Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.10.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 I Disappear Metaliica Lucky Britney Spears Music Madonna Rock Superstar Cypress Hill Dadada Ding Dong & Naglbítarnir Shackles Mary Mary Most Girls Pink Carmen Queasy Maxim I Have Seen It All Björk Could I Have This Kiss Forever Whitney & Enrique Rock DJ Robbie Williams Testify Rage Against the Machine Real Slim Shady Eminem Change Deftones Lets Get Loud Jennifer Lopez Psychic Ampop Spanish Guitar Toni Braxton Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. 0 mbl.is SKJÁMiUHH y TQPP 50 XYi UMRÆÐAN Menntun náms- ráðgjafa í tíu ár NÚ Á haustdögum á nám í námsráðgjöf í félagsvísinda- deild Háskóla Islands tíu ára starfsafmæli og verður af því tilefni efnt til samfagnaðar í Hátíðasal Háskóla íslands. Nám í námsráðgjöf er árs viðbótarnám á meistarastigi og er ætlað grunnskóla- og framhaldsskólakennurum og þeim sem hafa B.A.-próf í sálfræði eða uppeldis- og menntunarfræði. Námsráð- gjafar sem útskrifast hafa frá náminu eru nú hundrað talsins. Eitt meginmarkmið náms- ráðgjafar er að hvetja ein- staklinginn til að skoða sjálf- an sig með tilliti til þeirrar stefnu sem hann getur og vill taka á náms- og starfsferli. Oft geta verið hindranir í veginum sem náms- og starfsráðgjafinn aðstoðar einstakl- inginn við að yfirstíga eða krækja fyrir. Þetta geta verið náms- örðugleikar eða aðrir persónulegir erfiðleikar. Á afmælum er siður að setja af- mælisbarnið í öndvegi og því árnað heilla. Horft er til þess sem það hefur áorkað og rýnt í framtíðina. Ef litið er yfir þessi upphafsár í menntun námsráðgjafa má staldra við eftirfarandi: Stofnun námsins átti sér langan aðdraganda og að því komu margir aðilar. Vel tókst til þó að ýmsu hafi verið breytt eft- ir að starfsemin hófst. Lítil starfs- þjálfun var lengi Akkillesarhæll námsins og var gripið til ýmissa ráðstafana til að bæta þar úr. Þar rís hæst samningur frá 1997 við Námsráðgjöf Háskóla Islands um að allir nemar í námsráðgjöf væru þar í þjálfun. Ávinningur Náms- ráðgjafar Háskóla íslands er að fá aukinn liðstyrk í nemunum. Ávinn- ingur námsins er að skapa nemum Arnfríður Ólafsdóttir Guðbjörg Vilhjálmsdóttir Háskólanám Ljóst er, segja þær Guðbjörg Vilhjálms- dóttir og Arnfríður Qlafsddttir, að nám sem þetta er sá grunnur sem fagstéttin hvílir á og til- urð þess var nauðsynleg forsenda þess að upp- bygging í námsráðgjöf gæti átt sér stað. allt frá upphafi námsins tækifæri til að þjálfa sig í faglegum vinnu- brögðum á vettvangi samhliða fræðilegu námi. Lengd starfsþjálf- unar er nú nokkuð áþekk því sem gerist víða í Englandi, en skipulag námsins er svipað þar og hér ger- ist. Til frekari þjálfunar námsráð- gjafarnema hafa verkefni í fræði- legu námskeiðunum tengst starfsvettvangi í vaxandi mæli. Þannig hafa nemar t.d. fylgt ein- staklingum eftir í námstækninámi, séð um námsráðgjafadaga, fyrst í Reykholtsskóla og svo Borgar- holtsskóla, gert leiðbeiningarkort um skólakerfið og núna í október var gerður sam- starfssamningur við Samtök iðnaðarins um upplýsinga- veituna idnadur.is sem fellur mjög að þeirri stefnu að nemar fáist við raunveruleg verkefni. Meginþunginn er á fræði- legt nám og höfum við ástæðu til að telja að þar séum við í engu eftirbátar annarra þjóða. Um margt njótum við þess hér í námi í námsráðgjöf að hafa sýn bæði til Evrópu og vestur til Norður-Ameríku. Því til stuðnings má geta þess að kennararnir sjö sem kenna í náminu eru menntaðir í sex ólíkum löndum. Þá hafa heimsótt okkur kennarar frá Norður-Amer- íku og aukið enn frekar á fjöl- breytnina í náminu. Ljóst er að nám sem þetta er sá grunnur sem fagstéttin