Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ
; /2 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000
DAGBÓK
í dag er þriðjudagur 24. október
298. dagur ársins 2000. Orð dagsins:
Jesús sagði: „Eg er sá, og þér
munuð sjá Mannssoninn sitja til
hægri handar máttarins og
koma í skýjum himins.“
(Mark. 14.62.)
Skipin
Reykjavíkurhöfn: í dag
eru væntanleg Trinket,
Arnarfell og Pascoal
Atlantico og út fara
AWnafoss og Hákon
ÞH-250.
Hafnarfjarúarhöfn: í
gær kom Lagarfoss.
Fréttir
Kattholt. Flóamarkaður
í Kattholti, Stangarhyl
2, opinn þriðjud. og
fímmtud. frá kl. 14-17.
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs. Hamraborg
20a. Fataúthlutun kl. 17
og 18. ________
Áheit. Kaldrananes-
kirkja á Ströndum á 150
, ára afmæli á næsta ári
J'og þarfnast kirkjan mik-
illa endurbóta. Þeir sem
vildu styrkja þetta mál-
efni geta lagt inn á
reikn. 1105-05-400744.
Mannamót
Árskdgar 4. Kl. 9 búta-
saumur og handavinna,
kl. 13 opin smíðastofan,
kl. 10 Islandsbanki op-
inn, kl. 13.30 opið hús
spilað, teflt o.fl., kl. 9
hár- og fótsnyrtistofur
opnar.
Aflagrandi 40. Bað kl.
8, vinnustofa kl. 9, leir-
kerasmíði kl. 9, enska
kl. 10 og 11, matur kl.
12, vinnustofa kl. 13,
postulín kl. 13 og kaffí
kl. 15.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9-9.45 leikfimi,
kl. 9-16 handavinna og
fótaaðgerð, kl. 9-12 tré-
skurður, kl. 10 sund, kl.
13 leirlist, kl. 14 dans.
Helgistund kl. 10 á
fimmtudaginn.
‘Furugerði 1, félags-
starf. Kl. 9 aðstoð við
böðun og bókband, kl.
12 hádegismatur, kl. 13
frjáls spilamennska, kl.
15 kaffí. Hið árlega
skemmtikvöld Banda-
lags kvenna verður nk.
fimmtudag 26. okt. kl.
20. Söngur, grín og
gaman. Allir velkomnir.
Fólagsstarf ■ aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
hárgreiðsla, kl. 10 sam-
verustund, kl. 14 félags-
vist.
Fólagsstarf aldraðra,
' Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 9.30 hjúkrunar-
fræðingur á staðnum,
kl. 10 hársnyrting, kl. 13
föndur og handavinna,
kl. 14.45 söngstund í
borðsal.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ, Opið hús -
spilað í Kirkjulundi kl.
13.30. Akstur sam-
kvæmt venju. Sími 565-
0952 og 565-7122. Málun
kl. 13. Spilakvöld á
Alftanesi fimmudaginn
' 26. okt. kl. 19.30.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Brids og saumar kl.
13.30. Línudans í fyrra-
málið kl. 11. Þeir sem
hafa áhuga á að vera
með söluvarning á
markaðsdegi 5. nóv. nk.
vinsamlegast hafið
samband við okkur í
síma 555-0142..
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffístofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10-13. Matur í há-
deginu. Skák kl. 13.30
og alkort spilað kl.
13.30. Framsögn kl.
16.15. Göngu-Hrólfar
fara í létta göngu frá
Hlemmi miðvikudag kl.
10. Silfurlínan opin á
mánudögum og mið-
vikudögum frá kl. 10-12
í síma 588-2111. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB í síma 588-2111
frá kl. 9-17..
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9-16.30 vinnustofur
opnar, m.a. glerskurður
og perlusaumur, kl. 13.
boccia. Myndlistarsýn-
ing Bjarna Þórs Har-
aldssonar stendur yfir.
Veitingar í kaffihúsi
Gerðubergs.
Gjábakki, Fannborg 8.
Leikfimi kl. 9.05, kl.
9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30
glerlist, handavinnu-
stofa opin, leiðbeinandi
á staðnum frá kl. 10-17,
kl. 14 boccia, þriðju-
dagsganga fer frá Gjá-
bakka kl. 14. myndlist
kl. 17, dans kl. 17.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið kl. 9-17. Mat-
arþjónusta er á þriðjud.
og föstud. Panta þarf
fyrir kl. 10 sömu daga.
F ótaaðgerðastofan er
opin frá kl. 10. Postu-
línsmálun kl. 9, jóga kl.
