Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ 70 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 Glæsileg Versace snyrtítaska fyigir kaupum á tveimur hlutum í línunni. Vertu velkomin. HAGKAUP Kringlunni FOLKI FRETTUM Rauði kross íslands www.redcross.is Orkumjólkin er sérþróuö meö þaö fyrir augum að vera svalandi og hressandi orkugjafi milli mála. Uppistaðan er léttmjólk sem bætt er með eggjum, D-vítamíni, •s5' "V þrúgusykri ogtrefjum. ms" Fullorðinsgælur TOJVLIST Geisladiskur BABY Baby, geisladiskur Röggu. Fiutningur var í höndum Ragnhildar Gísladóttur en Matt- hildur aðstoðar í laginu „Matthiid- ur“. Öll lög eru eftir Ragnhildi Gísladdttur fyrir utan „Þei, þei, rd, rd“ sem er þjdðlag. Addi 800 tdk upp og sá einnig um forritun. Vitund og Skífan gefa út. imr í Zimbabwe deyja tvö þúsund manns á viku úr alnæmi. Með tveggja tima göngu á laugardaginn 28. október bjargar þú mannslífum! Haust- og vetrarlitirnir „5ENSATI TWIST" eru kon verslahi ORKUMJÓLK Skráðu þig í síma 570 4000 eða á www.redcross.is TITILL þessarar plötu gefur ýmislegt til kynna um innihaldið því hér eru á ferðinni barnslegar og einfaldar lagasmíðar; nútíma- vögguvísur handa reifabörnum tölvualdarinnar. Ahrif ýmissa tón- listarmanna umlykja þessar laga- smíðar og hvort þau eru tilkominn fyrir slysni eður ei þori ég ekki að dæma um. Líklega er um að ræða blöndu af þessu tvennu. Söngurinn minnir t.d. ískyggilega á söng tví- buranna úr múm - þó má ekki gleyma að Ragnhildur beitti fyrir sig álíka mjóróma röddu og þær systur fyrir árafjöld á Pílu Pínu- plötunni. Ragga notar og mikið eigið „bullmál“ í lögunum. Jón Þór nokkur Birgisson, liðsmaður hljómsveitarinnar Sigur Rósar er einnig þekktur fyrir slíkt - engu að síður beitti Ragga bullmáli á sinni fyrstu sólóskífu, Rombigy, sem út kom árið 1992, svo og á skrokkapoppsplötu HumanBody- Orchestra sem út kom í fyrra. Já, hvort kom á undan, eggið eða Ragga? Onnur áhrif sem flökta þarna nokkuð áberandi í kring eru komin frá listamönnum eins og Björk, Enyu og Plone (sveit sem hljóðrit- ar fyrir bresku raftónlistarútgáf- una Warp). Nútíma sveim- og trippahoppsáhrif láta einnig kræla á sér og asísk/japönsk minni eru áberandi. Platan er svífandi bæði og draumkennd. Lögin líða létt og áreynslulaust fram hjá manni og útsetningar eru minimalískar og berar. Eðli og inntak sveimsins (e. ambient), en sú tónlistarlega nálg- un hefur verið æði vinsæl síðustu tíu ár eða svo, er að tónlist eigi einfaldlega að vera fremur en að áreita. Þó er ekki sama hvernig með er farið og finnst mér Ragga fara nokkuð flatt í meðhöndlun sinni á forminu. Platan er nefni- lega það mjúk og áreynslulaus að hún verður næsta óeftirtektarverð, og það á neikvæðan hátt. Margoft hrökk ég upp við þögn, hafði þá misst af plötunni, tók ekki eftir því að ég hefði verið að hlusta á tón- list. Melódíur laganna eru og fremur óspennandi, varla fugl né fiskur Landssöfnun, , . Ý , . _ Rauða kross Islands gegn alnæmi í Afríku 28. október 2000 Alnæmi er atvarlegasta heilbrigðisvandamál sem Afríkubúar standa frammi fyrír. Reynslan sýnir að með markvissrí fræðslu er hægt að draga verulega smiti og bjarga fólki þannig frá bráðum dauða. Rauði kross íslands gengst