 70% af veltu Rb og ITI sjálfsaflafé. Fyrirtækin fjárfesta að sjálfsögðu í rannsóknum sem styrkja framleiðslu þeirra og rekstur. Hvað verður kynnt á ráðstefnunni? Kynning rannsóknaverkefna fer fram samhliða í þremur sölum. í ein- um salnum verða kynnt verkefni á sviði umhverfis- og byggingaverk- fræði, í öðrum á sviði rafmagns- og tölvuverkfræði og í þeim þriðja á sviði véla- og rafmagnsverkfræði. Kynnt verða 32 verkefni og verður hvert þeirra kynnt með 15-20 mín- útna erindi. Fjölbreytni verkefn- Verkfræði s I daglegri umfjöllun, segir Hákon Olafsson, er verkfræðin ekki ýkja sýnileg. anna er mikil og verður áreiðanlega auðvelt fyrir menn að velja verkefni sem vekja áhuga þeirra. Eftirfar- andi upptalning sýnir fjölbreytni er- indanna: Umhverfis- og byggingar- annsóknir: Áhrif Suðurlandsskjálfta 2000, sjálfútleggjandi steinsteypa, vegakerfið og ferðamálin. Á sviði véla- og iðnaðarverkfræði má nefna: Hönnun og greining á toghlerum, minnismálma og notkun þeirra til raforkuframleiðslu, hönnunarhita- stig fyrir hitaveitur og bestun sjáv- arútvegsfyrirtækja. A sviði raf- magns- og tölvunarverkfræði má nefna: Hermi fyrir jámblendiofna, M3000 íslenska tölvu fyrir matvæla- iðnað og aukna hagkvæmni í þriðju kynslóð margmiðlunarkerfa. Lokaorð Þótt verkefnin séu mörg er að sjálfsögðu langt frá því að um tæm- andi kynningu verði að ræða. Ef vel tekst til nú gæti kynning af þessu tagi orðið árlegur viðburður. ÖIl eru verkefnin afar áhugaverð og mikil- vægt er að þau fái almenna kynn- ingu sem aukið getur notagildið og orðið hvati til nýrra rannsóknaverk- efna. Dagskráin verður kynnt ítarlega í auglýsingu nk. sunnudag en að- gangseyrir verður 1.500 kr. Skrán- ing fer fram á skrifstofu VFI í síma 568-8511, netfang vfi@vfi.is. Höfundur er formaður VFÍ. Hákon Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.