Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 76
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA1691122, NETFANG: RITSTJ(SMBUS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000
YERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Bankastjóri Landsbankans um hagræðingu hjá bankanum
Utibúum fækkað um
' tíu á tveimur árum
ÚTIBÚUM Landsbanka íslands hef-
ur fækkað úr 65 í 55, eða um 10, á síð-
ustu tveimur árum, meðal annars
með sölu útibúa og sameiningu stærri
útibúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef-
ur starfsfólki í almennum bankastörf-
um fækkað um 100 á sama tíma.
Þetta kemur fram hjá HaUdóri J.
Kristjánssyni, bankastjóra Lands-
bankans, í samtali við Morgunblaðið.
Hann segir að samþjöppun útibúa-
nets eigi sér hvarvetna stað enda
muni netþjónusta og aðrar tækni-
'Jteusnir veita viðskiptavinum betra
aðgengi að fjármálaþjónustu en áður
hafi þekkst.
Halldór segir að stöðugildum í al-
mennum bankastörfum hafi fækkað
um 38 frá miðju ári 1999 og fram á
mitt þetta ár. A sama tíma hafi stöðu-
gildum í sérhæfðum störfum í dóttur-
félögunum fjölgað um 14. Heildar-
fækkun í almennum bankastörfum sé
100 á tveimur árum en fjölgað hafi
um 40 í sérhæfðum störfum og störf-
um sem tengjast nýrri þjónustu og
segir hann því ljóst að tekist hafi að
hagræða verulega hjá bankanum. Þá
segir bankastjórinn að hlutfall fast-
eigna af heildareignum hafi lækkað
úr 3% fyrir tveimur árum í 1,4% nú.
Bankastjóri Landsbankans segir
að mikils árangurs sé að vænta af
sameiningu Landsbankans og Bún-
aðarbankans, þeir hafi báðir náð
verulegum árangri undanfarin tvö ár
með auknum umsvifum, betri þjón-
ustu og bættri tekjumyndun samfara
hagræðingu í rekstri.
■ Míkils árangurs/38
Sektir vegna um-
ferðarmyndavéla
11-13 milljónir
UMFERÐARMYNDAVÉLAR í
Reykjavík sem taka myndir af
ökutækjum sem ekið er gegn
rauðu ljósi hafa á þessu ári mynd-
að um 1.500 ökumenn við að keyra
yfir á rauðu ljósi. Sekt við því að
aka yfir á rauðu ljósi er 10.000 kr.
en gefnar eru 2.500 kr. í afslátt ef
greitt er innan 30 daga. Sam-
kvæmt frétt frá lögreglunni í
Reykjavík hafa þessir ökumenn
því þurft að greiða 11-13 milljónir
króna í sektir á árinu.
Umferðarmyndavélarnar eru
staðsettar við 8 gatnamót í
Reykjavík. Daglega eru að jafnaði
5 ökumenn myndaðir þar sem þeir
hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. Lang-
flestir ökumenn fara þó eftir sett-
um reglum. Frá 27. september til
16. október fóru tæplega 200 þús-
und bifreiðar yfir gatnamót
Hringbrautar og Bústaðavegar.
Af þeim fóru 180 yfir á rauðu ljósi.
Brátt verður tekin í notkun ný
myndavél sem tekur mynd af
þeim ökutækjum sem er ekið of
hratt yfir á grænu ljósi. Mynda-
vélin tekur einnig mynd af þeim
sem aka gegn rauðu ljósi.
Island
með í
kosninga-
eftirliti í
Kosovo
Sveitarstjórnarkosningar
fara fram í Kosovo-héraði
laugardaginn 28. október
næstkomandi. Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu,
ÖSE, hefur yfirumsjón með
kosningunum. Kosið verður í
30 héraðsstjórnir en rúmlega
900 þúsund manns eru á
kjörskrá. Um 900 manns frá
aðildarríkjum ÖSE munu
hafa eftirlit með kosningun-
um, þar á meðal þrír íslend-
ingar á vegum utanríkisráðu-
neytisins, þeir Ólafur Örn
rHaraldsson alþingismaður,
Ólafur Þ. Harðarson prófess-
or og Auðunn Atlason sendi-
ráðsritari.
Tíu íslendingar í Bosniu
og Kosovo
Þetta er í fyrsta skipti sem
utanríkisráðuneytið sendir
þrjá einstaklinga til kosninga-
eftirlits á einum stað. Þátt-
taka þeirra er liður í auknu
framlagi- utanríkisráðuneytis-
ins til uppbyggingar- og frið-
arstarfs á Balkanskaga sem
fer fram á vegum ÖSE, Sam-
einuðu þjóðanna og NATO.
Ails starfa nú tíu íslendingar
^á vegum ráðuneytisins í
Bosníu og Kosovo að friðar-
gæslu og uppbyggingarstarfi
innan ramma þessara stofn-
ana.
