Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vínkynn- ingá Sommelier GALLO-vínkynning verður á veitingastaðnum Sommelier brasserie við Hverflsgötu dagana 19.-21. október. Fulltrúi umboðsaðila verð- ur á staðnum og býður gest- um að smakka nokkrar teg- undir Gallo-víns og einnig verður viðamikill Gallo-vín- seðill á sérstöku tilboðsverði fyrir matargesti. í fréttatilkynningu segir: „Gallo er risinn í vínheimin- um, fyrirtækið var stofnað í Kaliforníu af bræðrum af ít- ölskum uppruna og varð á nokkrum áratugum að stærsta vínfyrirtæki veraldar. Enn í dag er Gallo rekið sem fjölskyldufyrirtæki og er þriðja kynslóðin nú við stjórnvölinn.“ Sýnmg a antikmunum í Perlunni NOKKUR fyrirtæki standa fyrir sýningu á antikmunum í Perlunni helgina 20.-22. október. Til sýnis verða alls kyns munir, allt. frá tveggja alda gömlum klukkum upp í heilu borðstofurnar frá fyrri hluta 20. aldar. Flest sem verður til sýnis er til sölu en þó er meginmarkmið sýn- ingarinnar að kynna hvað telst vera antik, lielstu einkenni hvers tímabils í húsgagnasmíði, upp- runa og sérkenni antíkmuna frá ýmsum löndum og þar fram eftir götunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Að sýningunni standa: Antik- húsið, Skólavörðustíg, Antikmun- ir, Klapparstíg, Antikhúsgögn, Gili, Kjalarnesi, Ömmuantík, Hverfisgötu, og Guðmundur Her- mannsson, úrsmiður, Bæjarlind. Sýningin er opin frá klukkau 11-18 báða dagana. CLINIQUE Olnæmisprótað 100% ilmafnalaust Nýr kaupauki núna. Nýjasta gjöfin þín frú Clinique er hérna Gjöfin inniheldur Moisture On-Call andlitskrem, Dramatically Different Moisturizing Lotion rakakrem, City Base farði í lit Soft Vanilla, Longstemmed Lashes maskari í svörtu, Long Last varalitur í litunum Mauve Crystal/Heather moon og Sparkle Skin kornakrem fyrir líkamann. Kaupaukinn er þinn án endurgjalds ef keyptar eru Clinique snyrtivörur fyrir 3.500 kr. eða meira. Takmarkað magn. Ein gjöf á hvern viðskiptavin meðan birgðir endast. Clinique. 1 Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com Cl LYFIA Fyrir útlitiö Ráðgjafi frá Clinique verður (Lyfju Lágmúla fimmtudaginn 19. október frákl. 13-18 og Lyfju Laugavegi föstudaginn 20. október frá ki. 13-18. Fundur menningar- málaráðherra Evrópu- ráðsins í Frankfurt BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra er nú staddur á fundi menn- ingarmálaráðherra Evrópuráðsins í Frankfurt og er yfirskrift fundarins Rafræn bókaútgáfa í þágu lýðræðis- þróunar í Evrópu. Fundurinn hófst í gær og honum lýkur í dag en á hon- um hafa ráðherrarnir meðal annars rætt um hvaða skref sé hægt að taka í átt til frekari eflingar á rafrænni útgáfu, höfundarréttarmál á Netinu og þróun stafrænnar prenttækni. Einnig hafa ráðherrarnir fjallað um hvað þegar hefur verið gert í menn- ingarlegu tilliti í kynningu á bókum og hlutverki bókasafna og rædd hef- ur verið nauðsyn þess að bæta að- gengi almennings að upplýsingum. Á þriðjudag var Björn Bjarnason menntamálaráðherra frummælandi Skólahjúkr- unarfræð- ingar á skólabekk FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur gefíð út stefnu og hlut- verk skólahjúkrunarfræðinga. Á undanförnum árum hafa orðið mikl- ar áheyi'slubreytingar á störfum skólahjúkrunarfræðinga sem er eðli- leg afleiðing af breytingum í þjóðfé- laginu. Til að vera betur í stakk bún- ir til að mæta breyttum aðstæðum og auknum kröfum settust 67 skóla- hjúkrunarfræðingar af öllu landinu á skólabekk. Námskeiðið var haldið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands í samvinnu við fag- hóp skólahjúkrunarfræðinga. Þetta var tveggja daga námskeið sem hófst á því að kynna stefnu og hlut- verk skólahjúkrunarfræðinga. Meðal þess sem fjallað var um á þegar rætt var um hvort rafræn tækni væri að leysa hefðbundna bókaútgáfu af hólmi. í máli ráðherra kom meðal annars fram sú skoðun að ekki eigi að sporna gegn þessari þróun heldur nýta þau tækifæri sem hún hefur að bjóða. Mestu máli skiptir í því sambandi hvernig þessi miðlun sé skipulögð og að þjóðir geti nýtt eigið tungumál en þurfl ekki að verða háðar öðrum og afsala sér því menningarlega sjálfstæði sem stuðl- ar að mestri grósku. Meðal annars af þeim sökum hefur íslenska ríkis- stjórnin lagt ríka áherslu á tungu- tækni, það er að tryggja stöðu ís- lenskunnar í tölvuheiminum. Benti ráðheira ennfremur í máli sínu á þá stefnumótunarvinnu sem er í gangi innan menntamálaráðuneytisins í námskeiðinu var langvarandi heil- brigðisvandamál skólabarna, vaxtar- frávik, sjón, áfallahjálp í skólum, ör- yggismál