10, handavinnustofan
opin kl, 13-16, línudans
kl. 18.
Hvassaleiti 56-58. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir og
leikfimi, kl. 9.45 banka-
þjónusta, kl. 13 handa-
vinna og hárgreiðsla.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 postulínsmálun,
kl. 9—17 fótaaðgerðir,
kl. 9-12 glerskurður,
9.45 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl.12.15 verslunar-
ferð íBónus kl. 13-16.30
myndlist og kl. 13-17
hárgreiðsla.
Hæðargarður 31. Kl.
9-16.30 opin vinnustofa,
postulínsmálun, kl. 9-
17 hárgreiðsla, kl. 10
leikfimi, kl. 12.45 Bón-
usferð.
Norðurbrún 1. Kl. 9-
16.45 tréskurður, kl. 9-
16.45 opin handavinnu-
stofa, kl. 9-10 boccia og
kl. 9-17 hárgreiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl.9.15—12
bútasaumur, kl. 9.15-
15.30 handavinna, kl.ll
leikfimi, kl. 13 búta-
saumur og kl. 13.30 fé-
lagsvist. Miðvikud. 25.
okt. kl. 13: Glerverksm-
iðjan og listasafnið ísp-
an skoðað. Heimsókn til
Karmelsystra í Hafnar-
firði. Kaffiveitingar í
Fjörukránni. Tekið hús
á Hauki Halldórssyni
myndlistarmanni. Leið-
sögumaður Helga Jör-
gensen. Uppl. og skrán-
ing í síma 562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan,
kl. 9.30 glerskurður,
myndlist og morgun-
stund, kl. 10 leikfimi, kl.
11 boccia, kl. 13 hand-
mennt og keramik, kl.
14 félagsvist.
Bridsdeild FEBK Gjá-
bakka. Spilað í kvöld kl.
19. Allir eldri borgarar
velkomnir.
Félag ábyrgra feðra
heldur fund í Shell-hús-
inu, Skerjafirði, á
miðvikud. kl. 20, svarað
í síma 552-6644 á fund-
artíma.
ÍAK, íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Félag áhugafólks um
íþróttir aldraðra. Leik-
fimi í Bláa salnum,
Laugardaglshöll, kl. 12.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ili, Hátúni 12. Opið hús í
kvöld kl. 20.
Úrvalsfólk. Haustfagn-
aður verður haldinn á
Hótel sögu, Súlnasal,
föstudaginn 10. nóvem-
ber. Borða- og miða-
pantanir hjá Rebekku
og Valdísi í síma 585-
4000, Lágmúla 4.
ITC-deildin Harpa.
Fundur kl. 20, í Sóltúni
20. Upplýsingar gefur
Guðrún í s. 553-9004.
Minningarkort
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562-1581 og hjá Kristínu
Gísladóttur, s. 551-7193
og Elínu Snorradóttur,
s. 561-5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16, Reykja-
vík. Opið virka daga kl.
9-17. S. 553-9494.
Minningarkort Vinafé-
lags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu gí-
róseðils. Minningarkort
Kvenfélagsins Hrings-
ins í Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn, s. 555-0104 og
hjá Ernu, s. 565-0152.
Minningarkort Kvenfé-
lags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju,
sími 520-1300 og í
blómabúðinni Holta-
blómið.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562-1581 og hjá Kristínu
Gísladóttur, s. 551-7193
og Elínu Snorradóttur,
s. 561-5622.
MORGUNBLADIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 669 1181, íþróttir 569 1156,
ksérblöð 569 1222, augjýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG:
RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuðí innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
VELVAKAIVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Töfraefnið
Lið-aktín
EG fann hjá mér þörf að
koma á framfæri reynslu
minni af notkun bætiefnis-
ins Lið-aktín eftir að ég
las frásögn konu í Velvak-
anda í Morgunblaðinu 14.
október sl. Þar lýsti hún
því hversu áðurnefnt bæt-
iefni hjálpaði henni mikið í
baráttunni við verki og
eymsli í líkamanum.
Fyrir nokkrum árum
lenti ég í bílslysi og þá
skaddaðist ég meðal ann-
ars á baki, hálsi og fótum
með þeim afleiðingum að
annar ökklinn stífnaði og
talsverð röskun varð á
hryggjarliðum og mjöðm-
um. Eftir þetta þurfti ég
að vera mikið á verkjalyfj-
um og var mér tjáð af
lækni að ekkert væri hægt
að gera varðandi ökklann,
að hann kæmi til með að
verða stífur áfram. Einnig
átti ég við miklar svefnt-
ruflanir að stríða vegna
stöðugra verkja í hálsi og
varð ég því að taka sterk
verkjalyf sem fóru illa
með magann.
