Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Fjóla Ósk Bender kennari fæddist í Reykjavík 29. októ- ber 1950. Hún lést á heimili sínu 13. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristján S. Bender, fulltrúi og rithöfund- ur, f. 26.3. 1915, d. 15.10. 1975 og Þor- björg Þórarinsdóttir Bender, hjúkrunar- kona, f. 28.5.1914, d. 22.2. 1994. Systur hennar eru: 1) Rós Bender, tölvunar- fræðingur, f. 17.7. 1949, gift Er- lendi Garðarssyni, markað- sstjóra. 2) Sóley Sesselja Bender, hjúkrunarfræðingur og lektor við HÍ, f. 26.7.1953, gift Friðriki Kri- stjáni Guðbrandssyni, lækni. Árið 1971 giftist Fjóla Jim Edwards, forstjóra, f. 24.11.1935. Eignuðust þau tvö börn, Kristján Bahadur Edwards viðskiptafræð- Elskulega systir. Nú er lífsbar- átta þín á enda og kveðjustundin .runnin upp. Minningar hrannast upp um liðna tíð og allar þær góðu og erfiðu stundir sem við áttum saman. Æskuárin voru yndisleg og áhyggjulaus í Hveragerði þar sem við nutum frjálsræðisins við leik úti í fallegri náttúru. Fljótt komu listrænir hæfileikar þínir í ljós. Snemma í æsku gast þú búið til dýrindis kjóla á dúkkurnar þínar og naust aðdáunar allra sem hand- bragðið sáu. Það var stórkostlegt hvernig hugur þinn og hendur gátu skapað fallega hluti svo snemma í æsku. Það átti einnig eftir að koma í ljós síðar þegar þú náðir besta árangri frá handa- vinnudeild Kennaraskólans. Eitt af prófstykkjunum þínum þar var kjóll á mig. Þú prjónaðir, saumað- ir, smíðaðir, baideraðir, málaðir og margt fleira var þér til lista lagt. Allt lék þetta í höndunum á þér. Þú hafðir mikla listræna hæfíleika og skapaðir hvert frumlega lista- verkið á fætur öðru. Eftir að við fluttum til Reykja- víkur deildum við herbergi á ungl- ingsárunum og sváfum í kojum. Þegar við fórum að sofa á kvöldin læddumst við með hendurnar milli kojanna og héldumst í hendur þar 44.1 svefninn varð yfirsterkari. Þannig voru böndin okkar á milli, bæði trygg og traust. Trygglyndi þitt kom líka fram í mörgu öðru. Þú varst ávallt tilbúin að taka mig með þér eða leyfa mér að vera með í vinkvennahópi þínum þrátt fyrir að þú værir þremur árum eldri. Umburðarlyndi þitt var einstakt. Ég dáðist að þér og tók þig mér til fyrirmyndar. Ég tók þátt í gleði þinni þegar þú varðst skyndilega ástfangin og giftir þig stuttu síðar. Brúðkaupsdagurinn þinn er ljóslif- andi í huga mér þegar þú svo hríf- andi fögur og hamingjusöm gekkst upp að altarinu í hvítum síðum kjól, sem mamma hafði saumað, og gekkst að eiga Jim. Foreldrar okk- ar gerðu sér vel grein fyrir því þá að þau voru að missa þig til fram- andi heimsálfu, því fljótlega sett- ust þið að í Nepal. Þau söknuðu oft nærveru þinnar. Á sumrin komstu heim og það var einmitt í ágúst- mánuði sem bæði börnin þín fædd- ust. Fyrst Kristján Bahadur og síðan Ánna Tara. Þau eru yndisleg börn og voru ávallt ljósgeislarnir þínir. Við skrifuðumst alltaf á með- an þú dvaldir í Nepal og þú baðst mig margoft að koma til þín í heimsókn. Við urðum síðan sam- þsrða þangað um haustið 1977 ásamt fjölskyldu þinni. Voru börn- in þín þá sex og þriggja ára gömul. Við komum til Katmandú á afmæl- isdaginn þinn og héldum upp á hann um kvöldið. Varð dvöl mín heldur lengri en ætlunin var í upp- hafí vegna starfa, sem þú ekki síst hvattir mig til að taka að mér. Þú vtldir að ég væri lengur. Það var ing, f. 9.8. 1971 og Önnu Töru Edwards mannfræðing, f. 19.8. 