Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 47
Amerísku heilstidýmirnar
Lýst eftir fjöl-
miðlavarðhundi
ENN geysist blaða-
maður DV, Páll Ás-
geir Ásgeirsson, skap-
heitur fram á rit-
völlinn. Af Fjöl-
miðlavaktinni, fjöl-
miðladálki DV í
byrjun síðustu viku,
beinir hann spjótum
sínum að Morgunblað-
inu. „Á skítugum
skónum“ er yfirskrift
pistils þar sem höf-
undur kvartar yfir því
að Morgunblaðið
skorti tilfínnanlega
strangt aðhald og auk-
ið eftirlit.
Sjálfur riddarinn af
sorpinu grípur nú fyrir vit sér sök-
um gríðarlegs óþefjar sem honum
þykir stafa frá ýmsum vistarverum
Morgunblaðshússins, einkum þeim
sem hann telur að „flækingum“
Athyglivert er, segir
Jakob Frímann
Jakob Frímann
Magnússon
Magnússon, að hug-
myndin um íslenskan
fjölmiðlavarðhund skuli
komin frá starfandi
blaðamanni á DV.
hafi verið hleypt inn í til að létta á
sér.
I gegnum réttláta reiði blaða-
mannsins má greina umvöndunar-
tón sem beint er að ritstjórum og
ábyrgðarmönnum Morgunblaðsins.
Viðbrögð Páls og annarra DV
manna við harðri gagnrýni á vinnu-
brögð blaðsins að undanförnu eru
öll á einn veg: Það hlýtur að vera
sjálft Morgunblaðið sem stendur á
bak við þetta og þá aðeins til að
klekkja á keppinautnum! Jakob
Frímann er skv'. eldri kenningu
Páls aðeins „leigupenni“ og þá
væntanlega líka Sturla Böðvarsson
ráðherra, Magnús Guðmundsson
framkvæmdastjóri, Ingimar Sig-
urðsson deildarstjóri, Ingibjörg
Guðmundsdóttir félagsfræðingur
og aðrir sem nýverið hafa tjáð sig í
Morgunblaðinu um vinnubrögð DV.
Niðurstaða DV manna er sumsé
sú að ekkert sé athugavert við þau
vinnubrögð blaðsins sem hvað
harðast hafa verið gagnrýnd úr
ýmsum áttum undanfarnar vikur
en hins vegar sé hina alvarlegu og
raunverulegu bresti að finna hjá
Morgunblaðinu. Síðan er Mogga
fundið allt til foráttu í sama dálki
DV degi síðar, m.a. birtingu minn-
ingargreina.
Eftir höfðinu
dansa limirnir
Skýringu á því sem er að gerast
hjá DV þessa dagana væri að lík-
indum hægt orða með einni setn-
ingu: Eftir höfðinu dansa limirnir.
Sérhönnuð
snapsaglös
Hversu undarlegt
sem það má virðast
má líkja næststærsta
dagblaði landsins, DV,
við höfuðlausan her
um þessar mundir.
Stofnandinn og rit-
stjórinn, Jónas Krist-
jánsson, hefur selt
hlut sinn í blaðinu og
á í köldu stríði við eig-
endur blaðsins sem
virðast vilja hann út
þrátt fyrir að gerður
hafi verið samningur
um annað. Hann er
því búinn að loka að
sér, skilar sínum oft á
tíðum kostulegu leið-
urum en lætur sig að öðru leyti
furðu lítið varða um það sem fram
fer á síðum blaðsins.
Sýnishorn af andrúmsloftinu sem
hann starfar í birtist í hvössum
leiðara um heimsókn Jórdaníukon-
ungs í maí sl. þar sem opinberast
megn óánægja ritstjórans með að
fyrrum meðeigendur hans í
Frjálsri fjölmiðlun og að núverandi
meðreiðarsveinar forseta Islands
skuli ítrekað hrifsa af honum rit-
stjórnarvöldin og fresta t.d. birt-
ingu á því sem þeir telja sér eða
skjólstæðingum sínum ekki henta:
„Leiðara á borð við þennan ber að
birta á heimsóknartíma en ekki eft-
ir hann af kurteisisástæðum," segir
ritstjórinn súr í broti þann 30. maí
sl. Undir venjulegum kringum-
stæðum mundi þessi krafa ritstjór-
ans verða að teljast fullkomlega
sjálfsögð og eðlileg.
Við hlið Jónasar hefur verið sett-
ur annar ritstjóri, ungur Sauð-
krækingur, sem virðist margt hent-
ara en að stýra samstarfsmönnum
sínum eða eggja þá til afreka.
Við þessar aðstæður verða aðrir
starfsmenn blaðsins eðlilega eins
og börn sem alast upp á heimili þar
sem þeim er hvorki veitt aðhald né
eðlileg tilsögn.
Slík börn fyllast öryggisleysi,
valda usla og verða til vandræða.
