Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 55 + Alma Ellertsson fædd Steinhaug, fæddist í Alvdal í Noregi 21. ágúst 1919. Hún lést á öldr- unardeild Landspít- alans á Landakoti 6. októbcr síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 13. október. Til moldar oss vígði hið miklavald, hvert mannlíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór er ris með faldviðfald þau falla en Guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. (E.B.) Mér koma oft í hug erindi úr ljóði Einars Benediktssonar, er ég heyri andlát nákominna ættingja og vina, sem maður hefur þekkt svo langa hríð að það tekur mannsævi manns sjálfs. Þá er eins og renni upp sú staðreynd, að allir sem fæðast hljóti og að deyja. Fráfall góðs vinar eða skyldmennis vekur söknuð og trega, sem læknast íljótlega í sannri trú svo og vekur það virðingu og þökk fyrir allt það er maður varð aðnjótandi í við- kynningu við hinn framliðna. Þetta gildir um vinkonu mína og minn- ar fjölskyldu Ölmu Ellertsson, sem fædd var í Alvdal í Österdal í Noregi 21. ágúst 1919. Á stríðsárunum 1940-1945 kynntist hún eiginmanni sínum; Sveini Ellertssyni og fluttu þau til Islands fljótlega að stríðinu loknu. Sveinn var mjólkur- fræðingur. Þau hjónin dvöldu í Reykjavík í nokkur ár, en 1954 gerð- ist Sveinn mjólkurbústjóri á Blöndu- ósi þar sem þau hjón undu sér vel á bökkum Blöndu. Sveinn lést 14. apríl 1983. Fljótlega eftir að ég ásamt fjöl- skyldu minni fluttist til Blönduóss 1959 tókst góð vinátta með þeim hjónum og bömum þeirra, og hefur sú vinátta haldist í gegnum árin. Þegar horft er til baka er margs að minnast frá okkar samverustundum. Alma var glaðlynd og manni leið jafn- an vel í hennar návist. Oft heimsótt- um við, kunningjar hennar, þau hjón- in 17. maí á þjóðhátíðardegi Norð- manna og sungum fyrir hana m.a. þjóðsönginn og þá var oft kátt á Húnabraut 1, en þar byggðu þau hjónin sér vinalegt heimili. Margt ferðalagið fórum við saman og geymi ég minningar pkkar sam- verustunda bæði á ljósmyndum og kvikmyndum. Elsku Alma mín. Ég kveð þig nú og þakka allar þær góðu samverustund- ir sem fjölskyldur okkar áttu saman. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendi ég bömum, tengda- og bama- bömum og bið þau að minnast að: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (E.B.) Sigursteinn Guðmundsson. ALMA ELLERTSSON GISLIFRIÐRIK JOHNSEN + Gísli Friðrik Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 11. janúar 1906. Hann lést á sjúkrahúsinu Sólvangi 8. október siðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 16. október. Frændi minn og vin- ur Gísli Friðrik John- sen er látinn hálftíræð- uraðaldri. í hugann koma minningar löngu lið- inna daga í Vestmannaeyjum þar sem hann fæddist og dvaldi mestan hluta ævi sinnar. Gísli Friðrik verður mér minnisstæður sem ljúfur og við- kvæmur listamaður með glöggt auga fyrir fegurð náttúrunnar. Snemma hóf hann sem áhugamaður að stunda ljósmyndun, sótti myndefnið víða, einkum í landslag og fuglabyggðir. Hann var eldheitur Úteyingur og stundaði lundaveiði í Hellisey og oft gátum við á góðri stund rifjað upp lundaveiðisögur og vangaveltur um lundakónga og -prinsa sem veiðst höfðu á lundatímanum og hann fest á filmu. Gísli Friðrik hóf snemma að lita svart- hvítu ljósmyndirnar, löngu áður en lit- myndatækni var notuð. í þessari list sinni gat hann sameinað Ijós- myndatæknina og mál- aralistina og oft urðu ljósmyndir hans listi- lega fagrar, bæði mótif og litameðferð. Hann blandaði saman lands- lagi og skýjamyndum og litaði saman svo að úr varð sterk heild með sérstakan blæ listamannsins. Byggðasafn og Listasafn Vestmannaeyja eiga margar myndir eftir Gísla Friðrik og víða á heimilum Vestmannaeyinga eru litljósmyndir Gísla Friðriks augnayndi. I endurútgefinni „Sögu Vestmannaeyja" eftir Sigfús M. Johnsen, fv. bæjarfógeta og föður- bróður Gísla Friðriks, er að finna nokkur eintök af myndum Gísla sem ekki hafa komið út fyrr. Gísli stund- aði um árabil útgerð með mági sínum Ástþóri Matthíassyni á Sóla og fetaði AUÐUR GUÐRÚN ARNFINNSDÓTTIR + Auður Guðrún Arnfinnsdóttir fæddist í Ytri- Lainbadal í Dýrafirði 23. desember 1905. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Eir 4. