Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 58

Morgunblaðið - 19.10.2000, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vínkynn- ingá Sommelier GALLO-vínkynning verður á veitingastaðnum Sommelier brasserie við Hverflsgötu dagana 19.-21. október. Fulltrúi umboðsaðila verð- ur á staðnum og býður gest- um að smakka nokkrar teg- undir Gallo-víns og einnig verður viðamikill Gallo-vín- seðill á sérstöku tilboðsverði fyrir matargesti. í fréttatilkynningu segir: „Gallo er risinn í vínheimin- um, fyrirtækið var stofnað í Kaliforníu af bræðrum af ít- ölskum uppruna og varð á nokkrum áratugum að stærsta vínfyrirtæki veraldar. Enn í dag er Gallo rekið sem fjölskyldufyrirtæki og er þriðja kynslóðin nú við stjórnvölinn.“ Sýnmg a antikmunum í Perlunni NOKKUR fyrirtæki standa fyrir sýningu á antikmunum í Perlunni helgina 20.-22. október. Til sýnis verða alls kyns munir, allt. frá tveggja alda gömlum klukkum upp í heilu borðstofurnar frá fyrri hluta 20. aldar. Flest sem verður til sýnis er til sölu en þó er meginmarkmið sýn- ingarinnar að kynna hvað telst vera antik, lielstu einkenni hvers tímabils í húsgagnasmíði, upp- runa og sérkenni antíkmuna frá ýmsum löndum og þar fram eftir götunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Að sýningunni standa: Antik- húsið, Skólavörðustíg, Antikmun- ir, Klapparstíg, Antikhúsgögn, Gili, Kjalarnesi, Ömmuantík, Hverfisgötu, og Guðmundur Her- mannsson, úrsmiður, Bæjarlind. Sýningin er opin frá klukkau 11-18 báða dagana. CLINIQUE Olnæmisprótað 100% ilmafnalaust Nýr kaupauki núna. Nýjasta gjöfin þín frú Clinique er hérna Gjöfin inniheldur Moisture On-Call andlitskrem, Dramatically Different Moisturizing Lotion rakakrem, City Base farði í lit Soft Vanilla, Longstemmed Lashes maskari í svörtu, Long Last varalitur í litunum Mauve Crystal/Heather moon og Sparkle Skin kornakrem fyrir líkamann. Kaupaukinn er þinn án endurgjalds ef keyptar eru Clinique snyrtivörur fyrir 3.500 kr. eða meira. Takmarkað magn. Ein gjöf á hvern viðskiptavin meðan birgðir endast. Clinique. 1 Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com Cl LYFIA Fyrir útlitiö Ráðgjafi frá Clinique verður (Lyfju Lágmúla fimmtudaginn 19. október frákl. 13-18 og Lyfju Laugavegi föstudaginn 20. október frá ki. 13-18. Fundur menningar- málaráðherra Evrópu- ráðsins í Frankfurt BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra er nú staddur á fundi menn- ingarmálaráðherra Evrópuráðsins í Frankfurt og er yfirskrift fundarins Rafræn bókaútgáfa í þágu lýðræðis- þróunar í Evrópu. Fundurinn hófst í gær og honum lýkur í dag en á hon- um hafa ráðherrarnir meðal annars rætt um hvaða skref sé hægt að taka í átt til frekari eflingar á rafrænni útgáfu, höfundarréttarmál á Netinu og þróun stafrænnar prenttækni. Einnig hafa ráðherrarnir fjallað um hvað þegar hefur verið gert í menn- ingarlegu tilliti í kynningu á bókum og hlutverki bókasafna og rædd hef- ur verið nauðsyn þess að bæta að- gengi almennings að upplýsingum. Á þriðjudag var Björn Bjarnason menntamálaráðherra frummælandi Skólahjúkr- unarfræð- ingar á skólabekk FÉLAG íslenskra hjúkrunarfræð- inga hefur gefíð út stefnu og hlut- verk skólahjúkrunarfræðinga. Á undanförnum árum hafa orðið mikl- ar áheyi'slubreytingar á störfum skólahjúkrunarfræðinga sem er eðli- leg afleiðing af breytingum í þjóðfé- laginu. Til að vera betur í stakk bún- ir til að mæta breyttum aðstæðum og auknum kröfum settust 67 skóla- hjúkrunarfræðingar af öllu landinu á skólabekk. Námskeiðið var haldið á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands í samvinnu við fag- hóp skólahjúkrunarfræðinga. Þetta var tveggja daga námskeið sem hófst á því að kynna stefnu og hlut- verk skólahjúkrunarfræðinga. Meðal þess sem fjallað var um á þegar rætt var um hvort rafræn tækni væri að leysa hefðbundna bókaútgáfu af hólmi. í máli ráðherra kom meðal annars fram sú skoðun að ekki eigi að sporna gegn þessari þróun heldur nýta þau tækifæri sem hún hefur að bjóða. Mestu máli skiptir í því sambandi hvernig þessi miðlun sé skipulögð og að þjóðir geti nýtt eigið tungumál en þurfl ekki að verða háðar öðrum og afsala sér því menningarlega sjálfstæði sem stuðl- ar að mestri grósku. Meðal annars af þeim sökum hefur íslenska ríkis- stjórnin lagt ríka áherslu á tungu- tækni, það er að tryggja stöðu ís- lenskunnar í tölvuheiminum. Benti ráðheira ennfremur í máli sínu á þá stefnumótunarvinnu sem er í gangi innan menntamálaráðuneytisins í námskeiðinu var langvarandi heil- brigðisvandamál skólabarna, vaxtar- frávik, sjón, áfallahjálp