Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 24.10.2000, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kosið um persónur Kosovo-búar ganga til sveitarstjórnakosn- inga á laugardag. Þau málefni sem eru efst í huga fólks varða þó fremur stöðu héraðsins og persónuleika frambjóðenda, skrifar Urð- ur Gunnarsdóttir frá Pristina. KOSNINGABARÁTTAN snýst að afar takmörkuðu leyti um hug- myndafræði og stefnuskrár en eink- anlega um frambjóðendur," segir Vjosa Dobruna, sem situr í sameigin- legri stjóm Sameinuðu þjóðanna og Kosovobúa, svokallaðri JIAS. Dobr- una er yíu- ráðuneyti sem vinnur að lýðræðisuppbyggingu og hefur unnið að undirbúningi sveitarstjórnakosn- inganna sem fram fara í Kosovo nú á laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem haldnar eru kosningar opinberlega í Kosovo einu og sér, og miklar vonir því bundnai' við þær, vonir sem ekki teljast að öllu leyti raunsæjar. Utan- kjörstaðakosning er þegar hafin, yfir helmingur þeirra 38.000 sem eru á kjörskrá og búsettir utan Kosovo hafa kosið en alls eru rétt rúmlega 900.000 manns á kjörskrá. Lögreglu- menn, fangar og sjúklingar kjósa í þessari viku og voru langar raðir á aðallögreglustöðinni í Pristina í gær er meðlimir Kosovolögreglunnar flykktust að til að kjósa. Kosninga- spjöld og kosningafundir eru ekki jafnalgeng sjón og víða annars staðar svo skömmu fyrir kosningar og spennan í héraðinu hefur reynst minni en búist var við. Hótanir og ofbeldisverk gagnvart stjómmálamönnum og blaðamönn- um sem virtust vera að aukast iyrir nokkram vikum era ekki áberandi lengur. Einstök tilvik koma þó upp, t.d. var handsprengju varpað að heimili flokksmanns Ibrahims Rug- ova á sunnudag. Kosningabaráttan hefur gengið áfallalítið, kosninga- fundir hafa farið friðsamlega fram og reglulega er fjallað um sveitar- stjómamálefni í fjölmiðlum. Það seg- ir þó aðeins hálfa söguna því að raun- verulegur áhugi almennings er ekki á einstökum málefnum heldur sjálf- stæði héraðsins og því hvernig kosn- ingamar era áfangi á leiðinni að því marki. Allir stefna að sjálfstæði „Sú breyting hefur orðið á síðustu vikum að flokkamir era farnir að ræða aðeins rneii'a um sveitarstjóma- mál, það sem raunveralega er verið að kjósa um, í stað sjálfstæðis. En um leið finnst mér áhugi almennings á kosningum hafa minnkað. Ástæðan er einkum meiri óvissa en áður um stöðu Kosovo, óvissa sem er til komin vegna breyttrar afstöðu alþjóðasam- félagsins til stjórnvalda í Belgrad. Fólk gerir sér grein fyrir því að mál- efnið sem það hefur mestan áhuga á, sjálfstæði héraðsins, er ekki til um- ræðu og þá missir það áhugann," seg- ir Dobrana. Erlendir sérfræðingar og yfirmenn hjá alþjóðastofnunum sem unnið hafa að undirbúningi kosn- inganna taka undir með Dobranu, einkum hvað varðar nýtilkominn áhuga flokkanna á þeim málefnum sem verið er að kjósa um. Kjósendur hafi meiri áhuga á því hvað menn gerðu í stríðinu og hvort þeir séu lík- legir til að ná völdum en stefnu þeirra í skóla- og heilbrigðismálum. Allir hafa flokkamir sjálfstæði Kosovo á stefnuskránni þótt það komi sveitarstjómarkosningum ekk- ert við. Ekki er nema von að flokk- amir leggi svo mikla áherslu á sjálf- stæði, þar sem fram hefur komið í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri að þau fjögur atriði sem al- menningur í Kosovo telur mestu máli Reuters Stuðningsmenn Lýðræðisfylkingar Kosovo (LDK) veifa albönskum fánum og