Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
340. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR19. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Minniháttar óeirðir þrátt fyrir vopnahlé Israela og Palestínumanna
Dreg'ur úr spennu á
sjálfstjórnarsvæðunum
Betlehem, Jerúsalem, SÞ. AFP, AP.
Palestínsk fjölskylda ekur á asnakerru framhjá ísraelskum bryndreka á Gaza-svæðínu í gær.
Reuters
PALESTINUMENN efndu til
óeirða á nokkrum stöðum á Vestur-
bakkanum og Gaza-svæðinu í gær, en
þó var Ijóst að dregið hefði úr spennu
á sjálfstjómarsvæðunum í kjölfar
vopnahlésins, sem leiðtogar ísraela
og Palestínumanna sömdu um á fundi
sínum í Egyptalandi á þriðjudag.
Heimastjórn Palestínumanna gaf
löndum sínum í gær „ströng fyrir-
mæli“ um að virða vopnahléð og
binda enda á mótmæli og óeirðir. En
stjórnin þrýsti einnig á ísraela að
draga herlið sitt á brott frá sjálf-
stjórnarsvæðunum til að draga úr
spennu.
ísraelskar öryggissveitir hand-
tóku í gær átta Palestínumenn, sem
grunaðir eru um aðild að hinum
hrottalegu morðum á tveimur ísra-
elskum hermönnum í borginni Ram-
allah á Vesturbakkanum fyrir elnni
viku. Fjölmiðlar í ísrael skýrðu frá
því að einn hinna handteknu væri
maður sem mynd náðist af þar sem
hann sneri frá líkunum með blóði
drifnar hendur á lofti og sigurbros á
vör. Fréttamyndin birtist á forsíðum
dagblaða um víða veröld.
I gærkvöld höfðu ekki borist
fregnir um að neinn hefði beðið bana í
óeirðum dagsins, en á þeim þremur
vikum sem átökin hafa staðið hafa að
minnsta kosti 112 menn látið lífið.
Einn Palestínumaður lést á sjúkra-
húsi í Jórdaníu í gær, en hann varð
fyrir skotum frá ísraelskum land-
nemum á Vesturbakkanum íyrr í
þessum mánuði.
Á sérstökum fundi allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld sök-
uðu ísraelar og Palestínumenn
hverjir aðra um að bera ábyrgð á
átökunum. Áheyrnarfulltrúi Pal-
estínumanna hjá SÞ hafði óskað eftir
að boðað yrði til fundarins til að ræða
ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs.
Israelar sögðu hins vegar að fundur-
inn gæti grafið undan þeim árangri
sem náðist á leiðtogafundinum í
Egyptalandi. Fundurinn heldur
áfram í dag og búist var við að alls-
herjarþingið fordæmdi ísraela fyrir
að beita Palestínumenn ofurefli.
Sharon hafnar hugmynd
Baraks um þjóðstjórn
Harðh'numaðurinn Ariel Sharon,
leiðtogi Likud-flokksins, sleit í gær
viðræðum við Ehud Barak, forsætis-
ráðherra ísraels, um myndun þjóð-
stjómar. Ríkisstjóm Baraks hefur
ekki meirihluta á þingi og útlit er fyr-
ir að hann neyðist til að boða til kosn-
inga þegar þing kemur saman að
nýju í lok mánaðarins, en forsætis-
ráðherrann á enn í viðræðum um
stjómarsamstarf við nokkra aðra
flokka. Palestínumenn höfðu lýst því
yfir að ef Sharon tæki sæti í ríkis-
stjóm væri úti um friðarferlið.
Júgóslavía
Líkur
aukast á
stjórnar-
myndun
Belgrad. AP.
SÓSÍALÍSKI þjóðarflokkur
Svartfjallalands (SÞS) til-
kynnti í gær að hann væri
reiðubúinn að ganga til við-
ræðna um þátttöku í ríkis-
stjórn Júgóslavíu. Líkur hafa
því aukist á því að hinum ný-
kjörna forseta landsins, Vojisl-
av Kostunica, takist að mynda
ríkisstjórn án þátttöku Sósíal-
istaflokks Slobodans Milosevic,
fyrrverandi forseta.
Kosningabandalag þeirra
flokka sem studdu Kostunica í
kosningunum í september,
DOS, á flest sæti á júgó-
slavneska þinginu, en hefur þó
ekki meirihluta. SÞS, sem áður
var hliðhollur Milosevic, gæti
myndað meirihluta með stuðn-
ingsmönnum forsetans fyrr-
verandi, en leiðtogar flokksins
hafa nær útilokað það. „Það er
nauðsynlegt að stjórn sam-
bandsríkisins sé viðurkennd á
alþjóðavettvangi, svo landið fái
aftur inngöngu í alþjóðlegar
fjármálastofnanir og önnur
samtök," sagði Predrag Bulat-
ovic, varaformaður SÞS, í gær.
Kostunica hefur ekki tekist
að fá stjómvöld í Svartfjalla-
landi, sem ásamt Serbíu mynd-
ar Júgóslavíu, til að taka þátt í
stjórnun sambandsríkisins.
Hugsanleg þátttaka SÞS í rík-
isstjórn Júgóslavíu gæti reynd-
ar flækt samskiptin við stjórn-
völd í Svartfjallalandi, því SÞS
er þar í stjómarandstöðu.