hvílir á og tilurð þess var nauðsynleg forsenda þess að upp- bygging í námsráðgjöf gæti átt sér stað. En sú staðreynd að einungis um 60% þeirra sem stunda náms- ráðgjöf hafa þessa sérmenntun og flestir þeirra starfa hér á höfuð- borgarsvæðinu, segir okkur að gera þarf átak í fjarkennslu á þessu sviði. Það er ánægjulegt að nú hillir undir að fjarnám í náms- og starfsráðgjöf geti orðið að veru- leika. Annað stórt átak sem er í sjónmáli er að bjóða upp á frekara framhaldsnám, þannig að rann- sóknir á þeim veruleika sem náms- ráðgjafar kljást við verði efldar. Til þess að svo megi verða þarf að bæta við námið þannig að því ljúki með meistaragráðu. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir erlektor við HÍ. Arnfríður Ólafsdóttir er fortmiður Fólngs náms- og starfsráðgjafa. Tölvustærðfræði FYRIR einu ári birti Mbl. grein sem ég samdi og nefndi „Stærðfræðin, skólinn og tölvan“. Tilefnið var að framhaldsskól- arnir hundsuðu nám- skeið sem Tölvu- og stærðfræðiþjónustan efndi til fyrir kennara á framhaldsskólastigi. Þetta tómlæti var mér óvæntur fengur því að mér bauðst óverðug- um að sitja námskeið- ið og kynnast forritinu MAPLE sem ég hafði haft spurnir af en ekki kynnst nánar. Ég var að vísu ekki alveg ókunnugur þess- ari tegund á notkun tölvunnar þar sem ég hef um árabil notað forritið MATHEMATIKA en það er hlið- stætt MAPLE. Ég er aftur á móti hissa og hneykslaður á tómlætinu sem framhaldsskólinn sýndi og sýnir enn merkri nýjung, samtímis því að yfirvöld menntamála tilkynna sí og æ sín ódýru töfrabjargráð á vanda skólanna: Þ.e. bara almenn tölvueign og auðveldur aðgangur að Vefnum. Ekki vil ég hér end- urtaka gömul skrif um hnignun skólans í höndum kennslufræða „akademíunnar!“ En sú er nú raunin og það þrátt fyrir ævintýra- legar framfarir í bún- aði sem á stundum er ofnotaður (misnotað- ur) ellegar sniðgeng- inn. Dæmi um hið fyrra er hvemig reiknidósir voru og eru látnar leysa unga nemendur undan æf- ingu í almennum brot- areikningi en um hið síðara þegar fram- haldsskólinn nýtir sér ekki gullið tækifæri sem honum býðst til að senda hluta kennaraliðsins á nám- skeið í nýjung sem bersýnilega mun fyrr eða síðar marka tímamót í kennslu stærðfræðitengdra náms- greina. Mig minnir að ég hafi látið þess getið hve niðurlægjandi það yrði fyrir kennarastéttina ef hópur framhaldsskólanema þekkir þessi forrit og notar þau af skynsemi á verkefni sem eru óviðráðanleg þorra kennaranna. Ég rifja þetta upp einmitt nú Nám Sterkari hluti stærð- fræðinema í fram- haldsskólunum, segir Jdn Hafsteinn Jónsson, verður ofjarl þeirra kennara sem ekki þekkja sinn vitjunartíma. vegna þess að út var að koma kennslubók í MAPLE ætluð nem- endum á háskóla- og framhalds- skólastigi, svo ekki fer hjá því að sterkari hluti stærðfræðinema í framhaldsskólunum verði ofjarlar þeirra kennara sem ekki þekkja sinn vitjunartíma hvað þetta varð- ar. Bókin, sem ber titilinn Tölvu- stærðfræði, er hin glæsilegasta og einkar aðgengileg til sjálfsnáms á öllum stigum framhaldsskólans. Höfundur hennar er Ellert Ól- afsson en útgefandinn er Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Bókin er enginn töfrasproti sem kemur í stað hefðbundinna kennslubóka né heldur gerir hún stærðfræðinámið að átakalausum leik öllum til jafnmikillar gleði. Hún mun hins vegar „gera góðan nemanda betri“ en hvort hún „ger- ir góðan skóla betri“ fyrir aðra nemendur en þá góðu, það fer eftir kennurunum við hann. , Brúðhjón lur boröbiindður Glæsileg gjafavara - Briiðhjónalistar L/l \ /\póen VERSLUNIN Lnngavegi 52, s. 562 4244. Jón Hafsteinn Jónsson Höfundur er fyrrv. mennta- skólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.