Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELEN DRÖFN . HJALTADÓTTIR + Helen Dröfn Hjaltadóttir frá Súðavík fæddist á Dvergasteini 18. júní 1950. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. október síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Súðavíkurkirkju 7. október. Mig langar að minn- - ast Helenar í fáeinum orðum. Helen var mjög sérstök, afskaplega op- in og gefandi persóna og jákvæð. Það var hægt að tala við hana um allt milli himins og jai'ðar og hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla og gefa ráð ef óskað var eftir. Hún var laus við uppgerð og kom til dyranna eins og hún var klædd og það er eig- inleiki sem ég met mikils hjá fólki. Eg kynntist Helen betur eftir að ég eign- aðist dóttur mína Tinnu Rún með syni hennar, Snorra, árið 1995. Þótt við Snorri værum ekki í sambandi voru móttökumar hjá þeim hjónum Helen og Steina mjög hlýlegar og þau hafa frá fyrstu tíð tekið virkan þátt í uppeldi Tinnu og verið okkur mæðg- um innan handar með svo margt. Það eru for- réttindi hjá börnum að fá að alast upp við ást og leiðsögn ömmu og afa. Þeirra forréttinda naut Tinna í miklum mæli. Hún hefur verið í pössun hjá ömmu Hel- en hálfan daginn í nær þrjú ár. Þær hafa margt brallað saman á þeim tíma og litla telpukornið blómstraði hjá ömmu Helen. Helen var trúuð manneskja og heyrði ég oft á tali Tinnu að amma ræddi þessi mál við hana og kæmi það fyrir að mamma var ekki eins sannfærð í trúnni og vildi segja að „kannski" væri þetta svona, þá var svarið ein- faldlega „hún amma Helen sagði það“ og við það sat. Mér þykir það svo af- skaplega sárt að Tinna fái ekki notið leiðsagnar ömmu Helenar lengur en þær áttu þó þessi fimm ár saman og mun Tinna búa að þeim fjársjóði alla tíð og fyrir það er ég þakklát. Ég ætla að enda á ljóði sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hel- en mín, þökk fyrir yndisleg kynni. Þau laðast að okkur árin, við lánuð þau fá- um, ef leggjum við okkur fram við mðrgum ná- um, sum eru erfið og fara illa með okkur, önnur Ijúf og eftirsóknarverð nokkur. Úr þessum árum við ævisöguna smíðum, með ótal myndum við bókina okkar prýð- um, sumt er í litum, svart er annað og hvítt, sumt er gamalt, og annað er alveg nýtt (Unnur Sólrún) Elsku Steini og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hulda. Efst í huga okkar og hjarta er þakklæti til Helenar fyrir húmorinn hennar, visku og kærleika, sem hún gaf ríkulega af. Það er eitthvað svo létt og bjart yfir brottfór hennar, hún skildi svo mikið gott eftir. Guð blessi minningu Helenar og styrki ástvini hennar. Guðereilífást enguhjartaerhætt. Ríkir eilíf ást, sérhvertbölskalbætt. Lofið guð sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmterhúmsinshaf, allterljósoglíf. (Stefán frá Hvítadal) Klara, Björgvin og Bergsteinn. BRYNHILDUR SIGTRYGGSDÓTTIR + Brynhildur Sig- tryggsdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1932. Hún lést í Sunnuhlíð, hjúkrunarhcimili aldraðra í Kópavogi 30. september síðast- liðinn og fór útfor hennar fram frá Fossvogskirkju 10. október. Ég vil rita nokkur orð um líf og stríð mágkonu minnar, Brynhildar Sigtryggsdóttur, sem verður jarð- sungin í dag. Hún fæddist í þennan heim fallegt og föngulegt stúíkubam. Var fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Móðir hennar hét Guðrún og var Jónsdóttir frá Vatnsleysuströnd, nánar tiltekið Flekkuvík. Faðir hennar hét Sig- tryggur Leví Agnarsson frá Fremsta-Gili í