Rannsókn lestarslyssins fyrir utan Lundúni
Brotinn brautarteinn
sagður líkleg orsök
Miklar
sveiflur
á mörk-
uðum
London, New York. AFP, AP.
MIKLAR sveiflur urðu á hluta-
bréfamörkuðum í Bandaríkjunum
og Evrópu í gær. Dow Jones-vísi-
talan í New York fór niður fyrir
10.000 punkta markið í fyrsta sinn
síðan í mars sl. og endaði í 9975,02
punktum, en það er lækkun um
114,69 punkta eða 1,1% frá deginum
áður.
Dow Jones-vísitalan hafði lækkað
um 433 punkta á fyrsta hálftíman-
um eftir opnun í gærmorgun og far-
ið alla leið niður í 9.668 punkta, en
hún hefur ekki farið svo langt niður
síðan í mars 1999. Vísitalan hækk-
aði þó eftir því sem leið á daginn. Er
þessi mikla lækkun í upphafi við-
skipta fyrst og fremst rakin til
lækkunar á gengi bréfa í IBM, en
fyrirtækið birti í gær upplýsingar
um afkomu sína á þriðja árs-
fjórðungi.
Nasdaq-vísitalan í New York,
sem mælir gengi hátæknifyrir-
Reuters
Verðbréfamiðlari í Kauphöllinni
í New York lætur bugast eftir
miklar lækkanir á gengi í gær.
tækja, lækkaði um rúmlega 5% á
fyrstu mínútunum eftir opnun í
gærmorgun, en fljótlega dró þó úr
fallinu og við lokun hafði vísitalan
lækkað um 1,3% frá deginum áður.
Nokkrar lækkanir urðu einnig á
mörkuðum í Evrópu í gær. FTSE
100-vísitalan í London lækkaði um
0,89%, Dax-vísitalan í Frankfurt um
0,75% og Cac 40-vísitalan í París um
2,14. Gengi evrunnar lækkaði einnig
meira en dæmi eru um eftir hrunið
við upphaf viðskipta á Wall Street,
en jafnaði sig þegar gengi bréfa tók
að hækka á ný í New York.
■ 23,9% lækkun/Cl
Lundúnum. Reuters, AFP.
FORSTJÓRI Railtrack, hins einka-
rekna fyrirtækis sem sér um rekstur
jámbrautarteinakerfis Bretlands,
bauðst í gær til að segja af sér vegna
lestarslyssins sem varð norður af
Lundúnum í fyrradag, en brotinn
járnbrautarteinn er meðal þess sem
rannsakendur slyssins telja líklegt
að hafi valdið því.
Talsmaður Railtrack viðurkenndi í
gær, að ástand járnbrautarteinanna
á þeim kafla þar sem slysið varð,
hefði ekki verið gott.
I tilkynningu frá Railtrack segir,
að rannsóknin beindist nú einkum að
þeim möguleika, að brotinn jám-
brautarteinn hafi valdið slysinu, sem
varð þegar hraðlest á leið frá Lund-
únum til norður-ensku borgarinnar
Leeds lenti út af sporinu á 185 km
hraða í hádeginu í fyrradag.
„Það er greinilegt, að jámbrautar-
teinn brotnaði," sagði Nicholas Poll-
ard, talsmaður Railtrack. „Það gæti
hafa gerzt við það að lestin fór út af
sporinu, eða valdið því að hún fór út
af,“ sagði hann.
Lögregla útilokaði fljótt þann
möguleika að um hryðjuverk hefði
verið að ræða og leitin að orsökum
slyssins beindist þá að þremur
möguleikum - skemmdarverki,
brotnum teinum eða bilun í lestinni.
Railtrack fyrirskipaði í gær hraða-
takmarkanir á lestammferð um
járnbrautakafla þar sem aðstæðum
svipar til slysstaðarins. Það sem af er
þessu ári hafa 949 dæmi um brotna
járnbrautarteina verið skráð í Bret-
landi, sem er 20% aukning frá ár-
unum 1995-1996, þ.e. áður en rekst-
ur teinakerfisins var einkavæddur.
Gagnrýni á afleiðingar
einkavæðingar
Viðbrögð við slysinu, sem varð
fjórum að bana og er þriðja alvarlega
lestarslysið í Bretlandi á jafnmörg-
um árum, lýsa sér annars ekki sízt í
því, að einkafyrirtækin sem sjá um
rekstur alls brezka lestakerfisins
sæta stórauknum þrýstingi af hálfu
almennings að gera eitthvað róttækt
sem bæti öryggi í lestarsamgöngum.
í brezkum fjölmiðlum spruttu í
gær fram nýjar vangaveltur um af-
leiðingar einkavæðingar járnbraut-
anna, sem kom til framkvæmda í
áföngum á tveggja ára tímabili fram
til 1996.
Alla tíð síðan hafa Railtrack og öll
hin einkareknu lestafyrirtækin mátt
sæta gagnrýni fyrir slaka frammi-
stöðu. Gagnrýnin hefur náð frá ör-
yggi lesta og teina, svo sem van-
rækslu í viðhaldi umferðar-
stýringarkerfa járnbrautanna og
lélegrar þjálfunar lestarstjóra, til
óánægju með seinkanir, að margar
lestir séu yfirfylltar og að far-
miðaverð sé of hátt.
Railtrack hefur þurft að bera hit-
ann og þungann af gagnrýninni.
MORGUNBLAÐK) 19. OKTÓBER 2000