Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ ___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 24. QKTÓBER'2000 75 ^ FÓLK í FRÉTTUM Brattar bárur Tónllst Laugardalshull ICELAND AIRWAVES Stórtónleikar Iceland Airwaves í Laugardalshöll 21. október 2000. Fram komu Suede, The Flaming Lips, Thievery Corporation, Egill Sæbjörnsson, Mínus og Súrefni. ÞEGAR litið var yfir efnisskrá tónleikanna verður ekki annað sagt en að flytjendur hafi verið valdir af djörfungu og hug. Að undanskildum Suede verða þeir nefnilega allir að teljast æði nálægt jaðrinum, hver á sinn máta. Næststærsta númerið, The Flaming Lips, hefur lítið sem ekkert heyrst á öldum ljósvakans þrátt fyiir að vera fremur auðmelt sveit og aðgengileg, Thievery Corp- oration flytur danstónlist sem vart er til þess fallin að dansa mikið við, Súr- efni flytur svo til einvörðungu leikna tónlist, Egill Sæbjörnsson var nær algjörlega óþekkt stærð og við skul- um bara segja að harðkjarna- hausarnir í Mínus séu ekki alveg allra. Með öðrum orðum var mikið lagt undir og gat brugðið til beggja vona. En þegar veðjað er stórt er ávöxturinn líka að sama skapi þeim mun ríkulegri og sú varð raunin á laugardagskvöldið í Laugardalshöll- inni. Það vafasama hlutskipti féll í skaut Mínuss að hefja tónleikana. Allt frá fyrsta hljóðfæraslætti streymdi um mig taktfastur straum- ur sem var einhvem veginn blandað- ur sælu- og ónotatilfinningu. Sveitin lék vænan skammt af nýju plötunni sem virðist ætla að verða hvalreki fyrir unnendur sveitarinnar. Súrefni flutti blöndu af nýlegu og eldra efni og það fer ekki á milli mála að grúvið er máttur Súrefnis og meg- in. Verst hvað lagasmíðamar era daprar og litlausar. Trekk í trekk heyrði maður þessa líka fínu byijun, sló taktinn og beið vongóður fram- vindunnar - sem síðan var hvorki fugl né fiskur. Eftir stóðu nokkrar huggulegar hugmyndir þar sem heyra gat einhvers konar blöndu af teknó og suðurríkjarokki, rétt eins og Underworld væri í bólinu með ZZ Top. Nú bjóst ég við að næstur yrði Eg- ill Sæbjörnsson en það var öðra nær. Eftir að hafa bragðið mér örstutt frá á meðan hið hvimleiða tónleikamillis- pil - einhverskonar dans-sýru- djassblanda - leið hjá kom ég að svið- inu og sá mér til furðu að í myrkrinu uppi á sviði voru staddir hlið við hlið kumpánar tveir sem ég auðkenndi fljótlega sem Thievei-y Corporation. Og ég sem hélt að millispilið væri enn í gangi. I því vora ljóskastaram- ir tendraðir - í miðju lagi - og þá fór það ekki lengur á milli mála - Wash- ington-dúettinn hafði hafist handa. Leikur þenra skiptist gróílega í tvennt. Fyrri hlutann sungu tvær söngkonur seiðandi röddu reykmett- aðan og ofursvalan sófadjass í anda Massive Attack og Morcheba en sá síðaii var í höndum tveggja þel- dökkra karlsöngvara með rastaflétt- að hár sem vissu alveg hvar þeir voru: „Hello Iceland“, „How are you, Iceland?" og þar fram eftir götunum. Egill Sæbjörnsson er mér hálf- gerð ráðgáta. Ég veit að hann er efnilegur myndlistarmaður sem gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu með framsömdu efni - hreint ágætis skífa með fínum popplögum. Hitt veit ég ekki - hvað, eða hvort hann yfir höf; uð er að meina það sem hann gerir. í það minnsta er maður einhvem veg- inn alltaf á varðbergi - hræddur um að hann stoppi allt í einu og híi á mann fyrir það að falla fyrir slíku poppmeti. Ég áttaði mig ekki heldur alveg á vera hans á þessari stund og stað - hann hefði kannski frekar átt að bytja og Mínus að taka hans stað. Þegar kemur að því að fjalla um þátt The Flaming Lips skal strax fullyrt kinnroðalaust að þar fer ein- hver allra magnaðasta frammistaða sem ég hef séð á sviði hérlendis. Vissulega var ég hrifinn af síðustu plötunni, The Soft Bulletin, en