Langadal, A-Hún. Brynhildur ólst þó ekki upp hjá for- eldrum sínum heldur föðursystur, Ingibjörgu, og manni hennar, Aðal- steini Andréssyni, sem var frá Sól- bakka í Skagafirði. Hún var því að mestu að norðan eins og oft er sagt. Enda leitaði hún sér menntunar norður eða tO Kvennaskólans á Blönduósi, þar sem ör- lagaskref voru stigin en þar kynntist hún eftir- lifandi eiginmanni sín- um, Jóni Pálma Steing- rímssyni, bróður mínum. Þau eignuðust fjögur börn, Kolbrúnu, Dýrleifu, Jón Pálma, Aðalstein Leví og Helgu Ingibjörgu, sem öll eru nú myndarfólk. Lífshlaup BrynhUdar mótaðist af uppeldisskyldu og brauðstriti. Það varð hlutskipti hennar eins og svo ótal margra, sem fæddust á kreppuárum fátækrar þjóðar. En afkvæmin uxu úr grasi í faðmi eigin fjölskyldu og hlutu því önnur örlög en hún sjálf. Það er erfitt að meta framlag móður sem þannig rækir hlutverk sitt. Seinni ár ævi sinnar vann Brynhildur heimilinu tekna, starfaði í mörg ár við ullariðn- að að Álafossi, var verkstjóri þar. Fyrir hartnær áratug fór heilsu hennar að hraka, hún fékk sykursýki og því samfara æðasjúkdóma. Hún varð fyrir slysum, beinbrotum, sem ollu henni ótrúlegum þjáningum, þrátt fyrir læknishjálp og hjúkrun. Ferðir hennar inn á sjúkrahús eru ótaldar og stundum með þeim hætti að spítalasaga hennar væri fróðlegt lestrarefni. En hún tók örlögum sín- um með æðruleysi og umburðarlyndi, sem jaðraði við þakklæti. Ég hefi oft furðað mig á dauðsjúkri manneskju, sem líkist flöktandi loga, er ekki vill yfirgefa kveikinn. Þannig tók hún erfiðum sjúkdómum sínum. Það er eins og Skaparinn hafi gefið sumum skaphöfn, sem lofar hvern þann dag sem nýr rís. Hjá slíku fólki er það ekki söknuður heldur vonin sem vakir í vitundinni. Slíkt tUfinn- ingalíf er Guðsgjöf. Ætlunarverki BiynhUdar mág- konu minnar er nú lokið. Eftir eru böm og bura og hann Jón Pálmi bróð- ir. Ég hefi þekkt hana í hartnær hálfa öld, frá því hún var nemandi við Kvennaskólann á Blönduósi. Við Jón Pálmi áttum kvennaskólann sem sameiginlegt áhugamál og ævintýri því samfara. Mér er því skylt að kveðja BUlý eins og hún var ætíð köll- uð þótt ekki sé nema með þessum fáu línum. Pálma bróður og bömum sendi ég kveðju mína og okkar allra héðan frá Selfossi. Brynleifur H. Steingrímsson. + Oddný Bjarna- dóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 23. aprfl 1914. Hún lést 29. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 5. októ- ber. Hinn 29. september lést hún amma mín eftir mikið stríð við veikindi sín. Ég þakka Guði fyr- ir að ég fékk að vera hjá henni síðustu vikuna hennar og við fengum að kveðjasti Ég og mamma vomm hjá henni þessa síðustu daga og þegar hún amma mín kvaddi svo þennan heim héldum við báðar í hendina hennar og kvöddum um leið og við þökkuðum henni fyrir allt sem hún hefir gefið okkur. Við fengum líka að sjá til þess að amma var ekki ein þennan síðasta tíma hennar hér á jörðu, hún hafði —isína nánustu hjá sér alveg eins og hún óskaði. Það var það síðasta sem við gátum gefið konu sem hafði gefið okkur svo mikið í gegnum ævi okkar. Eg get ekki verið að segja frá hvaða minn- ingar era mér kærastar því að hver dagur sem hún var til er uppfulurl af yndislegum, ástrík- um minningum, sú ást sem hún gaf okkur var alveg sérstök. Þótt hún byggi á öðram lands- hluta var ekki til sá dagur sem hún var ekki hjá okkur í hug og hjarta. Þegar hún heimsótti okkur á jólum og páskum var alltaf eins og þær há- tíðir væru fullkomnar. Bömunum mínum