1974. Þau bjuggu í Nepal um árabil. Fjóla og Jim skildu. Árið 1985 giftist hún Einari Þorsteini Ásgeirssyni, arki- tekt, f. 17.6. 1942. Þau skildu. Fjóla lauk prófi frá Handavinnu- deild Kennaraskól- ans 1971. Hún nam síðar trésmíði við sama skóla og útskrifaðist þaðan 1982. Hún starfaði í allmörg ár við kennslu eftir að hún fluttist heim frá Nepal, sem barna-, handavinnu- og smiðakennari. Hún vann einnig við listsköpun og hélt nokkrar listsýningar. Útför Fjólu fer fram frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. margt skemmtilegt sem við gerð- um saman í Nepal og með börnun- um. Þú hafðir unun af því að geta loks sýnt mér allt það sem þú hafð- ir reynt að segja mér frá áður. Þar kynntist ég með þér framandi menningu í stórbrotnu fjallalandi. Þótt allt virtist leika í lyndi komst ég smám saman að því að lífið hafði ekki alltaf verið þér auðvelt. Þér fannst þú stundum hafa staðið ein og óstudd, varst ung að árum, í ókunnugu landi með lítil börn. Ég vissi það svo vel að þú hafðir lagt alla alúð þína í að sinna hlutverki þínu sem eiginkona og móðir en einhverra hluta vegna rættist ekki úr hjónabandinu eins og til stóð. Það varð þér mikið áfall. Þú flutt- ist heim til íslands og ólst upp Önnu Töru og hún gekk í skóla hér á landi að langmestu leyti en Kristján, eða Kiddi eins og við köllum hann alltaf, fór í skóla í Bretlandi. Þú saknaðir hans oft og vildir geta gefíð honum mikiu meira í uppvexti hans. Eftir heim- komuna varstu aldrei sátt við hlut- skipti þitt og í raun varstu harmi þrungin. Áform þín í lífinu höfðu ekki gengið upp og biturleiki sótti að þér. Um tveggja áratuga skeið þurftirðu að glíma við geð- hvarfasjúkdóm sem ýmist tók af þér völdin og gerði þig of athafna- sama eða dró úr þreki þínu þannig að vonleysið gat gripið um sig. Fyrstu árin eftir heimkomuna vannstu við kennslu og margir nemendur fengu að njóta frum- legra hugmynda þinna og hand- bragðs, en það reyndist þér ekki alltaf auðvelt. Þú vildir öllum gott gera og þegar ég gekk með mitt fyrsta barn vildir þú vera með mér og veita mér stuðning undir lok meðgöngunnar. Þú komst í stutta heimsókn til okkar til Bandaríkj- anna. Örlögin höguðu því þannig að ég eignaðist dreng aðeins fyrir tímann sem gerði það að verkum að þú gast verið viðstödd fæðing- una. Það gladdi okkur báðar mjög mikið og við dáðumst saman að nýfæddu barni. En þótt gleði- stundirnar hafi verið margar í lífi þínu vildi sjúkdómurinn ekki sleppa af þér tökunum og þú þurft- ir að glíma við hann í langan tíma. Mér fannst aðdáunarvert það þrek og sú reisn sem þú sýndir í allri þessari baráttu. Ég held að þér hafi oft liðið mun verr en mig óraði nokkurn tíma fyrir. Það var eflaust oft erfitt að koma hugsunum og til- finningum í orð. Þú gast jafnframt sjaldan treyst því að áætlanir þín- ar gengju upp þar sem sjúkdómur- inn gat tekið völdin. Það gerði það að verkum að þú áttir ekki gott með að stunda venjulega vinnu. Nú á vormánuðum náði athafna- gleðin yfirhöndinni og mér tókst ekki, vegna veikinda þinna, að halda eðlilegu sambandi við þig í nokkra mánuði. Það var ekki fyrr en líðan þín komst í betra jafnvægi á haustdögum að við náðum saman aftur. Mér hlýnaði um hjartaræt- urnar þegar þú loks hafðir krafta til að hringja í mig og baðst mig um að fyrirgefa þér og koma til þín. Fyrirgefningin var auðsótt eins og þú ávallt vissir. Það var aldrei ætlun þín að særa aðra þótt þú