Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Níu af þrettán tónleikum í Ameríkuför Sinfónfuhljdmsveitar Islands að baki /ct,ci iíí O (j rifxr1 ,< t‘ <*l)/v Efling þróttar og sjálfs- trausts Sinfóníuhljómsveit Islands hefur ferðast um Bandaríkin í tvær vikur og á enn eftir að halda ferna tónleika á einni viku áður en hún snýr aftur heim. Ragnhildur Sverris- --—--------------7-------------------- dóttir hitti Þröst Olafsson, framkvæmda- stjóra Sinfóníunnar, að máli í Sacramento, höfuðborg Kaliforníuríkis, og fór á tónleika sveitarinnar þar í borg um kvöldið. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands byrjaði tónleikaferð sína um Norður-Ameríku í Winnipeg og New Brunswick og lék síðan í þeim frægu húsum Carnegie Hall í New York og Kennedy Center í Wash- ington. Húsin sem hljómsveitin hefur leikið í síðan eru ekki jafn þekkt, en öll prýðis tónleikahús og mörg þúsund manns hafa nú setið tónleika sveitarinnar. „Við erum mjög ánægð með við- tökumar sem hljómsveitin hefur fengið og hlökkum til að halda ferðinni áfram,“ sagði Þröstur Ól- afsson, framkvæmdastjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar, í Sacramento á þriðjudag. Hljómsveitin hélt níundu af þrettán tónleikum ferð- arinnar í Sacramento Community Center á þriðjudagskvöld. Upp úr hádegi var hljómsveitin öll komin á hótel í Sacramento, eft- ir ferðalag frá Los Angeles. „I Los Angeles lék hljómsveitin í afar glæsilegu og nútímalegu húsi, Seg- erstrom Hall. Þar fékk hún frá- bærar viðtökur um tvö þúsund áheyrenda og eftir tónleikana bauð skipuleggjandi þeirra hljómsveitina velkomna þangað aftur hvenær sem hún vildi, “ sagði Þröstur. Fyrir tónleikana í Los Angeles birti stórblaðið Los Angeles Times viðtal við bandarískan stjórnanda hljómsveitarinnar, Rico Saccani. I greininni, sem ber yfirskriftina „Is- lenskur hljómur, bandarískur tón- sproti", er haft eftir stjórnandan- um að Sinfóníuhljómsveit íslands sé eitt best varðveitta leyndarmál í tónlistarheimi Norður-Evrópu. Eftir tónleika Sinfóníunnar birt- ist gagnrýni í Los Angeles Times, þar sem gagnrýnandinn, Daniel Cariaga, lýsir óánægju sinni með að fyrri hluti tónleikanna hafí verið hávær og hrjúfur og vísar þar til fíðlukonserts Khatsatúríans. Cari- aga segir hina hæfíleikaríku Judith Ingólfsson hafa leikið konsertinn af ákafa og tilfinningahita sem ekki væri hægt að líta framhjá, en leik- ur hennar hefði einnig verið ójafn og ofsafenginn. Gagnrýnandinn sagði hins vegar, að með flutningi sínum á fyrstu sinfóníu Sibelíusar hefði komið í ljós hve langt hljómsveitin hefði náð á hálfrar aldar ævi sinni. Hún væri fáguð og örugg, með sterka strengjasveit, tréblásturshljóð- færaleik á heimsmælikvarða og blásturshljóðfæraleikur væri bæði kraftmikill og mildur. Cariaga lauk umsögn sinni með því að nefna fyrsta verk tónleikanna, Icerapp 2000 eftir Atla Heimi Sveins- son, sem hann sagði vera mjög skemmti- legt og algjöra and- stæðu verks Sibelíus- ar. Rico Saccani sveiflar tónsprotanum í Sacramento áþriðjudagskvöld. Icefeii Sgr---- hsfeft' rm- ffCSMWll i Uþ ííi ipamáf Musk Reriew Tfce íoí«m) * íaui &c4 rxxrAtt aQtn i4&»»W W-yr '■■miliróí ÍÁMmnte íiíbut «1 Hu UhKtk. H*iMl vanáf" a/tmt*m. A&tsf intee#. ('Atmjt fc tformtof M* C**nn. the m* li* táwjÍK* Itie ftouy mm<. ímu In itu ííi Xbttteu: (UA’t vtoiut tm&itf-' 4ho Amwkwi. rauUWíM *».’< Virtar tónleika- raðir í lok síðustu viku birtist dómur í Washington Post, þar sem Sinfón- íuhljómsveitinni var m.a. lýst sem mistækri og sagt að hún hefði ekki náð að hrífa áheyrendur með sér. Þröstur 01- afsson sagði að gagnrýni sem þessi næði ekki að slá hljóm- sveitina út af laginu. „Tón- leikar eru vissulega mis- jafnir og sjálf- um fannst mér þessi konsert í Washington ekkert óskaplega góður. Þarna voru aðeins um 900 áheyrendur í 2.400 manna sal og slíkt fámenni gerir hljómsveitum auðvitað erfíðara um vik að ná upp stemmningu. Hljómsveitin hefur líka fengið framúrskarandi viðtök- ur og góða dóma, til dæmis er mik- il ánægja með dóm Los Angeles Times. Reyndar er ákveðinn sigur að fá gagnrýnendur á tónleika, því það er ekkert sjálfgefíð hér. Tón- leikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í þessari för eru hins vegar allir hluti af viðamiklum tónleikaröðum í húsunum og gagnrýnendur koma því óbeðnir." Þröstur segir að hljómsveitin hafi einnig fengið frábærar viðtöku í Las Vegas sl. laugardag og í Ann Arbor í Michigan sl. fímmtudag. „Tónleikamir í Ann Arbor, sem voru á vegum Michigan-háskóla, voru hluti af tónleikaröð sem er svo hátt skrifuð að hún lenti í einu af fímm efstu sætum í könnun sem gerð var um vandaðasta fram- rcai rs Sibelius’ First Symphony Warms Iceland í Stttálií Wi(h líá. gífeúf luduh mvAw Yalt rm m aaiMfbistmruíSk. pafaiuuíhw tXM&ttíam, flfcrrtw XKxm’* tuUíbctitara and »íw nret>«tr*'< mrtZkml but tumlf trmitul l«í|«r m. -íjíiYván* z&i «*»« (hr&Q tftóWAi m 5n»1i»hU K&tý mw- cwscOTt isr.fBti »rr h« þlítWlR dl ttU: íiilfíl SSÍfftXtHtílli. Iböwíj.1. «ft«««liij; #« 4Í<« tcnwhy 40H eiitizxanUni tty W»«*. fes Úh rnihíii tss«»r mtnl. J?*1 jwöt4 Rjft Irara r»i«^ nm nifá pfuhurii i bemntíd md tkvÁr’ vkk nns frad c> idmírc. Aad m tbt trwjn luMíoián </14« &4ís WhtthMt, Síbtlioi’ imptnnmmd %ibf Hrtí. SvBsplnuiy ftcu&iiiiint úu> jw* itxfartí hljR áctiiev* 1 m«Ji in laiíusííwj tú>. ja i< m nnwunhfe ol j>oU»b m M&*et»Btty. tathcns! fcy u jcnasg i* »ifin« feoáy. vmU ■/-■mW,- liffti »i««!‘Attuit %a& * (i»»«riui fti htm trtiiuu i Sacciiu sjoducui i lua <*.. «r t IKK<* 'Á i. Ihn rVmiíiœR# SJ2»1íí« «cae * kbfutfj k* itnirr xKKtsop ntá lir }■ !2i Ktípítt áith 3 ■ Ltrh tecttfK uf tíze y4res lb aws, *. tou índWd íátmtffí, afrOiiit?, Engaging Muííc Riview iivQH WAuttv ivmocti Cfrina Ouartet Human After All lceland's fluent symphony Tk* Yi4tii„n vttts «n .uncrinui m &«, h^a asas-- O ’”-***«•'*** ÍíjsSnétS 23H=~Í!t I*&&%*?** m . ___ 4ir*il>ii **** Æ2rai w #pip SSf§ rSt [jíx, *. b Tæ?*;gaSH* öff-aasis S»«3i3S “te«sr5fsa«í! «*** iíSSfcr Umsagnir um Sinfóníuhljómsveit íslands í bandarískum blöðum. boð á klassískum tónleikum í Bandaríkjunum. Um 2.300 manns komu á tónleika okkar þar og um 2.000 í Las Vegas.