Fyrir rúmu ári benti
vinkona mín mér á bæti-
efnið Lið-aktín sem fæst í
Heilsuhúsinu og hafði tek-
ið sjálf með góðum árangri
vegna bak- og liðverkja.
Sagði hún mér að í því
væru efni sem byggja upp
brjóskið í liðunum og
draga úr bólgum. Akvað
ég því að slá til og prófa
efnið og í dag sé ég ekki
eftir því. Þegar ég var
búin að taka Lið-aktín í 3
vikur varð ég vör við, mér
til mikillar undrunar, að
ég gat aðeins farið að
hreyfa ökklann og eftir tvo
mánuði gat ég hreyft hann
eðlilega. Verkirnir í líkam-
anum hafa minnkað það
mikið að ég nota lítið sem
ekkert af verkjalyfjum í
dag og ekki er hægt að
lýsa í orðum hvað mér líð-
ur miklu betur.
Svanfríður
Bjarnadóttir.
Kærkomið
sjónvarpsefni
HER í Velvakanda þessa
mánaðar deildi ég heldur
harkalega á báðar sjón-
varpsstöðvarnar fyrir frá-
munalega lélega
„skemmtiþætti" uppúr kl.
8 svotil á hverju kvöldi.
Ég vil nú í þetta skipti
geta ákaflega skemmti-
legra þátta á þessum
stöðvum. Þáttanna Glæst-
ar vonir á Stöð 2 á morgn-
ana kl. 9 og Leiðarljós á
Stöð 1 síðdegis svo til dag-
lega. Þeta er á köflum
meistaralega gerð efnis-
meðferð sem ég þakka
fyrir af alúð og sem veita
mér mjög svo ánægjulega
skemmtun sem eftirlauna-
manni sem hefur nægan
tíma til að horfa og heyra
þetta efni. Mér skilst að
þessir þættir gangi um all-
an heim sem slíkir og að
framleiðendur þeirra í
Bandaríkjunum hafi grætt
milljarða dollara á útsend-
ingunum í gegnum tíðina.
Þetta er margslungið efn-
isval og auðsjáanlega ritað
og útfært af frægum og
sérfróðum handritshöf-
unda-snillingum, á ýmsum
þáttum mannlífsins. Og
þetta tekur engan enda
hjá þeim og engar endan-
legar úrlausnir að hverjum
þætti loknum og því geng-
ur þetta árum saman og
gefur af sér offjár eins og
að framan er sagt. Þessir
þættir eru kjörnir dægra-
dvöl fyrir þá sem heimavið
sitja og hafa ekki öðru að
sinna en að horfa á þessa
sjónvarpsframleiðslu.
Kærar þakkir ennþá
fyrir þessar útsendingar
sem ég bíð spenntur eftir
hverju sinni.
Páll Hannesson, eftir-
launamaður og áhuga-
maður um sjónvarpsgerð.
Tapað/fundid
Geisladiskahulstur
týndist
Geisladiskahulstur merkt
„Gengið" týndist sl. laug-
ardag. Skilvís finnandi
vinsamlega hringi í síma
868-7090 eða 896-5850.
Gyllt kvenúr týndist
KVENÚR, gyllt týndist í
sl. viku. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 696-
4836.
Eyrnalokkur
týndist
Eyrnalokkur, gyllt kúla,
týndist við Sundlaugaveg,
Gullteig, Hraunteig í síð-
ustu viku. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 553-
4589.
Prinsessa er týnd
HÚN er steingrá, blíð
læða og hún hvarf frá
heimili sínu að Fannarfold
124 í Reykjavík, föstudag-
inn 13. október sl. Hennar
er mjög sárt saknað af
heimilisfólki sínu og ef
einhver telur sig hafa séð
hana, er hann beðinn að
hafa samband í síma 567-
5420 eða 691-7357.
Svartur og hvítur
fress í óskilum
Köttur, svartur og hvítur,
ca. 6 mánaða gamall fress,
með rauða hálsól og bjöllu,
mjög gæfur og blíoður er í
óskilum í Fögrubrekku 36,
Kópavogi. Upplýsingar í
síma 564-2065.
Svört læða týndist
SVÖRT læða týndist frá
Hlunnavogi sl. sunnudag.
Hún er rauða ól og merkt.
Hennar er sárt saknað.