halda á loft spjöldum með mynd af Ibrahim Rugova, leiðtoga flokksins, á kosningafundi í Pristina á sunnudag. skipta era sjálfstæði héraðsins, skipt- ing borgarinnar Mitrovica, að á milli 1.500 og 2.000 Kosovo-Albanar sem hafa verið í serbneskum fangelsum frá því í stríðinu verði látnir lausir og að síðustu að atvinnutækifæri verði aukin. Yfír þrjátfu flokkar Það era yfir þijátíu stjórnmála- flokkar í Kosovo, langflestir albans- kir (27). Þá era þrír flokkar Bosníu- manna, einn tyrkneskur flokkur og einn flokkur Ashkali sem era skyldir sígaunum. Bosníumenn era eini minnihlutahópurinn þar sem meiri- hluti atkvæðisbærra manna er á kjör- skránni. Aðeins fjórðungur Tyrkja er á kjörskrá og lítill hluti sígauna. Að- eins fáein hundrað Serba era á kjör- skrá og enginn flokkur er skráður, nokkuð sem hlýtur að teljast mikill ósigur fyrir alþjóðastofnanimar, sem þó gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að fá Serba í Kosovo til að skrá sig. Sú skráning fór fram í vor og sumar og niðurstaðan endurspeglar þann veraleika sem þá var, Serbar í Koso- vo vora undir gríðarlegum þrýstingi frá stjómvöldum í Belgrad um að hunsa skráningu Sameinuðu þjóð- anna í manntal og á kjörskrá. Daan Everts, yfrmaður Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Kosovo, segist sjá merki á meðal Serba nú um að þeir hefðu viljað taka þátt í kosningunum. Of seint sé að setja þá á kjörskrá en reynt verði að koma til móts við þá með því að út- hluta þeim sætum í sveitarstjómun- um í samræmi við hlutfall þeirra af íbúum sveitarfélaganna. Þá bendi ýmislegt til þess að haldnar verði aukakosningar snemma á næsta ári í þeim þremur sveitarfélögum í norð- urhluta Kosovo sem era nær ein- göngu byggð Serbum. Það kom mörgum á óvart hversu hratt flokkunum tókst að setja saman stefnuskrár en einn alþjóðlegu sér- fræðinganna sem hafa unnið með þeim segir það því miður hafa komið niður á innihaldinu. Vjosa Dobruna tekur undir þetta, segir að engin for- gangsröðun sé á málefnum heldur sé löngum lista romsað upp, lista sem beri oft á tíðum merki um að flokk- arnir hafi viljað þóknast hinum er- lendu stofnunum sem vinna að undir- búningi kosninganna. Sáralítill munur er á stefnuskrám flokkanna, til dæmis er hægara sagt en gert að þekkja í sundur stefnuskrá tveggja stærstu flokkanna og erkifjendanna, Lýðræðisfylkingu (LDK) Ibrahims Rugova og Lýðræðisflokks (PDK) Hashims Thaci. Þrátt fyrir að töluvert skorti á raunveralega stefnu í sveitarstjóma- málum hefur almenningur sýnt mál- efnunum áhuga þegar honum gefst kostur á að ræða þau. ÖSE hefur staðið fyrir fundaröð þar sem rædd era ákveðin málefni, svo sem menntamál, heilbrigðismál, sam- göngur o.s.írv. og hefur oft verið fullt út úr dyram á fundunum þar sem spumingum frá kjósendum hefur rignt yfir frambjóðendur. Það breytir þó ekki áðumefndri staðreynd að spurningin um sjálfstæði og persónu- leika frambjóðendanna er það sem skiptir kjósendur mestu. Rugova spáð sigri Það er hægara sagt er gert að reyna að útskýra stöðu flokkanna út frá vestrænu flokkakerfi. Ekki er hægt að staðsetja þá á skalanum frá vinstri til hægri, þeir styðja eins og áður segir mikið til sömu stefnu, að minnsta kosti í orði. Flestir hafa lýð- ræðis- og efnahagsumbætur, fijálst hagkerfi, bætt atvinnuástand, öflugt réttarkerfi og sjálfstæði á stefnu- skránni. Nöfnin era mörg hver kunn- ugleg, jafnaðarmenn, frjálslyndir og demókratar eiga sína