Þau þekkja ekki muninn á réttu og
röngu og taka upp á ýmsum
óknyttum til að fá útrás fyrir van-
sæld sína.
Það undrast því enginn fréttir af
því að eigendur blaðsins leiti nú
logandi ljósum að kaupanda að
þessu vandræðaástandi. En hann
bara finnst ekki. Kann skýringin að
vera sú að á spýtunni hangir e.t.v.
ekki lengur hlutdeild í hagnaði af
nýsköpunarstolti DV: kynlífsþjón-
ustunnni sem blaðið auglýsir svo
skilmerkilega á degi hverjum?
Vantar fjórða
valdið aðhald?
Löggjafarvaldið í landinu fær
sitt aðhald með alþingiskosningum
á a.m.k. fjögurra ára fresti. Fram-
kvæmdavaldið og dómsvaldið fá
sitt aðhald með ýmsum hætti en
hvað með fjórða valdið, eins og far-
ið er að skilgreina fjölmiðlana í nú-
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14
tímasamfélaginu? Vantar fjölmiðl-
ana e.t.v. raunverulegt aðhald í
samræmi við þann áhrifamátt sem
þeir hafa og þá ábyrgð sem á þeim
hvílir, e.k. varðhund siðferðis í
fjölmiðlum? Niðurstaða Páls Ás-
geirs er á þann veg. Hann vill
a.m.k. stórefla gæslu og eftirlit
með því sem sleppur inn í stærsta
dagblað landsins, Morgunblaðið,
hvers daglegt upplag er reyndar að
langstærstum hluta selt fyrir fram
í áskrift.
Næststærsta blaðinu, DV, er
þannig nokkur vorkunn að þurfa að
reiða sig á krassandi forsíður og
fyrirsagnir til að koma megninu af
daglegu upplagi sínu út í lausasölu.
Freistingin til að leggja hrópandi
blaðsölubarninu æsandi hálfsann-
leik í munn getur þannig komið
blaðamönnum og ritstjórum þeirra
í koll.
M.a. þess vegna er ekki hægt
annað en að vera í grundvallar-
atriðum sammála þeirri skoðun
Páls Ásgeirs að efla beri eftirlit
með því sem prentað er og fjöl-
faldað um menn og málefni í sam-
félagi okkar.
Sérstaklega verður slíkt að
teljast aðkallandi ef tiltekinn fjöl-
miðill reynist jafnaugljóslega laus
við innra eftirlit og sá sem hefur
Pál Ásgeir Ásgeirsson í þjónustu
sinni.
Það skal á engan hátt hallað á
hina ágætu Siðanefnd blaðamanna
þó því sé haldið fram að valdsvið
hennar sé of skammt og að sú
nefnd sé hugsanlega of nátengd
blaðamannastéttinni til að geta tal-
ist óháð stofnun og þarmeð tekist á
herðar hlutverk hins óháða fjöl-
miðlavarðhundar. Til þess skortir
hana að óbreyttu t.a.m. frumkvæð-
isrétt.
Rétt er að benda á að vaxandi
umræða um hert eftirlit og laga-
setningar í þessum efnum hafa ver-
ið sem eitur í beinum fjölmiðla-
manna nágrannalandanna undan-
farið, t.a.m. Bretlands.
í því ljósi er það athyglivert að
hugmyndin um íslenskan fjölmiðla-
varðhund skuli komin frá starfandi
blaðamanni á DV. Þar með kann
Páll Ásgeir Ásgeirsson að hafa
reist sjálfum sér minnisvarða, án
þess að hafa beinlínis ætlað sér
það.
Höfundur er tónlistarmaður.
Nettoií^
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
KOSTABOÐ
ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR
Friform
IHÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
Veður og færð á Netinu
v^mbl.is
■ 6/7TA/V«£7 A/Ý7T
Skipholti 35 • Sími: 588-1955
Iðnbúð 1,210Garðabæ
sími 565 8060
sia
Collection
ESTEE LAUDER
Nú geturðu látið greina húðlit þinn...fljótt, auðveldlega og
nákvæmlega. Estée Lauder nýtir sér tölvutæknina til að
lesa í húðlit eins og spákona í lófa.
Litgreinirinn les á augabragði hvaða litur af Estée Lauder
andlitsfarðanum fer hverri konu best.
Líttu inn og láttu sannfærast!
Estée Lauder býður viðskiptavinum sínum þessa þjónustu
í Clöru Kringlunni í dag, fimmtud., föstudag og laugardag.
Allt þetta fylgir ef
keyptar eru vörur
frá Estée Lauder
fyrir 3.500 kr. eða
meira.
ACOL
Sendum í póstkröfu
Kringlunni, sími 568 9033
r tilboðsverð
pr/m2
WOODSTOCK FRÁ »
KETT-SOMMER :
I PARKETI
Opið: Mánudaga til föstudaga kl. 9 til 18. Laugardaga (
Sunnudaga frá kl. 11 til 15 (Málningardeild).