Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES KRISTJÁNSSON fyrrv. bóndi, Ytri-Tungu, Staðarsveit, Karfavogi 44, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi mánu- daginn 9. október, verður jarðsunginn frá Staðastaðarkirkju, Staðarsveit, laugardaginn 21. október kl. 14.00. Gunnar Jóhannesson, Jóna Jóhannesdóttir, Elfar Sigurðsson, Hrólfur Sæberg Jóhannesson, Hrönn Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, VALGERÐUR SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, Eystri-Sólheimum, Mýrdal, verður jarðsungin frá Sólheimakapellu laugar- daginn 21. október kl. 14.00. Sigríður Þorsteinsdóttir, Sigrún R. Þorsteinsdóttir, Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Ólafur H. Þorsteinsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu föstudaginn 13. október, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 20. október kl. 15.00. Margrét Ingimarsdóttir, Örn Daníelsson, Jóhann Sigurðsson, Svanfríður Jónasdóttir, barnabörn og barnabamabörn. + Faðir okkar og tengdafaðir, OTTÓ SVAVAR JÓHANNESSON, Skjólbraut 1a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 20. október kl. 13.30. Björgvin B. Svavarsson, Sesselja H. Guðjónsdóttir, Elísabet Svavarsdóttir, Ólafur Guðmundsson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS GARÐARS GUNNARSSONAR, Grundargötu 64, Grundarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Ólöf Ragna Pétursdóttir. 4 + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför AAGE R. L'ORANGE, Laugarnesvegi 47, Reykjavík. Anna S. L'Orange, Emilía L'Orange og fjölskyldur. + Donald Ayn Schwab fæddist í Keflavík 1. júní 1969. Hann lést í Kaliforn- íu 7. október síðast- liðinn. Foreldrar hans eru hjónin Ást- hildur málmarsdótt- ir Schwab og John M. Schwab sem bú- sett eru í Norfolk í Bandaríkjunum. Systkini Donalds eru Sigríður, Barbara og John. Útför Donalds fór fram 17. október. Mér barst sú sorgarfregn að vinur minn Donald hefði látist snögglega aðeins 31 árs gamall. Undanfarin ár hafði hann unnið og ferðast með far- andfjölleikahúsi og líkaði það vel. Af og til hafði hann komið heim og vann þá hjá mági sínum sem sá um bygg- ingar og hafði hann nýlokið að vinna hjá honum er hann fór til Kalifomíu. Donald var mikið lesinn og mjög gáf- aður og tók ég eftir því er hann dvaldi hjá mér um tíma er hann var 17 ára gamall að hann var oftast með bók við hönd. Þegar hann fór til Bandaríkj- anna þá gekk hann stíft eftir því að ég færi með honum út og heimsækti systurdóttur mína sem ég og gerði og dvaldi þar í rúma tvo mánuði. Var ég með annan fótinn heima hjá honum en foreldrar hans eru orðlögð fyrir gestrisni. Donald var þannig að öllum sem kynntust honum þótti vænt um hann því hann hafði svo góða framkomu. Eitt sinn bauð ég honum með mér norður í land og minnist ég þess hvað honum þótti allt sem hann sá af landinu vera fallegt og líkaði vel að vera frá svona fallegu landi. Donald var móður sinni góður sonur og er hann var á ferðalögum þá hringdi hann til hennar til að láta hana vita hverju sinni hvar hann væri staddur. Núna síðast hringdi hann til hennar og lét hana vita hvar hann væri, víst ein- um eða tveimur dögum áður en hann lést. Þá sagði hann við móður sína að hann ætlaði að fara að koma heim en því miður varð ekkert af því og rfldi’ nú mfldl sorg hjá foreldrum hans og systkinum. Það er mikið áfall að hann skuli falla frá svona ungur, aðeins 31 árs gamall. Ég hefði viljað skrifa lengri grein um Donald en sumar minningar vill maður bara eiga með sjálfúm sér. Ég þakka Donald fyrir frábæra vináttu við mig og mun alltaf minnast þess góða frá honum. Ég bið honum bless- unar Guðs og kveð hann með orðum Valdimars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalL Foreldrum Donalds, Ásthildi og John og systkinum Sigríði, Barböru og John litla, sendi ég og mitt fólk okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi þau. Karl Einarsson. Okkur var það mikið áfaU að heyra að þú værir horfínn héðan, kæri vin- ur. Þú svona ungur með allt lífíð fram undan. Það er erfitt að sætta sig við það að fá ekki