fulltrúa en nöfnin segja þó afskaplega lítið um stefnuna. Flokki Rugova hefur verið spáð sigri í kosningunum þegar litið er á héraðið í heild. Samkvæmt Gall- up-könnun sem gerð var í síðasta mánuði fengi LDK um 34% atkvæða, PDK fengi 13%, Bandalag um fram- tíð Kosovo (AÁK), flokkabandalag undir stjóm Ramush Haradinaj, fv. skæruliðaforingja, 4% og aðrir flokk- ar minna. Óvissuhlutfallið er þó hátt því að um 40% kjósenda vora enn óákveðin. Viðtalstímar Samfylkingarinnar Þingmenn Samfylkingarinnar eru með fasta viðtalstíma í vetur. Fólk er hvatt til að hafa samband og panta viðtalstíma við einhvern þingmanna Samfylkingarinnar. Upplýsingar um viðtalstíma og pantanir hjó Margréti Ósk í síma 563-0743. Samfylkingin: .' . Samfylkingin www.samfylking.is Össur Skarphéðinsson Margrét Frímannsdóttir Rannveia Guðmundsdóttir Jóhann Ársælsson Guðrún Ögmundsdóttir Ásta R. Jóhannesdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Sigríður Jóhannesdóttir Svanfríður Jónasdóttir Lúðvík Bergvinsson Guðmundur Árni Stefónsson Þórunn Sveinbjarnardóttir Einar Már Sigurðason Gísli S. Einarsson Sigvatur Björgvinsson Bryndís Hlöðversdóttir Kristján Möller Segir ESB tilbúið til stækkunar fyrir 2003 Bratislava, Varsjá, París. Reuters, AFP, AP. EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) hyggst fyrir árslok 2002 vera tilbúið að taka inn ný aðildairíki, að því er Gerhard Schröder, kanzlari Þýzka- lands, sagði í Brat- islava, höfuðborg Slóvakíu, ígærþar sem hann var staddur í opinberri heimsókn. Sagði Schröder hin núverandi fimmtán aðildar- ríki sambandsins vera staðráðin í að ná á leiðtogafundinum í Nice í desem- ber samkomulagi um þær breytingar á stofnanauppbyggingu og fyrir- komulagi ákvarðanatöku sambands- ins, sem nauðsynlegar eru fyrir stækkunina til austurs. Eftir viðræður við Mikulas Dzur- inda, forsætisráðherra Slóvakíu, sagði Schröder að héldu Slóvakar sínu striki á braut efnahagsumbóta og aðlögun löggjafar landsins að reglum ESB, gætu þeir jafnvel gert sér vonir um að vera í hópi fremstu „umsóknarríkjanna". „Það mun ekki verða hægt að stækka ESB fyrr en árið 2003. Hversu vel það mun ganga verður undir því komið hversu vel umsóknarríkjunum gengur að búa sig undir aðild og að uppfylla skilyrðin," sagði kanzlarinn á blaðamannafundi. Slóvakía er - ásamt Lettlandi, Lit- háen, Rúmeníu, Búlgaríu og Möltu - í hinum svokalla „Helsinki-hópi“ ríkja, sem hófu formlegar viðræður um inn- göngu í ESB eftir síðustu áramót. Ríkisstjóm Dzurindas, sem tók við völdum af hinni umdeildu stjórn Vladimírs Meciars fyrir tæpum tveimur árum, hefur einsett sér að „ná“ grannríkj- unum Tékklandi, Póllandi og Ung- veijalandi, sem ásamt Eistlandi, Slóveníu og Kýpur eru í þeim hópi umsóknarríkja sem hófu formlegar aðildai-viðræður þegar á árinu 1998. Pólland „lykilland“ Þá sagði Gúnter Verheugen, sem fer með stækkunarmál ESB í fram- kvæmdastjóm sambandsins og var staddur í Varsjá í gær, að Pólland væri „lykilland" hvað stækkunará- form ESB snerti. Hann reyndi að slá á áhyggjur Pólveija þess efnis að svo kynni að fara að Póliand yrði ekki úr- skurðað hafa staðið sig nógu vel í að- ildarundirbúningnum til að fá inn- göngu í fyrstu lotu stækkunarinnar til austurs. Sagði Verheugen að Póliand fengi góða einkunn í næstu stöðu- matsskýrslu um aðildarundirbúning umsóknarríkjanna, sem koma mun út hinn 7. nóvember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.