barna, heyrnarmælingar, þróun rafræns menntakerfis sem byggist á lýsigagnaskráningu auk þess sem unnið er að því að koma upp rafrænu bókasafnskerfi sem nái til landsins alls. Ráðherra ritaði auk þess nýverið undir samning við fyr- irtækið Bell & Howell um aðgang Islendinga að 19 rafrænum gagna- söfnum auk 3.500 rafrænna tíma- rita. I dag var menntamálaráðherra viðstaddur setningu bókasýningar- innar í Frankfurt sem er ein hin viðamesta í heiminum og á morgun mun hann, ásamt Ingimundi Sigfús- syni sendiherra, heimsækja þá ís- lensku útgefendur sem taka þátt í sýningunni og auk þess þýska út- gefendur sem gefa út bækur eftir ís- lenska höfunda. einelti og kynning á störfum barna- og unglingageðdeildar og Barna- verndarstofu, segir í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gefið út stefnu og hlutverk skólahjúkrunarfræðinga. Til að vera betur í stakk búnir til að mæta breyttum aðstæðum og auknum kröfum settust 67 skólahjúkrunarfræð- ingar af öllu landinu á skólabekk og var myndin tekin við það tækifæri. Undrast fréttir um stækkun álvers á Grundartanga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Samtökum um óspillt land í Hvalfirði: „Samtökin um óspillt land í Hvalfírði (SÓL í Hvalfirði) lýsa yf- ir undrun sinni og áhyggjum af fréttum um mikla stækkun álvers- ins á Grundartanga í Hvalfirði. Samkvæmt fréttum óskar Norður- ál eftir stækkun úr 90 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn á næstu 3 árum. Samtökin SÓL í Hvalfirði mótmæla þessum hugmyndum, þar sem augljóst er, að lífríki Hval- fjarðar mun bera verulegan skaða af slíku álveri. Samtökin spyrja hvaðan orkan til 300 þúsund tonna álvers í Hvalfirði eigi að koma, þar sem ekki liggur fyrir fram- kvæmdaleyfi fyrir neinni virkjun, sem staðið geti undir stækkuninni. Unnið er að mati á virkjunar- hugmyndum fyrir landið í heild með rammaáætlun og það er ský- laus krafa að beðið sé eftir niður- stöðum þeirrar áætlunar og áætl- unar um orkuþarfir landsmanna á komandi áratugum áður en ákvarð- anir eru teknar um frekari virkjan- ir í þágu áliðnaðar. Ljóst er einnig, að í hugmyndum um byggingu ál- vers í 300 þúsund tonn á þremur árum felst, að mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdanna er ætlað að vinnast á óeðlilega skömmum tíma, sem ekki verður þolað. Sam- tökin minna einnig á Kyoto-bókun- ina um losun gróðurhúsaloftteg- unda og benda á, að þær hugmyndir, sem nú eru uppi um uppbyggingu álvera austanlands og vestan eru í hrópandi ósam- ræmi við samþykktar hugmyndir alþjóðasamfélagsins um minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda. Sam- tökin um óspillt land í Hvalfirði - SÓL í Hvalfirði - lýsa yfir, að full mótstaða verður veitt gegn þeim hugmyndum að stækka álverið á Grundartanga í 300 þúsund tonn.“ ----------------------- Fyrirlestur um hafrétt GUÐMUNDUR Eiríksson, dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg, heldur fyrirlestur fimmtudaginn 19. október á vegum Hafréttarstofnunar Islands og Orators, félags laganema. Fyrirlesturinn verður á ensku og ber titilinn: Úrlausn deilumála sam- kvæmt Hafréttarsamningi Samein- uðu þjóðanna með sérstöku tilliti til Alþjóðlega hafréttardómsins. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu 103 í Lögbergi og er öllum op- inn meðan húsrúm leyfir. Verkfræði- kennsla í 60 ár KENNSLA í verkfræði til loka- prófs hófst á Islandi hinn 19. októ- ber 1940. Heimsstyrjöldin síðari olli því að nemendur gátu ekki farið til náms erlendis og því var tveim ár- göngum kennt til lokaprófs. Alls luku sjö verkfræðingar prófi á þennan hátt. Verkfræði var síðan kennd til fyrrihlutaprófs fram til 1970 en þá hófst aftur kennsla til lokaprófs. í dag hafa um 1.000 verkfræðing- ar útskrifast frá deildinni. I tilefni þessara tímamóta býður verkfræðideild Háskóla Islands til málstofu um verkfræðistörf og verkfræðinám fimmtudaginn 19. október kl. 16, þar sem fjallað verð- ur um verkfræðinám fyrr og nú. Málstofan verður í stofu 158 í húsi verkfræðideildar VR-II við Hjarð- arhaga. Á málþinginu mun Valdimar K. Jónsson, forseti verkfræðideildar, fytja ávarp. Að því loknu flytur Þorsteinn Þorsteinsson verkfræð- ingur erindið Verkfræði á Islandi fram til 1940, Guðmundur Þor- steinsson verkfræðingur: Upphaf verkfræðináms við Háskóla íslands 1940, Þorbjörn Karlsson, próf. em- eritus: Kennsla til lokaprófs í verk- fræði eftir 1970 og Páll Valdimars- son prófessor: Kennsla í verkfræði við Háskóla Islands í dag - staða og horfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.