fannst alltaf sérstakt að hafa langömmu sína hjá sér á þessum há- tíðisdögum. Nú um síðustu jól komst hún svo ekki vegna veikinda sinna, þá kvörtuðu bömin yfir því að jólin væra ekki eins, það vantaði langömmu. Öll fundum við fyrir tómleikanum sem var þarna þessa hátíð. Þótt hún væri svona langt frá okkur var hún stór hluti í lífi okkar á hverjum degi, alltaf til taks til að ræða um hjartans mál og gefa okkur leiðsögn og hreina ást þegar það þurfti. Hún hafði líka mikla ánægju af því þegar bróðursonur hans afa og fjöl- skylda hans komu í heimsókn til hennar. Einar, Ester, Elva og dóttir hennar Birta, Bjarni og Sara vora henni mikil gleði og hjálp á hverjum degi, og einnig Kristborg og hennar fjölskylda þegai' þau komu í heim- sóknir til landsins. Ömmu þótti af- skaplega vænt um það að fá að fylgj- ast með þeim öllum og hamingja hennar yfir að vera hluti af lífi þeirra var mikil. Elsku Einar og Ester og böm, ég get aldrei fullkomlega þakk- að ykkur fyrir allt það sem þið hafið gefið og gert fyrir hana ömmu mína og einnig okkur í gegnum þessi ár, þið erað öll alveg einstök. Elsku amma mín, ég mun aldrei geta fyllilega þakkað þér fyrir allt sem þú hefur veitt mér og kennt, ég mun aldrei geta sagt almennilega hversu mikils virði þú ert mér og bömum mínum. Nú ert þú farin og það tómarúm sem þú hefur skilið eft- ir verður aldrei fyllt. Guð geymi þig, amma mín. Rósa og bömin. ODDNY BJARNADÓTTIR JOHANN HEIÐAR ÁRSÆLSSON + Jóhann Heiðar Ársælsson fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1961. Hann lést á heimili sínu 17. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hafnar- kirkju á Hornafirði 25. september. Um miðjan septem- ber var ég staddur er- lendis þegar mér bár- ust þau sorglegu tíðindi að gamall og góður æskufélagi Jóhann Heiðar Arsæls- son væri látinn. Aðstæður vora svo gjörólíkar og þær vora fyrir um þremur áratugum þegar við Jói og fleiri voram að trítla um fjörur og móa austur á Hornafirði að ósjálfrátt leiddi ég hugann til þess tíma. Fyrir um 30 árum var Hafnar- hreppur sem svo hét mun fámennari en Hornafjörðurinn er í dag og ákaf- lega einangraður frá umheiminum og hefur hvortveggja vafalaust sett mikinn svip á mannlífið þar. Höfn í Hornafirði eins og plássið er oftast kallað hefur byggst upp á nesjum og eyjum í firðinum og hefur smátt og smátt verið fyllt upp á milli þessara nesja þannig að heilu hverfin standa nú þar sem áður vora leirur og sjór og ki'akkar léku sér á heima- smíðuðum kajökum og tunnuflekum. Leiðarhöfði eða Höfðinn stendur yst á einu af þessum nesjum. Þótt fyllt hafi verið að honum að norðanverðu, þannig að hann sker sig ekki eins mikið úr og áður stendur hann enn vel undir nafni og setur sérstakan blæ á þennan hluta bæjarins. Tvær götur lágu út á Höfðann, Ránarslóð og Höfðavegurinn. I ná- grenni Höfðans, var á þessum árum, lítið samfélag fj'öragra bama sem vora í senn umvafin ævintýraheimi og öryggi foreldranna sem aldrei vora langt undan. Ég var svo hepp- inn að amma og afi áttu heima þarna og fékk ég því að njóta þessa samfé- lags allnokkuð. Við Ránarslóðina stóð stórt og mikið hús enda í eigu eins mesta útgerðamanns þorpsins í þá tíð. Þó komin væra götunöfn vora húsin samt sem áður nefnd sínum gömlu nöfnum og var þetta stóra hús kallað Sólberg. Á Sólbergi bjó strák- ur sem var einu ári eldri en ég og við köll- uðum Jóa Sæla. Nafnið var til komið af því að hann var sonur Ársæls sem jafnan var nefndur Sæli. Nafnið átti vel við