Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Tugir jiúsunda vinna við björgunarstörf í Sviss og á Italíu
Þjóðflokkaerjur
í Nígeríu
Gífurlega
mikið starf
fram undan
Piacenza, Mflanó, Cremona. AP, AFP.
ÍBÚAR NV-ítalíu tóku að tínast til
heimila sinna í gær. Vatnsyfirborð i
ánum í Alpadölunum var komið í
eðlilegt horf eftir að stytt hafði upp.
Ibúar austurhluta Pó-hásléttunnar
bættust hins vegar í hóp þeirra ríf-
lega 40.000 ítala sem hafa þurft að
rýma heimili sín undanfarna daga
þegar flóðbylgjan færðist austur á
bóginn.
Til að koma í veg fyrir að Pó
flæddi yfir bakka sína í byggð létu
yfirvöld í gær rjúfa stíflugarða á
óbyggðum svæðum hásléttunnar, í
Reggio Emilia héraðinu, minnug
flóða þar 1951 sem kostuðu 91
manns lífið. Annars staðar unnu
herinn og sjálfboðaliðar að því að
styrkja varnargarða. Það dugði þó
ekki til í bænum Cremona þar sem
Pó flæddi um hús sem voru reyndar,
að sögn yfirvalda, byggð í óþökk
þeirra á vatnasvæði Pó.
Yfirvöld vöruðu einnig við hætt-
unni á því að vamargarðar brystu í
Emilia-Romagna héraðinu en ein-
göngu örfáir af 12.000 íbúum þess
yfirgáfu heimili sín, þrátt fyrir að-
varanir stjórnvalda.
Enn hætta á aurskriðum í
Aosta-dalnum
Mörg þúsund sjálfboðaliðar unnu
við björgunarstörf í gær. Gífurlega
mikið starf er fram undan við
hreinsun húsa og endurreisn í þeim
bæjum sem verst hafa orðið úti.
I Aosta-dalnum, þar sem á annan
tug manna létu lífið í flóðuni og
aurskriðum um helgina, lést maður
sem var við björgunarstörf, er
aurskriða féll á hann. Yfirvöld óttast
fleiri aurskriður þar um slóðir. Yfir
þrjátíu manns hafa alls látist í nátt-
úmhamförunum í N-Ítalíu og Sviss
og enn er á annan tug manna sakn-
að. Nokkur lík fundust í bænum
Gondo í Sviss, sem liggur við landa-
mæri Ítalíu. Einn þriðji hans jafnað-
ist við jörðu í aurskriðu um helgina.
I Aosta-dalnum fannst lík fjöl-
skylduföður. Aður höfðu sonur hans
og eiginkona fundist en aurskriða
féll á heimili þeirra á laugardag.
Áfram var unnið að því að leita
þeirra sem saknað er.
Jóhannes Páll páfi II sendi öllum
fómarlömbum flóðanna samúðar-
kveðjur í gær og forseti Italíu, Carlo
Azeglio Ciampi, heimsótti Aosta-
dalinn og Tórínó. Hann flaug á stað-
inn í þyrlu enda enn erfitt yfirferðar
á flóðasvæðum. Aðalleiðin milli
Frakklands og Ítalíu, yfir Alpana,
var enn lokuð í gær en brautarspor
milli Sviss og Italíu var opnað og
sömuleiðis leiðin milli Mílanó og
Bologna. Yfir 1.000 ferðamönnum,
mörgum erlendum, sem lokuðust
inni í bæjunum Zermatt og Saas
Fee í svissnesku Ölpunum, var
bjargað til byggða í þyrlu í fyrrinótt.
Verksmiðjur opnaðar á ný
Verkamenn í verksmiðjum Fiat-
verksmiðjunnar í Tórínó hófu störf í
gær. Yfirvöld þar óttast um sam-
keppnishæfi héraðsins nú eftir flóð-
in en talið er að viðskiptatap ein-
göngu nemi 2,6 milljónum Banda-
ríkjadala. Alls er tjón af völdum
flóðanna er metið á mörg hundruð
milljónir dala í hvoru landinu um
sig. ítölsk menningarverðmæti hafa
þó sloppið mjög vel, þrátt fyrir að
vatn hafi fiætt inn í margar kirkjur,
sem hafa listaverk að geyma.
Italski forsætisráðherrann, Giuli-
ano Amato, sagði í gær að ríkis-
stjórnin myndi leggja sem svarar 66
milljónum dala til að hjálpa fórnar-
lömbum flóðanna.
Barnakuldaskór
Hokotex filma, Vatnsfráhrindandi
~oppskórinn
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY)
SÍMI 533 3109
Opið frá kl. 10-18
Opið lau. til kl. 16
l)ppskó
rinn
VELTUSUNÐI V/INGÓLFSTORG
SÍMI 552 1212
Opið frá kl. 10-18
Opið lau. til kl. 14
Póstsendum samdægurs
fbúar Tórínó hreinsa heimili sín.
Austurbakki
Tilkynning um rafræna skráningu
hlutabréfa í Austurbakka hf.
