Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 76
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA1691122, NETFANG: RITSTJ(SMBUS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 YERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. Bankastjóri Landsbankans um hagræðingu hjá bankanum Utibúum fækkað um ' tíu á tveimur árum ÚTIBÚUM Landsbanka íslands hef- ur fækkað úr 65 í 55, eða um 10, á síð- ustu tveimur árum, meðal annars með sölu útibúa og sameiningu stærri útibúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef- ur starfsfólki í almennum bankastörf- um fækkað um 100 á sama tíma. Þetta kemur fram hjá HaUdóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Lands- bankans, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að samþjöppun útibúa- nets eigi sér hvarvetna stað enda muni netþjónusta og aðrar tækni- 'Jteusnir veita viðskiptavinum betra aðgengi að fjármálaþjónustu en áður hafi þekkst. Halldór segir að stöðugildum í al- mennum bankastörfum hafi fækkað um 38 frá miðju ári 1999 og fram á mitt þetta ár. A sama tíma hafi stöðu- gildum í sérhæfðum störfum í dóttur- félögunum fjölgað um 14. Heildar- fækkun í almennum bankastörfum sé 100 á tveimur árum en fjölgað hafi um 40 í sérhæfðum störfum og störf- um sem tengjast nýrri þjónustu og segir hann því ljóst að tekist hafi að hagræða verulega hjá bankanum. Þá segir bankastjórinn að hlutfall fast- eigna af heildareignum hafi lækkað úr 3% fyrir tveimur árum í 1,4% nú. Bankastjóri Landsbankans segir að mikils árangurs sé að vænta af sameiningu Landsbankans og Bún- aðarbankans, þeir hafi báðir náð verulegum árangri undanfarin tvö ár með auknum umsvifum, betri þjón- ustu og bættri tekjumyndun samfara hagræðingu í rekstri. ■ Míkils árangurs/38 Sektir vegna um- ferðarmyndavéla 11-13 milljónir UMFERÐARMYNDAVÉLAR í Reykjavík sem taka myndir af ökutækjum sem ekið er gegn rauðu ljósi hafa á þessu ári mynd- að um 1.500 ökumenn við að keyra yfir á rauðu ljósi. Sekt við því að aka yfir á rauðu ljósi er 10.000 kr. en gefnar eru 2.500 kr. í afslátt ef greitt er innan 30 daga. Sam- kvæmt frétt frá lögreglunni í Reykjavík hafa þessir ökumenn því þurft að greiða 11-13 milljónir króna í sektir á árinu. Umferðarmyndavélarnar eru staðsettar við 8 gatnamót í Reykjavík. Daglega eru að jafnaði 5 ökumenn myndaðir þar sem þeir hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. Lang- flestir ökumenn fara þó eftir sett- um reglum. Frá 27. september til 16. október fóru tæplega 200 þús- und bifreiðar yfir gatnamót Hringbrautar og Bústaðavegar. Af þeim fóru 180 yfir á rauðu ljósi. Brátt verður tekin í notkun ný myndavél sem tekur mynd af þeim ökutækjum sem er ekið of hratt yfir á grænu ljósi. Mynda- vélin tekur einnig mynd af þeim sem aka gegn rauðu ljósi. Island með í kosninga- eftirliti í Kosovo Sveitarstjórnarkosningar fara fram í Kosovo-héraði laugardaginn 28. október næstkomandi. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur yfirumsjón með kosningunum. Kosið verður í 30 héraðsstjórnir en rúmlega 900 þúsund manns eru á kjörskrá. Um 900 manns frá aðildarríkjum ÖSE munu hafa eftirlit með kosningun- um, þar á meðal þrír íslend- ingar á vegum utanríkisráðu- neytisins, þeir Ólafur Örn rHaraldsson alþingismaður, Ólafur Þ. Harðarson prófess- or og Auðunn Atlason sendi- ráðsritari. Tíu íslendingar í Bosniu og Kosovo Þetta er í fyrsta skipti sem utanríkisráðuneytið sendir þrjá einstaklinga til kosninga- eftirlits á einum stað. Þátt- taka þeirra er liður í auknu framlagi- utanríkisráðuneytis- ins til uppbyggingar- og frið- arstarfs á Balkanskaga sem fer fram á vegum ÖSE, Sam- einuðu þjóðanna og NATO. Ails starfa nú tíu íslendingar ^á vegum ráðuneytisins í Bosníu og Kosovo að friðar- gæslu og uppbyggingarstarfi innan ramma þessara stofn- ana. Morgunblaðið/Júlíus Hávaði frá flugelda- sýningu FLUGELDASÝNING við upphaf alþjóðlegrar raf- og tölvutónlistar- hátíðar í gærkvöld raskaði ró Kópa- vogsbúa að sögn lögreglunnar þar. Eitt tónverkið á hátíðinni eftir sænska tónskáldið Aake Parmerud var fyrir tónband og flugelda og flutt utan dyra. Sagði lögreglan að talsverður hávaði hefði fylgt flug- eldasýningunni sem stóð í 5 til 7 mínútur. Hefðu margir haft sam- band og kvartað enda komið að háttatíma hjá mörgum. Leyfi hafði fengist fyrir sýningunni. Frímínútur FRÍMÍNÚTUR eru ekki þýðingar- minnsti tíminn í skóianum. Þá er hægt að setjast niður og ræða mál- in, líklega aðallega um næstu skref í iærdóminum en kannski iíka um kennarann eða strákana! Nærri 400 þúsund tonna samdráttur á kvóta úr norsk-íslenska sfldarstofninum næsta ár Utvegsmenn vona að afurðaverð hækki SAMKOMULAG milli íslands, Færeyja, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins um stjóm veiða úr norsk-íslenska síldarstofn- inum á árinu 2001 var undirritað í Skagen í Danmörku í gær. Sam- Öryggismióstöövar íslands rjfrNú býOst korthöfum VISA heimagæsla 6 sérstöku tilboösverði. Einungis er greltt fyrir 10 mánuOi á árl. |S|| Bjóöum elnnig þráðlausan búnaö. © i FRÍÐINDAK1.ÚBBURINN Síml533 2400 kvæmt samkomulaginu verður heildarafli viðkomandi aðila á næsta ári 850.000 tonn sem er 400.000 tonna samdráttur frá há- marksafla þessa árs. Ráðgjafa- nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafði Iagt til að heildaraflinn yrði 753 þúsund tonn. Aflinn skiptist þannig að í hlut íslands koma 132 þúsund tonn, í hlut ESB koma 71 þúsund tonn, í hlut Færeyja 46 þúsund tonn, í hlut Noregs koma 484 þúsund tonn og í hlut Rússlands koma 116 þús- und tonn. í fyrra var heildarkvótinn 1.240 þúsund tonn og skiptist þannig að í hlut íslands komu 194.230 tonn, Færeyingar fengu 68.270 tonn, Noregur 712.500, í hlut Rússlands komu 160.200 tonn og Evrópu- sambandslönd fengu 104.800 tonn. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sagði ekki mikið við þessari ákvörðun að segja en útgerðarmenn hefðu viljað fara eftir tillögu vísindamanna um 753 þúsund tonna kvóta. „Við vild- um fylgja vísindaráðgjöfinni og þvi miður eru árgangar slakir. Við vilj- um ekki ganga of nærri þessum stofni frekar en öðrum. Það er þó jákvætt að menn telja að þetta geti haft áhrif til hækkunar á afurða- verði; menn vonast til að það gerist jafnframt," segir Friðrik. Reglur um aðgang hvers aðila að lögsögu annars til veiða úr síldar- stofninum eru óbreyttar frá því sem verið hefur, nema hvað leyfi- legur afli minnkar í hlutfalli við samdrátt í heildarafla. Islensk skip mega áfram veiða allan sinn hlut í lögsögu Færeyja og færeypk skip allan sinn hlut í lögsögu íslands. Eins og í ár mega íslensk skip veiða sinn hlut við Jan Mayen en norsk skip mega veiða 94 þúsund tonn í íslensku lögsögunni. Islensk skip mega veiða 5.900 tonn í norsku efnahagslögsögunni. Ekki samstaða um að fylgja ráðgjöfinni Ráðgjafanefnd Alþjóðahafrann- sóknaráðsins lagði til að heildar- aflinn yrði 753 þúsund tonn á árinu 2001, í samræmi við aflareglu sem samþykkt var að vinna eftir á síð- asta fundi aðilanna í október í fyrra. Á fundinum kom í ljós að ekki var samstaða um að fylgja ráðgjöfinni að þessu sinni og varð að lokum samkomulag um að heild- araflinn yrði 850 þúsund tonn eins og áður er getið. Aðilar lýstu yfir að stefnt yrði að þvi að fylgja afla- reglunni frá og með árinu 2002. Fulltrúi íslands lýsti yfir von- brigðum með að ekki skyldi staðið við ákvarðanir sem teknar voru á síðasta fundi og að ekki skyldi farið eftir ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.