réðir stundum ekki við orð þín og gjörðir. Við gátum aftur talað eðlilega saman um lífið og tilver- una. Eg er þér þakklát fyrir síð- ustu notalegu stundirnar sem við áttum nýlega saman og þú gast deilt með mér hugsunum þínum og tilfinningum. Þær stundir eru mér ákaflega dýrmætar í minningunni um góða systur. Með djúpum sökn- uði kveð ég þig og þakka þér allt það sem þú gafst mér af örlæti á lífsleiðinni. Eg bið góðan Guð að vernda þig og veita þér frið. Eins bið ég Guð um að styrkja börnin þín sem þurfa að kveðja þig svo snemma. Þín einlæg systir, Sóley Sesselja Bender. Elsku systir, mig langar með nokkrum orðum að minnast þín og kveðja. Fjóla mín, við höfum ferðast saman þennan æviveg í næstum 50 ár. Hann hefur verið, eins og flest- ir aðrir, misjafn yfirferðar. Ekki alltaf beinn og breiður en að öllu jöfnu ákaflega skemmtileg leið. Þegar ég læt hugann reika til baka, já alla leið aftur til Hvera- gerðisáranna, sé ég hversu margt var brallað og hversu gaman var að vera systir þín. Mannkostir þínir voru margir og fjölbreyttir. Sem betur fer er hægt að segja þetta um marga en ég held nú samt að þér hafi verið út- hlutað ríflegum skammti. Listfengi þitt og handbragð var mér ávallt undrunar- og ánægjuefni. Þegar þú varst glöð og áttir þínar góðu stundir gneistaði af þér og hlegið var af minnsta tilefni. Þótt róður- inn þyngdist með árunum og til- efnum hláturs og kátínu fækkaði aðeins var samt oft stutt í glettn- ina og brosið. Þannig ætla ég ein- mitt Fjóla mín að búa um þig í hjarta mér, með glettni í augum og bros á vör. Elsku systir, ég veit að sá friður sem okkur er ætlaður er nú þinn. Ég hlýt að reyna að gleðjast yfir því þrátt fyrir sáran söknuð og bið Guð þinn að greiða leið þína í ljós- ið. Kveðja frá þinni systur, Rós. Fjóla hefur gert margt fallegt. Hún var mjög góð í að búa til skál- ar, kertastjaka, myndir og ljóð. Hún var svolítið ung til að deyja. Henni fannst kannski gott að deyja út af því að henni leið ekki vel. Hún hafði mjög sítt hár. Það fannst mér vera flott. Hún átti tígrisdýrateppi og tígrisdýrahaus. Ég kom oft til Fjólu. Ég heimsótti hana oft með Daníel, Sindra, Erni og Örnu, Silju og Valda. Þá fórum við að spila eða leika úti í garði. Það hefur verið gaman að eiga Fjólu fyrir frænku. Þegar mamma sagði mér að Fjóla væri dáin fór ég að gráta. Ég var grátandi allan þennan dag. Ég bið Guð og engl- ana að gæta hennar. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir. Elsku Fjóla mín, nú er komið að kveðjustund. Á slíkri stundu koma margar góðar minningar upp í hugann. Ég minnist frænku minn- ar sem yndislegrar frænku með góða kímnigáfu. Hún var mjög list- ræn og sérstaklega fær í höndun- um. Fjóla gat unnið með hvaða efnivið sem var og búið til fallega muni og falleg listaverk. Fjóla gaf mér gælunafnið Binnsíbú sem hún notaði alltaf af mikilli hlýju og mér þykir vænt um það og sakna þess að eiga ekki eft- ir að heyra það aftur frá henni. Fyrir tuttugu árum saumaði hún bútasaumsteppi og gaf mér. Þetta teppi hefur fylgt mér síðan og verður mér nú enn kærara þar sem það mun alltaf minna mig á hve góð frænka Fjóla var. Ég átti skemmtilegar og eftirminnilegar stundir með Fjólu, Kidda og Önnu Töru í París þegar Fjóla hélt upp á fertugsafmælið sitt þar fyrir tíu árum. Ég er ánægð yfir að hafa fengið tækifæri til þess að gleðjast meil frænku minni á þeirri stundu. Ég er þakklát fyrir að eiga margar góðar minningar um hana Fjólu frænku mína. Þegar hún kíkti í kaffi voru bömin mín upp- tekin af sögunum hennar. En hún hafði alltaf tíma til að tala við þau um heima og geima. Kettlingurinn Týra malaði í fanginu á Fjólu þeg- ar hún sagði börnunum mínum söguna af því þegar hún reyndi að kenna kettlingunum sínum að synda þegar hún var lítil. Silja Rós og Valdimar sakna nú skemmti- legu frænku sinnar, en hugga sig við það að nú eigi þau skemmtileg- an engil á himnum. Fjóla hefur nú fengið sinn frið og við vitum að henni líður vel þar sem hún er. Þrátt fyrir sorg og söknuð vitum við að minningin um góðu Fjóluna okkar mun fylgja okkur í framtíðinni og styrkja okk- ur í sorginni. Elsku Kiddi og Anna Tara og aðrir aðstandendur, við sendum ykkur alla okkar samúð og megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Brynja, Ragnar, Silja Rós og Valdimar. Kær vinkona mín, Fjóla Ósk Bender, er látin. Með miklum söknuði kveð ég glæsilega konu sem kölluð var burtu í blóma lífs- ins. Við Fjóla þekktumst lítillega á unglingsárunum. Síðar kynntumst við betur þegar leiðir okkar lágu saman í Kennaraskóla Islands, fyrst tvo vetur í Kennaraskólanum við Stakkahlíð og svo tvo vetur í handavinnudeildinni í gamla Kenn- araskólanum við Laufásveg. Við Laufásveginn áttum við sér- staklega skemmtileg ár. Skóla- systkinin alls staðar að komin af landinu, einvala kennaralið sem okkur þótti mjög vænt um - við vorum eins og stór fjölskylda. Við Laufásveginn voru fáir nemendur og unnið mikið. Þarna borðuðu ali- ir saman nestið sitt í hádeginu svo við komumst ekki hjá því að kynn- ast hvert öðru mjög vel. I þessu fallega gamla húsi kynntist ég Fjólu vinkonu minni og öllum hennar góðu kostum. Fjóla var einstaklega vel gerð og falleg kona. Hlý, hugulsöm og vel gefin. Hún var mikill dugnaðar- forkur og þarna kom strax í ljós hvað hún var handlagin og listræn. Allt lék í höndunum á Fjólu. Var greinilegt að hún var alin upp á heimili þar sem handverkið var í hávegum haft, ekki bara í tóm- stundum heldur líka af nauðsyn. Á síðasta vetri okkar í KI kynnt- ist Fjóla Jim Edwards, fyrrverandi eiginmanni sínum. Mér er það mjög minnisstætt þegar ég hitti Fjólu á mánudagsmorgni og hún sagði mér frá Jim. Hún var ástfan- gin, ætlaði að hætta í skólanum og fylgja Jim til útlanda. En Fjóla var skynsöm kona og ákvað að ljúka námi. Þau giftu sig og var Éjóla einhver fallegasta brúður sem ég hef séð. Það var mikill ævitnýra- ljómi yfir sambandinu. Sumarið 1971, 16. júní, gengum við vinkonurnar, báðar ófrískar, upp á sviðið í Háskólabíói í bláu út- skriftarkjólunum sem við saumuð- um og tókum við verðlaunum Elín- ar Briem. Fjóla fluttist til New York og síðan til Nepal en kom oft til íslands. Við reyndum alltaf að hittast með strákana okkar Kidda og Villa. Það voru skemmtilegar stundir. Fjóla eignaðist Önnu Töru þegar þau Jim bjuggu í Nepal. Á síðari árum hefur oft liðið langur tími milli samverustunda en það virtist ekki breyta okkar góða vin- skap. Það var alltaf jafngaman að hittast. Fjóla var mikill höfðingi heim að sækja. Hún ræktaði vel sambandið við vini sína þrátt fyrir erfið veik- indi á seinni árum og var oftar en ekki fyrst til að bjóða heim. Marg- ar veislurnar hef ég setið í Sörla- FJOLA OSK BENDER skjólinu hjá Fjólu. Hún var lista- kokkur og gerði alla hluti af mikilli natni. Síðastliðið haust hringdi Fjóla í mig og langaði að