Þann 3. nóvember 2000 verða hluLabréf í Austurbakka hf.
tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands
hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf
félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hlutabréf félags-
ins, sem eru útgefin í pappírsformi í samræmi við heimild í
ákvæði til bráðabirgða nr. 2 í lögum nr. 131/1997 um raf-
ræna eignaskráningu verðbréfa, sbr. ó. gr. laga nr.
32/2000 um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu raf-
rænnar eignaskráningar á verðbréfum og reglugerð nr.
397/2000 um rafræna eignaskráningu verðbréfa í
verðbréfamiðstöð.
Skorað er því á eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja
nokkurn vafa leika á joví að eignarhald þeirra sé réttilega
fært í hlutaskrá Austurbakka hf., að staðreyna skráninguna
með fyrirspurn til Austurbakka hf. á Köllunarklettsvegi 2, 104
Reykjavík, fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á þá,
sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s.
veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings-
stofnun (viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki).
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reiknings-
stofnun, sem hefur gert aðildarsamning við Verðbréfaskrán-
ingu Islands hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu.
Stjórn Austurbakka hf.
Yfir hundr-
að manns
hafa fallið
Lagos. AFP, AP.
TALIÐ er að yfir hundrað manns hafi
fallið í þjóðflokkaerjum í Nígeríu und-
anfarna fjóra daga. Átökin eru á milli
Jórúba og Hausa sem eru tveir af
þremur stærstu þjóðflokkunum í Níg-
eríu. Stjórnvöld sendu í gær hermenn
á vettvang í Lagos, stærstu borg
landsins, og girtu þeir helstu átaka-
svæðin af.
Átökin hófust á sunnudag eftir að
næturvörður af ættbálk Hausa var
myrtur í Ajamgbadi-hverfi í Lagos.
Ættingjai- fói-narlambsins sökuðu
meðlimi þjóðarráðs Odudua, her-
skáira samtaka Jórúba-manna, um
að bera ábyigð á ódæðinu og hópur
Hausa lagði þá eld að húsum í hverf-
inu í hefndarskyni. Ungir Jórúba-
menn svöruðu með árásum á fólk af
Hausa-þjóðflokknum í nokkrum
hverfum borgarinnar, og síðan hafa
meðlimir þjóðflokkanna tekist á.
Margir íbúar Lagos-borgar hafa
flúið heimili sín vegna ófriðarins og að
sögn Rauða krossins hafa um 20 þús-
und manns leitað skjóls í bækistöðv-
um hers og lögreglu. Lík fómarlamba
átakanna lágu eins og hráviði á götum
borgarinnar í gær og starfsmenn
heHsugæslunnar em sagðir of ótta-
slegnir tH að flytja þau á burt. Eldar
loguðu víða í húsum og bifreiðum í
Lagos í gær og mörgum skólum og
fyrirtækjum hefur verið lokað.
Þúsundir látíst í þjóð-
flokka- og trúarerjum
Erjur mHli þjóðflokka og trúarhópa
eiga sér langa sögu og djúpar rætur í
Nígeríu. Þúsundir manna hafa beðið
bana í slíkum átökum frá því Oluseg-
un Obasanjo tók við forsetaembætti á
síðast ári en herforingjastjórn hafði
farið með völdin í 15 ár þar á undan.
Obasanjo, sem er Jórúbi, hótaði í
fyrra að lýsa stríði á hendur þjóðar-
ráði Odudua en hann sakaði samtökin
um að bera ábyrgð á óeirðum í Ketu-
héraði sem kostuðu um 100 menn líf-
ið, flesta þeirra Hausa.
------FH---------
Kapphlaup
um græn-
lenska
vatnið
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
KAPPHLAUP er nú hafið á Græn-
landi um réttinn til að tappa vatni á
flöskur og selja úr landi en græn-
lenska stjórnin hyggst bjóða 30 ára
leyfi til fyrirtækja sem hyggja á
vatnsútflutning. Em fyrirtækin
sammála að vatnið sé verðmætari
auðlind en bæði olía og gas sem talið
er að sé undan ströndum Grænlands.
Þrjú fyrirtækin keppast um vatnsút-
flutninginn. Kaj Egede á Suður-
Grænlandi hefur þegar hafist handa
við að selja ís í drykki og til bjór-
framleiðslu í Evrópu. Allann Idd
Jensen i höfuðstaðnum Nuuk hyggst
flytja vatn með tankskipum til Kan-
ada og tappa því á flöskur þar.
Grænlendingar binda mestar vonir
við þriðja fyrirtækið, Greenland
Water, eina fyrirtækið sem ætlar að
tappa vatni á flöskur á Grænlandi.
Það áætlar að um níutíu manns geti
fengið vinnu við átöppunina. Að baki
fyrirtækinu stendur m.a. Thorkild
Simonsen, fyrrverandi borgarstjóri
Árósa og innanríkisráðherra.
Grænlenska landstjórnin vinnur
nú að lagasetningu fyrir vatnsút-
flutning en síðastnefnda fyrirtækið
hefur gagnrýnt fyrstu drög þess,
m.a. vegna þess að ekki er tekið tillit
til hvort fyrirtækin skapi atvinnu í
Grænlandi eður ei og vegna skorts á
ákvæðum um umhverfisáhrif.