Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Stefnt að slysalausum umferðardegi á morgun Löggæslan efld og lögreglumenn sýnilegir Morgunblaðið/Kristján Islcnsk verðbréf hf. hafa keypt tvœr efstu hæðirnar í norðurenda nýbyggingarinnar að Strandgötu 3 á Akureyri og einnig rými á jarðhæ. íslensk verðbréf hf. kaupa stóran hluta húseignarinnar á Strandgötu 3 Starfsemin flutt á næsta ári Morgunblaðið/Kristján Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn, Björn Jósef Arnviðarson sýslu- maður og Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfírlögregluþjónn kynntu umferð- ardag sem verður á morgun víða um landið en stefnt er að því að dagur- inn verður slysalaus í umferðinni. FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ ís- lensk verðbréf hf. hefur fest kaup á stórum hluta húseignarinnar á Strandgötu 3 á Akureyri undir starf- semi sína. Um er að ræða alls um 750 fermetra, rúmlega 110 fermetra rými á jarðhæð og alla 2. og 3. hæð- ina í norðurenda hússins, sem hvor um sig er rúmlega 310 fermetrar að stærð. Sveinn Torfi Pálsson aðstoðar- framkvæmdastjóri íslenskra verð- Fyrirlestur hjá Samhygð Sr. Solveig Lára ræðir um sorg SAMHYGÐ, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, verður með fyrsta fyrirlestur vetrarins í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þar mun sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir fjalla um sorg og sorg- arviðbrögð. Sr. Solveig Lára hefur mikla reynslu í úrvinnslu sorgartilfinninga við missi og hefur um árabil leitt sorgarvinnu í Seltjarnamessöfnuði og flutt fyrirlestra um sorgarvinnu hjá Nýrri dögun í Reykjavík og í grunnskólum Reykjavíkur. Eftir fyiirlesturinn verða almenn- ar umræður og fyrirspurnir. Fyrirlesturinn er öllum opinn og eru Akureyringar og nærsveitafólk hvatt til að koma til þessarar sam- veru í Safnaðarheimilinu í kvöld. Að hálfum mánuðr liðnum, hinn 1. nóvember, verður opinn sorgarhóp- ur í Safnaðarheimilinu undir leið- sögn prests. Er þar vísað til vegar á vegi sorgarinnar og stuðningur veittur. Þangað eru allir velkomnir. bréfa sagði stefnt að því að flytja starfsemi fyrirtækisins í nýja hús- næðið í febrúar eða mars á næsta ári. Fyrirtækið er nú til húsa á 2. hæð á Skipagötu 9 en það húsnæði er í eigu Sparisjóðs Norðlendinga, sem starf- ar á 1. hæð hússins og Varðar - Vá- tryggingafélags, sem er til húsa á 3. hæð. Sveinn Torfi sagði að nokkuð þröngt væri orðið um Sparisjóðinn og Islensk verðbréf í núverandi hús- næði og myndi Sparisjóðurinn flytja hluta starfsemi sinnar upp á 2. hæð við þessa breytingu. Sveinn Torfi sagði að við þessa breytingu myndi afgreiðsla ís- lenskra verðbréfa flytjast á jarðhæð nýja húsnæðisins en önnur starfsemi verður á næstu tveimur hæðum. „Aðgengi að afgreiðslunni verður betra og við verðum jafnframt sýni- legri við þessa breytingu. Hjá íslenskum verðbréfum starfa nú um 20 manns og hefur starfsfólki verið að fjölga undanfarin misseri. Sveinn Torfi sagði að fyrirtækið væri að hefja starfsemi á Vestfjörðum á næstu dögum en starfsmaður fyrir- tækisins þar mun verða með aðstöðu bæði í Bolungarvík og á ísafirði. ÞORSKASTRÍÐ og kalt stríð er heiti fyrirlesturs sem Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur heldur á vegum Háskólans á Akur- eyri 21. október kl. 13:15 í stofu 16 í Þingvallastræti 23 og er hann opinn öllum. Bretar og Islendingar