Morgunblaðið/Júlíus
Hávaði frá
flugelda-
sýningu
FLUGELDASÝNING við upphaf
alþjóðlegrar raf- og tölvutónlistar-
hátíðar í gærkvöld raskaði ró Kópa-
vogsbúa að sögn lögreglunnar þar.
Eitt tónverkið á hátíðinni eftir
sænska tónskáldið Aake Parmerud
var fyrir tónband og flugelda og
flutt utan dyra. Sagði lögreglan að
talsverður hávaði hefði fylgt flug-
eldasýningunni sem stóð í 5 til 7
mínútur. Hefðu margir haft sam-
band og kvartað enda komið að
háttatíma hjá mörgum. Leyfi hafði
fengist fyrir sýningunni.
Frímínútur
FRÍMÍNÚTUR eru ekki þýðingar-
minnsti tíminn í skóianum. Þá er
hægt að setjast niður og ræða mál-
in, líklega aðallega um næstu skref
í iærdóminum en kannski iíka um
kennarann eða strákana!
Nærri 400 þúsund tonna samdráttur á kvóta úr norsk-íslenska sfldarstofninum næsta ár
Utvegsmenn vona að
afurðaverð hækki
SAMKOMULAG milli íslands,
Færeyja, Noregs, Rússlands og
Evrópusambandsins um stjóm
veiða úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum á árinu 2001 var undirritað í
Skagen í Danmörku í gær. Sam-
Öryggismióstöövar íslands
rjfrNú býOst korthöfum VISA heimagæsla 6 sérstöku tilboösverði.
Einungis er greltt fyrir 10 mánuOi á árl. |S||
Bjóöum elnnig þráðlausan búnaö.
©
i FRÍÐINDAK1.ÚBBURINN
Síml533 2400
kvæmt samkomulaginu verður
heildarafli viðkomandi aðila á
næsta ári 850.000 tonn sem er
400.000 tonna samdráttur frá há-
marksafla þessa árs. Ráðgjafa-
nefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins
hafði Iagt til að heildaraflinn yrði
753 þúsund tonn.
Aflinn skiptist þannig að í hlut
íslands koma 132 þúsund tonn, í
hlut ESB koma 71 þúsund tonn, í
hlut Færeyja 46 þúsund tonn, í
hlut Noregs koma 484 þúsund tonn
og í hlut Rússlands koma 116 þús-
und tonn.
í fyrra var heildarkvótinn 1.240
þúsund tonn og skiptist þannig að í
hlut íslands komu 194.230 tonn,
Færeyingar fengu 68.270 tonn,
Noregur 712.500, í hlut Rússlands
komu 160.200 tonn og Evrópu-
sambandslönd fengu 104.800 tonn.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, sagði ekki
mikið við þessari ákvörðun að
segja en útgerðarmenn hefðu viljað
fara eftir tillögu vísindamanna um
753 þúsund tonna kvóta. „Við vild-
um fylgja vísindaráðgjöfinni og þvi
miður eru árgangar slakir. Við vilj-
um ekki ganga of nærri þessum
stofni frekar en öðrum. Það er þó
jákvætt að menn telja að þetta geti
haft áhrif til hækkunar á afurða-
verði; menn vonast til að það gerist
jafnframt," segir Friðrik.
Reglur um aðgang hvers aðila að
lögsögu annars til veiða úr síldar-
stofninum eru óbreyttar frá því
sem verið hefur, nema hvað leyfi-
legur afli minnkar í hlutfalli við
samdrátt í heildarafla. Islensk skip
mega áfram veiða allan sinn hlut í
lögsögu Færeyja og færeypk skip
allan sinn hlut í lögsögu íslands.
Eins og í ár mega íslensk skip
veiða sinn hlut við Jan Mayen en
norsk skip mega veiða 94 þúsund
tonn í íslensku lögsögunni. Islensk
skip mega veiða 5.900 tonn í
norsku efnahagslögsögunni.
Ekki samstaða um að fylgja
ráðgjöfinni
Ráðgjafanefnd Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins lagði til að heildar-
aflinn yrði 753 þúsund tonn á árinu
2001, í samræmi við aflareglu sem
samþykkt var að vinna eftir á síð-
asta fundi aðilanna í október í
fyrra. Á fundinum kom í ljós að
ekki var samstaða um að fylgja
ráðgjöfinni að þessu sinni og varð
að lokum samkomulag um að heild-
araflinn yrði 850 þúsund tonn eins
og áður er getið. Aðilar lýstu yfir
að stefnt yrði að þvi að fylgja afla-
reglunni frá og með árinu 2002.
Fulltrúi íslands lýsti yfir von-
brigðum með að ekki skyldi staðið
við ákvarðanir sem teknar voru á
síðasta fundi og að ekki skyldi farið
eftir ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins.