Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Formaður Kaupmannafélags Akureyrar segir fjölgun verslana í bænum ígildi stóriðju Allt að 100 ný störf að skapast á næstunni Morgunblaðið/Rúnar pór Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var viðstaddur stofnun nýs kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi á veitingastaðnum Við Pollinn á Akureyri um helgina. Nýtt kjördæmis- rað Samfylking- arinnar stofnað STÖRFUM í verslun á Akureyri mun fjölga umtalsvert á næstu vikum, í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi og nýrri verslun Bón- uss við Langholt. Ragnar Sverris- son, formaður Kaupmannafélags Akureyrar, sagðist gera ráð fyrir að um 80 ný störf yrðu til í Glerár- torgi og 10-15 störf í verslun Bón- uss en á báðum stöðum er gert ráð fyrir afgreiðslutíma alla sjö daga vikunnar. Alls verða 23 aðilar með rekstur í Glerártorgi og eru 13 þeirra með rekstur í miðbænum í dag. Af þessum 13 aðilum í miðbænum munu sex flytja starfsemi sína í Glerártorg en hinir sjö verða með starfsemi á báðum stöðum. Fjórar nýjar verslanir verða opnaðar í Glerártorgi í næstu viku, svo og ís- búð. Nettó, Rúmfatalagerinn og BYKO flytja starfsemi sína í stærstu rýmin og einnig verður Sportver með nokkuð stóra versl- un. Ragnar sagði að verslanir í Glerártorgi yrðu opnar alla sjö daga vikunnar og að það kallaði á enn fleira starfsfólk. Kæmi svo til þess að nýjar verslanir yrðu settar upp í þeim rýmum sem losnuðu í miðbænum og víðar í bænum myndi störfum fjölga enn meir. „Þessi mikla fjölgun verslana er ígildi stóriðju, enda erum við að tala um allt að 100 ný störf,“ sagði Ragnar. Vinnutíminn allt of langur Guðmundur Björnsson, formað- ur Félags verslunar- og skrifstofu- fólks á Akureyri, og sagði það sína tilfinningu að verslunareigendur hefðu frekar haft tilhneigingu til að fækka starfsfólki en hitt. Hins vegar væri atvinnuástand verslun- arfólks nokkuð gott um þessar mundir og útlitið bjart. Guðmundur sagði að vinnutimi verslunarfólks væri hins vegar allt of langur. „Það er erfitt fyrir fé- lagið að vera á móti því að fólk fái að vinna ef það fær sæmileg laun en fyrir vikið heldur það dag- vinnulaununum niðri. Ég er per- sónulega á móti því að setja fólki skorður í þessu efni og vil treysta fólkinu sjálfu til að stjórna sinni vinnu.“ Hærri laun fyrir sunnan Sömu kjarasamningar gilda fyr- ir verslunarfólk á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu en hávær um- ræða hefur verið um það að versl- unarfólk fyrir sunnan sé mun bet- ur borgað en verslunarfólk á Akureyri. Guðmundur sagði að þessi um- ræða lægi alltaf í loftinu. „Við höf- um þó ekki fengið á því neina stað- festingu að öðru leyti en því að þeir sem bera einhverja titla fyrir sunnan eru á hærri launum en greidd eru hér fyrir norðan. Það virðist vera erfitt að fá fólk til starfa í verslunum í Reykjavík vegna þess að það er svo margt annað í boði sem er betur borgað." STARFSMENN Akureyrarbæjar sem voru að skoða holræsalögn í Spítalavegi fyrir helgina urðu nokk- uð undrandi þegar í Ijós kom að rót úr nærliggjandi ösp hafði komist inn í lögnina og hálfvegis stíflað hana. Gunnþór Hákonarson, verksijóri hjá Akureyrarbæ, sagðist aldrei hafa séð neitt þessu líkt áður. Rótin hafði AÐALFUNDUR Samfylkingarfé- lagsins á Norðurlandi eystra var haldinn á veitingahúsinu Við Pollinn á Akureyri á laugardag. Fundurinn var fjölsóttur en viðfangsefni hans auk venjulegra aðalfundarstarfa var að kjósa fulltrúa í flokksstjórn og verkalýðsmálanefnd. Kosningu í flokksstjórn hlutu Óð- inn Svan Geirsson, Kristín Sigur- sveinsdóttir, Hermann Tómasson og Kolbrún Þorkelsdóttir. Stofnfundur Samfylkingarinnar hafði áður kosið Gísla Braga Hjartarson. Auk fram- antaldra eiga sæti í flokksstjórn fyrir Norðurland eystra formenn félaga og kjördæmisráða auk sveitarstjórn- armanna og alþingismanns. í verkalýðsmálanefnd voru kosin þau Aðalheiður Steingrímsdóttir og Hilmir Helgason. Stofnfundur hafði áður kosið þau Matthildi Siguijóns- dóttur, Ágúst Óskarsson og Þorstein Arnórsson í verkalýðsmólanefnd. Nýja stjóm Samíylkingarfélags- ins sem kosin var á fundinum skipa þau Örlygur Hnefill Jónsson, for- maður, Oddný Stella Snorradóttir, Ingi Rúnar Eðvarðson, Þorgerður Þorgilsdóttir og fulltrúi Stólpa, Tryggvi Hrólfsson. Til vara voru kjörin þau Halldór Guðmundsson, Pétur Þorsteinsson, Sigrún Stefáns- dóttir, Tryggvi Jóhannsson og Þór- unn Þorsteinsdóttir stungið sér inn í steinsteypt rör með gúmmíþéttingu og var orðin nokkuð fyrirferðarmikil í lögninni sem er frá árinu 1988. Þetta hafði m.a. þau áhrif að í mikilli rigningu hafði hol- ræsalögnin ekki undan svo að flæddi upp úr niðurföllum í götunni. Á myndinni er Gunnþér með rótar- endana sem náðust úr lögninni. Að aðalfundi loknum var settur nýr fundur, stofnfundur kjördæmis- ráðs hins nýja norðausturkjördæm- is. Auk félaga frá Norðurlandi eystra voru mættir fulltrúar Samfylkingar- félagsins á Austurlandi með þing- manninn Einar Má Sigurðarson í broddi fylkingar og einnig félagar frá Siglufirði með þingmanni sínum, Kristjáni Möller. Svanfríður Jónas- dóttir, þingmaður Samfylkingar á Norðurlandi eystra, setti fundinn og gerði grein fyrir aðdraganda hans. Eftir að gengið hafði verið frá lög- um hins nýja kjördæmisráðs og stjórn þess lá fyrir opnaði formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, umræðu um pólitíkina. Ýmsir tóku þátt í henni og var áberandi hve miklar áhyggjur fólk hefur af þróun menntamála og að þær aðstæður séu að skapast m.a. vegna stefnu menntamálaráðherra að ógni jafn- rétti til náms verulega. I stjóm kjördæmisráðsins eru Ör- lygur Hnefill Jónsson formaður, Þórir Hákonarson varaformaður, Siguijón Bjaraason gjaldkeri, Ólafía Stefánsdóttir ritari, Oddný Stella Snorradóttir, Ingi Rúnar Eðvarðson, Þorgerður Þorgilsdóttir, Tryggvi Hrólfsson, Lára Jóna Þorsteinsdótt- ir, Sigfús Guðlaugsson og Jón Björn Hákonarson, alls 11 manns alls stað- ar að úr hinu stóra kjördæmi. _ Forstjóri Islandssíma gestur á há- degisfundi EYÞÓR Arnalds, forstjóri ís- landssíma, verður gestur á há- degisfundi sem Atvinnuþróun- arfélag Eyjafjarðar, Háskólinn á Akureyri og sjónvarpsstöðin Aksjón efna til í dag, þriðju- daginn 24. október, frá kl. 12 til 13. Yfirskrift fundarins er í sóknarhug, en fundir með sömu yfirskrift verða haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði nú næstu mánuðina. Á fundinum mun hann með- al annars fjalla um hvort raun- hæft sé að jafna kostnað allra landsmanna varðandi gagna- flutninga, um aðrar lausnir í boði á næstunni til fjar- og gagnavinnslu sem eru óháðar ljósleiðarasambandi, einnig af hverju AMT-þjónusta lækkar meira en önnur og eins mun hann koma inn á einkavæð- ingu Landssímans og samning Íslandssíma við Reykjavíkur- borg og hvort önnur sveitar- félög geti gert hliðstæðan samning. Skráning er hjá Atvinnuþró- unarfélagi Eyjafjarðar en verð er 1.000 krónur. FASTEIGNASALAN BYGGÐ tu MiSJllMl Til sölu fyrirtæki í fullum rekstri í verslun og þjónustu í eigin húsnæði Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignasölunnar Byggðar, Strandgötu 29 mwmum Strandgötu 29 símar 462 1744 og 462 1820 Útboð miövikudagiim 25. október Á morgun, miðvikudagmn 25. október, kl. 14:00, fer fram útboð á ríkisbréfum hjá Lánasýslu ríkisins. í boði verður eftirfarandi markflokkur: Fiotkur Gjaldóigí Í4RSiím) ^tríÍQf! tómurii Núwrandi stodn* irisunM tlilwAi* RB03-1010/KO 10.okt.2003 3,2 ór 11.954 500,- ♦Milljónir króna að nafnverði Ríkisbréf í flokki RB03-1010/KO eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfa- skráningu íslands hf. og er lágmarkseming ein króna þ.e. nafnverð er það sama og fjöldi eininga. Ríkisbréf eru skráð áVerðbréfaþingi fslands og eru viðurkenndir viðskiptavakar þeirra Búnaðarbanki íslands hf.. Kaupþing hf., Íslandsbanki-FBA hf. og Sparisjóðabanki íslands hf. Sölufyrirkomufag: Ríkisbréf verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 10 milljómr. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 25. október 2000. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í sima 540 7500. tÁNASÝSLA RlKISINS Hverfisgata 6, 2. h*ð • Simi: 540 7S00 • Fai: 562 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is Morgunblaðið/Kristáán Gunnþór Hákonarson, verkstjóri hjá Akureyrarbæ, með rótarenda sem náðust upp úr holræsalögn í Spítalavegi. Asparrót í holræsalögninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.