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kiriqu 12. október. Það var dýrmætt að fá að sjá mömmu í sum- ar sem leið þótt hún væri orðin hrum og nokkuð gleymin. Hún þekkti mig vel og surði mig: Hvar hefur þú verið? Rétt eins og ég hefði skroppið frá í nokkra daga. Þótt ég hafi verið lengi erlendis, þá var samt skammt á milli okkar. Móðir geymir barn nærri sér í hugan- um og bam á sína móður innra með sér hvert svo sem leiðir liggja. Mamma átti stundum erfiðar stundir í lífinu, en hún fól sig og sína góðum Guði, og trúin veitti henni innri styrk. Ökkur systurnar bar hún á bænarörmum og stöðugt þjónaði hún í kærleika meðan kraftar entust. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka systrum mínum og þeirra bömum fyrir að hafa dyggilega ann- ast um mömmu og tekið upp minn hlut með sín- um meðan ég hefi búið í fjarlægu landi. Enn er ég í fjarska, bundin af ábyrgð gagn- vart öðmm, en mamma verður ávallt nærri mér í huga mínum. Ég minn- ist fóma hennar fyrir mig og börn mín og bamaböm og blessa minningu hennar. Mánudaginn 9. októ- ber var haldið upp á þakkargjörðarhátíð hér í Kanada. Á sunnudaginn 8. október kom fjöl- skylda okkar saman á heimili okkar í Winnipeg. Þá minntumst við mömmu og þökkuðum Guði fyrh’ líf hennar. Maðurinn minn, Ingþór, böm okk- ar, Þóra, Stefán, Heiða og Harpa, og bamabömin senda einnig sínar kveðjur heim og minnast ömmu, lang- ömmu og tengdamóður með hlýhug. Verið öll Guði falin og megi mamma hvíla í Guðs friði. Kærar kveðjur, Guðmunda Gunnur (Mumma). þannig í fótspor föður síns Gísla J. Johnsen útgerðarmanns. En i dýpsta eðli sínu var Gísli Friðrik listamaður og bóhem. Hann hafði sérstakt dá- læti á fuglafræði og fuglaljósmyndun og eitt sumar fór hann sérstaklega um Vestfirði til þess að fylgjast með og ljósmynda í smáatriðum erni og fálka. Hann hafði yndi af ferðalögum og lestri ferðabóka og oft var gaman að ræða við hann um fjarlæga staði. Gísla Friðrik var hlýtt til allra samferðamanna sinna, vildi vel og af honum stóð ákveðinn hlýr ljómi ljúf- mennis. Þau Friðbjörg, eiginkona hans, sem var í senn stoð hans og stytta, áttu hlýlegt heimili á Faxastíg 4 þar sem fjölskyldan undi löngum. Þeim Friðbjörgu varð þriggja barna auðið og komust tvö til fullorðinsára. Ævikvöldinu eyddu þau í Hafnarfirði í nánd við Hrafn og Ásdísi, börn sín, og fjölskyldur þeirra, en Friðbjörg lést fyrir um hálfum áratug. Hafðu þökk, kæri frændi minn, fyrir viðkynnin og minninguna. Ég er viss um að þú ferð á vit eilífra lundaveiðibrekkna og sólarlaga, Ijós- mynda sem enginn nema skaparinn geta litað á festinguna. Guð blessi minningu þína. Sigfús J. Johnsen. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Legsteinar í Lundí SÓLSTEINAR víð Nýbýlaveg, Kópavogl Simi 564 4566 p* niinxi H H H H ' '■ ..:' H Erfisdrykkjur + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR ÁGÚSTSSONAR bifvélavirkja, Dvergabakka 24. Helga Eiríksdóttir, Ágúst Magnússon, Sigríður S. Eiríksdóttir, Lilja Magnúsdóttir, Jóhann Víglundsson, Jenný Magnúsdóttir, Magnús Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við fráfall og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR STEFÁNSSONAR. Guðrún Metúsalemsdóttir, Ragna Magnúsdóttir, Magnús Aðalbjörnsson, Finnur Magnússon, Guðrún Stefánsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Arngrímur Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA GUÐBJÖRNSSONAR fyrrv. yfirvélstjóra á rannsóknarskipinu „Bjarna Sæmundssyni", Byggðarholti 31, Mosfellsbæ. Kristín Hulda Óskarsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Loftur Loftsson, Rakel Bjarnadóttir, Jóhann Karl Þórisson og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, ÞÓRIS ÁGÚSTSSONAR frá Blálandi, Skagaströnd. Guðný Hjartardóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Kristinn Ágústsson, Guðfinna Þorgeirsdóttir, Hallbjörn Ágústsson, Elín Helga Jóhannesdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Jóel Friðriksson og systkinabörn. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 dr. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is ’ • 'v Wi [M Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.elrf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.