fyrir landssöfnun 28. október til að berjast á móti þessum mikla vágesti. Þetta góða fólk ætlar að ganga i hús og safna framlögum meðal landsmanna. Okkur vantar fleiri sjálfboðaliða. Átt þú stund aflögu? Morgunblaðið/Kristinn „Hér eru á ferðinni barnslegar og einfaldar lagasmíðar; nútímavöggu- vísur handa reifabörnum tölvuaklarinnar," segir Arnar Eggert Thor- oddsen m.a. í dómi sínum um plötu Röggu, ISuby. einhvern veginn. Lagið „Itzy dot“ hljómar t.d. eins og múmstelpurn- ar séu að syngja yfir lagi eftir En- yu og eins gæti lagið „April“ verið úr kistu írsku sófasveimssöngkon- unnar. Hvorugt kann góðri lukku að stýra. Best tekst Röggu upp er hún nuddar sér upp við nýmóðins raf- takta í laginu „Mamma Lisa“ en botninum er hins vegar náð í lög- um eins og „Móle zantsie" og „Sól“ en þar minnir undirleikurinn helst á geldan svuntuþeysara frá níunda áratugnum. Því var gaukað að mér að Ragga hefði hugsað sér Baby sem barna- plötu fyrir börn (í því tilfelli myndi hún líklega virka best á aldurinn eins til tveggja). Þessi staðhæfing kann að hljóma- furðulega en er það samt ekki í ljósi þess að dæmi eru um barnaplötur sem eru leynt og ljóst ætlaðar fullorðnum (Abba- babb-plata dr. Gunna og vina hans, Lög unga fólksins með Hrekkju- svínunum). Ragga fellur þó í þá gryfju, hvort sem henni líkar það eða ekki, að búa til plötu sem er fyrst og fremst fyrir fullorðna. Maður hefur nefnilega óþægilega á tilfinningunni að Ragga sé á ein- hvern hátt að reyna að halda í nýj- ustu stefnur og strauma í tónlist, og þá í einhvers konar jaðartónlist. Ef það er raunin er sú tilraun hvorki sérlega beysin né sannfær- andi, í besta falli fínasta einka- flipp. Það eitt að hafa sig í að gera þessa plötu er aðdáunarvert og hugmyndin er vissulega ágæt - platan sjálf skilur hins vegar ósköp lítið eftir, plata sem auðvelt er að dást að en fullerfitt að elska. Arnar Eggert Thoroddsen SVALANOI ORVKKUR ÖG KRESSANOi ÖRKUGJAFI Tónlist á tölvuöld í GÆR hófst fyrsta alþjóðlega raf- og tölvutónlistarhátíðin sem haldin hefur verið hér á landi. Hún mun fara fram að mestu í tónlistarhúsi Kópavogs, Salnum, og ber hún hcitið ART 2000. Hátíðin er umfangs- og efnis- mikil enda hrópar málefnið á slíka afgreiðslu. Tölvubyltingin er án efa ein mikilvirkasta bylt- ing sem orðið hefur á háttum mannkynsins og ekki þarf að fjölyrða um hinn stóra þátt tónlistar á menningu og hugar- starfssemi jaðarbúa. Á hátíð- inni er ætlunin að setjast á rökstóla og ræða tengsl þess- ara tveggja hluta auk þess sem tónlistarlegar uppákomur verða í forgrunni. Meðal gesta verða Paul Lansky, tónskáld og forstöðumaður tón- listardeildar Princeton háskóla, Clarence Barlow, tónskáld og listrænn stjórnandi Instituut voor Sonologie í Haag og Jack Veese, forstöðumaður Music Technology deildar Yale háskóla. Af öðrum gestum er rétt að nefna norska sveimtæknólistamanninn Bio- sphere og einnig mun íslenska raftilraunasveitin Stilluppsteypa kíkja á klakann í tilefni hátíðar- innar. Allar nánari upplýsingar er hægt að sækja á slóðina www.musik.is/art2k/art2k.html. Fréttir á Netinu ýg> mbl.is _ALLTAf= eiTTH\^\£f NÝTT ART 2000,18. -28. október, í tóniistarhúsi Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.