gat vart talist sérstakur aðdáandi. Hins- vegar tókst Wayne Coyne og félög- um að lokka mig svo gjörsamlega á sitt band með gjörningi sínum að ég hefur síðan verið þeirra auðmjúki hugfangi. Svona á að halda tónleika! Nýta aðstæðurnar svo fullkomlega að áhorfandinn geti vart annað en tekið eftir og hrifist með. Coyne var þannig ekki bara að syngja lögin sín, heldur túlkaði hann þau á allan þann máta sem honum vora kleifir; með tilþrifamikilli leiktjáningu og ein- földum en áhrifamiklum leikmunum eins og gerviblóði, afmælisblöðram og marglitu pappírskurli. Til að full- komna upplifunina notaðist sveitin við afai- áhrifarík myndskeið, sem varpað var á skjá bak við sveitar- menn og slógu fullkomlega í takt við lögin. Þannig virtist ekkert eðlilegra en að sjá sjálfan maestroinn Leonard Bernstein stjórna The Flaming Lips af krafti á meðan Coyne leit tilbiðj- andi upp til hans. Það var hægara sagt en gert að ná sér eftir slíka snilld og setja sig í stellingar fyrir tónlist af gjörsam- lega ólíkum toga - rómantískt og hressilegt gítarrokk Suede. Það fór ekki á milli mála að flestir vora komnir til þess að sjá þá. Söngvarinn Brett sagði í viðtali fyrir komu sína tU landsins að sveitin hygðist taka allmörg ný lög sem íslenskir áhorf- endur yrðu fyrstir í heiminum tU þess að heyra. Hvað sem líður eftir- væntingu að heyra eldri og kunna smelli virði ég alltaf við listamenn þegar þeh- afhjúpa hæfilegt magn nýrra smíða. Einhverjir vora að agn- úast út í það fyrir tónleikana að þeir ætluðu að eyða svo miklu púðri í nýja efnið á fyrstu tónleikunum hérlendis en annað verðui- ekki sagt en að Suede hafi kveðið þær raddir í kút- inn með skotheldri frammistöðu og sýnt hvernig bera skuli á borð blöndu af nýju og gömlu efni. Hvað nýja efnið varðar lofar það nokkuð góðu, er heldur í rólegri kantinum, og virðist nokkuð sterk- ara en efnið á síðustu plötunni, Head Music. Það féll og furðuvel í kramið hjá fjöldanum og Brett var augsýni- lega ánægður og undrandi yfir þess- um jákvæðu viðbrögðum sem fersk- metið fékk. Valið á eldra efninu staðfesti algjörlega kenningu mína um að sveitin eigi vh-kilega erfitt með að horfast í augu við fyrstu tvær plöturnar vegna ríkulegs þáttai- hins brotthorfna Bernards Butler. Aðeins eitt lag fékk að hljóma af þeim, hið unaðslega „Wild Ones“ og æsti það hungrið óbærilega eftir fleiram, sem komu svo aldrei. Lunginn af eldri lögunum var því af Coming Up og Head Music. Greinilegt var af viðbrögðum gesta að dæma að sú fyrrnefnda er sú best þekkta hér á landi og æstist leikur- inn ætíð verulegaþegar lög af henni tóku að hljóma. Ég hef alltaf verið virkilega spældur út í Head Music en komst að því við að heyra lögin af henni flutt af krafti og þéttri og vel spilandi sveitinni að sökin liggur í upptökustjórninni því þau hljómuðu mun betur lifandi en í gerilsneyddri plötuútgáfunni. Það tel ég góð með- mæli með tónleikaframmistöðu. Brett náði allan tímann nánu og inni- legu sambandi við æsta tónleikagesti og það leyndi sér ekki að sveitin hafði \ !* virkilega gaman af því sem hún var að gera - nokkuð sem skilar sér allt- af. A heildina litið voru aðrir stórtón- leikar Iceland Airwaves í röðinni ná- kvæmlega eins og stórtónleikar eiga að vera; ferskir, hugdjarfir, fjöl- breyttir, vandaðir og stórir. Eftir að hafa eytt rúmum sex stundum í Laugardalshöll sat eftir sú tilfinning að maður hefði ekki fyrir nokkra muni mátt vera neins staðar annars staðar því að þá hefði maður niisst af einstökum tónleikaviðburði á íslandi - og þeir era nú ekki á hverju strái. , Skarphéðinn Guðmundsson * VÁKORT Eftiriýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vlsa á vágest VISA (SLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. C/O > TOlYUnflfflfKEIÐ 3000 o Tölvugruflnur Ef þú hefur enga þekkingu á tölvum þá byijar þú á þessu námskeiði. 4 kennslustundir lllindoui/ 98 Nauðsynlegt grunnnámskeið um stýrikerfið og tölvuna. 9 kennslustundlr Internetió Frábært námskeið fyrir þá sem vilja læra á Intemetið og nota tölvupóst. 9 kennslustundir Ulindoui/. Ulord og CHcel Námskeið fyrir þá sem vilja gott námskeið um helstu forritin og stýrikerfi tölva, allt f einum pakka. 22 kennslustundlr Ulord ritvinn/lo Yfirgripsmikið námskeið fyrir byijendur og lengra komna. Við komum þér á óvart. 22 kennslustundir iHcel tölflureiknirinn Vandað og gott námskeið fyrir alla sem vinna við tölur. Yfirgripsmikið og gagnlegt, líka fyrir þá sem þegar nota Excel. 22 kennslustundir fleee// gognogrunnurinn Námskeið fyrir alla sem vilja smíða gagnagrunna til þess að halda utan um upplýsingar og vinna úr þeim. 22 kennslustundir PouierPoint Gagnlegt og skemmtilegt námskeið fyrir þá sem þurfa að útbúa kynningarefhi, kenna eða halda fyrirlestra. 13 kennslustundir Þekking í þína þágu © 0 o Ulord II - fgrir regn/lumiklo Námskeið fyrir notendur með mikla reynslu af ritvinnslu sem hafa lokið Word námskeiði, 18 kennslustundir iHcel II - fgrir regn/lumiklo Námskeið sem aðeins er ætlað þeim sem kunna mikið í Excel og hafa unnið lengi við hann eða lokið Excel námskeiði okkar. 18 kennslustundír iHcel vid fjórmólo/tjórn Mjög gagnlegt námskeið fyrir þá sem vinna við Qármál, stjómun og áætlanagerð. 18 kennslustundlr iHoel tölfrœði Námskeiðið spannar margs konar tölfheðivinnslur með Excel. 18 kennslustundir iHcel fjölror og forritun Námskeið fyrir þá sem kunna allt í Excel, nema að forrita hann. 31 kennslustund flcce// forritun Þegar þú kannt að smíða gagnagrunna þá er þetta næsta skref. Yfirgripsmikið framhaldsnámskeið fynr reynda notendur. 36 kennslustundir Project verkefno/tjórnun Grundvallaratriði góðrar verkefnastjómunar og hvemig má nota tölvu til aðstoðar. ítarlegt og vandað námskeið. 18 kennslustundir Vef/íóugeró I ■ frontPoge Eitt vinsælasta námskeiðið um vefsíðugerð. Allt sem þarf til að komast á vefmn. 22 kennslustundir Yef/íóugeró II - frontPoge Námskeið sem byggir á reynslunni og bætir mörgum skemmtilegum atriðum í þekkmgarbrunninn. 22 kennslustundir Vef/íóugerð III Tengingar við gagnagrunna, hópvinnukerfi og margs konar sjálfvirkni á vefsíðum. 13 kennslustundir Publi/her útgófo bœklingo Útgáfa alls konar bæklinga og kynningarefhis verður leikur einn með þessu forriti. 18 kennslustundir (Ilicro/oft Yi/io 9000 Yió/kipto- og tœkniteiknun Fjðlbreytt teikningagerð í viðskiptum og tækni. Mjög fjölhæft og þægilegt forrit. 22 kennslustundir UJindoui/ 9000 netum/jón Frábært íslenskt námskeið um þetta nýja netstýrikerfi sem er að ryðja sér til rúms. 36 kennslustundir Ulindoui/ HT netum/jón Margreynt og gott námskeið um netstýrikerfi fyrir þá sem vilja hafa allt á hreinu. 36 kennslustundir 0 fgrirtœkjotilboó Bjóðum fyrirtækjum sérsniðin námskeið og afsláttarsamninga af öllum námskeiðum okkar. Hagkvæm lelð - hámarksárangur fjornóm Fjölmörg námskeiða okkar eru boðin í fjamámi. Tilvalin leið fyrir þá sem vilja frekar læra heima eða á vinnustað. Fjamám - nútímanámsaðferð Þú ávinnur þér afslátt með fleiri námskeiðum: 1. námskeið..............5% stgr. afsl. 2. og 3. námskeið........10% stgr. afsl. 4. og síðari námskeið....15% stgr. afsl. Nánari upplýsingar á http://www.tv.is Grensiovegl 16 108 Reykjavík Slml: 620 9000 Fax: 520 9009 Netfang: tv@tv.la pöntunarjlmi FTBTIKI Raögreiðslulán til allt að 36 mánaða. isaáasadLS^J Hagstæð námslán hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar. t ö I V u -. V e r k ff r Símanútner O fl 8B ð % þ j ð n u s t a n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.