flerri tækifæri til að hittast. Við höfðum þekkst frá því við vorum unglingar, þegar við systumar komum til Bandaríkjanna. Þá var alltaf mikið samband á miUi okkar og fjölskyldu þinnar og í gegnum árin þegar við komum til Virginiu. Alltaf var tekið vel á móti okkur á heimili þínu og við hlökkuðum aUtaf til að hitta ykkur aftur. Við minnumst þess hvað þú varst alltaf góður strákur, svo sætur með þessi stóru bláu augu, ljósa hárið og fallega glettnislega brosið sem var aUtaf til staðar. Þú varst mjög stoltur af íslenskum uppruna þínum og varst búinn að lesa býsnin öll af Islend- ingasögum og norrænum víkinga- sögum. Saga var þitt uppáhalds- lestrarefni og þú sagðir stundum í gríni að þú værir íslenskur vfldngur. Þér gekk líka alltaf vel í skóla og það fór ekki á milli mála að þú varst vel gefinn. En þú varst líka gæddur öðr- um kostum ekki síðri, hvað þú varst traustur vinur sem kom svo oft í Ijós í samskiptum þínum við vini þína. Það er stórt skarð höggvið sem verður ekki fyllt. Við trúum því að þú sért nú á góðum stað, þar sem tekið hefur verið vel á móti þér. Við hefðum viljað fá að vera samferða þér lengur í gegnum lífið, en enginn ræður hve- nær kallið kemur. Með söknuði þökk- um við fyrir allar samverustundirnar og þær góðu minningar sem við mun- um alltaf varðveita. Þar til við hitt- umst á ný. Kallið er komiú, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininnsinnlátna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Langt er flug til íjarra stranda, íykur löður, stormur hvín. Eins og fugl, sem leitar landa, leita ég, ó, Guð, til þín. (J.J. Smári.) Við vottum foreldrum þínum, Ást- hildi og John, systkinum þínum, Siggu, Barböru og John Hjálmari og öðrum aðstandendum, okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Vertu sæll, Donald, og Guð blessi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ásdís og Elfa. DONALDAYN SCHWAB + Jón Ivar Hall- dórsson skip- sljóri fæddist á Ak- ureyri 13. maí 1951. Hann lést á hafi úti undan ströndum Chile 6. október síð- astliðinn og fór útfor hans fram frá Akur- eyrarkirkju 17. októ- ber. Kæri vinur, nú hef- ur þú yfirgefið þenn- an heim. Dauðsfall þitt bar skjótt að og var okkur öllum mikið áfall. Ég man svo vel þegar við kvöddumst síðastliðið sumar og þú sagðir að ekki væri víst að við myndum sjást aftur. Það stóðst, þú fórst utan til að stunda þína vinnu og snerir ekki aftur. Þú varst nýbúinn að eignast sonarson, hann var aðeins fímm daga gamall þeg- ar þú lést. Gleði og sorg er það sem ein- kennir líf okkar allra, en stundum er ótrú- lega stutt þar á milli og getur því reynst okkur erfitt. Þrátt fyrir að þú gast aldrei séð litla drenginn, veit ég að þú munt halda áfram að fylgjast með börnum þínum og barnabörnum. Ég ætla ekki að lýsa þér nákvæmlega í þessari litlu grein, ég vil bara minnast þín í nokkrum orðum. Þú varst mjög stórbrotinn maður með þína kosti og galla eins og gengur og gerist. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur vildirðu gera vel, þú varst laginn og vandvirkur, vildir eiga fallegt heimili og lagðir mikið í það. Okkar samskipti voru hrein og bein allt frá fyrstu tíð. Þú þakkað- ir mér oft hreinskilni mína gagn- vart þér, þó ég tæki stórt til orða. Ég vona að þér líði nú vel og ljósið nái að skína á þig. Ég þakka kynni okkar og samverustundir, einnig þakka ég velfarnaðarhug þinn gagnvart börnum mínum. Elsku systur minni og börnum hennar sendi ég alla mína samúð, megi guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Að lokum vil ég senda lítið ljóð sem sonur minn samdi. Sem ymur í ölduróti endurminning breið syngur söknuð innsta. I hugarþelsins þjóti þýtur æviskeið hjartans Ijóðið hinsta. Fyrir handan hugarþrá hulduljóðin ótt létt á bárum bifa. Angurværum öldum á ávallt kliða rótt hljótt þér daglangt difa. (Friðfinnur G. Skúlason.) Margrét Anna Hjaltadóttir. JONIVAR HALLDÓRSSON Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan "" * *',fi!sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja W ÚTFARARSTOFA ^ KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.