hann. Jói var rólegheitastrákur en alltaf sæll og glaður, tilbúinn í smáprakkaraskap og með sérstakan en smitandi hlátur. Á Sólbergi fann maður fyrir öryggi og yfirvegun og manni fannst gott að koma þar inn. Jói bar sterkan keim af þessari ró sem einkenndi heimilið og þótt hann væri bara einu ári eldrí en ég fannst mér hann vera mikið þroskaðri og lífsreyndari. Síðar komu í ljós hæfilekar hans í tónlist. Mest lagði hann rækt við bassaleik og lék í Hornfirsku djass- tríói sem flestir djassgeggjarar þessa lands kannast við. Þeir léku undir hjá mörgum þekktustu sólóist- um landsins bæði á Höfn og á djass- hátíðum á Egilsstöðum og í Reykja- vík - það virðist ekki hafa komið að sök að hann tapaði fingri einu sinni þegar við ásamt fleiram voram að leika okkur í gamla bíóbragganum á Höfn. Eftir að ég flutti frá Höfn og kom þangað sjaldnar hittumst við ekki oft. Ég frétti hins vegar af honum og vissi að honum leið ekki alltaf vel. Ég mun varðveita minninguna um hinn góða dreng Jóhann Ársælsson sem ólst upp í samfélaginu litla við Höfðann. Guð styrki móður hans, Jónínu Brannan, bræður hans og þeirra fjöl- skyldur í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minning Jóhanns Heið- ars Ársælssonar. Eymundur Sigurðsson. ANNA BARA SIG URÐARDÓTTIR + Anna Bára Sig- urðardóttir fæddist í Ólafsfirði 14. ágúst 1939. Hún lést í Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 6. október siðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 13. október. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Nú er komið að kveðjustund. Bára var búin að berjast við sjúk- dóminn í þrjú ár og hefði barist lengur en kraftarnir vora á þrotum, líkaminn gat ekki meir. Ég var nánast daglegur gestur á heimili Báru þegar við Dalla, dóttir hennar, byrjuðum að vera vinkonur fyrir tuttugu og eitthvað áram. Þá varð ég ekki bara vinkona Döllu heldur varð ég vinkona allra á heim- ilinu og ekki síst Bára. Það var svo gaman að vera í kringum þessa litlu fjölskyldu. Þau voru svo samrýnd og samheldin að það lá við að maður öf- undaði þau. Og eftir að barnabörnin komu til sögunnar fannst mér að böndin styrktust enn betur. Ég var ekki sú eina sem hélt til á heimili þeirra, þar var alltaf fullt af fólki, vinum systkinanna, þeirra Döllu og Óla, eða vinafólki Báru og Robba. Hún var svo heppin að hitta hann Robba sinn sem bar hana á höndum sér og dekraði við hana svo unun var að fylgjast með. Bára var glæsileg. Hún var lítil, nett og falleg kona. Ég man hana aldrei öðruvísi en fína. Hún fylgdist vel með tískunni og var alltaf mesta pæjan. Þegar við vinkonurnar vorum að fara eitthvað leituðum við ósjaldan til Báru. Hún hjálpaði til að velja á okkur föt eða lánaði okkur eitthvað af sínum. Og við mátum álit hennar mikils. Heimili hennar hefur líka alltaf verið svo fínt og ber smekk hennar gott vitni. Og jafnvel þótt hún væri orðin fár- veik hugsaði hún um að líta vel út og að umhverfið hennar gerði það líka. Bára var skemmtileg og hafði ein- staka frásagnargleði. Hún naut þess að segja frá gömlu dögunum og rifja upp liðna tíma og fóra ófáar heim- sóknir mínar í það að hlusta á hana segja frá. Ég á eftir að sakna þeirra stunda. Ég kveð Báru með þakklæti fyrh- samveruna og tel mig hafa verið heppna að hafa fengið að kynnast henni. Elsku Robbi, Dalla, Halli, Óli, Jóna og barnabörnin, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Unnur Birna Þórhallsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.