Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Dómsmálaráðherra gagnrýndur fyrir val sitt á nýjum hæstaréttardómara
Sökuð um að hafa brotið
ákvæði jafnréttislaga
HART var veist að Sólveigu Péturs-
dóttur dómsmálaráðherra í fyrir-
spurnatíma á Alþingi í gær en hún
var m.a. gagnrýnd harðlega fyrir að
hafa gengið framhjá þremur konum
er hún skipaði í embætti hæstarétt-
ardómara nú síðsumars. Lýsti Jó-
hanna Sigurðardóttir, Samfylkingu,
þeirri skoðun sinni að ráðherrann
hefði gert sig sekan um alvarleg
embættisafglöp. Kaldhæðnislegt
væri að það skyldi vera kona í starfi
dómsmálaráðherra sem þannig
stæði að málum.
Jóhanna bar fram nokkrar fyrir-
spurnir til Sólveigar í tengslum við
skipan ráðherrans í embætti hæsta-
réttardómara. Sagðist Jóhanna telja
að með því að skipa Árna Kolbeins-
son ráðuneytisstjóra hæstaréttar-
dómara í stað þeirra þriggja kvenna,
sem einnig sóttu um embættið, hefði
dómsmálaráðherra brotið gegn
ákvæðum jafnréttislaga, fram-
kvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar í
jafnréttismálum og markmiðum
sem hennar eigið ráðuneyti hefði
sett sér í jafnréttismálum.
Undir gagnrýni Jóhönnu tóku
nokkrir þingmenn stjórnarandstöð-
unnar. Svanfríður Jónasdóttir, Sam-
fylkingu, velti því m.a. íyrir sér
hvort Árni Kolbeinsson hefði verið
skipaður hæstaréttardómari vegna
sérþekkingar hans á því hvernig
best mætti verja fiskveiðistjómar-
kerfið og Guðjón A. Kristjánsson,
Frjálslynda flokknum, varpaði fram
þeirri spurningu til ráðherra hvort
hún teldi að sú staða gæti komið upp
í Hæstarétti að Ámi væri vanhæfur
til að dæma í málum er snertu fisk-
veiðilöggjöfina.
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra lagði áherslu á að sam-
kvæmt núgildandi jafnréttislögum
eiga allir einstaklingar að njóta jafn-
réttis óháð kynferði. Sagði hún þess-
ar reglur ekki hafa verið brotnar í
því máli sem hér um ræddi. „Fyrir
liggur að umsækjendurnir fjórir
vora allir hæfir að mati Hæstarétt-
ar. En þar með er ekki sagt að þeir
hafi alhr verið jafnhæfir. Það var
ráðherra sem átti hið endanlega mat
og það var niðurstaða mín að einn
ALÞINGI
umsækjendanna, þ.e. sá sem valinn
var, hafi verið langhæfastur."
Hefði verið pólitískt
einfaldara að velja konu
Fyrirspurn Jóhönnu fól einnig í
sér eftirgrennslan um það hver væri
ástæða þess að auglýsing um um-
rætt starf hæstaréttardómara hefði
ekki verið í samræmi við verkefna-
áætlun ráðuneytisins um að fram
skuli koma hvatning um að konur
jafnt sem karlar sæki um starfið.
„Því er til að svara,“ sagði Sólveig,
„að ekki þótti viðeigandi að hafa
slíka hvatningu í auglýsingu hæsta-
réttardómara og því var gerð und-
antekning frá hinni almennu reglu.
Hér er um að ræða eitt af virðuleg-
ustu embættum landsins og leitað er
eftir lögfræðingum sem yfirburði
hafa á sviði lögfræðiþekkingar. Það
þótti því ekki viðeigandi að hafa sér-
staka hvatningu í auglýsingunni,
hvorki að því er varðar kyn né ann-
að.“
Benti Sólveig á þá staðreynd að
þótt þessa hvatningu hefði vantað þá
hefðu þrír af fjóram umsækjendum
verið konur. Jóhönnu þótti svör ráð-
herrans hins vegar ekki fullnægj-
andi og henni raunar til vansa. Sól-
veig tók þá fram í seinna svari sínu
að hún væri sammála því að fjölga
þyrfti konum í Hæstarétti. ítrekaði
hún það mat sitt að allar konumar
þrjár, sem sóttu um embættið, hefðu
verið mjög hæfar. „Vafalaust hefði
það verið pólitískt einfaldara fyrir
mig að veíja konu í þetta sinn en
skylda mín var að velja hæfasta um-
sækjandann. Það hafði ég að leiðar-
ljósi,“ sagði hún.
Einungis þarf að veiða um 200 hrefnur árlega til að þess sjái stað í lífríkinu
Dræmar undir-
tektir við hugsan-
legum hvalveiðum
ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði á Alþingi í gær að
ekki hefði enn verið ákveðið hvenær
eigi að byrja hvalveiðar á íslandi að
nýju. Hins vegar væri verið að
vinna eftir ályktun Alþingis um að
kynna afstöðu íslendinga til máls-
ins. Sú kynning gengi vel en ekki
mætti segja að undirtektir við
málstað íslendinga hefðu batnað.
Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk-
ingu, hafði lagt fram fyrirspurn til
sjávarútvegsráðherra í tengslum
við hugsanlegar hvalveiðar Islend-
inga. Sagði hún mikilvægt að fram
kæmi hversu miklar veiðar Islend-
inga hefðu verið á sínum tíma, og
hversu miklar þær þyrftu að verða
til að þess sæi stað í lífríkinu, eink-
um og sér í lagi ef menn ætluðu að
notast við þau rök fyrir því að hefja
hvalveiðar að nýju, að sjómenn ættu
í samkeppni við hrefnuna um fisk-
inn í sjónum.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði að árið 1982 hefðu
verið veidd 212 dýr við íslands-
strendur, 204 árið 1983, 202 árið
1979, 201 árið 1980 og 200 árið 1981.
Varðandi það hversu margar hrefn-
ur þyrfti að veiða árlega til að um
það munaði í lífríkinu vegna fæðu-
náms þeirra sagðist Árni hafa óskað
eftir svari Hafrannsóknastofnunar.
I svari stofnunarinnar kæmi fram
að hrefnan væri mjög mikilvægur
hluti vistkerfisins á íslenska land-
granninu. Samkvæmt bestu áætlun-
um næmi heildarneysla tegundar-
innar á hafsvæðinu umhverfis
Island 2 milljónum tonna, þ.a. 1
milljón tonna af fiski.
Nýjar og mikilvægar upp-
lýsingar hér á ferðinni
Þá kæmi fram í svari stofnunar-
innar að rannsóknir bentu til að
hrefnustofninn hér við land væri nú
nálægt uppranalegri stofnstærð.
Við slíkar aðstæður væri afrakst-
ursgeta stofnsins lítil og því líklegt
að veiðar í svipuðum mæíi og á ár-
unum fyrir hvalveiðibann, þ.e. um
200 dýr árlega, hefði strax nokkur
áhrif á stofnstærðina, eða hömluðu
að minnsta kosti gegn frekari
stækkun stofnsins.
Rakti Árni ennfremur að fjöl-
stofnaathuganir bentu til að vöxtur
hrefnu-, langreyðar- og hnúfubaks-
stofns við landið úr um 70% upp-
hafsstofnstæðrar í 100% leiddi til
þess að afrakstur þorskstofns
minnki um allt að 20%. Samkvæmt
þessum athugunum vægi hrefnan
langþyngst og því mætti ætla að
breytingar á stærð hrefnustofnsins
úr 90-100% í 60-70% af upphaflegri
stærð væru líklegar til að hafa vera-
leg vistfræðileg áhrif, þ.m.t. á aukna
afrakstursgetu þorskstofnsins.
Morgunblaðið/Ásdís
Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingar, og Árni Mathiesen
sjávarútvegsráðherra ræðast við í þingsal. Árni svaraði í gær fyrir-
spurn Svanfríðar um hrefnuveiðar. Við hlið Árna situr Sólveig Péturs-
dóttir dómsmálaráðherra.
Svanfriður sagði nýjar og mikil-
vægar upplýsingar hér á ferðinni.
Menn hefðu fram að þessu talið að
veiða þyrfti allt að 1500 dýrum til að
þess færi að sjá stað í lífríkinu.
Upplýsingarnar myndu þar af leið-
andi ugglaust hafa áhrif á umræðu
og ákvarðanatöku um það hvort
menn eru tilbúnir til að hefja hval-
veiðar að nýju eður ei.
Alþingi
Dagskrá
FUNDUR hefst í Alþingi í dag
kl. 10.30. Um kl. 13.30 fer
fram utandagskrárumræða
um umferðarframkvæmdir í
Reykjavík og er málshefjandi
Bryndís Hlöðversdóttir, Sam-
fylkingu, en Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra verð-
ur til andsvara. Dagskrá
þingfundar er að öðru leyti
sem hér segir:
1. Umgengni um nytjastofna
sjávar (brottkast).
1. umræða.
2. Sljórn iískveiða (tegundar-
tilfærsla).
1. umræða.
3. Mælistuðlar í fiskveiðum
og vinnslu sjávarafla.
Fyrri umræða.
4. Tilnefning Eyjabakka sem
votlendissvæðis á skrá
Ramsar-samningsins.
Fyrri umræða.
5. Almannatryggingar
(tekjutenging bóta).
Frh. 1. umræðu.
6. Heildarstefnumótun í mál-
efnum barna og unglinga.
Fyrri umræða.
7. Tekjuskattur og eignar-
skattur (frestun skatt-
greiðslu af söluhagnaði
hlutabréfa).
1. umræða.
8. Tekjuskattur og eignar-
skattur (framlög til menn-
ingarmála o.fl.).
1. umræða.
9. Almannatryggingar
(tryggingaráð).
l.umræða.
10. Samkeppnishæf menntun
og ný stefna í kjaramálum
kennara.