hafa háð fjögur þorskastríð á öldinni sem er að Ijúka. í þessum fyrirlestri verð- ur fjallað um áhrif þessara átaka á valdajafnvægið milli vesturveld- anna og Sovétríkjanna á Norður- Atlantshafi og stöðu íslands innan UMFERÐARDAGUR verður á morgun, föstudaginn 20. október, um nánast allt land og er stefnt að slysalausri umferð þennan dag. Lögreglumenn á Norðurlandi verða snemma á ferðinni. Þeir munu leggja áherslu á umferð við skóla sem og á Ijósabúnað, bílbeltanotkun og aðra öryggisþætti sem snúa að umferð í myrkri og vetrarumferð svo og of hraðan akstur. Rætt verð- ur við ökumenn og reynt að beina athygli þeirra að því að það er fyrst og fremst undir þeim komið að um- ferðin gangi slysalaust fyrir sig. Björn Jósef Arnviðsson, sýslu- maður í Eyjafjarðarsýslu, Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, og Ólafur Ásgeirsson að- stoðaryfirlögregluþjónn kynntu átakið á fundi á lögreglustöðinni á Akureyri í gær og kom fram í máli sýslumanns að hvarvetna um Norð- urland yrði Iöggæsla efld þennan dag og lögreglumenn myndu kapp- kosta að vera sýnilegir. Þeir myndu hafa afskipti af ökumönnum, á já- kvæðum nótum, og gera þeim grein fyrir ábyi'gð sinni sem ökumanna í umferðinni. Jákvætt og gott samband við ökumenn Daníel sagði að allur mannafli lög- reglunnar á Akureyri yrði nýttur og yrðu menn mikið á ferðinni alveg frá því snemma morguns. Til að byrja með verður áhersla lögð á umferð við skóla og á fjölförnustu umferð- aræðum. Einnig yrði hugað að um- ferð til bæjarins, en margir sækja vinnu til Akureyrar frá ná- grannabyggðarlögum. Haldið verð- ur áfram af fullum þunga fram til kvölds. Gangbrautarverðir verða með endurskinsmerki og afhenda þeim börnum og fullorðnum sem eru end- urskinsmerkjalaus og einnig munu olíufélög taka þátt í deginum með því að athuga sérstaklega þurrku- blöð á bifreiðum viðskiptavina Atlantshafsbandalagsins. Fyrirlest- urinn byggist m.a. á skjölum utan- ríkisráðuneytisins sem nýlega voru gerð opinber og varpa um margt nýju ljósi á landhelgisdeilur Breta og íslendinga, einkum 50 og 200 mílna stríðin, og tengsl þeirra við kalda stríðið. Hefur líka rannsakað manngerða hella Guðmundur J. Guðmundsson er cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla íslands og hefur í nokkur ár verið í sinna, ljósabúnað, mæla frostþol og veita sérstakan afslátt. Loks fá þeir sem fylla tankinn ókeypis rúðu- sköfu. „Við munum leggja áherslu á að vera í góðu og jákvæðu sambandi við ökumenn og ætlum okkur að taka sem flesta tali,“ sagði Daníel. Nota beltin en kunna ekki á stefnuljósin Ólafur sagði að umferðarhraði á Akureyri hefði minnkað, langflestir ækju um á löglegum hraða og þá væru Akureyringar til fyrirmyndar varðandi notkun á bílbeltum, hún væri mikil og almenn og einhver sú mesta á landinu. Hins vegar gengi illa að venja bæjarbúa á að nota stefnuljós bifeiða sinna og væri skortur á notkun stefnuljósa löstur sem tími væri kominn til að venja sig af. Þótt umferðarhraði sé ekki mikill í bænum sjálfum sagði Ólafur að víða væri ekið greitt í nágrenni hans, sérstaklega í Öxnadal, en þar væri umferðarhraði einhver sá ritstjórn tímarita Sögufélags Sögu og Nýrri sögu. Ásamt því að rannsaka þorska- stríð 20. aldar hefur hann rann- sakað manngerða hella á íslandi, ýmsa þætti í miðaldasögu, einkum bresk og írsk áhrif á íslenska menn- ingu, og auk þess verið meðhöfund- ur