Þeir sem gætu gefið upp-
lýsingar hringi í síma 568-
2726 eða 553-3230.
Krossgáta
LÁRÉTT;
1 hengingaról, 4 spakur,
7 afhendi, 8 meðulin, 9
dýrbít, 11 hluta, 13 reyk-
ir, 14 grunar, 15 ein-
lægni, 17 snjólaust, 20
fálm, 22 hnikar, 23 viður-
kennir, 24 flokk, 25 ná-
skyldar.
LÓÐRÉTT:
1 uppgerðarveiki, 2 end-
urtekið, 3 fæðir, 4 grunn-
flötur, 5 asna, 6 stelur, 10
skora á, 12 nöldur, 13
gruna, 15 þoli, 16 ósætti,
18 kvendýrið, 19 hreinar,
20 klifur, 21 skaði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU;
Lárétt: 1 kindarleg, 8 vinnu, 9 móður, 10 nes, 11 rjúka,
13 arinn, 15 svöng, 18 skúra, 21 ryk, 22 ruddi, 23 eilíf, 24
hrikaleg.
Lóðrétt: 2 innbú, 3 druna, 4 romsa, 5 eyðni, 6 sver, 7
hrun, 12 kyn, 14 rík, 15 sori, 16 öldur, 17 grikk, 18 skell,
19 útlæg, 20 alfa.
Víkverji skrifar...
EGAR Hvalfjarðargöngin
voru opnuð hugsaði Víkverji
dagsins með sér að fara annað
slagið fyrir Hvalfjörðinn til þess
að reyna að njóta leiðarinnar. Á
meðan allir óku fyrir fjörðinn
þurfti að aka nokkuð greitt, að
minnsti kosti á 90 til 100, til þess
að valda ekki óþarfa töfum og
slysahættu. Gafst þá lítið tækifæri
til að skoða sig um, nema þá með
því að stöðva bílinn og Víkverji
var ekki einn um að gera það helst
ekki nema hjá sjoppunum.
Ekki hefur orðið úr framkvæmd
þessarar stefnu fyrr en í haust að
tækifæri gafst til að aka tvisvar
sinnum í rólegheitum fyrir Hval-
fjörðinn. í bæði skiptin í góðu
veðri. Sáralítil umferð var um
veginn þessa daga og gátu öku-
menn ráðið hraða sínum. Víkverji
naut ferðarinnar og skoðaði sig
vel um, án þess að aka út af eða
valda öðrum hættu.
Það kom á óvart að Ferstiklu-
skálinn skuli vera opinn allt árið.
Ekki geta viðskiptin verið mikil
en skálinn veitir íbúum sveitar-
innar og þeim sem leið eiga um
fjörðinn virðingarverða þjónustu.
Það stakk hins vegar í augu
hvað ýmis mannvirki í Hvalfirði
eru að verða hrörleg. Hvalstöðinni
var lengi haldið ágætlega við en
sú tíð virðist liðin. Er það skiljan-
legt því ekki hefur eigandinn nein-
ar tekjur af henni. Mannvirkin eru
menjar um mikilvægan þátt í at-
vinnusögunni sem vonandi verður
hægt að varðveita með því að nýta
í upphaflegum tilgangi. Varla er
hægt að afsaka lélegt viðhald á
olíutönkunum í hlíðinni fyrir ofan
Olíustöðina með sama hætti. Þeir
eru orðnir brúnflekkóttir af ryði.
Bygging þessara tanka var um-
deild á sínum tíma og ættu þeir
sem ábyrgð bera á þeim að drífa í
að mála til að verja eigin sóma.
VEGURINN um Sæmundar-
hlíð í Skagafirði er fáfarinn.
Víkverji komst að raun um af
hverju það er þegar hann álpaðist
eftir honum. Vegfarandinn hélt að
hægt væri að komast eftir Sæ-
mundarhlíðinni og inn á Hring-
veginn við brún Vatnsskarðs. Það
reyndist misminni því eftir 10 kí-
lómetra akstur endaði vegurinn
við fjárrétt. Að vísu geta menn
komist áfram á jeppum með því að
fara krókaleiðir.
Sá sem þetta skrifar hitti bónda
við réttina og sagði hann frá því að
margir hefðu gert sömu skyssuna
og orðið að snúa við. Hann sagðist
hafa séð fólksbíl halda áfram en
ráðlagði ekki að það yrði leikið
eftir.
Hér með er lagt til við Vega-
gerðina á Sauðárkróki að sett
verði upp skilti við þjóðveginn
sem sýni að vegurinn um Sæ-
mundarhlíð er botnlangi.