í skólum, ör- yggismál barna, heyrnarmælingar, þróun rafræns menntakerfis sem byggist á lýsigagnaskráningu auk þess sem unnið er að því að koma upp rafrænu bókasafnskerfi sem nái til landsins alls. Ráðherra ritaði auk þess nýverið undir samning við fyr- irtækið Bell & Howell um aðgang Islendinga að 19 rafrænum gagna- söfnum auk 3.500 rafrænna tíma- rita. I dag var menntamálaráðherra viðstaddur setningu bókasýningar- innar í Frankfurt sem er ein hin viðamesta í heiminum og á morgun mun hann, ásamt Ingimundi Sigfús- syni sendiherra, heimsækja þá ís- lensku útgefendur sem taka þátt í sýningunni og auk þess þýska út- gefendur sem gefa út bækur eftir ís- lenska höfunda. einelti og kynning á störfum barna- og unglingageðdeildar og Barna- verndarstofu, segir í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gefið út stefnu og hlutverk skólahjúkrunarfræðinga. Til að vera betur í stakk búnir til að mæta breyttum aðstæðum og auknum kröfum settust 67 skólahjúkrunarfræð- ingar af öllu landinu á skólabekk og var myndin tekin við það tækifæri. Undrast fréttir um stækkun álvers á Grundartanga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Samtökum um óspillt land í Hvalfirði: „Samtökin um óspillt land í Hvalfírði (SÓL í Hvalfirði) lýsa yf- ir undrun sinni og áhyggjum af fréttum um mikla stækkun álvers- ins á Grundartanga í Hvalfirði. Samkvæmt fréttum óskar Norður- ál eftir stækkun úr 90 þúsund tonnum í 300 þúsund tonn á næstu 3 árum. Samtökin SÓL í Hvalfirði mótmæla þessum hugmyndum, þar sem augljóst er, að lífríki Hval- fjarðar mun bera verulegan skaða af slíku álveri. Samtökin spyrja hvaðan orkan til 300 þúsund tonna álvers í Hvalfirði eigi að koma, þar sem ekki liggur fyrir fram- kvæmdaleyfi fyrir neinni virkjun, sem staðið geti undir stækkuninni. Unnið er að mati á virkjunar- hugmyndum fyrir landið í heild með rammaáætlun og það er ský- laus krafa að beðið sé eftir niður- stöðum þeirrar áætlunar og áætl- unar um orkuþarfir landsmanna á komandi áratugum áður en ákvarð- anir eru teknar um frekari virkjan- ir í þágu áliðnaðar. Ljóst er einnig, að í hugmyndum um byggingu ál- vers í 300 þúsund tonn á þremur árum felst, að mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdanna er ætlað að vinnast á óeðlilega skömmum tíma, sem ekki verður þolað. Sam- tökin minna einnig á Kyoto-bókun- ina um losun gróðurhúsaloftteg- unda og benda á, að þær hugmyndir, sem nú eru uppi um uppbyggingu álvera austanlands og vestan eru í hrópandi ósam- ræmi við samþykktar hugmyndir alþjóðasamfélagsins um minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda. Sam- tökin um óspillt land í Hvalfirði - SÓL í Hvalfirði - lýsa yfir, að full mótstaða verður veitt gegn þeim hugmyndum að stækka álverið á Grundartanga í 300 þúsund tonn.“ ----------------------- Fyrirlestur um hafrétt GUÐMUNDUR Eiríksson, dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg, heldur fyrirlestur fimmtudaginn 19. október á vegum Hafréttarstofnunar Islands og Orators, félags laganema. Fyrirlesturinn verður á ensku og ber titilinn: Úrlausn deilumála sam- kvæmt Hafréttarsamningi Samein- uðu þjóðanna með sérstöku tilliti til Alþjóðlega hafréttardómsins. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu 103 í Lögbergi og er öllum op- inn meðan húsrúm leyfir. Verkfræði- kennsla í 60 ár KENNSLA í verkfræði til loka- prófs hófst á Islandi hinn 19. októ- ber 1940. Heimsstyrjöldin síðari olli því að nemendur gátu ekki farið til náms erlendis og því var tveim ár- göngum kennt til lokaprófs. Alls luku sjö verkfræðingar prófi á þennan hátt. Verkfræði var síðan kennd til fyrrihlutaprófs fram til 1970 en þá hófst aftur kennsla til lokaprófs. í dag hafa um 1.000 verkfræðing- ar útskrifast frá deildinni. I tilefni þessara tímamóta býður verkfræðideild Háskóla Islands til málstofu um verkfræðistörf og verkfræðinám fimmtudaginn 19. október kl. 16, þar sem fjallað verð- ur um verkfræðinám fyrr og nú. Málstofan verður í stofu 158 í húsi verkfræðideildar VR-II við Hjarð- arhaga. Á málþinginu mun Valdimar K. Jónsson, forseti verkfræðideildar, fytja ávarp. Að því loknu flytur Þorsteinn Þorsteinsson verkfræð- ingur erindið Verkfræði á Islandi fram til 1940, Guðmundur Þor- steinsson verkfræðingur: Upphaf verkfræðináms við Háskóla íslands 1940, Þorbjörn Karlsson, próf. em- eritus: Kennsla til lokaprófs í verk- fræði eftir 1970 og Páll Valdimars- son prófessor: Kennsla í verkfræði við Háskóla Islands í dag - staða og horfur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.