að kennslubókaflokki í mann- kynssögu. Guðmundur hefur starfað sem grunnskólakennari en einnig verið stundakennari við Kennaraháskóla Islands. mesti á landinu samkvæmt mæling- um. Mikilvægt væri að gera þar breytingu á. Lögrégla á Ólafsfirði, Húsavík, Siglufirði, Sauðárkróki og Blöndu- ósi verður með sérstakt átak á morgun og verða áherslur svipaðar og á Akureyri, þ.e. eftirlit verður aukið og rætt verður við ökumenn, en stefnt er að því að lögreglan verði sem sýnilegust á þessum stöðum, bæði inni í bæjunum og eins á þjóð- vegum. Hugað verður að umferð við skóla bæjanna, ljósanotkun og bíl- beltanotkun. Lögregla á Húsavík mun einnig leggja áherslu á að öku- menn verði viðbúnir fyrstu hálku og á Sauðárkróki mun lögregla kanna sérstaklega ökuhraða utan bæjarins þegar líður á daginn en um kvöldið verður aðaláherslan lögð á umferð stórra ökutækja á Norðurlandsvegi, frá Vatnsskarði og að Öxnadals- heiði. Á Blönduósi heldur lögregla uppi hefðbundnu eftirliti með hrað- akstri í Húnavatnssýslum. Morgunblaðið/Kristján Óli G. Jóhannsson myndlistar- maður við tvö af þeim verkum sem hann sýnir í Danmörku. Óli G. sýnir í Óðinsvéum ÓLIG. Jóhannsson myndlistar- maður á Akureyri undirbýr þessa dagana þátttöku í sýningu hjá Gall- eri Thorso í Óðinsvéum í Dan- mörku. Á sýningunni verða sjö stór málverk sem öll hera nafnið For- mæltu ekki steinvölunni. Efnið er sótt til öræfa íslands og eru öll verkin óhlutbundin. Boð um þátttöku í sýningunni kom í kjölfar einkasýningar Ola í Kaupmanna- höfn, hjá Galleri Marius Vontos og þátttöku í Art Copenhagen 2000. „Viðtökurnar í Danmörku eru kærkomnar og nú þegar hafa nokk- ur myndverk selst. Nokkrir þekktir listaverkasafnarar hafa fest sér verk, þá aðallega fulltrúar fyrir- tækja, svo sem Adera Group, AP. Möller Concernen og Velux Kultur- fond. f Kaupmannhöfn vinna þrír listaverkasalar með málverkin mín, í Galleri Marius Vontos, Galleri Kellum og Galleri Sct. Gertrud, sem og í Oðinsvéum í Galleri Torso. fyrirlestur HÁSKÓLINN Á AKUREVRI Titill: Þorskastríð og kalt stríð. Fyrirlesari: Guðmundur J. Guðmundsson, sagnfræðingur. Staður: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, stofa 16. Tími: Laugardagur 21.okt. kl. 13.15. Mjólkursamlag KEA Fjórtán mjólkurfræð- ingar endurráðnir FJÓRTÁN mjólkurfræðingar hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri, sem sögðu upp störfum seinni partinn í sumar, hafa verið endurráðnh', að sögn Ágústs Þorbjörnssonar fram- kvæmdastjóra MSKEA og MSKÞ. Mjólkurfræðingamir fjórtán sögðu upp störfum í kjölfar uppsagnar á fjórum mjólkurfræðingum á Akur- eyri og tengdust breytingum á rekstrarfyrirkomulagi mjólkui'- samlaga KEA, á Akureyri og Húsa- vík. Ágúst sagði að unnið hafi verið að lausn þessa máls innan fyrirtækisins. „Hér eru jákvæðh' hlutir að gerast og menn eru sammála um það að vinna sameiginlega að framtíðarhags- munutn fyrirtækisins." Undirbúning- ur að stofnun sameiginlegs félags í mjólkuriðnaði á svæðinu er í fullum gangi, þar sem mjólkursamlögin MSKEA ehf. og MSKÞ ehf., ásamt félagi í eigu mjólkurbænda, Granh' ehf., renna saman í eitt fyrh-tæki. Ágúst sagði að dagsetning stofn- fundar hafi ekki verið ákveðin en að því stefnt að nýtt félag verði til sem fyrst. Fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri Þorskastríð og kalt stríð i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.