Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Manitoba í Kanada Davíð Oddsson forsætisráðherra og John Harvard, þingmaður á kanadíska þinginu, afhjúp- uðu skjöld frá nefnd um minningu sögustaða í Kanada um Nýja fsland. Ernest Stefansson, Davíð Oddsson forsætisráðherra, Eric Stefánsson og Gerry Doer klippa á borða við vígslu menningarmiðstöðvarinnar Waterfront Center. Mikilvægt að rækta tengslin Morgunblaðið/Kristinn Daginn eftir komu íslensku landnemanna til Gimli fæddist Jón Ólafur Jóhannsson, 22. október 1875, og hér eru afkomendur hans samankomnir. Um helgina voru liðin - 125 ár síðan Islendingar settust að við Winnipeg- vatn í Manitoba-fylki í Kanada og í ár eru 1000 ár frá því íslendingar komu fyrst til Kanada. Þessa hefur verið minnst á margvíslegan hátt á árínu en hátíðar- höldunum í Kanada lauk á formlegan hátt 1 Árborg í Manitoba í fyrrakvöld. Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, tók þátt í við- burðunum á Nýja íslandi um helgina en Steinþór Guðbjartsson fylgdist með og ræddi við hann að þeim loknum. ILIÐINNI viku var Davíð sæmdur heiðursdoktors- nafnbót í lögfræði við Mani- toba-háskóla í Winnipeg. Hann tók einnig þátt í opnun ís- lenska bókasafnins á nýjum stað og í stærri húsakynnum í skólanum en í fyrra samþykktu ríkisstjóm Islands, Eimskipafélagið og Háskólasjóður þess að leggja samtals fram 50 millj- ónir króna á þremur árum til þess að tryggja aðra kennarastöðu við ís- lenskudeild Manitoba-háskóla og kosta endurbætur á íslenska bóka- safninu. Davíð og Eric Stefánsson, fyrrver- andi fjármálaráðherra, eru vemdar- ar menningarmiðstöðvarinnar á Gimli sem þeir opnuðu formlega á laugardag. Þar eru íbúðir fyrir aldr- aða og miðstöð fyrir íslenska starf- semi í Gimli og að vissu leyti í Mani- toba. íslenska ríkið og Eimskip styrktu bygginguna með framlagi upp á um 11 milljónir króna. „Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að rækta tengslin við þennan stóra hóp sem er af íslensk- um ættum,“ sagði Davíð. „Með hverri kynslóð er viss hætta á því að úr áhuganum dragi hér vestra en þó er mesta furða hvað hann er þó mik- iD og ríkur. Hér er óskaplega mikil ást og vinátta til íslands og íbúamir taka svari íslands hvenær og hvar sem þeir mega.“ Hann sagði að ferðin hefði meðal annai’s verið farin til að efla og treysta umrædd kynni, „því það er augljóst að löndum okkar hér þykir mikilvægt að vita hvort velvilji sé heima fyrir í gamla landinu til þeima og þess sem þeir era að gera. Ég held að sá vilji sé fyrir hendi heima og að hann sé vaxandi.“ Tilfínningaþrungin athöfn Þegar 100 ár vora liðin frá land- námi íslendinga við Winnipegvatn ákváðu Connie Magnuson og Sigrid- ur Benediktson að minnast tímamót- anna með því að ganga frá Gimli að klettinum á Willow Point, þar sem íslendingamir komu að landi, en það er tæplega klukkutíma gangur. Þær hafa haldið uppteknum hætti árlega og segir Connie að fáir hafi gengið með fyrstu árin en göngumönnum hafi fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Aldrei hafa fleiri gengið en að þessu sinni, 139 manns, og þar af margir langt að komnir, auk þess sem margir komu í bílum út á tang- ann Víðimes í svölu veðrinu. Davíð Oddsson lagði blómsveig að klettinum og ávarpaði viðstadda en hann bar landnámið saman við landnámið á íslandi um 1000 árum áður. Hann sagði að íslandssagan yrði aldrei sögð til hlítar án þess að nefna landnámið í Nýja-íslandi og annars staðar í Vesturheimi. Hann sagði að gjarnan væri greint frá erf- iðleikum landnemanna en sjaldan sagt frá björtu hliðum lífs þeirra, en kletturinn væri minnisvarði um hug- rekki og trú. „Þessi athöfn er mjög eftirminni- leg og tilfinningaþrungin vegna þess að landtakan átti sér stað fyrir 125 áram og veðrið var með þeim hætti að dráttarbáturinn sem dró pramm- ana með 50 fjölskyldum gat ekki far- ið að landi og höggvið var á böndin sem bundu prammana við dráttar- skipið. Öldurnar bára þá að landi að klettinum, um 1000 áram eftir að landnám hófst á íslandi, en segja má að svipaður ijöldi hafi farið hingað og settist að á íslandi 1000 áram áður. Þetta fólk átti við mikla erfiðleika að etja þó það kæmi frá miklum erf- iðleikum en Ijóst er að ríkar tilfinn- ingar eru í fólki gagnvart þessum at- burði. Hann höfðar mjög til allra afkomendanna og mér fannst heil- mikið um það að taka þátt í þessari minningarathöfn.“ Nýja ísland Um 500 manns voru viðstaddir þegar Davíð og John Harvard, þing- maður á kanadíska þinginu, afhjúp- uðu skjöld frá nefnd um verndun sögustaða í Kanada til minningar um Nýja-ísland. Skjöldurinn er áletrað- ur á ensku, frönsku og íslensku og kemur þar fram að íbúarnir á svæð- inu, sem hafi flestir verið íslenskir, hafi verið nær sjálfstæðir og með eigin stjómarskrá til 1887 og þarna hafi þeir getað varðveitt tungumál sitt og menningu. Meðal viðstaddra vora ekki aðeins áhrifamenn frá Nýja-íslandi heldur m.a. forsætisráðherra Manitoba og þingmenn á kanadíska þinginu sem áréttar mikilvægi viðburðarins. Harvard gat þess að forsætisráð- herra Kanada hefði öragglega komið ef ekki hefðu komið til undirbúning- ur kosninga á sama tíma. „Loksins hefur fengist viðurkenn- ing Kanadastjórnar á þeim sérstæðu hlutum að íslendingar héma bjuggu við sitt eigið stjórnskipulag í 12 ár, einskonar ríki í ríkinu, Nýja-ísland,“ sagði Davíð. „Þessa hefur hingað til ekki verið getið í kanadískum sögu- bókum en nú verður breyting á því með þessari viðurkenningu af hálfu stjórnvalda á þessu sérstæða fyrir- bæri. Af því tilefni hafa þau sett upp skilti þar sem vísað er til Gimli sem höfðustaðar Nýja-íslands. Þetta þykir mönnum hér mikil viðurkenn- ing.“ Menningarmiðstöð Menningarmiðstöðin á Gimli, the Waterfront Centre, er glæsileg bygging við elliheimilið Betel sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.