Fyrri umræða.
11. Hlutafélög.
1. umræða.
12. Áhrif lögfestingar stjórn-
arfrumvarpa á byggða- og
atvinnuþróun. Fyrri um-
ræða.
13. Endurgreiðsla sjónglerja
og linsa fyrir börn og ungl-
inga. Fyrri umræða.
14. Þjóðarleikvangar. Fyrri
umræða.
15. Tekjuskattur og eignar-
skattur og Rannsóknarráð
íslands (rannsóknir og þró-
unarstarf).
1. umræða.
16. Kynbundinn munur í upp-
lýsingatækni. Fyrri um-
ræða.
17. Jafnt aðgengi og jöfnun
kostnaðar við gagnaflutn-
inga. Fyrri umræða.
18. Viðskiptabankar og spari-
sjóðir.
1. umræða.
Dómsmálaráðherra svaraði fyrirspurn um embætti ríkislögreglustjóra
Schengen-upplýsingakerfið
ein skýring aukinna umsvifa
GAGNRÝNT var á Alþingi í gær
hversu mjög embætti ríkislögreglu-
stjóra hefði þanist út miðað við þau
markmið sem sett hefðu verið þegar
embættinu var komið á fót árið 1996.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra benti hins vegar á að ný verk-
efni hefðu fallið til og það skýrði auk-
inn kostnað við rekstur ríkislög-
reglustjóraembættisins. Tók hún
fram að ekki væri um stefnubreyt-
ingu að ræða af hennar hálfu, frá því
sem ákveðið var þegar til embættis-
ins var stofnað.
Lúðvík Bergvinsson, Samfylk-
ingu, hafði spurst fyrir um hlutverk
ríkislögreglustjóra og rifjaði hann
upp að embættinu hefði fyrst og
fremst verið ætlað að verða lítið
samræmingarembætti fyrir lög-
regluna í landinu. Sagði hann að þeg-
ar þetta væri haft í huga þá vekti at-
hygli hve embættið hefði þanist út,
bæði hvað verkefni varðaði og fjár-
þörf.
í fjárlögum fyrir árið 1999 hefði
þannig verið reiknað með að rekstr-
arkostnaður embættisins yrði 248,8
milljónir en núna tveimur árum síðar
væri gert ráð fyrir að kostnaður
vegna embættisins yrði 684,9 millj-
ónir. Þetta væri á milli 170-180%
hækkun á tveimur áram en á sama
tíma væri þrengt að lögreglunni í
landinu.
Ríkislögreglustjóraembættið
hefur sannað gildi sitt
DómsmálaráðheiTa lagði áherslu
á að ríkislögreglustjóraembættið
hefði sannað gildi sitt. Ekki væri
hins vegar um það að ræða að hún
hefði fallið frá þeim markmiðum sem
stefnt var að í upphafi. Benti hún á
að síðan hún tók við embætti dóms-
málaráðherra hefðu orðið ýmsar
breytingar sem valdið hefðu auknum
umsvifum embættisins. Þar væri
m.a. um að ræða Schengen-upplýs-
ingakerfið sem félli undir þann lið
lögreglulaga sem kvæði á um að rík-
islögreglustjóraembættið ætti að
annast alþjóðasamskipti á sviði lög-
gæslu og að það ætti að starfrækja
alþjóðadeild sem annast alþjóðaboð-
skipti.
Einnig nefndi Sólveig að embættið
hefði tekið við þremur miðlægum
verkefnum á sviði löggæslu: rekstri
bílabanka lögreglunnar, fjarskipta-
miðstöðvar lögreglunnar á suðvest-
urhorni landsins og loks umferðar-
eftirliti á þjóðvegunum. Þessi
verkefni hefðu einnig verið falin
embættinu í samræmi við ákvæði
lögreglulaga.
Sólveig sagðist ekki sjá fyrir sér
neinar stórfelldar breytingar á emb-
ætti ríkislögreglustjóra í framtíð-
inni. Hér væri um stofnun að ræða
sem sinnti stjómsýslu og löggæslu-
verkefnum sem talið væri skynsam-
legt að leysa á landsvísu.
Nokkur gagnrýni kom einnig fram
á störf dómsmálaráðherra í gær
vegna þeirrar staðreyndar að
markmið um fækkun dauðaslysa í
umferðinni hafa ekki náðst. Sólveig
benti á að bílum í eigu landsmanna
hefði fjölgað um 27% síðan 1995 og
um leið aukist umferð á þjóðvegum
landsins. Slíkt hlyti óhjákvæmilega
að gera mönnum erfiðara fyrir að
fækka alvarlegum slysum. Hún
sagði umferðaröryggisnefnd nú
vinna að skýrslu sem vonast væri til
að hægt væri að leggja fram snemma
á næsta ári. Á grundvelli hennar
myndi hún leggja fram skýrslu fyrir
Alþingi. Undirbúningur væri jafn-
framt hafinn að langtímaáætlun í
umferðaröryggismálum.