“ Þröstur segir að ef aðeins sé litið til kostnaðar við tónleikaferð af þessu tagi sé alveg ljóst að hún borgi sig ekki. „Það er hins vegar ekki hægt að hugsa sér betri ferð fyrir hljómsveitina. Hérna leikur hún fyrir erlenda áhorfendur, sem meta hana eingöngu að verðleikum, án þess að nokkur í salnum sé tengdur hljóðfæraleikurum á nokk- urn hátt. Viðbrögð áhorfenda jafnt sem gagnrýnenda eni algjörlega óbundin af því návígi sem óhjá- kvæmilega einkennir þau á Islandi. Hljómsveitin eflist mjög að þrótti og sjálfstrausti, því hún fær endan- lega staðfestingu þess að hún er engin sveitahljómsveit, heldur stendur hún erlendum hljómsveit- um fyllilega á sporði. Það er mjög mikilvægt að hljómsveitin fari einu sinni á ári í tónleikaför út fyrir landsteinana, þótt það sé ekki jafn langt og lengi og nú.“ Mikil fagnaðarlæti Sinfóníuhljómsveitin æfði í tón- leikasal Sacramento Community Center síðdegis í gær og tónleik- arnir hófust kl. 20. Stórt ljósaskilti fyrir utan húsið boðaði væntanlega tónleika. Salurinn var nær fullset- inn, því áhorfendur voru um tvö þúsund. Fyrir tónleikana lásu áheyrend- ur sér til í efnisskrá tónleikanna, veltu fyrir sér hugsanlegum fram- burði á nöfnum hljóðfæraleikara og hvort þeir væru allir skyldir þessir sem voru með nöfn sem enduðu á -dóttir. Af tali þeirra mátti ráða að þeir vissu fæstir við hverju var að búast. Kona nokkur heyrðist lesa upp fyrir sessunaut sinn að á Islandi byggju aðeins 270 þúsund manns. Hún leit svo fram á sviðið, þar sem Sinfón- íuhljómsveitin var að koma sér fyrir og bætti við: „Og helming- urinn er hér í kvöld!“ Sinfóníu- hljómsveitin var bæði fjölmenn og kraftmikil. Hún brá ekki út af vananum í þessari tónleikaför heldur byrjaði tónleikana á Icerappi Atla Heimis. Verkið kom áhorfendum greini- lega nokkuð á óvart, en þeir voru fljótir að átta sig og hlógu dátt þegar virðulegir hljóðfæraleikarar klöppuðu, töluðu og kölluðu „I Love you“ fram í salinn. Þegar gamninu sleppti steig Judith Ingólfsson fram á sviðið og lék verk Sibelíusar, Fiðlukonsert í d-moll, ópus 47. Að leik hennar loknum voru áheyrendur búnir að átta sig endan- lega á sendingunni frá Is- landi, spruttu úr sætum, klöppuðu og hrópuðu. „Beautiful, beautiful," hrópaði kon- an sem hélt hálfa íslensku þjóðina vera á sviðinu. Síðari hluta tónleikanna lék Sin- fóníuhljómsveitin verkið Symphon- ie fantastique op. 14 eftir Hector Berlioz. Um leið og síðasti tónninn dó út stóðu áheyrendur aftur úr sætum og linntu ekki fagnaðarlát- unum fyrr en þeir fengu meira að heyra. Hljómsveitin lék þá Vocalise eftir Rachmaninoff. Fernir tónleikar enn í gær, miðvikudag, safnaði Sinfóníuhljómsveitin kröftum í Sacramento, en í morgun hélt hún til Los Alamos í Nýju Mexíkó. Þar verða tíundu tónleikar Bandaríkja- ferðarinnar á föstudag, á sunnudag leikur hljómsveitin í Athens í Georgíu, á mánudag í Charlotte í Norður-Karólínu og á þriðjudag í Asheville í sama ríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.