bjóða skólasystr- um úr handavinnudeildinni heim. Helst daginn eftir. Svona var Fjóla. Þarna áttum við saman dagstund^ sem við munum seint gleyma. Ég kveð þig með söknuði, mín kæra vinkona, og þakka þér samfylgdina. Þú varst góður vinur. Elsku Kiddi, Anna Tara, Sóley og Rós. Ég bið Guð að geyma ykk- ur og styrkja og votta ykkur mína dýpstu samúð. Fríða S. Kristinsdóttir. Nú þegar æskuvinkona mín er horfm úr heimi hér brjótast fram úr hugskoti mínu ótal minningar. Ekki síst okkar fyrstu kynni. Fjóla var nýflutt ásamt fjölskyldu sinni frá Hveragerði til Reykjavíkur, vestur á Melhaga, og urðum við því nágrannar og skólasystur. Fljótlega tók ég eftir henni sér- staklega vegna hársins sem var logagyllt og mikið. Framkoman var hispurslaus og einlæg. Kostir sem fylgdu henni allar götur síðan í hennar lífi. Mér er í barnsminni þegar ég kom á heimili hennar fyrsta sinni. Pabbinn, Kristján rit- höfundur, sat í hægindi inni í stofu, reykti pípu, horfði gegnum glera- ugu mikil og las í bók, örugglega eitthvað merkilegt. Mamman, Þor- björg, sveif um heimilið brosmild með svuntu og fléttuhnút í hnakka, nýbúin að baka pönnukökur eða annað álíka. Þegar maður svo hafði meðtekið menninguna í stofunni og ílminn úr eldhúsinu kom í ijós að öll húsgögn í herbergi þeirra systra voru smíðuð af móður þeirra, fötin saumuð, hekluð eða prjónuð af þeim mæðgum öllum. Merkilegt. Svo kynnti Fjóla mig fyrir fyrir systrum sínum sem voru einhvern veginn alveg eins og hún sjálf, glókollar með stór blá augu og hétu þær allar blómanöfnum Rós, Fjóla og Sóley. Þetta fannst mér athyglisvert og spennandi, því á þessum tíma var okkar kynslóð rétt byrjuð að velta fyrir sér „Flower Power“. Einhverju sinni áskotnaðist Fjólu rósótt efni klukkutíma fyrir dansæfingu í Hagaskóla Hún klippti, nældi og saumaði og birtist um kvöldið auðvitað fínust af öll- um. Eitt sumarið vöskuðum við upp frá morgni til kvölds á heilsu- hælinu í Hveragerði og notuðum aurana um haustið til ferðar til Hollands, Danmerkur og Eng- lands. Einnig dvöldum við sumar- langt í Cambridge við enskunám. Utþráin var alltaf fyrir hendi þeg- ar við vorum stelpur. Síðar á æv- inni áttum við báðar eftir að búa erlendis um árabil. Fjóla var mikill námsmaður og útskrifaðist kennari með hæstu einkunn ásamt Fríðu vinkonu okkar. Persónugerð Fjólu vinkonu minnar var um margt óvenjuleg. Allt frá barnsaldri bjó hún yfir djúpri hugsun, velvilja í garð samferðafólks síns og um- fram allt var hún gædd sköpunar- gáfu, bæði til hugar og handar. Er þar skemmst að minnast Ijóðanna og ótal ólíkra listmuna sem frá höndum hennar runnu. Við fjölskyldan vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga vináttu hennar allt þar til yfir lauk. I síð- asta skipti sem við vorum með Fjólu dansaði hún og söng í góðra vina hópi á heimili okkar. í dag minnist ég þess dags fyrir nær þrjátíu árum er ung kona í hvítu brúðarskarti gekk inn kirkjugólfið í Neskirkju, fegurst allra brúða sem ég hef augum litið. Hún giftist manninum sem hún elskaði og eignaðist Kristján Ba- hadur og Önnu Töru, óskabörnin sem voru stolt hennar og lífsfyll- ing. Góðir dagar, góð ár. Einmitt þannig vil ég minnast vinkonu minnar Fjólu Oskar sem ætíð stóð hjarta mínu næst allra vina. Heiðruð sé minning hennar. Ingibjörg Dalberg. Þegar ég var lítil komst þú oft með Ónnu Töru og Kidda í heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.